Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ný álma við Sjúkrahúsið í Keflavík Tekin í árið Keflavík - Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók nýlega fyrstu skóflustunguna að svokall- aðri D-álmu við Sjúkrahúsið í Kefla- vík. Hún sagði við það tækifæri að þar með væri langþráður draumur loksins orðinn að veruleika. Undir- búningur að verkinu hefði hafist ár- ið 1987 og því væri það komið á fermingaraldur. Hún sagði enn- fremur að í október árið 2000 væri síðan ráðgert að vígja bygginguna. Þegar er búið að bjóða út fyrsta áfanga sem er uppsteypu- og fulln- aðarfrágangur að utan og var það dótturíyrirtæki Islenskra aðalverk- taka, Lava hf., sem átti lægsta til- boðið að upphæð 116 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var 132 milljónir. D-álman verður á þrem hæðum og sagði Jóhann Einvarðs- notkun 2000 son, forstjóri Sjúkrahúss Suður- nesja, að fyrsta áfanga verksins ætti að ljúka í september á næsta ári. Nafn D-álmunnar er þannig til- komið að elsta bygging sjúkrahúss- ins er kölluð A-álma, viðbygging við hana er kölluð B-álma og þriðja við- byggingin sem hýsir heilsugæslu- stöðina er kölluð B-álma. Bygging D-álmunnar hefur lengi verið bar- áttumál Suðumesjamanna og sagði Anna Margi-ét Guðmundsdóttir, stjómarformaður Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, við þetta tækifæri að nágrannana greindi á um mörg mál sem sameiginlega snertu sveit- arfélögin. En um þetta mál hefði alltaf verið einurð og samstaða og því fógnuðu Suðurnesjamenn lang- þráðu marki í dag. Morgunblaðið/Björn Blöndal INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna. Við hlið hennar stendur Anna Margrét Guðmundsdóttir, sljórnarformaður Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Nýr prestur og nýr hökull Skagaströnd - Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, nýkjörinn prestur í Skagastrandarprestakalli, var settur inn í embætti af séra Guðna Þór Ólafssyni, prófasti á Melstað, í messu í Hólaneskirkju á sjó- mannadaginn. Guðmundur Karl hefur undanfarin tvö ár starfað sem skólaprestur í Reykjavík en tekur nú við starfi sóknarprests á Skagaströnd. Guðmundur Karl er kvæntur Kamillu Hildi Gísla- dóttur kennara og eiga þau tvö börn. I messunni afhentu Dómhildur Jónsdóttir og synir hennar, Jón Hallur og Pétur Ingjaldur Péturssynir, Hólaneskirkju hökul að gjöf. Hökullinn er til minningar um séra Pétur Þ. Ingjaldsson, eiginmann Dómhildar, en hann þjónaði á Skagaströnd í 41 ár en lést árið 1996. Hökulinn er saumaður af nunnunum í Karmel- ítuklaustrinu í Hafnarfirði og á honum eru myndir sem tengjast altarissakramentinu. Nýkjörinn prestur á Skagaströnd, Guðmundur Karl Brynjarsson er í nýjum hökli sem Dómhildur Jónsdóttir og synir hennar gáfu Hólaneskirkju til minningar um séra Pétur Þ. Ingjaldsson sem var prestur á Skagaströnd í 41 ár. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal UNNIÐ við malbikun við höfnina í Neskaupstað. Mikið malbikað í Neskaupstað Neskaupstað - Miklar malbikunar- framkvæmdir hafa staðið yfír hér undanfarna daga. Búið er að leggja út rúm 2000 tonn af malbiki sem þekja um 17.500 fm. Meðal þess sem malbikað hefur verið er 7.500 fm gámaplan við höfnina. Þá hefur verið lagt töluvert á lóðir Verkmenntaskólans og íþróttahússins auk gatna og gang- stétta. Malbikið sem notað er kem- ur úr Malbikunarstöð sveitarfélags- ins en Malarvinnslan á Egilsstöðum sér um lagningu þess. 7 0 ára afmæli UMF Æskunnar í Dölum Morgunblaðið/Sig. Fannar. MARÍA Karen Ólafsdóttir og Auður Eva Auðunsdóttir, starfsmenn Græns íss. Minjagripir og sumarhús Búðardal - 20. júní síðastliðinn var minnst 70 ára afmælis UMF Æsk- unnar í Dölum. Dagskrá hófst með víðavangshlaupi íyrir hádegi, en eft- ir hádegi fór fram knattspyrnukapp- leikur milli