Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 ... AÐSENDAR GREINAR Húsnæði er ■* grundvallarmál „LÍKLEGA á það við um flesta að þeir hugsa alla jafna frekar lítið um húsnæðismál í víðu samhengi," segir Grét- ar J. Guðmundsson hjá Húsnæðisstofnun í Mbl. 23. júní sl. Grétar skrifar stundum um þessi mál, sem er virð- ingarvert, þótt hann skrifi oftast frá sjónar- miði yfirstéttarinnar. Það er rétt hjá Grétari að „gífurlegir fjármun- ir fara úr ríkissjóði til þessa málaflokks. Hann hefur því mikil áhrif á þjóðfélagið í heild“. Og það er einnig rétt að „lánafyrirgreiðslan í hinu opinbera húsnæðislánakerfi er í raun bróður- parturinn af því sem málaflokkur- inn húsnæðismál snýst um“. Niður- staða Grétars er þessi: „Húsnæðis- málin eru almennt séð í góðum far- vegi. Ávöxtunarkrafa húsbréfa er með lægsta móti, sem kemur sér ~r vel, bæði fyrir byggjendur og selj- endur.“ Skipta 20% þjóðarinnar engn máli? Okey - fyrir byggjendur og selj- endur. En hvað um hina? Hvað um þá sem hvorki eiga hús né peninga og geta ekki byggt? Þurfa þeir ekk- ert húsnæði eða hvað? Undanfarin ár hefur leigumarkaðurinn að miklu leyti byggst á söluíbúðum sem ekki seldust. Þær voru leigðar út, gjarn- T------------------------------------ an með sérákvæði um uppsagnarfrest. Nú eru þessar íbúðir að seljast og leigjendur reknir út og stundum með látum, en engar íbúðir að hafa í staðinn. Það ríkir því neyðará- stand á þessum mark- aði. Getur það kallast góður farvegur eða skipta þessi 20% þjóð- arinnar engu máli? Víst er til fólk sem getur keypt og selt hús og íbúðir og vill verja fé sínu til þess. Það er gott og blessað, enda nóg framboð á slíku húsnæði. Það er líka nóg framboð á lánsfé. Húsbréfakerfið gagnast / Eg tel það frumskyldu samfélagsins, segir Jón Kjartansson, að móta húsnæðisstefnu sem hefur það markmið að leysa húsnæðismál fólks. þessu fólki vel, en hvers vegna geta bankar og aðrir lánasjóðir ekki sinnt þessum viðskiptum eins og öðrum? Húseigendur hafa fengið óverð- tryggð opinber lán, niðurgreidd lán og skattfríar vaxtabætur upp á fleiri milljarða kr. árlega. Hvers vegna hafa engin skilyrði fylgt slíkri fyrir- greiðslu, t.d. reglur um útreikning leigu og bann við því að láta hús- næðið standa autt þegar aðra vantar húsnæði? Hvað ætli húseigendur væru margir hér á landi ef ekld hefðu verið opinberir lánasjóðir, rík- isábyrgð og vaxtabætur? Eða til hvers er opinber fyrirgreiðsla í hús- næðismálum? Er hún til að hjálpa efnuðu fólki að safna húseignum, eða halda ráðamenn að öll þjóðin búi við sömu lífskjör og þeir? Skuldir heimilanna nálgast 400 milljarða kr. og aukast enn, ekki síst með nýsam- þykktum húsnæðislögum. Ekki dregur það úr þenslunni sem stjórn- in ætlar að hemja. Niðurgreiddar leiguíbúðir Það er alltof mikið opinbert fé bundið í alltof stórum húsum, fé sem full þörf er fyrir annars staðar, með- an fjöldi fólks er á stöðugum hrakn- ingi og biðlistar yfirfullir alls staðar eftir félagslegum leiguíbúðum. Húsaleigubætur eru ekki aðeins skattlagðar, þær skerða aðrar bæt- ur svo sem sérstaka heimilisuppbót og barnabótaauka. Margir geta ekki sótt um þær vegna kjaraskerðingar. Eigendur fá hins vegar svartar húsaleigutekjur til viðbótar öðru. Hvers vegna má ekkert af hinum „gífurlegu fjánnunum" renna til þeirra sem ekkert hafa nema skammtaðar bætur og lág laun? Ég tel það frumskyldu samfélagsins að móta húsnæðisstefnu sem hefur það markmið að leysa húsnæðismál fólks, í stað þess að þjóna eingöngu viðskiptabraski „drakúlakynslóðar- innar“. Hér vantar ekkert húsnæði nema niðurgreiddar leiguíbúðir. Þessi mál þarf að hugsa og kveða niður þann séríslenska „rasisma" sem heitir félagslegur stimpill. