Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 23

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG FIMMTUDAGUR !í. JÚLÍ 1998 28 FRIÐSÆLD í fallegu umhverfi. Austur-Húnavatnssýsla Fjölbreytt nátt- úra og afþreying fyrir ferðafólk í A-Húnavatnssýslu er margt að finna sem gæti vakið áhuga ferða- mannsins og vert er að vekja at- hygli á hvort sem viðkomandi er náttúrunnandi, áhugamaður um sögu landsins eða er að leita sér að afþreyingu. Landslagið er mjög fjölbreytt og má þar finna fjöll, dali, gil, strendur og mikla víðáttu. Omar Banine, ferðamála- fulltrúi á svæðinu, nefnir nátt- úruperluna Hrútey sem er í Blöndu. „Hrútey er friðlýstur fólkvangur. Það er göngubrú út í eyjuna og því eiga ferðalangar auðvelt með að skoða sig þar um.“ Ómar nefnir líka Blöndugil sem er ofar í þessari miklu veiðiá. Gilið er all hrikalegt með gróðursælum hvömmum og kjarri, um 18 km langt og 50-60 metra djúpt. „Það mætti nefna fleiri gil, svo sem Álkugil og Kolugljúfur í Víði- dalsá.“ „Fyrir þá sem kjósa að skoða A- Húnavatnssýsluna úr bíl er vert að nefna Vatnsdalinn sem er um 48 km langur og mjög grösugur enda eru þar margir sveitabæir," segir Ómar. Að sögn hans er einna Á BRYGGJUHÁTÍÐINNI á Drangsnesi í fyrra stóðu heimamenn við grillin og báru fram hrauka af mat. Bryggjuhátíð á Drangsnesi BRYGGJUHÁTÍÐ verður haldin í þriðja sinn á Drangsnesi á Strönd- um laugardaginn 18. júlí. Bryggju- hátíðin er stærsta útiskemmtun sumarsins í Strandasýslu, sann- kölluð fjölskylduhátíð fyrir alla aldurshópa. I ár verður bryddað upp á ýmsu nýju en nokkrir fastir liðir eru áfram á dagskránni. Ævintýraferðir út í Grímsey á Steingrímsfirði verða farnar allan daginn og er fyrsta ferð um kl. 11. Grímsey er falleg, þar er injög fjölskrúðugt fuglalíf, sem heillar ferðalanga. Einn ómissandi liður í bryggju- hátíð er veiðikeppni barnanna í Kokkálsvíkurhöfn og fer þátttak- endum fjölgandi ár frá ári. Veiði- keppnin hefst klukkan 10 um morguninn og geta allir krakkar verið með, þótt þeir minnstu þurfi kannski að fá aðstoð frá pabba eða mömmu. Sjávarréttasmakkið á frystihús- planinu ætti fólk ekki að láta fram hjá sér fara. Þar er boðið upp á flest það sem úr flóanum kemur. Griilaðar krabbalappir eða siginn fisk og selspik ásamt ýmsu öðru góðgæti. Götuleikhús verður í gangi og börnin fá andlitsmáln- ingu. Myndlistarsýning verður í skólanum og þar er einnig rekið lítið og notalegt kaffihúsi. Söngvarinn Ari Jónsson skemmtir gestum Bryggjuhátíðar. Hann mun einnig vera með söngvakeppni fyrir börnin í sam- komuhúsinu Baldri. Margt fleira verður í boði svo sem sjóstanga- veiði, grillveisla, hestaferðir, kvöldskemmtun, varðeldur með brekkusöng og hátíðinni lýkur svo með bryggjuballi í Baldri þar sem hljómsveit Ara Jónssonar leikur fyrir dansi. Verðlaun verða veitt fyrir bestu bryggjuhátíðarmyndina svo ekki má gleyma að hafa myndavélina með og vera dugleg að taka mynd- ir. Morgunblaðið/Jón Sig. GÓÐ veiðisvæði eru í