Morgunblaðið - 07.07.1998, Síða 36
„ 36 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um söfn
„AHt er að verða að safni; allt
umhverfi, öll menning á endanum
verður veruleikinn að safni, allur
heimurinn og við sjálf; allt verður
safn; hvítir veggir umhverfis
staka merkingu. “
Við höfum alltaf vilj-
að trúa á frelsi list-
arinnar, rétt eins og
við höfum viljað
trúa á frelsi orðsins
og tjáningarinnar yfírleitt; við
höfum viljað trúa því að það sem
við sköpuðum væri okkar fram-
lag, orðið til í okkur sjálfum,
óháð öllu og öllum. En á þessi
trú á frelsi listarinnar sér ein-
hverja stoð í vei-uleikanum, í
samfélagi manna? Er hún ekki
einmitt bundin í báða skó af
þessu samfélagi? Er listin ekki,
eins og öll önnur tjáning, háð
óteljandi takmörkunum og
hömlum, jafnvel þvingunum? Jú,
sennilega verðum við að beygja
okkur undir það þótt frelsishug-
sjónin sé ansi sterk. Samfélagið
er fúllt af alls
VIÐHORF
Eftir Pröst
Helgason
konar valda-
stofnunum,
formlegum sem
óformlegum,
sem ákveða form og inntak allr-
ar hugsunar okkar, sköpunar
okkar og tjáningar, sem ráða því
hvemig listin á að vera og um
fram allt hvað er list og hvað
ekki. Skýrasta birtingarmynd
þessa valds er listasafnið.
Margir líta ef til vill svo á að
listasöfn séu sjálfsagður hlutur,
að listasöfn hafi alltaf verið til
en svo er ekki. Maðurinn hefur
vafalaust alltaf verið haldinn
söfnunaráráttu en listasöfn
urðu ekki til fyrr en á átjándu
öld. Hið fyrsta var stofnað eftir
frönsku byltinguna í París árið
1793. Þetta var Louvre safnið
sem var upphaflega einkasafn
franskra konunga en það voru
byltingarmenn sem gerðu það
að opinberu safni. Fyrir stofn-
un Louvre safnsins hafði al-
menningur lítinn aðgang haft
að listasafni konungs og raunar
engan til ársins 1750. Tilurð
hinna opinberu listasafna teng-
ist því lýðræðisþróuninni á átj-
ándu öld.
Það eru þekkt dæmi um að sú
iðja hafí verið vinsæl meðal
fomra konunga að safna list-
munum, konunglegir fjársjóðir í
Kína bera hennar til að mynda
glögg merki. A miðöldum var
kirkjan stórtækust í söfnun list-
muna en hún hafði mestan
áhuga á munum sem tengdust
kristinni trú. A endurreisnar-
tíma tóku menn svo að kaupa
verk eftir þekkta samtímalista-
menn enda vom höfundamir
famir að koma fram í dagsljósið
og árita verk sín, merkja þau
með höfundamafni. Þetta
breytta viðhorf til höfundarins
varð til þess að menn fóm að
vilja eignast söfn eða flokka
verka eftir einstaka höfunda;
þannig varð höfundurinn ástæða
til frekari söfnunar um leið og
hann varð flokkunarlegt viðmið.
Nú vora verk höfunda ekki að-
eins bergmál af orði guðs leng-
ur, eins og á miðöldum, heldur
urðu þau eftirsótt eign, þau urðu
markaðsvara. Listin fékk ver-
aldlegt gildi, hún öðlaðist verð-
gildi í hinu kapítalíska hlutakerfi
sem var í hraðri þróun á átjándu
öld, í kerfí þar sem sjálfsmynd
mannsins mótast fyrst og fremst
af hlutunum sem hann safnar í
kringum sig, hlutunum í eigu
hans. Tilurð listasafnsins má
einnig rekja til þess að á þessum
tíma tók maðurinn að skynja og
skipuleggja heiminn á nýjan
hátt, hann tók að flokka hlutina í
kringum sig eftir nýju kerfí,
kerfi samsemdar og mismunar,
eins og franski heimspekingur-
inn Michel Foucault sýndi fram
á í bók sinni Les mots et les
choses (1966). Með tilkomu
raunvísindalegrar aðferðar var
farið að sundurgreina alla hluti;
reynt var að koma auga á það
sem skildi hlutina hvern frá öðr-
um, fínna sérkenni þeirra, mæla
þá, bera saman og flokka. Aður
höfðu menn skynjað heiminn
sem órofa magíska heild.
