Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 35

Morgunblaðið - 09.07.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 35 ‘rt kemur í stað "aborgarinnar Á morgun siglir Akraborgin sína síðustu ferð til Akraness. Sigríður B. Tómasdóttir og Kjartan Þorbjörnsson fóru í eina af síðustu ferðum Akraborgarinnar, fylgdust með lífinu um borð og tóku starfsfólk og fastagesti „Boggunnar“ tali. Eins og fastagesta er siður eiga þeir sín föstu sæti. Við eitt borðið sitja t.d. menn frá bifreiðastöð ÞÞÞ sem fara daglega með Akraborginni. A næsta borði situr Sigurður Sverr- isson blaðamaður sem býr á Akra- nesi en vinnur í Reykjavík. „Það er sorglegt að verið sé að leggja ferðir Akraborgarinnar niður. Akraborgin er svo stór hluti af bæjarmenningu Akraness. Hún siglir nær alla daga ársins og hefur örvandi áhrif á bæj- arlífið svo ekki sé minnst á þjónustu- þáttinn, ég er ekki farinn að sjá það leysast.“ Að sögn Sigurðar hafa fastagestir rætt það sín á milli að leysa málin með því að sammælast um bílfar á milli Akraness og Reykjavíkur og þarf tvo í bíl til að kostnaður verði svipaður og með Akraborginni. A111 öinmu að kenna Það er kominn tími til að fara upp í brú og heilsa upp á skipstjórann. A vaktinni er Oskar Olafsson, annar tyeggja skipsjóra Akraborgarinnar. Óskar hefur verið skipstjóri frá ár- inu 1975. „Þetta er allt ömmu að kenna, við vorum að koma úr ferða- lagi og vegna þess hve hún var orðin þreytt á að sitja í bíl ákváðum við að taka Akraborgina. Á bi-yggjunni hitti ég fyrir Valdimar Agústsson stýrimann sem sagði mér að þá vant- aði mann í afleysingar í tvo til þrjá daga, ég sló til enda nýbúinn með stýrimannaskólann og ekki kominn mep vinnu, hér hef ég verið síðan.“ Óskar segir það standa upp úr eft- ir öll þessi ár á Akraborginni hversu mörgu fólki hann hafi kynnst. „Það kemur þversnið af íslensku þjóðinni um borð og margir koma hingað upp í brú. Krökkum finnst t.d. mjög gam- an að fara upp og fá að skoða allt hjá okkur. Þeim fmnst líka mjög spenn- andi að fá að setja á sig skipstjóra- húfuna," segir Öskar sem sjálfur klæðist búningnum sjaldan. í brúnni eru auk Óskars háseti og stýrimaður en það eru alltaf a.m.k. tveir menn í brúnni. Flestir starfsmenn komnir með vinnu Klukkan er að nálgast fjögur og kaffitími í nánd. Við sláumst í för með Óskari niður í messann þar sem Gylfi Jónsson kokkur ræður ríkjum. Yfir kaffibolia og meðlæti eru þjóð- félagsmálin rædd og segir Gylfi um- ræðurnar oft snúast um ráðamenn þjóðarinnar. „Okkur finnst nú oft að það mætti eyða peningum þjóðarinn- ar í annað en gert er.“ Gylfi á það sameiginlegt með æði mörgum starfsfélögum sínum að eiga langan starfsaldur að baki. í 25 ár hefur hann reitt fram morgunmat, hádeg- ismat, miðdegiskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi ef svo stendur á, fyrir starfsfólkið. Flestir 22 starfsmanna Akraborg- arinnar hafa fengið vinnu aftur. Nokkrir fara í álverið, fimm verða starfsmenn Hvalfjarðarganga, af- gangurinn dreifist. Einn þeirra sem ekki hefur fengið vinnu er Óskar. „Veist þú um einhverja vinnu á sjó handa mér?“ spyr hann. „Ég get ekki hugsað mér að fara í göngin enda kalla ég það varla að fá vinnu þegar menn fara í það sem þeir eru ekki lærðir til. Kjaraskerðingin verður líka rosaleg,“ segir Óskar og samstarfsmenn hans samsinna því þó þeir séu fegnir að hafa fengið vinnu. „Vissulega eru Hvalfjarðargöngin mikil samgöngubót," bætir Óskar við, „en það verður missir að skipinu. Nú verður það að kennsluskipi sem er alger vitleysa að mínu mati. Frek- ar ætti að nýta það í siglingar á Faxaflóa fyrir ferðamenn.