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Byltingin blívur VIÐ SEM köllum okkur húman- ista tölum stundum um byltingu. Við fáum þá gjarnan augngotur og fliss, það vita jú allir að byltingin varð gjaldþrota í Sovét og skipta- stjóri þar var rússneska mafían sem bauð kapítalismanum upp í dans. Meira að segja fólk á besta aldri sem hefur horft á Islendinga skríða út úr moldarkofum og setj- ast fyrir framan PC tölvur og jafn- vel skjótast út í geiminn á rétt rúm- lega 50 árum brosir góðlátlega að þessum vitleysingum sem eru enn að tala um byltingu. Gullbjarminn í vestri Vinstrimenn um allan heim hafa snúið af villu síns vegar, þeir hafa séð gullbjarmann í vestri, lögmál guðdómsins er framboð og eftir- spurn og gagnrýnin snýst ekki lengur um kerfi okkar sem slíkt heldur um einstaka þætti innan þess, laxveiðar banka- stjóra o.þ.h. Talsmenn og varðhundar kerfis- ins, kerfis borgaralegs fulltrúalýðræðis, kap- ítalísks þjóðfélags með velferðarívafi, takast á um hvort við eigum að vera áfram bananalýð- veldi eða hvort við eig- um að slást í hóp með „siðaðri" þjóðum. Um þá baráttu hafa nánast allir sameinast í lotn- ingu, hvort sem menn kalla sig vinstri- eða hægrimenn, spurning- in er bara hversu miklu eigi að spandera í velferðarkerfið og hve mikið eigi að einkavæða. Um hvað snýst þá bylting okkar? Mig langar hér að minnast á tvær hliðar hennar. Lýðræði Hin fyrri snertir lýðræði. Ef menn vildu stíga út úr fOabeinstumi fræðanna, hefðanna og fortíðarinn- ar, þá gætu menn komist að því að lýðræði á rætur sínar í brjósti allra manna, í löngun þeirra til að vera frjálsir, að fá að hafa áhrif á um- hverfí sitt og umbreyta heiminum. Ef menn samþykkja það er næsta skref að skoða hvernig hægt sé að útfæra lýðræði í samræmi við mögu- leika og aðstæður hverju sinni. Ef menn gera það, þá geta þeir séð frækom hinnar nýju lýðræðisbylt- ingar í tækninni, í internetinu, í hin- um nýju samskiptum. Ef ráðamenn halda að fulltrúalýðræðið, sem var besti valkosturinn á tímum hest- vagna og seglskúta, muni svara kröfum fólks á næstu öld, þá þjást þeir annaðhvort af sögulegri nær- sýni eða hreinlega heimsku. Félagslegar lausnir Hin seinni snýr að félagslegum lausnum og félagslegum rekstri. Flestir telja að slík fyrirbæri séu fyrir bí og baráttan fyrir þeim fari núna eingöngu fram í einhverjum smáhópum kverúlanta, síðustu leifum komm- únismans. Þeir ættu að kynna sér hvað er að gerast í Baskahéruð- um Spánar, samvinnu- félögin sem þar hefur verið að fjölga, vaxa og dafna síðustu áratug- ina. Fyrirtæki sem eru fullkomlega sam- keppnisfær við kapítal- isk fyrirtæki. Fyrir- tæki sem framleiða m.a. hin kunnu Fagor heimilistæki sem seld eru hér á landi. Þar hafa verið sniðnir af margir af þeim vanköntum sem hafa komið í veg fyrir velgengni fyrri tilrauna og myndað módel sem virkar. Módel sem er samboðið mannlegri reisn. Um hvað snýst bylting húmanista? Kjartan Jónsson minnist hér á tvær hliðar hennar. Já, byltingin blívur Það er hægt að tala um fleiri svið. Um byltingu í gildismati, sám- skiptum, fjölskylduformi, þörfina á byltingu í siðferðismati sem fylgir framförum í erfðatækni, varðandi klónun, nýja möguleika í glasa- frjóvgun o.