Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 21

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 21 ERLENT Breska læknafélagið ræðir réttmæti þess að læknar aðstoði sjúklinga við sjálfsvíg The Daily Telegraph. Á FUNDI breska læknafélagsins á þriðjudag var ákveðið að haldin yrði ráðstefna innan árs þar sem reynt jrrði að komast að sameigin- legu áliti um hvort réttlætanlegt væri að læknar aðstoðuðu dauð- vona sjúklinga við að binda enda á líf sitt. Unglæknar lögðu fram tillögu þessa efnis á fundinum, meðal ann- ars í ljósi þess að nýleg könnun gaf til kynna að læknar ættu auðveld- ara með að fallast á réttmæti þess að aðstoða sjúklinga við sjálfsvíg en að framkvæma líknardráp. Michael Wilks, formaður siða- nefndar breska læknafélagsins, sagði að ákvörðunin þýddi ekki að læknar væru almennt þeirrar skoð- unar að aðstoð við sjálfsvíg væri réttlætanleg. „Það er nauðsynlegt Stefna að sameig- inlegu áliti að læknar reyni að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu, á hvorn veg- inn sem hún verður, því annars munum við liggja undir ámæli frá þrýstihópum fyrir að koma okkur hjá því að ræða þetta viðkvæma mál,“ sagði Wilks. Hann lagði áherslu á að bæði að- stoð læknis við sjálfsvíg, þar sem sjúklingurinn ræður sjálfur ferð- inni, og líknardráp, þar sem læknir eða annar aðili er við stjórn, brytu í bága við lög. Unglæknar í fararbroddi Breska læknafélagið er enn mót- fallið því að lögunum verði breytt, en á ráðstefnunni er meðal annars ætlunin að varpa ljósi á ýmis álita- mál, svo sem tilvik þar sem læknar auka lyfjagjöf dauðvona sjúklings, vitandi að það geti stytt líf hans. Meðal þeirra sem látið hafa í ljós álit sitt á málinu er John Marks, fyrrum formaður félagsins. Hann sagði að á fjörutíu ára læknisferli sínum hefði hann aldrei vísvitandi bundið enda á líf sjúklings. „Ég hef í nokkrum tilvikum gefið sjúkling- um stóra lyfjaskammta til að draga úr þjáningum, þótt ég hafi vitað fullvel að það gæti stytt líf þeirra. Ég veit fyrir víst að þegar röðin kemur að mér mun ég æskja þess að læknir veiti mér slíka aðstoð.“ Hann rifjaði upp að læknafélagið hefði árið 1968 tekið þá afstöðu að fóstureyðingar væru siðferðilega rangar, en skipt um skoðun fjórum áram síðar. „Það er hugsanlegt að unglæknar séu á undan okkur gömlu jálkunum í afstöðu til þessa máls, eins og raunin var þá.“ Ungir læknar eru þó ekki ein- huga um málið. Jonathan Fielden var einn þeirra sem andmælti til- lögunni um fyrirhugaða ráðstefnu og fullyrti að það mál sem virkilega þyrfti að ræða væri líknarmeðferð við lífslok. „Það er til skammar að á árinu 1998 sé ekki hægt að veita deyjandi fólki viðunandi líknar- meðferð vegna fjárskorts,“ sagði hann. q; 'búðir ‘ hJ'arfo AkUr I húsinu eru 10 tveggja herbergja íbúöir (ca 50 m2) og tvœr 4-5 herbergja íbúðir (ca 130 m2). Húsiö er allt hiö vandaðasta. Sem dœmi md nefna aö inn- veggir eru hljóðeinangraðir eftir ströngustu kröfum, ALNO eld- húsinnréttingar, ALNO fatasköpar, ALNO heimilistœki, (ofn, helluborð og íssköpur), þýskar innihurðir, Nordan norskir gluggar, sem eru mjög vandaðir og er hcegt að opna ö ýmsa vegu, m.a. snúa þeim við svo hœgt sé að þvo þö inn- an frö, Lamella parket frö Finnlandi ö gólfum o.s.frv., o.s.frv. Byggingaraöili: Samnor ehf. Söluaðili: Opið hus laugardaginn 11. júlf kl. 13-18 fasteigíVasalan líYGCil) KRGKKUGOTII4 Akureyri, símar 462 1744 og 462 1820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.