Morgunblaðið - 07.07.1998, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
FLATSÓPUR
- Cytisus decumbens
GARÐUR er í raun svo margt,
hann er samspil gróðurs og
dauðs efnis, svo sem timburs,
grjóts eða steyptra flata. Allt
myndar þetta eina heild og það
er breytilegt frá einum garði til
annars hvar áherslan liggur.
Sumir sækjast eftir stórum úti-
svæðum, þar sem unnt er að sóla
sig og dvelja í góðu skjóli - já og
grilla, grillilmurinn liggur yfir
heilu hverfunum á
góðviðrisdögum,
einkum um helgar -
en leggja litla
áherslu á fjölbreytni
í plöntuvali. Aðrir
leggja höfuðáhersl-
una á gróðurinn, þar
sem tré, runnar,
blómjurtir og gras-
flatir skipta á milli
sín aðalhlutverkun-
um í leikriti um-
hverfis heimilisins,
en láta sig minna
skipta stærð dvalar-
svæðanna, telja
garðinn allan eitt
samfellt dvalar-
svæði. Flestir garðeigendur hafa
þó sameiginlegan áhuga á fallega
blómstrandi runnum, sem lífga
upp á umhverfið og ekki spillir
fyrir ef blómgunin varir lengi og
runninn er þokkalega harðgerð-
ur.
Flatsópurinn er einn þeirra
fagurblómstrandi runna, sem
eru tiltölulega nýir í ræktun á Is-
landi. Þetta er jarðlægur runni,
sem verður aðeins 10-20 sm hár.
Þegar hann er í blóma, vekur
hann eftirtekt og aðdáun flestra.
Blómin eru dökkgul og tiltölu-
lega stór og óregluleg í lögun
eins og önnur blóm af ertu-
blómaættinni, sem flatsópur til-
heyrir. Blómin eru fímmdeild,
efsta, stóra krónublaðið kallast
fáni, tvö neðstu krónublöðin eru
samvaxin og kallast kjölur, en
blöðin tvö til hliðanna nefnast
vængir. Aldinið er belgur, sem
fræin myndast inni í, eins og
baunabelgur. Flatsópurinn er
fljótvaxinn, og hver planta getur
auðveldlega þakið 0,5-1 fermetra
og blómgunin svo mikil að varla
sést í blöðin meðan hún varir, en
flatsópurinn blómgast í júlí.
Laufblöðin eru lítil og mjó, lík-
lega um 1 sm á lengd, einföld og
stilklaus og flatsópurinn laufgast
áður en hann blómstrar, en það
gera ekki allir sópar. Greinarn-
ar, sem eru fimmstrendar eru
hærðar í fyrstu og grænar á lit
en dökkna svo með aldrinum.
Þær geta skotið rótum, þannig
að auðvelt ætti að vera að fjölga
flatsópnum með græðlingum.
Ekki er komin mikil reynsla á
hve harðgerður hann er á íslandi
en hann er talinn í meðallagi
harðgerður á Norðurlöndum.
Nokkrir aðrir sópar vaxa í
görðum á íslandi. Þekktastur
þeirra er geislasópur - Cytisus
purgans, sem hinn mikli ræktun-
armaður Kristinn Guðsteinsson
garðyrkjufræðingur flutti fyrst
til landsins 1968 frá Hollandi. Þá
var geislasópurinn líka nýkom-
inn í ræktun á Norðurlöndum.
Geislasópurinn náði fljótt mjög
miklum vinsældum enda mjög
fallegur og harðgerður. Geisla-
sópur blómgast áður en hann
laufgast og stendur alþakinn gul-
um blómum í júní,
en þegar blómgun
hans lýkur tekur
flatsópurinn við.
Ungar greinar á
geislasóp eru græn-
ar allt árið og þannig
setur hann lit á
garðinn, jafnvel þótt
hávetur sé.
Náttúruleg heim-
kynni sópa eru Evr-
ópa, Litla-Asía og
Norður-Afríka.
Gullsópurinn - Cyt-
isus scoparius vex
t.d. villtur í Dan-
mörku, en hann get-
ur oft kalið ef vetur
eru erfiðir. Langt er síðan farið
var að reyna við ræktun gullsóps
hér á landi, en hann hefur ekki
launað erfiðið og þolir íslenskan
umhleypingavetur illa. Gullsópur
er hins vegar skemmtileg planta
í gróðurskála og eins getur verið
gaman að rækta hann í kerum.