Listasöfn hafa gegnt margvís-
legum hlutverkum í gegnum tíð-
ina. Mikilvægustu og göfugustu
hlutverk þein-u era ef til vill að
varðveita listina og fræða al-
menning um hana. Listasafnið
hefur þannig átt að vera eins
konar þjónustustofnun. Það hef-
ur hins vegar orðið mun fyrir-
ferðarmeira en svo; listasafnið
hefur orðið möndull listheimsins,
ekki listamaðurinn eða listin
sjálf eins og flestir myndu ætla.
Listasafnið er voldugasta valda-
stofnunin í heimi listanna; það
velur og hafnar, það ákveður
hvað skal teljast list, hver skal
teljast listamaður, það mótar
hugmyndir okkar um listasög-
una og hefur töluvert um framtíð
listarinnar að segja einnig. A
hverjum degi fæst fjöldi manns á
hinu opinbera listasafni við að
skilgreina hvað er list og hvað
ekki. Þeirri skilgreiningu verða
listamenn svo að lúta; þeir verða
að bíða viðurkenningar, verk
þeirra verða ekki list fyrr en þau
hafa verið keypt, fyrr en þau era
orðin eign safnsins. Auðvitað má
ekki gleyma hlutverki einkasafn-
arans sem mótvægi við val lista-
safnsins en það nýtur hins vegar
ráðandi stöðu í krafti fjármála-
legs umfangs síns.
Þegar litið er til hinna gríðar-
stóra listasafna á Vesturlöndum,
eins og Metropolitan í New
York, Prado í Madrid og Lou-
vre, verður augljóst að þau eru
stór hluti af sjálfsmynd Vestur-
landabúa. Kaup þessara voldugu
listasafna á listmunum frá ríkj-
um utan hins vestræna heims
staðfesta stöðu þeirra í miðju
heimsins og um leið móta þau
skynjun Vesturlandabúans á
sjálfum sér í miðjunni. Með
þessu móti telur Vesturlandabú-
inn sér trú um að hann sé að
varðveita list þeirra þjóða sem
munirnir era upprannir í og
hann telur sig vera að læra sitt-
hvað um sögu þeirra og veru-
leika en svo er ekki því að hlut-
imir hafa verið teknir úr sínu
rétta samhengi og þar með
sviptir merkingu sinni að miklu
leyti; safnið getur aldrei inni-
haldið veraleikann. Þetta mikil-
læti safnsins á sér hins vegar lít-
il takmörk. Eins og franski
heimspekingurinn Jean-Frango-
is Lyotard hefur bent á í bók
sinni, Moralités postmodemes
(1993), er allt að verða að safni;
allt umhverfí, öll menning á end-
anum verður veraleikinn að
safni, allur heimurinn og við
sjálf; allt verður safn; hvítir
veggir umhverfís staka merk-
ingu.
Hentifáni -
hvað er það?
HERFERÐ Al-
þjóðasambands flutn-
ingaverkamanna, ITF,
gegn hentifánum hefur
staðið í hálfa öld. Ef-
laust velta margir fyrir
sér hvað hentifáni er.
Af hverju er þessi fáni
einmitt hentifáni og
ekki einhver annar?
Eg ætla að reyna að
lýsa því hvað hér er
um að ræða.
Útflöggun
Fyrst og fremst er
um að ræða svokallaða
útflöggun. Kaupskipa-
útgerð velur að skrá
skip sitt undir annan fána en sinn
eigin. Þannig hefur t.d. Eimskip
kosið að skrá öll sín skip nema eitt
undir einhvem annan fána en ís-
lands. Eimskip býr til pappírsfyrir-
tæki í viðkomandi landi, eins og t.d.
í höfuðborg Antíqva, St John’s, og
skráir skipið þar. M.ö.o. siglinga-
fáni skipsins er annar en raunvera-
legur fáni eigandans.
Þetta er gert til að komast hjá
sköttum, gjöldum af ýmsum toga og
félagslegum greiðslum. Þannig und-
irbjóða útgerðarmenn í kaupskipa-
siglingum hver annan í gríð og erg.
Framhaldið á þessum linnulausu
undirboðum útgerðarmananna
verður til þess að ýta undir viðleitni
þeirra til að ná sér í farmenn frá
enn öðra landi en siglingafáninn
segir til um. Þessir farmenn koma í
flestum tilvikum frá löndum þriðja
heimsins, Filippseyjum, Indónesíu,
Kilibati og Túvalú eða frá löndum
Sovétríkjanna, Eystrasaltslöndun-
um, Rússlandi o.s.frv.