þ.h., allt svið þar sem húmanismi okkar hefur skýra út- gangspunkta, hvort sem menn eru sammála þeim eða ekki. Hvert þessara þema er tilefni til meiri umfjöllunar en þessar línur leifa. Það er þó víst að byltingin blívur og mun halda áfram að blíva því hún hefur alltaf fylgt manninum. Hann mun nefnilega aldrei verða alveg til friðs. Sem betur fer. Höfundur er félagi í Húmanistahreyfíngunni. Kjartan Jónsson Áhrifamáttur ginsengs RÆTUR ginseng jurtarinnar (Panax ginseng C.A. Meyer) hafa öldum saman verið notaðar í lækningaskyni í Kína og víðar í Austur- Asíu. I ginsengrótinni eru líffræðilega virk efni, svokölluð ginsenó- síðsambönd (25-30 mis- munandi sambönd) og almennt er viðurkennt að neysla þeirra geti haft væg örvandi áhrif. Ginseng er því talið hafa góða verkun gegn til dæmis þreytu, magn- leysi og streitu. Þrátt fyrir viðamiklar rann- sóknir undanfama ára- tugi eru verkanir ginsengrótar í mönnum enn ekki að fullu ljósar. Osamræmis hefur gætt við fram- kvæmd rannsókna og því er erfitt að bera saman niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Ástæða þessa er meðal annars að ekki hafa verið notuð stöðluð extrökt úr ginsengrót, en ginsenósíðinnihald rótanna getur að sjálfsögðu verið mjög misjafnt, bæði heildarmagn og innbyrðis hlutföll mismunandi ginsenósíðsambanda. I þeim takmörkuðu rannsóknum sem gerðar hafa verið á einstökum ginsenósíðum hefur komið í ljós að verkanir þeirra geta verið mjög ólíkar. Það er því sennilegt að virkni ginsengs sé ekki einungis háð heild- arstyrk ginsenósíða, heldur einnig innbyrðis hlutfalli þeirra. Hins veg- ar hefur aldrei verið skilgreint hvaða hlutfóll ginsenósíða hafa bestu áhrif. Til þess þyrfti mun ítar- legri rannsóknir þar sem notaðar yrðu staðlaðar samsetningar. Styrkur ginsenósíða Áhrif ginsengrótarinnar eru háð styrk virkra efna, þ.e. ginsenósíða. Seljendur ginsengafurða hérlendis hafa hingað til einungis gefið upp magn af ginsengrót í hverju hylki á umbúðum. Þetta gefur hins vegar mjög takmarkaðar upplýsingar því styrkur ginsenósíða í rótunum er mjög breytilegur. Fyrir skömmu hóf Lyfja hf. inn- flutning og sölu á rauðu eðalgins- engi frá Gintec í Þýskalandi. Vara þessi er seld í mörgum löndum Evr- ópu og hefur notið vaxandi vin- sælda. Hún hefur verið auglýst sem þrefalt sterkari en rautt eðalg- inseng frá Kóreu og er tilgreint á umbúðum að hvert hylki innhaldi a.m.k. 24 mg af ginsenósíðum. Þetta hefur verið staðfest af erlendum rannsóknafyrirtækjum, svo sem Addipharma sem hefur sérhæft sig í mælingum á náttúrulyfjum. í sam- anburðarrannsókn þess fyrirtækis kom í ljós að styrkur ginsenósíða í rauðu eðalginsengi frá Gintec var þrefalt meiri en í rauðu eðalgins- engi frá Kóreu. Til að fá enn frekari staðfestingu voru umræddar afurðir sendar Háskóla íslands til magn- mælingar. I rannsókn Háskólans voru 7 mismunandi ginsenósíðar magngreindir. Ekki voru til saman- burðarstaðlar fyrir fleiri ginsenó- síða. Þeir sem voru mældir hafa þó verið mest rannsakaðir í gegnum árin og almennt verið taldir virkast- ir. I rannsókn þessari kom í Ijós að að rautt eðalginseng frá Kóreu inni- hélt 14,7 mg af þessum 7 ginsenó- síðum í 1 g af muldri rót. Til saman- burðar mældist rautt eðalginseng frá Gintec