Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 62

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Möggu Stínu ákaft fagnað í Kaffileikhúsinu Nýverið kom fyrsta sólóplata Möggu Stínu út og í tilefni þess voru haldnir tónleikar í Kaffileikhúsinu. Guðmundur Asgeirsson fylgdist með. MARGRÉTI Kristínu Blön- dal þekkja flestir sem Möggu Stínu. Hún var lengi áberandi í tónlistarlífi Reykja- víkur á meðan hún var meðlimur Risaeðlunnar vinsælu og hefur nú skotið þar upp kollinum á ný. í þetta sinn er Magga Stína ein sins liðs, því platan sem kom út í síðustu viku er sólóplata. Aðeins þrjú lög eru á þessari frumraun og því voru auglýstir örtónleikar á laugardags- kvöldið var, í tilefni útgáfunnar. Há- tíðin fór fram fyrir troðfullu húsi æstra aðdáenda i Kaffileikhúsinu í Reykjavík. Þar á bæ hafa tónleikar verið áberandi á dagskrá sumarsins og verið öði'um frjálsum leikhúsum í miðbænum fyrirmynd. Fjörugir tónleikar Það var ljóst að áheyrendur voru spenntir og óþolinmóðir á meðan Magga Stína og félagar komu sér fyrir á sviðinu. Heldur stirðlega gekk að komast af stað, en um leið og sveitin byrjaði að spila mjmdað- ist gríðarleg stemmning sem stund- um virtist ætla að sprengja litla leikhúsið utan af sér. Gestir stigu trylltan dans og viðtökur þessa ein- getna tónlistarafkvæmis Möggu Stínu voru með ólíkindum. Sveitinni gekk sýnu erfiðlegar að hætta en Morgunblaðið/Þorkell MAGGA Stína fékk frábærar við tökur í Kaffileikhúsinu um síðustu helgi. byrja fyrir óseðjandi aðdáendum á dansgólfinu og að margframlengd- um örtónleikum loknum var haldið áfram að djamma fram á nótt í Kaffileikhúsinu. Baksviðs tók söngkonan og henn- ar knárra sveina sveit sér fáeinar mínútur til að kasta mæðinni á með- an hamingjuóskum rigndi yfir hóp- inn. Magga Stína sagði viðtökurnar fara fram úr sínum björtustu vonum og var greinilega í sjöunda himni, enda nýja platan sérlega vel heppn- uð, rétt eins og útgáfuörtónleikarn- ir. ■ ÁHORFENDUR virtust vel kunna að meta tónlistina hennar Möggu Stínu, klöppuðu, sungu og voru hinir líflegustu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MAGGA Stína tók aukalag baksviðs fyrir vini en með henni á mynd- inni eru Magga R. og Magga O. AÐDÁENDUR Möggu Stxnu tóku nokkur vel valin og æfð spor á dans- gólfinu enda tónlistin hin fjörugasta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.