Morgunblaðið - 09.07.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 09.07.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdir brotlegir í Héraðsdómi Reykjavíkur við lög um bann við hnefaleikum Akvörðun um refsingu frestað skilorðsbundið Morgunblaðið/RAX VIÐ dómsuppkvaðninguna. Frá vinstri: Ólafur Hrafn Ásgeirsson, Sigurjón Gunnsteinsson, Hilmar Ingimundarson hrl., Fjölnir Þorgeirsson og Bubbi Morthens. Héraðsdómur Reykja- víkur fellst ekki á að lög nr 92/1956 um bann við hnefaleikum stríði gegn stjórnarskránni. Hann sakfelldi í gær fjóra menn, sem kenndu og sýndu hnefaleika. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm að fjórir sakborningar hefðu brotið lög nr. 92/1956 um að banna hnefaleika. Ekki var fallist á með ákærðu að lög- unum yrði ekki beitt vegna þess að þau brytu gegn stjórnarskránni. Var ákvörðun refsingar frestað skilorðs- bundið í tvö ár. Málavextir eru þeir að hinn 16. október 1997 sýndi Stöð 2 í þættinum „ísland í dag“ beint frá uppákomu að Dugguvogi 19 í Reykjavík. Átti sér þar stað fjölmiðlakynning á nýjum hljómdiski ákærða Bubba Morthens ásamt hnefaleikum. í hringnum voru ákærðu Sigurjón Gunnsteinsson og Fjölnir Þorgeirsson. Ákærði Ólafur Hrafn Ásgeirsson var dómari en Bubbi Morthens kynnti. Mál var höfðað samkvæmt ákæru útgefínni 9. desember 1997 á hendur fjórum ákærðu. Sigurjóni, Ólafí Hrafni og Bubba var gefið að sök að hafa staðið fyrh- og skipulagt keppni og sýningu á hnefaleik í æfmgasal Hnefaleikafélags Reykjavíkur að Dugguvogi 19 í Reykjavík, en Sigur- jón var formaður félagsins og Ólafur Hrafn varaformaður. Sigurjóni og Fjölni var gefíð að sök að hafa keppt í og sýnt hnefaleik og notað við það meðal annars hnefaleikaglófa. Sigur- jóni og Ólafi Hrafni var jafnframt gefið að sök að hafa á árunum 1992 til 1997 í Reykjavík kennt fjölmörg- um mönnum hnefaleik og notað við kennsluna hnefaleikaglófa og önnur tæki, sem ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. Krafist var refsingar og upptöku á tilteknum munum sem fundust við húsleit í æfingasal Hnefaleikafélags Reykjavíkur. í dómsforsendum segir: „Tilgang- ur laga nr. 92, 1956, um að banna hnefaleika var samkvæmt lögskýr- ingargögnum að banna hvers konar hnefaleika á íslandi. Á þeim tíma hafði verið keppt í hnefaleikum á Ólympíuleikum í hálfa öld. Þær regl- ur sem farið er eftir í hnefaleika- keppni á Ólympíuleikum eru þær sömu og í öðrum alþjóðlegum keppn- um áhugamanna í þessari íþrótt, og hið sama á við um iðkun áhugamanna almennt. Einstaka landssambönd kunna þó að hafa vissar sérreglur á HÆGT er að kaupa hnefa- leikaglófa og -sekki í verslunum hérlendis, en héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fjóra einstaklinga fyrir brot á lögum er banna iðkun hnefaleika. Jafn- framt voru áhöld þeirra og bún- aður til hnefaleikaiðkunar gerður upptækur. „Þessir hanskar og púðar sem við seljum eru bara leikföng. Við höfum selt þessi box-sett í ein 3-4 ár, höfum átt þetta til meðan neytandinn hefur óskað eftir því,“ sagði Jón Björnsson, innkaupa- stjóri hjá Hagkaupi. sínu svæði. Hugtakið „ólympískir hnefaleikar" þykir því vera villandi þar sem ekld er um að ræða sérstaka íþróttagrein, frábrugðna þeirri sem áhugamenn í hnefaleikum stunda. Ekki er fallist á þá fullyrðingu að hnefaleikar áhugamanna séu 1 dag önnur íþrótt en sú sem stunduð var á árinu 1956. Hins vegar er upplýst að þróun reglna og útbúnaðar hefur breyst á þessum árum og að markmið þeirra breytinga hefur verið að fyrir- byggja áverka og slys. Ekki verður annað séð, samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fyrir liggja, og rakið hefur verið hér að framan, en að verulegur árangur hafi náðst í þá veru. Hins vegar er ekki fallist á að þessar fram- farir valdi því að lög nr. 92,1956, eigi ekki við um íþróttina í dag. Af því leiðir að sú háttsemi sem ákært er fyrir samkvæmt ákæruliðum I.