Af gullsóp eru til ýmis litaraf-
brigði þótt höfuðliturinn sé gul-
ur. Til eru gullsópar með mis-
miklu rauðu svo sem „Red wing“
og „Firefly" svo aðeins séu nefnd
tvö afbrigði af fjölmörgum.
Purpuravöndur er eins og
nafnið bendir til með purpuralit
blóm. Hann er til sölu í ýmsum
garðyrkjustöðvum. Purpura-
vöndur er smágerður og afar fal-
legur. Hann þolir ekki íslenska
veturinn en eins og gullsópurinn
er hann úrvals garðskálaplanta
og skemmtilegur úti í kerum á
sumrin, aðeins þarf að muna að
taka hann inn á vetrum.
Flatsópurinn sómir sér best
fremst í beði eða í steinhæðum.
Hann er líka skemmtilegur sem
þekjuplanta íyrir framan sígræna
runna svo sem dvergfurur eða
Himalajaeini. Sópar eru almennt
auðræktaðir og á þá sækja ekki
óþrif, svo maðkaplágan herjar
ekki á þá. Þeim þarf að ætla þurr-
an sólríkan stað. Skuggi og mikill
rald er beinlínis ávísun á lélega
blómgun og ódöngun. Kröfumar
um jarðveg eru hins vegar ekki
miklar, hann má jafnvel vera
magur, sendinn eða leirborinn og
ábui-ð má spara enda eru sópar af
ertublómaættinni eins og áður
hefur komið fram.
Sú hjátrú var tengd runnum af
sópaættkvíslinni, að ekki skyldi
nota greinar af þeim til að sópa
með innan húss, af því hlytist
ófriður í húsi.
S.Hj.
BLOM
VIKUMAR
386. þáttur
Umsjón Ágústa
lijörnsdóttir
VELVAKANÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Er almenningnr
verðbólgudofinn?
FYRIR fáum árum var
verðbólgan hluti af okkar
daglega lífi. Menn voru
orðnir svo samdauna verð-
bólgu að þeir voru orðnir
dofnir. Menn hugsuðu
bara um það eitt að hækka
hraðar og meira en aðrir
og dugði ekki til.
Verðbólgunni var nánast
útrýmt á einni nóttu í þjóð-
arsáttarsamningunum
1990. Það var í gangi við-
leitni meðal fólks til að
fylgjast með verðhækkun-
um og það eftirlit bar ár-
angur. Nú telja sumir að
Bónus-Hagkaup sam-
steypan hafi náð þvílíkum
undirtökum á markaðnum,
að það sé líklega sama
hvaða verð er á vörunni
þar. Fólk kaupi hvað sem
er, þvi að það trúi þvi að
þetta sé lægsta mögulega
verð. Aðrir kaupmenn stilli
sig svo ef til vill aðeins eft-
ir forystusauðunum. Það
sé þá ef til vill enginn
raunverulegur verðsaman-
burður í gangi hérlendis.
Samt leynir sér ekki fyrir
ferðalang, að flestöll vara
er mun dýrari hérlendis en
erlendis. Það virðast líka
fáir úr kaupmannastétt
fara á hausinn þessa dag-
ana.
Síðan í þjóðarsátt höfum
við Islendingar búið við
nokkuð stöðugt verðlag.
Allt hefur þess vegna
gengið betur og nú eru
vextir loks á niðurleið. Alls
staðar er verið að bjóða
fram peninga í stað þess,
að hvergi var lán að hafa.
Takið lán! Takið lán! Vild-
arvinátta og frípunktar!
Þetta dynur á hljóðhimn-
unum daginn út og inn.
En það er ekki sama og
að verðbólgan sé dauð.
Púkinn er bráðlifandi og
tilbúinn að rjúka upp við
minnsta tilefni. Hættan er
sú, að við tökum ekki eftir
smábreytingum í kring um
okkur. Þannig skríði verð-
bólgan aftur upp á bakið á
okkur og sjúgi sig fasta.
Tökum sem dæmi verð á
barnaís í brauðformi hjá
Nesti. Á einni nóttu hækk-
ar hann úr 60 í 80 kr.
Þriðjungshækkun á einni
nóttu. Já, bara svona.
