Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 42

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tómasarhagi með bílskúr Til sölu falleg 93 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjórbýli á eftirsóttum stað í Vesturbænum. íbúðinni fylgir 28 fm bílskúr. Laus nú þegar. Verð 8,5 millj. 7898. ■ GEBERIT Glöndunartæki Rafeindastýrt, snertiÍTÍtt blöndunartæki. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnað, læknastofur, veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili. ss= Heildsöludreifing: -------- Smiðjuvegi 11. Kópavogi TEflGlehf. Sími 564 1088,fax 564 1089 Fæst í bygpingavömuerslunum um land allt. SKOÐUN •• HVAÐ FER FORGORÐUM VIÐ FLJÓTSDALSVIRKJUN? Helgi Hallgrímsson Skarphéðinn G. Þórisson og tjörnum. Þessi mósaík gróðurvana aura, iðgrænna hólma, grárra og blárra ár- kvísla, og alla vega litra tjarna, í grennd við hvítan jökul og lit- skrúðugar hlíðar Snæ- fells, er listaverk nátt- úrunnar sem varla á sinn líka. a) Lónstæðið. Mestallt undirlendi austan og suðaustan við Snæfell færí undir Eyjabakkalón, alls um 45 km2, en þar af eru um 37 km2 gróið land, eða um 82%. Lónið FYRIRHUGUÐ Fljótsdalsvirkj- un hefur mikið verið á döfinni und- anfarið. Saga hennar spannar meira en hálfa öld, og er vörðuð af tilviljun- arkenndum atvikum og hrossakaup- um. Frá sjónarmiði náttúruverndar er það sannkölluð slysasaga, því að þarna eru meiri náttúruverðmæti í húfi en dæmi eru um við nokkra aðra virkjun á Islandi. Ef virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal hefði ekki verið rannsökuð og hönnuð, heimiluð af Alþingi 1981 og virkjunarleyfi fengið 1991, hefði líklega fáum dottið í hug nú á tímum að stofna til hennar, á svæði sem með réttu má kalla hjarta Austurlands, við rætur Snæfells, sem er heilagt fjall í hugum margra Austfirðinga. Nú geta allir nagað sig í handarbökin; stjómmálamenn fyrir afglöp sin, og náttúruvemdarsinnar fyrir að hafa látið þetta viðgangast. Þó er enn lag. Af einhverri slembi- lukku hefur virkjunin ekki komist í framkvæmd, og því er mikilvægustu spumingunni ósvarað: Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessum mis- tökum? Svo virðist sem margir Aust- firðingar og aðrir séu ekki nógu vel upplýstir um náttúrufar þessa virkj- unarsvæðis, og geri sér ekki grein fyrir því sem þar er í húfi. Hér verð- ur því reynt að gefa yfirlit um þau náttúmverðmæti sem spillast eða fara forgörðum við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun, og þá umhverfis- röskun sem þar gæti átt sér stað. 1. Eyjabakkasvæðið Eyjabakkasvæðið er almennt talið önnur merkasta hálendisvin á íslandi, og gengur næst Þjórsárver- um við Hofsjökul, sem því er oft jafnað við. Eyjabakkar liggja að jafnaði um 70 m hærra yfir sjó. Þó eru þar ekki teljandi freðmýrar, eins og í Þjórsái’veram, enda er loftslag meginlandskenndara á Eyjabökkum og hagstæðara lífi. Ríkulegur gróður og dýralíf þrífst á báðum svæðum, og bæði era mjög mikilvæg fyrir viðhald íslensk- grænlenska heiðagæsastofnsins. Nálægð Eyjabakka við risafjallið Snæfell (1833 m), og hin firnalegu hvel Vatnajökuls, gefur svæðinu sérstakt gildi, og á sinn þátt í fjöl- breytni þess og grósku. Eyjabakkar eru flæðislétta í grunnu og víðu dal- verpi austan Snæfells, sem Jökulsá í Fljótsdal kvíslast um, milli gróinna eyja og hólma, með óteljandi pollum Náttúruverðmæti spill- ast eða fara forgörðum við fyrirhugaða Fljóts- dalsvirkjun, segja þeir Helgi Hallgrímsson og Skarphéðinn G. Þóris- son, og fjalla í yfírliti sínu um þá hugsanlegu náttúruröskun. myndi ná frá Eyjabakkafossi að norðan inn að Eyjabakkajökli, en Eyjafell og hæstu jökulgarðar við það myndu standa upp úr því. Vest- an Jökulsár færa Snæfellsnes, und- irhlíð Snæfellsháls og Þjófagilsflói undir vatn. Að austan færu Eyja- bakkar (í þrengri merkingu) og Bergkvíslanes undir vatn, og milli kvíslanna Eyjafellsflói og Þóriseyjar allar. Ef nýjustu hugmyndir um „Hraunavirkjun" verða að veruleika yrðið vatnsborð í Eyjabakkalóni hækkað um 5-7 m, og myndi stærð þess aukast um 5-10 km2, sem er nær allt saman gróið land. b) Votlendi og gróður . Um þriðj- ungur hins gróna lands sem færi undir lónið er votlendi. Af því eru Eyjar og Eyjafellsflói lífft-æðilega (vistfræðilega) mikilvægust. Þar er um að ræða flóaland, með ríkulegum staragróðri, sem er alsett grunnum smávötnum og tjömum, með marg- víslegum vatnagróðri og dýralífi, umkringt kvíslum og lænum af jök- ulvatni og bergvatni. Hvergi á ís- landi er samsvarandi votlendi að finna í þessari hæð yfir sjó (um 650 m), eða svo nálægt jökli. Há- plöntuflóra er fjölbreyttari á Eyja- bakkasvæðinu en á nærliggjandi ör- æfasvæðum. (Eyðing votlendis á Eyjabökkum brýtur á bága við al- þjóðlegar reglur um votlendisvernd, sjá d-lið.) d) Fuglalíf er mikið á Eyjabakka- svæðinu á vissum árstímum. Af fugl- um ber mest á heiðagæs og álft og verpur töluvert af þeirri síðarnefndu á svæðinu. Aiftaveiði á Eyjabökkum var fyrrum talin til hlunninda. A svæðinu er lítið heiðagæsavarp, en aftur á móti er það mjög þýðingar- mikið fyrir heiðagæsir í fjaðrafelli, er safnast þar saman í júlí svo þús- undum skiptir. A tímabilinu 1987-1997 hefur gæsafjöldinn verið að meðaltaii 8.400 fuglar. Árið 1991 töldust þær rúmlega 13 þúsund, sem er um helmingur alira geldra heiða- gæsa á landinu, og um 10-15% af öllum geldfuglum í íslensk-græn- lenska heiðagæsastofninum, eða um 7% af þessum stofni, og um leið er Helga Kristín Einarsdóttir blaðamaður og Ásdís Ásgeirsdóttir Ijósmyndari skutust í fjögur bakarí. Daglegt líf í blaðinu á föstudaginn. ;.TOVNáV>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.