Morgunblaðið - 07.07.1998, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Háskóli íslands
Rannsóknaþjónustan
Rannsóknaþjónusta Háskólans auglýsir eftir
verkefnisstjóra á Landsskrifstofu Leonardó.
Starfsemi Rannsóknaþjónustunar er vaxandi.
Hún hefur þaö hlutverk að auka tengsl Háskól-
ans við íslenskt atvinnulíf og greiða fyrir hæfn-
isuppbyggingu, nýsköpun og tækniyfirfærslu.
Rannsóknaþjónustan sér um margþætta þjón-
ustu vegna þátttöku íslendinga í evrópsku sam-
starfi, m.a. með rekstri Landsskrifstofu Leonardó
og þátttöku í Kynningarmiðstöð Evrópurann-
sókna. Rannsóknaþjónustan rekureinnig Ný-
sköpunarsetrið Tæknigarð á háskólalóðinni.
Verksvið nýs starfsmanns verður að mestu
bundið við Landsskrifstofu Leonardó, sem þjón-
ustar starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
Verkefni eru m.a. kynningarstörf, samskipti við
framkvæmdastjórn ESB, ráðgjöf við umsækjend-
ur og þá sem eru þátttakendur í Leonardó verk-
efnum og aðstoð við margvísleg mannaskipti.
Við leitum að starfsmanni með mjög góða
tungumálakunnáttu, sem á gott með að vinna
með texta á íslensku og ensku, hefur mikinn
áhuga á mannlegum samskiptum og evrópsku
samstarfi, hefurfrumkvæði og getur unnið
sjálfstætt en á jafnframt auðvelt með að vinna
í verkefnahópum og veita öðrum ráðgjöf.
Háskólamenntun og tölvulæsi eru skilyrði.
Um er að ræða verkefnaráðningu í eitt ár, með
góða möguleika á framlengingu. Gert er ráð
fyrir að nýr starfsmaður komi til starfa 1. sept-
ember.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra. Samkvæmt for-
sendum aðlögunarsamkomulags raðast starfið
í launaramma B. Nánari upplýsingar veitirÁsta
Erlingsdóttir hjá Rannsóknaþjónustunni í síma
525 4900 og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir hjá
starfsmannasviði í síma 525 4273.
Sjá einnig heimasíðu Rannsóknaþjónustunnar
http://www.rthj.hi.is. Umsóknum ber að skila
til starfsmannasviðs Háskóla íslands í síðasta
lagi 21. júlí 1998. Öllum umsóknum verður
svarað og umsækjendum síðan greint frá því
hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú
ákvörðun liggurfyrir.
ERLEND BLÓÐ OG BÆKUR
Starfsfólk óskast
Blaðadreifing ehf. er fyrirtæki, sem flytur inn
og dreifir erlendum blöðum og bókum.
Hjá okkur vinna 16 starfsmenn og við erum
staðsett á Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík
Við leitum að duglegu og samviskusömu fólki
til starfa við móttöku, pökkun og útkeyrslu á
blöðum og bókum til verslana.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Hafir þú áhuga, þá vinsamlega leggðu inn
umsókn fyrir 13.júlí nk., merkta:
Erlend blöð/ bækur, Blaðadreifing ehf., Suður-
landsbraut 32,108 Reykjavík
Öllum umsóknum verður svarað.
Kranamaður óskast
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar
eftir að ráða kranamann á byggingakrana. Mikil
vinna framundan.
Upplýsingar verða veittar í símum 562 2991
og 893 4628.
BYGGÓ
BYGGINGAFÉLAG GYLFA S GUNNARS
Háskóli íslands
Lífefna- og
sameindalíffræði
Rannsóknastofa í lífefna- og sameindalíffræði
við læknadeild Háskóla íslands er staðsett á
5. hæð í Læknagarði. Þar er unnið að fjölbreytt-
um rannsóknarverkefnum og aðbúnaður og
tækjakostur er með því besta sem gerist.
Á rannsóknastofunni eru laus til umsóknar eft-
irtalin verkefnatengd störf: Rannsóknir á áhrif-
um lýsis á sýkingar með áherslu á bráðfasa-
prótein, cýtókín og fituefni í blóði. Háskólapróf
í líffræði, lífefnafræði, matvælafræði, næring-
arfræði, meinatækni eða skyldum greinum
er æskilegt, en til greina kemur að ráða nem-
anda á síðari stigum náms í þessum greinum
í hlutastarf þartil að námi loknu. Möguleikar
eru á að viðkomandi sæki um innritun í rann-
sóknatengt nám við læknadeild. Nánari upp-
lýsingar veitir Ingibjörg Harðardóttir fræði-
maður (dósent frá 1. ágúst) í síma 525 4276.