með 33,2 mg, eða 123% meira magn. Vafasöm viðbrögð Sala Lyfju á umræddu ginsengi hefur valdð talsverð viðbrögð hjá Sigurði Þórðarsyni, forsvarsmanni Eðalvara ehf., sem um árabil hefur selt rautt ginseng frá Kóreu og hefur nánast verið einn um þennan markað hérlendis. Til að kljást við þá sam- keppni sem nú blasir við hefur hann gripið til þess ráðs að ófrægja þá vöru sem Lyfja selur og reyna að þyrla ryki í augu neyt- enda. Hann hefur til dæmis fullyrt að rótar- endar séu aldrei notaðir í rautt ginseng og skrif- ar hann í Morgunblaðið hinn 10. júní að bannað sé að blanda rautt eð- alginseng frá Kóreu með rótarendum. Það skýtur því skökku við að lesa bækling um rautt eðalginseng frá Kóreu sem Eðalvörur ehf. hafa gefið út og dreift hér á landi. Þar stendur að til að tryggja hámarksgæði hafi Ginseng- rannsóknarstofnun Kóreu sett fjórar meginreglur hvað varðar ræktun og vinnslu á rauðu ginsengi. Ein reglan er að gæta skuli sérstakar aðgátar við tínslu rótarinnar til að skemma ekki hárfína rótarendana! í Morgun- blaðinu hinn 27. maí sl. er haft eftir Sigurði að fullyrðing um að rautt ginseng frá Gintec sé sterkara en kóreska ginsengið sé ekki á rökum reist. I framhaldi af því ákvað undir- ritaður að fela Rannsóknarstofu Há- skóla Islands í lyfjafræði að greina styrk umræddra efnasambanda í þeim ginsengafurðum sem hér eru til umræðu. Það kvað því skyndilega við annan tón í skrifum Sigurðar í Morg- unblaðinu hinn 10. júní sl. Þar stað- hæfir hann að langt sé síðan menn vissu að rótarendar innihéldu tvöfalt meira magn af ginsenósíðum en aðrir hlutar rótarinnar! Sigurður boðar auk þess í grein sinni sjónarspil þar sem Lyfja muni að sjálfsögðu fá Háskóla Islands til að staðfesta að rótarendar innhaldi Æskilegt hlutfall gin- senósíða hefur aldrei verið, segir Ingi Guð- jónsson, rannsakað eða staðfest vísindalega. þrefalt meira magn af ginsenósíðum en meginhluti rótarinnar. Auk þess heldur Sigurður á lofti ýmsum full- yrðingum um hlutfall ginsenósíða og ágæti sinnar vöru hvað það snertir. Staðreyndin er hins vegar sú að æskilegt hlutfall ginsenósíða hefur aldrei verið rannsakað eða staðfest vísindalega. Það er auðsjá- anlegt að Sigurði er mikið í mun að veita neytendum ekki faglegar upp- lýsingar. Hann velur þann kostinn að rægja samkeppnisvöruna og selj- anda hennar. Strangar kröfur Rautt ginseng frá Gintec er fram- leitt í Þýskalandi og skráð þar sem náttúrulyf, en hráefnið er keypt í Kína. f Kóeru og víðar í Austur-As- íu er rautt ginseng talið fæðubótar- efni, en er ekki skráð sem náttúru- lyf. Þýsk yfirvöld gera því meiri kröfur en hin kóresku hvað varðar framleiðslu á afurðum af þessu tagi. Við vinnslu ginsengróta er mikil- vægt að gæta þess að fjarlægja ým- is aukaefni og utanaðkomandi mengunarvalda, svo sem þung- málma, mýkótoxín og skordýraeit- ur. Það er því brýn þörf á virku eft- irliti með framleiðslu og innihalds- efnum þessara afurða, ekki síður en með framleiðslu lyíja og matvæla. Rógsherferð Sigurðar gefur einnig tilefni til þess að benda honum á 7 kafla samkeppnislaga nr. 8/1993 varðandi eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum, því að rógsherferð af því tagi sem hann hefur staðið fyi’ir samræmist engan veginn þeim ákvæðum sem þar er að fínna. Höfundur er lyfjafræðingur og framkvæm dastjórí Lyfju. Ingi Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.