Hentifáni er sem sé siglingafáni
sem á ekkert skylt við þjóðerni eig-
andans, útgerðarinnar eða áhafn-
arinnar.
Herferð gegn hentifánum
Alþjóðasamband flutningaverka-
manna, ITF, vakti í fyrsta sinn at-
hygli á fyrirbærinu útflöggun og
vandanum sem henni fylgdi, árið
1933. En verulegur skriður komst
á þessa þróun árið 1945 þegar
bandarískir útgerðarmenn festu
kaup á ódýram flutningaskipum úr
styrjöldinni og skráðu
þau í Panama til að
sniðganga bandaríska
löggjöf. Arið 1948 var
búið að skrá yfir 3
milljónir lesta í Panma
og nú buðu fleíri lönd
hagtæða skipaskrán-
ingu, lönd eins og Lí-
bería, Hondúras og
Costa Ríca. Brátt voru
þessir siglingafánar
kallaðir „PanLibHon-
Co-fánar“.
Hvernig verður
hentifáni til?
Á þingi ITF í Osló
1948 var ákveðið að
hefja herferð gegn útflöggun ann-
ars vegar og hins vegar fyrir bætt-
um kjöram mannanna um borð í
„PanLibHonCo“-skipunum. Her-
ferðin byggðist á öflugum stuðn-
ingi hafnai’verkamanna, sem vora
tilbúnir að setja afgreiðslubann á
skip, nema viðunandi kjarasamn-
ingar næðust fram og/eða skipið
yrði rekið inn undir raunverulegan
siglingafána sinn.
Á ITF-þinginu í Stuttgart 1950
var þessari stefnu breytt þannig,
Þetta er gert til að
komast hjá sköttum,
segir Borgþór S.
Kjærnested, sem og fé-
lagslegum greiðslum.
að aðaláhersla var lögð á að ná
fram kjarasamningum við „PanLi-
bHonCo“-útgerðannennina og
grípa því aðeins til afgreiðslubanns
á skipin að útgerðarmenn neituðu
að ganga til kjarasamninga.
A þingi ITF í Stokkhólmi 1952
var ákveðið að stofna sérstakan
sjóð til að fjármagna herferðina og
styðja velferðarmál sjómanna al-
mennt, en greiðslur í sjóðinn yrðu
innheimtar af útgerðarmönnum
hentifánaskipa (í dag 230 USD/á
stöðugildi/ár). Stofnuð var sérstök
nefnd til að hafa yfirumsjón með
herferðinni, svonefnd FPC-nefnd,
hún starfar enn. I þessari nefnd
Borgþór S.
Kjærnested
sitja fulltrúar þein-a sem starfa um
borð í kaupskipaflotanum ásamt
fulltrúum hafnarverkamanna og
hún leggur á ráðin um pólitíska
stefnumótun herferðarinnar og
áherslur hverju sinni. Það er FPC-
nefndin sem tekur ákvörðun um að
lýsa einstaka þjóðfána hentifána til
sjós. Samkvæmt núgildandi skil-
greiningu verður fáninn að upp-
fylla þrjú skilyrði til þess að verða
lýstur hentifáni:
1 Eigandi og útgerð er ekki af
sama þjóðerni og siglingafáninn.
2 Áhöfnin er ekki af sama þjóð-
emi og siglingafáninn.
3 Skráning undir viðkomandi
siglingafána veldur öfugsnúinni
samkeppni í siglingum.
Síðan hafa orðið margvíslegar
áherslubreytingar á þingum ITF.
Á ITF-þinginu í Madrid 1983 var
ákveðið að stéttarfélög viðkom-
andi eigandalands, án tillits til
fánans, ættu samningsréttinn um
borð í viðkomandi skipi án tillits
til þjóðernis áhafnarinnar. Það má
segja að þessi ákvörðun hafi end-
anlega sett viðleitnina til að reka
viðkomandi skip undir eiginlegan
siglingafána til hliðar. Nú varð
það aðalatriði að ná fram viðun-
andi og mannsæmandi kjörum
fyrir áhöfnina um borð. Á sama
tíma beið stefna Sameinuðu þjóð-
anna, sem kemur fram í sáttmál-
anum um „The genuin link“ milli
fána og eiganda frá 1986, endan-
legt skipbrot.
