Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.07.1998, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Á vegi Ijósmyndara „Ekki hægt að gera neitt nýtt“ JORA Jóhannsdóttir, nemi í ljósmyndun í New England School of Photography í Boston í Bandaríkjunum, var fengin til að mynda það sem fyrir augu bar á sólríkum sunnudegi. „Eg var ekki með neina staði í huga þegar ég lagði af stað. Ég var í raun bara að mynda það sem ég sá og gerði í helgarfríinu en myndirnar eru teknar í Mos- fellsbæ og við Ægissíðu í Vest- urbæ.“ Jóra segist ekki hafa byrjað að taka ljósmyndir fyrir alvöru fyrr en hún fór til Svíþjóðar í ljósmyndanám fyrir tveimur ár- um. „Það er mjög margt sem heillar mig við ljósmyndun en yfirleitt er það tengt fólki. Mér finnst skemmilegast að mynda fólk. Ekki samt þessar klassísku portrettmyndir í stúdíó heldur augnabliksmyndir sem teknar eru á staðnum." Hún lýkur námi næsta vor og við tekur alvara lífsins. Sam- keppni meðal ljósmyndara er mikil og markaðurinn á Islandi er takmarkaður „Ef ég ætlaði að leita eitthvað fyrir mér í Bandaríkjunum þá væru það helst aðstoðarmannastöður sem væru í boði. Ég myndi ekki vilja vinna hjá hvaða ljósmyndara sem er. Alltof margir aðstoðar- menn Ienda í því að sópa bara gólfin og vökva blómin og ég hef engan áhuga á því. Annars Morgunblaðið/Jóra Jóhannsdóttir hugsa ég ekkert lengra en til næsta veturs og það kemur bara í ljós hvað verður. Það er mikið frelsi sem fylgir því að vera í skóla og ég ætla að njóta þess í vetur. Núna er aðaláherslan í skól- anum sú að nemendur skapi sér sinn eigin stíl. Aður varð lokamappan til dæmis að vera í lit og það var heftandi en núna má skila svarthvítum myndum sem ég er persónulega hrifnari Myndaði það sem ég sá og gerði í helgarfríinu af. Það er varla hægt að tala um tísku í ljósmyndun en það kemur stundum eitthvað sem er öðruvísi. Það er hins vegar ekki hægt að gera neitt nýtt. Það er búið að gera allt. Það sama á við um ljósmyndun og aðrar Iistgreinar að þegar fólki dett- ur eitthvað sniðugt í hug og heldur að enginn hafí gert það áður er oftast einhver búin að gera það. Það má hins vegar gera það á einhvern annan hátt og jafnvel betur.“ Að sögn Jóru endurspeglar myndin af stórum bakhluta stúlkunnar best það sem hún var að gera síðasta vetur í skól- anum. Um sé að ræða ákveðna tækni sem felist í því að einhver hlutur sé gerður mjög stór í samanburði við annað í um- hverfínu. Þetta byggist á ákveðnu ósamræmi því fáir hafi til dæmis svona stóran aftur- enda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.