“ Eftirsjá að Akraborginni Að þessum orðum sögðum er aftur haldið upp til farþeganna enda stutt í að lagt verði að bi-yggju á Akranesi. Guðjón Guðmundsson og Guðrún Ellertsdóttir eru á leið upp á Akra- nes eftir hálfs dags dvöl í bænum. Þau hafa ferðast mikið með Akra- borginni frá því að þau fluttu upp á Skaga árið 1971. „Mér finnst þetta alveg hundfúlt,“ segir Guðrún. „Það á ekkert eftir að koma í staðinn fyrir Akraborgina. Hér er svo góð þjón- usta og þægilegt að lenda beint í bænum. Mér fínnst verið að reka mig til að búa í Reykjavík." Það eru ekki eingöngu fastir við- skiptavinir sem eiga eftir að sjá eftir Akraborginni. Hjördís Backman er á leið með fjölskylduna til Hólmavík- ur. „Það er þægilegt að taka Akra- borgina og viss söknuður sem fylgir hvarfi hennar.“ En það eru ekki allir sammála þessu, Björn Markús Þórs- son, kerfísstjóri hjá Hönnun, ferðast stundum á milli Reykjavíkur og Akraness starfs sín vegna. „Ég þoli ekki að fara með þessum dalli og verð feginn þegar göngin verða komin í gagnið," segir Björn. „Það er hrikalegt að hanga hér og gera ekki neitt.“ Þannig sýnist sitt hverj- um þó að flestir um borð séu sam- mála því að missir verði að Akra- borginni. Siglingar í rúma öld ÞEGAR Akraborg hættir ferðum lýkur lengstu samfelldu sögu í samgöngumálum Islendinga því allt frá síðasta áratug síðustu aldar hafa verið reglulegar sigl- ingar með fólk og varning á Faxaflóa. Ms. Laxfoss kemur til landsins og siglir á milli Reykja- víkur, Akraness og Borgarness. ■fcFkJ Laxfoss eyðileggst við strand og er ms. Eldborg leigð til siglinganna. Kfl'IH Lítið gufuskip, Faxi, keypt til landsins af Sigfúsi Ey- mundssyni til siglinga milli þétt- býlisstaða við Faxaflóa. KlTlBI Siglingar milli Reykjavík- ur, Borganess og Akraness verða nokkuð reglulegar. miwm Hlutafélagið Skallagrímur stofnað til að annast fólks- og vöruflutninga milli Reylq'avíkur og Borganess. Siglt á es. Suður- landi. Nýtt skip, sem Skalla- grímur Iét smíða, kemur til lands- ins. Skipið fær nafnið Akraborg. Ferðum í Borgarnes hætt. IKtHlH Akraborgin leyst af hólmi með nýju skipi sem einnig hlýtur nafnið Akraborg. Það er fyrsta bílferjan í eigu Islendinga. BKÞriðja Akraborgin tekin í notkun en það er hún sem hættir siglingum núna. ...Frá árinu 1974 hafa bflar verið fluttir með Akraborginni. Fyrsta árið voru 4.862 bflar fluttir, þá var ekki komin bflabrú í skipið og bflum lyft um borð. Árið 1976 þegar brúin var komin var fjöldi bfla 37.797, þá höfðu alls verið fluttir 62.178 bflar. Árið 1986 var metár og 80.529 bflar voru feijaðir það árið, alls höfðu 680.222 þá verið fluttir. í lok síðasta árs var fjöldi bfla kominn í 1.423.482... ...Versta veður sein Akraborgin hefur siglt í var 3. febrúar 1991, Þá var suðvestanátt og 12 vindstig. Siglingin sem vanalega tekur 1 klst. tók 3% klukkustund. Mikill veltingur var á skipinu eins og hallamælirinn sýndi en hann var í botni allan tímann, 40 gráðum... ...Starfsmenn Akraborgarinnar eru 22, og eru tólf við vinnu í einu. Flestir í áhöfninni hafa um tuttugu ára starfsaldur og segja starfsmenn nánast engan hafa hætt fyrr en ástæða var til vegna aldurs... AÐ sögn Óskars Ólafssonar skipstjóra hefur það oft komið fyrir að far- þegar vakni á sama stað og ferðin hófst. Á LEIÐARENDA á Akranesi eftir þægilega ferð. ÓSKAR þakkar Þórarni Helgasyni, háseta og hamskera, fyrir samstarfið. „Það þyrfti að stoppa einhvern úr áhöfninni upp, þetta eru svo miklir furðufuglar," varð Þórarni að orði við tækifærið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.