eldri félaga. Kaffiveit- ingar voru um miðjan dag, komu margir þar saman og fengu sér hressingu og áttu saman ánægju- lega stund. Meðal gesta var einn af stofnendum félagsins, Herdís Guð- mundsdóttir frá Hóli í Norðurárdal, nú búsett á dvalarheimilinu í Borg- arnesi. Um kvöldið var dagskrá og var Kristinn Jónsson verslunarmaður í Búðardal stjómandi. Fyrst flutti Guðmundur Geirsson formaður ávarp og síðan sagði Hjörtur Ein- arsson frá stofnun félagsins og starfí þess íyrstu árin. Þar á eftir var fluttur leikþáttur - í fundaformi - eftirlíking fyrri funda. Um hann sáu nokkur börn undir stjórn Þorgríms Guðbjartssonar. Síðan fluttu fulltrú- ar frá ungmennafélögum í Dölum ávörp og afhentu gjafir og blóm. Um kvöldið var varðeldur ásamt söng við undirleik á gítar og harmonikku. En unga fólkið steig dans í félags- heimilinu Arbliki síðar um kvöldið. Hinn 19. apríl 1928 - á sumardag- inn fyrsta - var UMF Æskan stofn- að í þinghúsi Miðdalahrepps á Nesodda í Dalasýslu. Félagið varð því 70 ára á sumardaginn fyrsta síð- astliðinn. Eins og mörgum er kunn- ugt var ungmennafélagshreyfingin þá vöknuð fyrir rúmum 20 árum, og barst ört um landið. Frelsishugsjón vakandi þjóðar bar með sér bjartar vonir um bættan hag - framfarir - menntun - menning. Þjóðin eygði nýja dagsbrún eins og þegar bjartur sumardagur er að rísa, og menn biðu þess fullir tilhlökkunar að takast á við verk dagsins í vermandi sól og sumarblíðu, og eygðu í fram- sýn marga sigra komandi daga og ára. Unga fólkið fylltist nýjum eld- móði, það stofnaði fagnandi sín félög - af hugsjón og þrá að takast á við vandamál líðandi tíma. Það fann hjá sér löngun til að nýta kraftana sem það fann að með því bjó, og með samstarfi margra góðra félaga sá það enn meiri möguleika til enn meiri sigra, því margt var ógert eftir margar aldir erlendrar yfirstjórnar. Stofnfélagar Æskunnar voru 29 talsins, og var elsti félaginn 49 ára, en ungur í anda þá og alla tíð meðan hann lifði. íþróttir voru iðkaðar, glíma og sund (í köldu vatni Miðár). Málfundir og umræður um ýmis málefni líðandi stundar var góður þáttur í félagsstarfínu. Ferðalög til gamans og fróðleiks voru nær fastur viðburðir á hverju ári. Leiksýningar voru lengi drjúgur þáttur í félags- starfinu og voru afar þroskandi. Þegar leiksýningar voru á dagskrá voru nær allir félagar að störfum sem mögulega gátu, því margt þurfti að gera við undirbúning (æf- ingar og leiksýning). Þá voru hjálp- arstörf góður þáttur sem ekki má gleymast, þ.e. hjálp veitt þeim sem höllum fæti stóðu af ýmsum ástæð- um, s.s. við heyskap á sumrin o.fl. Ungmennafélagið byggði sitt hús við þinghús hreppsins árið 1932 og stækkaði það og bætti við leiksviði 1955. Þá byggði það sundlaug á ár- unum 1954-60 sem síðan hefur verið mikið notuð. í fyrstu stjórn UMF Æskunnar voru: Sumarliði Jónsson, Neðri Hundadal, formaður, Flosi Jónsson, Hörðubóli, gjaldkeri, Klements Samúelsson, Gröf, ritari. Núverandi stjóm Æskunnar skipa:, Guðmund- ur Geirsson, Geirshh'ð, formaður, Vésteinn Arngrímsson, Fellsenda, gjaldkeri og Aslaug Finnsdóttir, Hömrum, ritari. Selfossi - Ferðaskrifstofan Grænn fs á Selfossi hefur opnað minjagripasölu samhliða þeim rekstri sem félagið hefur stundað síðastliðið ár. Minjagripasölunni er ætlað að auka á þá þjónustu sem erlendir ferðamenn geta sótt til skrifstofunnar. Grænn ís er ekki bara ferða- skrifstofa því að þar er einnig stærsta sumarhúsamiðlun landsins, en hún varð til við samruna Græns íss og X-ferða sem hafði sumarhúsamiðlunina á sinni könnu í fyrra. Sumar- húsaleigan hefur gengið mjög vel og nú er svo komið að það vantar fleiri sumarhús á leigu- skrá. Flest húsin sem eru til leigu eru á Suðurlandi en einnig eru leigð út hús annars staðar af landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.