Nú hófu einnig ýmis lönd að
stofna „Alþjóðlegar skipaskrár"
undir eigin fána. Noregur tók
fyrsta skrefið, en strax á eftir
komu Danmörk, Þýskaland og
Spánn, sem leyfðu ráðningu skip-
verja á svonefndum heimalands-
kjörum, þ.e. þess lands sem þeir
komu frá hverju sinni. Á eftir
fylgdi þurrleigufyrirkomulagið, en
það gefur útgerðarmönnum tæki-
færi til að einungis leigja skipið, en
setja eigin áhöfn um borð. Slíkar
áhafnir koma oft frá láglaunasvæð-
um heimsins.
Á þingi ITF í Genf 1994 var
stefna ITF samræmd með tilliti til
fjölda fyrri samþykkta ITF-þing-
anna eftir 1948 undir yfírskriftinni
„Lágmarksaðstæður og samnings-
réttur um borð í kaupskipum“
(Minimum Conditions and Negoti-
ating Rights for Merchant Ships).
Enn sér ekki fyrir endann á
þessari þróun og næsta þing ITF
verður haldið á Indlandi í nóvember
nk.
Höfundur er eftirlitsfulltrúi ITF
með hentifánaherferðinai á íslandi.
Kjarabót á kostn-
að virðingar
FRAM til þessa dags
hef ég horft uppá það
að kjarasamningar hafa
lítið gefið í aðra hönd-
ina þrátt fyrir mikla og
oft langa baráttu. Nú
stend ég frammi fyrir
því að þeir gefa ekki
einungis lítið í aðra
höndina heldur get ég
ekki starfað áfram sem
fullgildur hjúkranar-
fræðingur. Mér er ekki
treyst af stofnuninni
„SHR“ til að bera þá
ábyrgð sem ég hafði
nokkrum dögum fyrr
og þarf því að vera und-
ir umsjón reyndari
hjúkranarfræðings við mín störf.
Áldrei fyrr hefur þvílík smán fylgt
kjarasamningum félags okkar. Eg
þarf að sæta því að samkvæmt nið-
urröðun í launaflokka kemst ein-
ungis ákveðinn fjöldi hjúkranar-
fræðinga í B ramma (sem ég ætti
með réttu að tilheyra) upp í þann
ramma. Þegar ég spurði síðan yfir-
stjórnendur mína hvort ég gæti
fengið nánari útlistun
á þeim verkum sem
ég má inna af hendi
gat enginn gefið mér
skýr svör. Þó var mér
bent á það að þau
treystu mér fyllilega
til þess að vinna sömu
störf og fyrr, þau
vildu bara ekki borga
mér fyrir það. Þau
átta sig ekki á því að
traust þarf að vera
gagnkvæmt og þar
sem mér er ekki leng-
ur treyst brýst efinn
fram hjá mér um að
ég geti ekki treyst
stjóm sjúkrahússins.
Til þess að geta umbunað
ákveðnum hluta hjúkranarfræð-
inga svo það líti vel út fyrir Geir H.
Haarde og co í prósentutölu þurfa
aðrir að borga brúsann.
Hinn almenni hjúkranai-fræð-
ingur þarf þvi að borga brúsann og
ber því skarðan hlut frá borði í eitt
skiptið enn. Samninganefndir
lögðu hart að öllum hjúkranar-
Sólbjörg G.
Sólversdóttir
Eftír stendur minni-
hluti, segir Sólbjörg
G. Sólversdóttir, sem
fær óljós svör og
loðin loforð.
fræðingum að draga uppsagnir til
baka þar sem betra myndi ekki
bjóðast án þess að leyfa aðgerðum
að tala sínu máli. Þessi nefnd
tryggði það að meirihluti hjúkran-
arfræðinga fékk vörpun í B flokk
með von um að slíkt myndi sefa
meirihlutann í bili jafnvel þótt þeir
væra almennt óánægðir og gengið
væri framhjá stóram hópi hjúkrun-
arfræðinga með framhaldsmennt-
un og mikla reynslu. Samstaðan
var því brostin og flestir hjúkran-
arfræðingamir drógu uppsagnir
sínar til baka og ætla að láta reyna
á nýja röðun í flokka. Eftir stendur
minnihluti sem fær óljós svör og
loðin loforð um leiðréttingu sem
hugsanlega er hægt að tala um síð-
ar þegar reiðihamurinn rennur af
þeim. Þangað til eða til ársins 1999
mun ég því tilheyra þeim hópi
hjúkrunarfræðinga sem fá að naga
mögur bein af borðum SHR fyrir
tilstuðlan Ástu Möller.
Höfundur er fyrrv. fullg-ildur en
mí aðstoðarl\júkrunarfræðingur.