Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 13

Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 13 FRÉTTIR JÓN Þór Júlíusson, t.v., og Björn Þór Gunnarsson, sautján og fjór- tán ára frændur, með 15 laxa dagsveiði úr Korpu á sunnudag. Margir sækja um laus prestaköll Þistilfjarð- arárnar lofa g'óðu NÚ eftir helgina voru komnir 22 laxar á land úr Hafralónsá í Þistil- firði og eru menn nokkuð sáttir við þá útkomu. Árferði í Þistilfírði hef- ur ekki verið líkt neinu hérlendis, þar hefur lengst af sumri verið mjög kalt og sumarið talsvert á eftir áætlun. Því er það að 22 laxar á land eru taldir góðs viti, að það verði beinlínis líflegt þegar sumar- ið heldur loks innreið sína. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur úr Sandá og Svalbarðsá, en þar eru menn einnig þokkalega ánægðir með gang mála. Ekki er mikil veiði, en menn eru að reyta upp físka og sjá laxa. Mok í Haukadalsá Júlíana Magnúsdóttir, bústýra í veiðihúsinu við Haukadalsá sagði í gærdag að um það bil 200 laxar væru komnir á land úr ánni og miklar smálaxagöngur færu nú upp ána. Eftir hádegi þriðjudags- ins veiddust t.d. 22 laxar. Sagði Júlíana að horfur væru vægast sagt góðar, fyrsti hálfi mánuður- inn hefði gefið 82 laxa og væri það mesta veiðin síðan metveiðisumar- ið 1988. Góður gangur í Laxá á Ásum Á þriðjudaginn var kominn 201 lax aland úr Laxá á Ásum að sögn Jóhönnu Rristjánsdóttur, veiði- varðar við ána. Jóhanna sagði síð- asta holl hafa verið með 15 laxa á tvær stangir eftir daginn og væri fluguveiði vaxandi. Frá lO.júlí til lO.ágúst verður einungis fluga leyfð og er það nýlunda í Laxá. Jó- hanna sagði Laxá komna langt fram úr sér miðað við svipað leyti tvö síðustu ár þrátt fyrir hversu rólega veiðin hefði farið af stað. „ll.júlí í fyrra voru komnir 123 laxar og sama dag 1996 voru komnir 122 laxar. Þetta er því miklu betra og nú er mikill lax að ganga,“ sagði veiðivörðurinn. Fréttir úr Djúpinu Veiði hefur byrjað bærilega í Laugardalsá við Djúp. Um mán- aðamótin voru komnir a.m.k. tutt- ugu laxar úr ánni og þar af hafði eitt hollið veitt fjórtán. Lax sást í ánni rúmri viku áður en hún var opnuð, en er veiði hófst var allur lax á bak og burt, trúlega genginn upp í Laugarbólsvatn. En svo komu fleiri laxar og fóru sér hæg- ar. Veiði hefur einnig verið í Langadalsá, einhverjir tugir fiska eru komnir á land. UMSÓKNARFRESTUR um laus prestaköll rann út þann 1. júlí síð- astliðinn. Alls voru 20 umsækjendur um þær 9 stöður sem voru lausar en flestir sóttu um embætti sjúkra- prests þjóðkirkjunnar eða fimm. Jafnmargar konur og karlar sóttu um embættin. Um Breiðabólsstaðarprestakall í Rangárvallaprófastsdæmi voru fjór- ir umsækjendur, þau sr. Hannes Bjömsson, Kristín Þórann Tómas- dóttir, guðfræðingur, Sigurður Grétar Sigurðsson, guðfræðingur, og sr. Önundur Björnsson. Um Kirkjubæjarklausturspresta- kall í Skaftafellsprófastsdæmi sóttu sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Gunnar Bjömsson og sr. Þórey Guðmundsdóttir. Um Sauðárkróksprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi sóttu Guðbjörg Jóhannesdóttir, guðfræð- ingur, sr. Hörður Þ. Ásbjömsson og sr. Þorgrímur Daníelsson. Um Skútustaðaprestakall í Þing- eyjarprófastsdæmi sótti sr. Ömólf- ur J. Ólafsson, en hann hefur verið settur þar síðan í s.l. haust. Um Valþjófsstaðarprestakall í Múlaprófastsdæmi sótti Lára G. Oddsdóttir, guðfræðingur. Um embætti sóknarprests í Vest- mannaeyjaprestakalli í Kjalarnes- prófastsdæmi sóttu Bára Friðriks- dóttir, guðfræðingur og sr. Kristján Bjömsson og um embætti prests í sama prestakalli sótti einnig Bára Friðriksdóttir, guðfræðingur. Um stöðu sendiráðs- og sjúkra- húsprests í Kaupmannahöfn sótti sr. Birgir Ásgeirsson. Um stöðu sjúkraprests þjóðkirkj- unnar á Ríkisspítölum sóttu sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sr. Magnús B. Björnsson, Ragnheiður Jónsdóttir, guðfræðingur og sr. Þórey Guðmundsdóttir. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarprests til fimm ára og biskup Islands skipar í embætti prests, sömuleiðis til fimm ára. --------------- Hitaveita Skagafjarðar stækkar BOÐNAR hafa verið út fram- kvæmdir við stækkun Hitaveitu Skagafjarðar. I sumar verður lögð leiðsla frá Varmahlíð niður í Hólm- inn og frá Sauðárkróki fram Borg- arsveit að Gili. Að sögn Gísla Gunnarssonar, for- seta bæjarstjórnar, er áætlað að þessar framkvæmdir muni kosta um 20 milljónir kr. í ár. Á næsta ári er síðan áætlað að ljúka lagningu leiðslu á milli Varmahlíðar og Sauð- árkróks og tengja bæina sem eftir em á þeirri leið. verð aðeins: I.^IO.UUU Kr. Öflug 1400 vél og sjálfskipting ^™aSo, romt //, PEUGEOT LJÓN Á VEGINUM! Peugeot 106 5 dyra - kattliðugur Þaö koma engin meöalljón fró Peugeot. Snerpa og lipurö gera Peugeot 106 að veröugum fulltrúa Peugeot. Þessi smóbíll fœst nú meö öflugri 1400cc vél og sjáltskiptingu sem skilar sér í trábœrum aksturseiginleikum, miklu afli og einstakri lipurð. Það er enginn meöaljón á Peugeot. NYBYLAVEGI 2 SIM1: 554 2600 0PIÐ LAUGARDAG KL. 13-17 Bilver flkranesi • Bílalangi, Isafirði • Bilasala Akureyrar • Skipaaforeiðsla Búsavíkur • Fell, Fgilsstoðum • Vélsmiðja Hurnaijarðar • Muggur, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.