* Rannsóknir í genalækningum fyrst og fremst
þróun genaferju sem byggð væri á visnuveiru.
Háskólapróf í líffræði, lífefnafræði, meinatækni
eða skyldum greinum er æskilegt, en til greina
kemurað ráða einstakling með annars konar
bakgrunn. Möguleikar eru á að viðkomandi
sæki um innritun í rannsóknatengt nám við
læknadeild. Nánari upplýsingarveitir Jón Jó-
hannes Jónsson, dósent, í síma 525 4845. Laun
verða skv. kjarasamningi Félags háskólakenn-
ara og fjármálaráðherra f.h. ríkisins.
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí nk. en
upphafstími ráðningar er eftir samkomulagi.
Skriflegum umsóknum skal skila til starfs-
mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu
við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsókn-
um verður svarað og umsækjendum síðan
greintfrá því hvernig starfinu hafi verið ráð-
stafað þegarsú ákvörðun liggurfyrir. Nánari
upplýsingar veitir Guðrún Osk Sigurjónsdóttir,
deildarstjóri á starfsmannasviði, í síma
525 4273.
Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða ritara í fullt
starf á tekju- og lagaskrifstofu ráðuneytisins.
Starfið felst í hefðbundnum ritarastörfum,
undirbúningi funda, móttöku viðskiptamanna auk
frágangs lagafrumvarpa, reglugerða og bréfa.
Mikilvægt er að starfsmaður hafi gott vald á
íslensku, reynslu af notkun algengustu
ritvinnsluforrita og sé lipur í samskiptum.
Starfið er laust nú þegar. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi fjármálaráðherra við félag
starfsmanna stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar veita Klara og Helga
frá kl. 9 -12 í síma 5331800.
Öllum umsóknum verður svarað.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs
fyrir 21. júlí merktar:
“Fjármálaráðuneytið - ritari”.
RÁÐGARÐUR hf
STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Furugerði 5 108 Reykjavik Sími 5331800
Fu: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is
Heimasíða: http://www.radgard.is
SMITH & NORLAND
VERSLUNARSTARF
Smith & Norland vill ráða
sölumann í heimilistækjadeild
sem fyrst.
Starfið felur í sér kynningu og sölu
margvfslegra raftækja.
Leitað er að röskum, glaðlyndum
og snyrtilegum einstaklingi með
áhuga á þjónustu, viðskiptum og
góðum mannlegum samskiptum.
Um er að ræða skemmtilegt starf
í notalegu umhverfi hjá traustu og
virtu fyrirtæki sem selur gæðavörur.
Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi
eru vinsamlega beðnir að senda
okkur eiginhandarumsókn með
upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf fyrir þriðjudaginn
14. júlí.
SMITH &
NORLAND
m
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
Háskóli íslands
Frá tannlæknadeild
Viðtannlæknadeild Háskóla íslands er laust
til umsóknar lektorsstarf í tannréttingum
með kennsluskyldu í tannréttingum og al-
mennri greiningu. Ráðið verður í starfiðtil
tveggja ára.
Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráð-
herra og Félags háskólakennara. Samkvæmt
aðlögunarsamkomulagi raðast starfið í launa-
ramma B.
Umsóknarfresturtil og með 31. júlí nk.
Umsóknir og öll umsóknargögn þurfa að vera
í þríti, æskilegt er að gögnunum sé skipt í þrjá
samskonar bunka/pakka. Umsóknum skulu
fylgja nákvæmarferilsskýrslur um nám, störf,
kennslu og vísindarannsóknir umsækjenda,
ásamt prófskírteinum.
Umsækjendur þurfa að greina frá þeim rann-
sóknum sem þeir hyggjast stunda ef til ráðn-
ingar kemur. Þá skulu umsækjendursenda
inn eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum,
birtum og óbirtum, sem þeir óska eftir að verði
tekin til mats. Þegarfleiri en einn höfundur
stendur að ritverki skal umsækjandi gera grein
fyrir framlagi sínu til verksins. Áð lokum er ætl-
ast til þess að umsækjendur láti fylgja umsagn-
ir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því
sem við á.
Umsóknum og umsóknargögnum skal skila
til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal-
byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Um meðferð umsókna og tillögugerð um ráð-
stöfun starfsins gilda reglur um veitingu starfa
háskólakennara, sbr. auglýsingu nr. 366/1997.
Nánari upplýsingar er gefnar á skrifstofu tann-
læknadeildar í síma 525 4850 og á starfsmanna-
sviði í síma 525 4273 (Guðrún Osk Sigurjónsdótt-
ir, deildarstjóri).