—III. á undir lög nr. 92,1956.“ Ekki mjög gömul lög Ekki er fallist á að lögin séu fallin brott fyrir notkunarleysi. „Hér er ekki um mjög gömul lög að ræða. Á árunum 1994 og 1995 var ákært fyrir háttsemi sem talin var fara í bága við þau. Árin 1993,1994 og 1995 var á Al- þingi flutt þingsályktunartillaga um að skipuð yrði þriggja manna nefnd til þess „að kanna hvort rétt sé að leyfa ólympíska hnefaleika sem íþróttagrein hér á landi“. I febrúar 1995 samþykkti þingið að vísa málinu til rikisstjómarinnar. Hnefaleikafélag Reykjavíkur er stofnað af ákærðu, Sigurjóni og Ólafí Hrafni, meðal ann- ars sem þáttur í þeirri baráttu þeirra að fá íþróttina viðurkennda á ný og höfðu þeir samband við alþingismenn og íþróttasamband íslands í þessu skyni. Ekkert af framangreindum at- riðum samrýmist þeirri fullyrðingu að lögin séu fallin úr gildi fyrir notk- Jón sagði að salan hefði gengið í bylgjum, venjulega tekið kipp þeg- ar um^öllun ijölmiðla um söguleg- ar viðureignir hefði verið hvað mest, svo sem viðureignir Michaels Tyson, en dalað þess á milli. „Finnist Iöggjafanum þessi sala, bæði hjá okkur og öðrum verslun- um, ganga gegn lögunum þá er það okkur að meinalausu að hætta henni. En ég held að menn sjái nú að þetta eru Ieikföng, þannig hefur byssusala almennt verið bönnuð en við, og aðrar leikfangaverslanir, seljum samt leikfangabyssur," sagði Jón. unarleysi. Þótt það kunni að vera rétt sem verjendur halda fram að á seinni árum hafi lögum þessum ekld verið fylgt fast eftir, að því er lýtur að sýn- ingu í fjölmiðlum á efni um hnefaleika eða með útleigu myndbanda, þá þykir það í sjálfu sér ekki fullnægjandi til þess að lögin verði talin fallin brott fyrir notkunarleysi." Ekki mannréttindabrot Héraðsdómur hafnar því ennfrem- ur að í lögum nr. 92, 1956, felist mannréttindabrot. „Hugtakið mann- réttindi tekur til tiltekinna grund- vallarréttinda. Frelsi manna til sér- hverra athafna fellur hins vegar ekki undir hugtakið mannréttindi. Samfé- lag getur með réttu takmarkað at- hafnafrelsi þegna sinna eða gert þeim að sæta ákveðnum skilyrðum. Slíkar kvaðir skulu ákvarðaðar með lögum og hafa samfélagslegan til- gang svo sem að vera til verndar heilsu eða siðgæði, og samrýmast lýðræðislegum hefðum samfélagsins. Sem dæmi má nefnda skyldu til að nota öryggisbelti í bifreið og reglur um meðferð skotvopna. Markmið löggjafans með setningu laga nr. 92, 1956 um að banna hnefaleika var af heilsufarslegum og siðgæðislegum toga. Endurmat á því hvort lögin þjóni í dag þessum tilgangi er á verksviði löggjafarþingsins." Ekki féllst héraðsdómur á það sjónarmið að lög nr. 92, 1956, stöng- uðust á við jafnræðisreglu 65. gr. stjómarskrárinnar. „Lögin taka jafnt til allra íslenskra þegna án til- lits til kynferðis, skoðana, samfélags- stöðu eða annars þess er máli skipt- ir. Margvísleg mismunun á sér óum- flýjanlega, og eðli málsins sam- kvæmt, stað í lýðræðislegu samfé- lagi. Túlka verður 65. gr. stjómar- skrárinnar með hliðsjón af gmnd- Hann segir að með sölu þessa varnings sé ekki verið að stuðla að iðkun hnefaleika. „Við styðjum út af fyrir sig ekki starfsemi á vallarréttindum. Lögmæt takmörk- un á athafnafrelsi telst ekki mismun- un. Fullyrðing um að aðrar skyldar athafnir, hættulegri eða ósiðlegri, séu ekki bannaðar að lögum eru ekki rök fyrir því að bann við tiltekinni háttsemi sé brot á jafnræðisreglu stj ómarskrárinnar.