Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
Sjo
ui/j,
kúpJdy
jtnco tetiacirte
4iffedo
jd,a?aiia/fétó-
arínfi d aZ> ue/zi.
rifjcLsteJ/c
md5 bötu&/j/r)' bnrtJ Og / eftir.
öfLu/n mcb miteiu / rett ui/j~
SmjörL/Sijidum, J um
f/'oma oq oecton-) > Aafa.
i t&iFTJzæzi;/
öi/efni, ) r cS hejast o.
O-tis , ( möt/ of mitlíx.
j td/esteróU >
þessa?
Ferdinand
Er Beethoven í keiluspils- Líklega vegna þess að
höllinni? Eg efa það... hann samdi ekki keilu-
spilstónlist...
Ég er viss um að hann
væri í keiluspilshöllinni
ef hann hefði samið
keiluspilstónlist...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Olög
Frá Guðmundi Bergssyni:
MEÐ lögum skal land byggja en
ólögum eyða.
Þessi orð höfum við oft vitnað í.
Þegar lögin um stjórn fiskveiða
voru sett var það til verndar stofn-
inum fyrir ofveiði og þeir sem þá
áttu skip og báta fengu rétt til að
veiða úr sameign þjóðarinnar end-
urgjaldslaust (en aðeins rétt til að
veiða). A þann veg var þetta hugsað
en á þessu hefur orðið stórkostleg
breyting. Nú eru menn farnir að
selja óveiddan fiskinn í sjónum sem
þeir höfðu aðeins rétt til að veiða
sjálfir og nýjustu tölur eru nefndar
800 kr. pr. kg. af fiski syndandi í
sjónum, sameign þjóðarinnar eins
og ráðamenn orða það við viss tæki-
færi en þjóðin á greinilega ekkert í
heldur er það í eigu manna sem
ganga undir nafninu sægreifar
manna á meðal (ekki fann ég það
nafn á þá). Þannig eru lögin orðin
að ólögum ... „með ólögum eyða“.
Við því var varað í eina tíð.
Við skulum hafa ein lög
i landinu
Það er augljóst öllum, ef það er
rétt að þeir sem fengið hafa leyfi til
að veiða úr sameign þjóðarinnar
geti selt fiskinn í sjónum sem sína
eign að það á ekki við lengur að
þjóðin eigi fiskinn. Það er bara lítill
hluti af þjóðinni sem á hann.
Landkvóti bænda
A afloknu þingi voru sett lög um
hálendið. Þar var settur kvóti þar
sem lönd bænda voru látin ná upp á
jökla og landeigendur áttu öll gæði
lands, ofan jarðar og neðan. Þetta
verða sennilega „landgreifarnir".
Enn einu sinni er almenningur rétt-
laus, enn er sameign þjóðarinnar
tekin af henni.
Stytta af Fjalla-Eyvindi
Guðni frá Brúnastöðum ætlar að
reisa styttu af Fjalla-Eyvindi á
Hveravöllum og er það vel við hæfi,
hann sem kaus frelsi og fegurð fjall-
anna, þó að oft hafi verið þröngt í
búi hjá honum og skammdegisnæt-
urnar langar og kaldar í vetrarstór-
hríðum. Guðni ætti því um leið að
setja upp styttu af flokksbróður sín-
um Páli frá Höllustöðum með áletr-
un um að hann hafi tekið hálendi ís-
lands af almenningi á vordögum
1998.
Ef við sundurslítum lögin
munum við sundurslíta friðinn
Við því var varað sem nú virðist
stefnt að með kvótalögum til sjós og
lands. Það verður örugglega engin
sátt um nýju hálendislögin frekar
en orðið er um kvótann í sjónum,
sem hefur lamað sum byggðarlög á
landinu þaðan sem skip hafa verið
seld burt með kvóta.
Tökum höndum saman
Nú þarf almenningur í landinu að
taka höndum saman og láta vita af
því að hann uni ekki lengur ólögun-
um sem sett hafa verið. Látum ekki
ólögin elta þjóðina inn í 21 öldina.
GUÐMUNDUR BERGSSON,
Sogavegi 178, Reykjavík.
Heillaður af
landi og þjóð
Frá Eric Mahan:
ÉG HEITI Eric Mahan og fæddist í
San Franeisco árið 1966. Ég er al-
inn upp í Virginíufylki og nam fjöl-
miðlafræði og hef unnið sem blaða-
maður í London. Mitt helsta áhuga-
mál er tónlist og ég hef samið lög
eins lengi og ég man eftir. Ég er lið-
tækur söngvari og spila á nokkur
hljóðfæri, m.a. gítar, bassa, píanó
og trommur. Ég hef orðið fyrir
áhrifum alls konar tónlistar en vil
þó nefna Bítlana, soul-tónlist
Motown-útgáfunnar, tónlist frá 7.
og 8. áratugnum sem mína helstu
áhrifavalda.
Ég kom til íslands í mars sl. á
leið til London og varð yfir mig hrif-
inn af fegurð landsins og vinsam-
legu viðmóti allra sem ég hitti. Lit-
ríkur, næstum minimalískur bygg-
ingarstíll Reykjavíkur kom mér
skemmtilega á óvart. Hreina loftið,
fiskurinn og ýmsar séríslenskar
mjólkurafurði, eins og t.d. skyr og
AB-mjólk, féll mér vel í geð.
Heimsborgarabragur Reykjavík-
ur gaf mér nýja sýn á hvernig evr-
ópskar borgir geta verið og ég fann
mjög góðan anda í bænum og sá hve
íslendingar hafa mikla tilfinningu
fyrir listum, eins og best sést á tísk-
unni og viðhorfum fólks.
Kjarni málsins er sá að mig lang-
ar mikið að koma aftur til íslands,
en áður en ég geri það myndi ég
vilja eignast pennavini héðan. Mig
langar allra mest til að hitta fólk
sem hefur áhuga á tónlist, jafnvel
sem væri hægt að stofna hljómsveit
með. Ef einhver hefur áhuga get ég
sent viðkomandi kassettu með
nokkrum af lögunum mínum.
Ef einhver hefur áhuga á að
kynnast mér er hann beðinn að
skrifa mér bréf, senda tölvupóst,
eða hringja. Ég hef áhuga á að tala
við alla, óháð aldri og kyni. Ég vil
einnig taka fram að ég hef mikinn
áhuga á spíritisma og andlegum
málefnum og mér hefur verið sagt
að margir Islendingar séu sama
sinnis.
Kærar kveðjur,
ERIC MAHAN,
P.O. Box 6145
Leesburg, Virginia 20178, USA
Cattybrook@aol.com
Tel: (703) 777-2613
Fax: (703) 771-4113
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.