Hvað með aðra vöru
þama?
Aðspurt segir af-
greiðslufólkið í Nesti að
skipt hafi verið úr Kjörís í
Emmess og verðbreyting
hafi orðið um leið! Er
Nesti(alias Oh'ufélagið hf.
- ESSO) að gera verri inn-
kaup með því að skipta um
ísblönduframleiðanda sem
gerir síðan þessa hækkun
nauðsynlega? Hefur kaup-
ið hjá afgreiðslufólkinu í
Nesti hækkað svona
skyndilega?
Hefur benzínið lækkað
hjá íslenzku ohufélögunum
þó að verðið hafi hrunið á
alþjóðamarkaði? Verður
einhver var við samkeppni
í benzínsölu í öðru formi en
í sífellt flottari tönkum?
Verður einhver var við
samkeppni í verði land-
búnaðarafurða? Banka-
rekstri? Brauðabakstri?
Er almenningur orðinn
svo verðbólgudofinn aftur,
að þetta er allt í lagi? Voru
ekki einhvern tíma til
N eytendasamtök?
Halldór Jónsson verk-
fræðingur.
Óhappagildrur
fyrir bfla
ÉG ER undrandi á því
sem ökumenn láta yfir sig
ganga þegjandi og hljóða-
laust. Um er að ræða
óhappagildrur sem dreift
er hér og þar út um allan
bæ. Þetta eru lágir gráir
steinstólpar og grindur
sem fyrirfinnast t.d. á bíla-
plönum stórverslana. Sjálf
hef ég tvisvar lent í að
keyra utan í hindranir
þessar. Fyrst í Skólastræti
fyrir utan Verslun Hans
Petersen, þá í annað sinn
fyrir utan IKEA í Holta-
görðum. Gráar sakleysis-
legar grindur í kringum
körfur á planinu sáust ekki
út um afturgluggan á
minni bifreið. Enginn virð-
ist bera ábyrgð og hver
vísar á annan og ökumenn
sitja uppi með allan kostn-
aðinn.
Kt. 300926-4609
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
FJÓRIR sex vikna kett-
hngar fást gefins og eru
þeir kassavanir. Uppl. hjá
Didda og Ásgerði í síma
567 4729.
Persneskur köttur
fannst
GRÁR persneskur köttur
fannst í Álfaheiði 38,
Kópavogi. Eigandi vinsam-
legast hafi samband í síma
564 3808.
Kötturinn Jeremías
er týndur
SÍAMSKÖTTURINN
Jeremias var í heimsókn í
Hlíðunum og týndist hann
þar. Hann er meinlaus en
styggur, með svarta ól sem
á er htil hvít plastbjalla.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma
561 1669. Fundarlaunum
heitið.
Kettlingar fást gefins
TVÆR litlar læður, önnur
svarbrún og hin svört og
hvít, fást gefins. Uppl. í
síma 555 0061.
Víkverji skrifar...
KRISTÍN A. Árnadóttir, að-
stoðarkona borgarstjóra (og
fyrrverandi blaðamaður á Morgun-
blaðinu) víkur orðum að Morgun-
blaðinu í grein hér í blaðinu sl.
laugardag og segir m.a.: „Aðrir
fjölmiðlar eru þó fyllilega þess
virði að vera skoðaðir með tilliti til
framgöngu sinnar fyrir kosningar.
Morgunblaðið er þar kapítuli út af
fyrir sig, blaðið, sem kinnroðalaust
kallar sig blað allra landsmanna og
sá ekki ástæðu til sérstakra frétta
um sigur Reykjavíkurlistans í höf-
uðborginni 1998 en sló sigri sjálf-
stæðismanna upp í fimmdálki á
forsíðu blaðsins!"
Þessi ummæli sýna, að aðstoðar-
kona borgarstjóra áttar sig alls
ekki á þeirri grundvallarbreytingu,
sem orðið hefur á Morgunblaðinu á
þessum áratug. Það er merkileg og
mikil saga ósögð af þeim breyting-
um, sem hófust á Morgunblaðinu
fyrir 1960 og segja má, að hafi verið
til lykta leiddar snemma á þessum
áratug. Á þessu tímabili breyttist
Morgunblaðið smátt og smátt frá
því að vera afdráttarlaust málgagn
Sjálfstæðisflokksins og til þess að
verða sjálfstætt blað, sem mótar
sína eigin stefnu og afstöðu til þjóð-
mála.
