Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 11 Borgarlögmaður um sveitarstjórnarlög Lögin ekki í gildi fyrr en 1. október HJÖRLEIFUR Kvaran borgar- lögmaður telur að vegna fordæmis- gildis ákveðins dóms Hæstaréttar megi draga þá almennu ályktun að ný sveitarstjórnarlög, sem birt voru í Stjómartíðindum 5. júní, taki ekki gildi fyrr en að liðnum al- mennum gildistökufresti frá birt- ingu laga. Lögin öðlist því ekki gildi fyrr en liðnir séu þrír heilir mánuðir frá birtingu þeirra eða 1. október næstkomandi. Borgarlögmaður tók saman minnisblað um gildistöku nýju sveitastjómarlaganna að beiðni Ingibjargar Sóh*únar Gísladóttur borgarstjóra. Rekur hann að lögin vom samþykkt á Alþingi 28. maí og áttu samkvæmt vilja Alþingis að taka gildi 1. júní. Forseti íslands undirritaði lögin 3. júní og birtust þau í Stjómartíðindum 5. júní. „Þar sem framkvæmdavaldinu tókst ekki að uppfylla þau form- skilyrði sem gerð era til gildistöku laga má halda því fram að lögin hafi tekið gildi þegar öll formskil- yrði vora uppfyllt og þar með hafi þau tekið gildi við birtingu eða 5. júní s.l.,“ segir m.a. í minnisblaði borgarlögmanns. Hann vitnar síðan til Hæstarétt- ardóms frá árinu 1997 þar sem reynt hafi á gildistöku laga. Þau hafi átt að öðlast gildi 1. janúar 1995 en hafi fyrst verið bh-t í Stjómartíðinum 9. mars. Því hafi Hæstiréttur í tUvitnuðum dómi ákveðið að ekki yrði dæmt eftir ný- samþykktu lögunum. Borgarlög- maður lýsir sig sammála þessari niðurstöðu Hæstaréttar og telur dóminn hafa fordæmisgildi ef reyni á gildistökuákvæði annarra laga. Ráðinn prófessor í geðlæknisfræði HANNES Pétursson tók við stöðu prófess- ors í geðlæknisfræði við læknadeUd Há- skóla Islands og stöðu forstöðulæknis við geðdeildir Ríkisspítala hinn 1. júlí síðasthðinn. Hannes tók við starfi af Tómasi Helgasyni prófessor sem lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. mars 1997. Hannes lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reylqavík 1968 og embættisprófi frá læknadeild Há- skóla íslands 1975. Hann stundaði framhaldsnám í geðlækningum og rannsóknarstörf við Lundúnaháskóla 1976-1982 og lauk doktorsprófi þaðan 1983. Hannes var yfir- læknir geðdeildar Borgarspítalans frá 1982 og síðar forstöðu- læknir Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jafnhliða læknisstörfum hefur hann stundað kennslu og rannsóknir bæði í Bretlandi og hérlendis. Hannes var skipaður dósent í geðlæknis- fræðum við læknadeild Háskóla íslands 1988. Hannes er kvæntm* Júlíönu Sigurðardótt- ur, fulltrúa hjá Nýherja hf., og eiga þau þrjár dætur. Hannes Pétursson Samstarfssamningur við Grænland Grundvöllur skipta á veiðiheimildum ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra undirritar í dag á Grænlandi rammasamning um aukna samvinnnu Grænlands og íslands varðandi rannsóknir og menr.tun á sviði sjávarútvegs og um nýtingu sameiginlegra fiski- stofna. „Samningurinn kveður á um að þjóðimar skuli leitast við að ná samkomulagi um sameiginlega stofna og hann getur verið grand- völlur fyrir skiptum á veiðiheimild- um,“ segir Þorsteinn. „Það verður sett á fót sérstök fiskveiðinefnd á grandvelli samkomulagsins sem verður falið að fjalla um fram- kvæmdina." Þorsteinn segir að þau verkefni sem blasi við í samskiptum land- anna varðandi sjávarútvegsmál séu stjóm á grálúðuveiðum og sameig- inlegum karfastofni, en að þeim viðræðum muni Færeyingar einnig koma. Þorsteinn segist vonast til þess að í framtíðinni verði hægt að gera grænlenskum námsmönnum kleift að stunda nám við Sjávarútvegshá- skóla Sameinuðu þjóðanna á Is- landi. Hann segir að Grænlending- ar hafi einnig sýnt áhuga á sam- starfi við Islendinga varðandi auknar rannsóknir á loðnustofnin- um. SlDAH 1972 EÐALPÚSSNING MARGIR LITIB !l steinprýöi STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 FRETTIR Heimsókn forseta norska Stórþingsins Morgunblaðið/Arnaldur KIRSTI Kolle Grondahl, forseti norska Stórþingsins, og Sigurgeir Steingrímsson, aðstoðarforstöðumaður Ámastofnunar. Niðurstaða úrskurð- arnefndar staðfestur Handritin skoðuð HEIMSÓKN forseta norska Stór- þingsins, Kirsti Kolle Grondahl, til Islands lýkur í dag. Grondahl kom síðastliðinn sunnudag, sótti Akureyringa heim og skoðaði sig víðar um, m.a. við Mývatn. I gær átti hún fund með Halldóri Asgrímssyni utanrfldsráðherra ojg heimsótti því næst Stofnun Arna Magnússonar þar sem Sig- urgeir Steingrímsson aðstoðar- forstöðumaður stofnunarinnar tók á móti Grondahl og sýndi henni handritasafnið. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest úrskurð úrskurðar- nefndar um að niðurstaða kjör- stjórnar Kelduneshrepps um kosn- ingu í 2.-5. sæti varamanna í hreppsnefnd sé ógild. Með vísan til laga telur ráðuneyt- ið að við ákvörðun um hver teljist kjörinn varamaður í sveitarstjórn beri að leggja saman þau atkvæði sem viðkomandi fær í sæti aðal- manns og í sæti varamanns auk þeirra atkvæða sem hann fær í sæti varamanna á undan því sæti sem um er að ræða ef við á. Samtala þeirra atkvæða ráði burtséð frá því hvort hann fái atkvæði í það sæti vara- manns sem á að úthluta eða ekki. Þannig nýtist þau atkvæði að fullu sem viðkomandi fær sem aðalmaður við úthlutun á sætum varamanna. Kjömefnd skal því samkvæmt úr- skurði úrskurðarnefndar gefa út kjörbréf til Bjöms Guðmundssonar, Lóni, sem 2. varamanns í hrepps- nefnd og ákvarða á ný um kosningu í 3.-5. sæti varamanna að undan- genginni endurtalningu í þau sæti. Rýmingarsalan er hafin 30-60% afsláttur Mikið úrval af nýjum herrafatnaði Verðdæmi: Jakkafötfrá.......9.900 Skyrturfrá........1.900 Buxur frá.........2.900 Skórfrá ..........2.900 Stakir jakkar frá....4.900 Vesti ..................1.900 KRINGLUNNI LAUGAVEGI 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.