A-Húnavatnssýslu. áhugaverðasta náttúrafyrirbærið í Vatnsdalnum, Vatnsdalshólar sem eru sérkennileg hólaþyrping við mynni Vatnsdals. Hólarnir era sagðir óteljandi en talið er að þeir hafi myndast við hran úr Vatns- dalsfjalli. Þegar keyrt er út á Skaga má finna hrikalega hamra þar sem margir tugi metra era niður að sjávarmáli. Einn þessara staða er Ki-óksbjarg sem er norðan við Skagaströnd og segir Ómar að þar sé fjölskrúðugt fuglalíf. „Þarna má meðal annars sjá lunda á kletta- syllum eða svífa þöndum vængjum rétt úti við klettasnösina. Það er ekki varlegt að hætta sér of nálægt bjargbrúninni.“ Króksbjarg nær út undir Kálfs- hamarsvík þar sem sjávarströndin er afar sérkennileg. „Þar fellur stuðlaberg út í sjóinn nánast lóð- rétt víðast hvar meðfram strönd- inni, að því er manni finnst. Þarna var áður fyrr verstöð þar sem bjó fjöldi manns.“ Hægt er að komast í skipulagðar ferðir með leiðsögn um Skaga. Tröllið og kirkjan „Einn fræga.sti þjóð- sagnasafnari Islands, Jón Arnason, var fæddur á Hofi á Skaga: strönd,“ segir Ómar. „í þjóðsagnasafni hans er mikið magn af sögum úr Húnavatnssýslu. Margar þeirra eru í Húnavöku og Sögnum úr Húnaþingi. Þessar sagnir tengjast að miklu leyti áhugaverð- um stöðum í sýslunni. Sem dæmi má nefna sögu eina um Nátt- tröllið sem var skessa og bjó í Vatnsdalsfjalli. Það taldi að sér vegið þegar Þingeyrakirkja var byggð en þess má geta að kirkjan er ein sérstæðasta og falleg- asta kirkja landsins, gerð úr hlöðnu grjóti og byggð á áranum 1864-77. Skessan ákvað að brjóta kirkj- una og notaði til þess staf sinn. Hún gleymdi sér við þá iðju og þegar dagur rann brá henni svo að hún hrapaði við norðurenda Vatnsdal- fjalls. Tröllið nam stað- ar nokkru fyrir neðan vegghamarinn þar sem er nú stein- stöpull og er hann nefndur Kerl- ing. Bærinn sem stendur fyrir neð- an fjallsöxlina þar sem skessan kastaði stafnum dregur nafn sitt af henni og nefnist Öxl.“ Ómar nefnir líka sögulega at- burði eins og síðustu aftökuna sem fór fram hér á landi árið 1830 nyrst í Vatnsdalshólum við Þrístapa og Flóabardaga sem háður var á Húnaflóa árið 1244. Ein helsta afþreyingin í Húna- vatnssýslu tengist að sögn Ómars silungs- og laxveiði. „Auk Blöndu era fjölmörg vötn úti á Skaga sem hægt er að veiða í. Yfirleitt er bændagisting í boði í nágrenninu. Það er heldur ekki úr vegi að nefna hestaferðir sem boðið er upp á í ákjósanlegu umhverfi þar sem hægt er að fara yfir ósnortið landsvæði tímunum saman án þess að sjá nokkurn mann eða byggingar. Einnig má nefna jeppaferðir upp á hálendið sem er stutt frá.“ Sími: 551 9800 http://www.mmedia.is/~sporti Ótrúlegur styrkur... >Ö til útivistar Vj í vei&iferbina 4 til daglegra nota. S?0'?T ÚTIVISTARBÚÐIIU við Umferðarmiðstöðina Vandaðir gönguskór fyrir meiri- og minni- háttar gönguferðir. Verð frá kr. 5.900 Persónuleg og fagleg þjónusta http://www.mmedia.is/sportleigan alpina® gönguskóp S?ort ÚTIVISTARBÚÐIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.