“ Verjandi Bubba Morthens byggði á því ennfremur að hlutur hans í uppákomunni hefði verið að tjá af- stöðu sína til hnefaleikabannsins. Nyti tjáningarfrelsi hans sem lista- manns vemdar 73. gr. stjórnarskrár- innar. Héraðsdómur hafnaði þessum rökum með þeim orðum að þótt upp- ákoman hafi verið þáttur í útgáfu- teiti hans hafi hún í sjálfu sér ekki verið hans hugverk. Héraðsdómur fann því ákærðu seka um þá háttsemi sem lýst var í ákæru utan hvað hún var álitin sýn- ing á hnefaleik en ekki keppni. Einnig var talið að leggja yrði til grundvallar frásögn ákærðu Sigur- jóns og Ólafs Hrafns um það tímabil sem þeir hefðu kennt hnefaleik þannig að hlé hefði orðið á kennslu þeirra frá lokum árs 1995 til júlí 1997. Sök þeirra vegna kennslu til ársloka 1995 var talin fymd. Virt var ákærðu til málsbóta að brotið mætti teljast þáttur í baráttu fyrir því að fá lögum nr. 92, 1956, breytt eða til staðar hefði verið sú trú að gildi þeirra laga væri að minnsta kosti umdeilanlegt. Var ákvörðun refsing- ar allra ákærðu frestað skilorðs- bundið í tvö ár og mælt fyrir um að hún félli niður að þeim tíma liðnum. Fallist var á kröfu um upptöku muna að nokkm leyti. Ákærðu vora dæmd- ir til að greiða sameiginlega 100.000 krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð auk þóknunar til verjenda. Dóminn kvað upp Hjördís Hákon- ardóttir héraðsdómari. borð við þá sem verið var að dæma menn fyrir, þar var um að ræða að menn voru að lemja hver annan í gólfið," sagði Jón. Viagra á svörtum markaði hérlendis? LYFJAEFTIRLITI ríkisins barst í síðasta mánuði ábending um að getuleysislyfið Viagra væri til sölu á svörtum markaði hér á landi. Lyfið Viagra kom á markaðinn í Bandaríkjunum í vor til að leysa vanda karla sem eiga að stríða við getuleysi til kvenna. Guðrún Eyjólfsdóttir, forstöðu- maður Lyfjaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hinn 10. júní síðastliðinn hefði Lyfjaeft- irlitinu borist ábending um að Vi- agra væri boðið til sölu á svörtum markaði hérlendis. Hún sagði að ekki hefði fylgt ábendingunni hver seldi lyfið eða hvar það væri til sölu þannig að lítið hefði verið hægt að aðhafast, ella hefði lögreglu verið gert við- vart. Guðrún sagði að ekki hefði verið sótt um skráningu og markaðsleyfi fyrir Viagra hérlendis en ef slík umsókn berist fari hún í gegnum sama ferli og önnur ný lyf sem sótt er um leyfi til að selja hérlendis. --------------------- Rfldsendurskoðandi um greiðslur til forseta Alþingis Liggur fyrir í bókhaldi stofn- unarinnar SIGURÐUR Þórðarson ríkisend- urskoðandi segist standa við frétta- tilkynningu sína um að greiðslur til forseta Alþingis hafi hafist árið 1987 og staðið til 1995. „Ég byggi það á bókhaldi stofnunarinnar og bréfaskriftum sem hér liggja fyr- ir.“ Sigurður sagðist ekki sjá ástæðu til að láta í té afrit af þessu. Það væri meginregla hjá stofnun- inni að gefa ekki upp fjárhæð greiðslna til einstaklinga, en hann gæti upplýst að forseta sameinaðs Alþingis og deildarforsetum hefði verið greitt frá 1. janúar 1987. Þó væri fyrstu árin um töluvert lægri fjárhæð að ræða en á tímabilinu 1991 til 1995 þegar greiddar voru 40 þúsund krónur á mánuði til for- seta en 25 þúsund á mánuði til varaforseta. Sigurður kvaðst ekki geta svarað því hvers vegna þessar greiðslur voru teknar upp, enda hafi þær hafist í embættistíð forvera síns. Gögn Ríkisendurskoðunar bæru heldur ekki annað með sér en að þetta væri „þóknun fyrir störf í þágu Ríkisendurskoðunar". --------------- Yfírlýsing ÞORVALDUR Garðar Kristjáns- son, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: „Þegar ég var spurður um þókn- anir Ríkisendurskoðunar til forseta Alþingis, kom ég af fjöllum ofan, minntist ekki að hafa fengið mán- aðarlegar greiðslur frá stofnuninni enda orðin tíu ár síðan ég lét af for- setastörfum. Nú hefi ég átt viðræður við ríkis- endurskoðanda um málið. Kemur þá í Ijós að ég fékk þrjár greiðslur í þóknun frá Ríkisendurskoðun sem svarar til 12 þúsund króna á mán- uði frá 1. janúar 1987 til 1. október 1988. Á sama tíma fengu deildar- forsetar Alþingis sem svaraði 8 þúsund krónum á mánuði. Mér hefur orðið á í messunni og leiðrétti hér með um leið og ég biðst velvirðingar." Hnefaleikabúnaður seldur í verslunum Morgunblaðið/Amaldur S I í i l 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.