Ef fréttaflutningur Morgun-
blaðsins í borgarstjórnarkosning-
unum 1990 og 1994 er skoðaður og
rannsakaður kemur í ljós, að
grundvallarbreyting varð á öllum
vinnubrögðum blaðsins á milli þess-
ara tvennra kosninga. Á fréttasíð-
um blaðsins fyrir kosningarnar
1990 mátti vel merkja stuðning við
Sjálfstæðisflokkinn en slíkan stuðn-
ing var ekki hægt að merkja á
fréttasíðum blaðsins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 1994.
Að vísu héldu talsmenn Reykja-
víkurlistans því fram í kosningabar-
áttunni fyrir fjórum árum, að svo
hefði verið en þeir gátu ekki nefnt
nokkur dæmi til rökstuðnings
þeirri fullyrðingu. Morgunblaðið
lýsti beinum stuðningi við Sjálf-
stæðisflokkinn í ritstjórnargreinum
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
1994 en hvergi annars staðar.
Sú breyting, sem varð á vinnu-
brögðum blaðsins milli kosninganna
1990 og 1994, var enn staðfest fyrir
borgarstjómarkosningamar 1998.
Það er þess vegna óskaplega gam-
aldags afstaða hjá aðstoðarkonu
borgarstjóra að bera saman frétta-
flutning Morgunblaðsins 1990 og
1998 og telja hann til mai-ks um póli-
tískar syndir blaðsins. Eitt af því
sem hefur breytzt er t.d. það, að þeg-
ar Morgunblaðið kemur út á þriðju-
degi hafa úrslit borgarstjómarkosn-
inga legið fyrir frá því fyrir miðnætti
á laugardagskvöldi. Auðvitað liggur í
augum uppi, að fréttalegar áherzlur
blaðsins á þriðjudegi hljóta að taka
mið af því, þótt pólitísk sjónarmið
hafi ráðið ferðinni lyrr á árum.
Það kann ekki góðri lukku að
stýra fyrir Reykjavíkurlistann ef
svona gamaldags og úrelt viðhorf
til fjölmiðlunar ríkja í ráðhúsinu.
Og m.a.o.: Það em landsmenn sjálf-
ir, sem hafa gert Morgunblaðið að
blaði allra landsmanna með kaup-
um á því og lestri þess.
xxx
KRISTJÁN G. Arngrímsson,
blaðamaður á Morgunblaðinu,
heldur uppi skemmtilegum rök-
ræðum við Reykjavíkurbréf blaðs-
ins fyrir rúmri viku, í Við-
horfspistli á laugardaginn var. í
Reykjavíkurbréfinu var fjallað um
heilbrigðiskerfið og nauðsyn á
einkareknum valkosti í heilbrigðis-
málum. Niðurstaða Kristjáns er
þessi:
„Það virðist því flest benda til
þess, að veruleg hætta sé á, að auk-
ið valfrelsi í heilsugæzlu geti ein-
ungis orðið að veraleika, ef misrétti
er einnig aukið.
Er það svo? Hvaða misrétti er
aukið í eftirfarandi dæmi: Gömul
kona þarf á að halda kúlu í mjöðm.
Hún getur varla hreyft sig þangað
til hún kemst í aðgerð til þess. En
biðlistar valda því, að hún verður
að bíða í mörg misseri eftir aðgerð.
Börn hennar og barnabörn ákveða
að láta á móti sér að fara í sólar-
landaferð þetta árið en nota pen-
ingana í þess stað til þess að gamla
konan þurfi ekki að bíða í mörg
misseri eftir því að komast ferða
sinna og borga aðgerðina fullu
verði. Vilji svo til, að sjónarmið
Kristjáns G. Arngrímssonar og
Ólafs landlæknis hafi orðið ofan á í
þessum umræðum á íslandi, taka
börnin og gamla konan ákvörðun
um að hún fari í þessa aðgerð til
nærliggjandi landa.
Hvaða misrétti hefur verið auk-
ið? Það sem hefur gerzt er það, að
þeir, sem eru næstir á eftir gömlu
konunni á biðlistanum, færast
framar á hann og komast fyrr í að-
gerðina, sem þeir bíða eftir. Er
þetta ekki öllum til hagsbóta?