Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 68

Morgunblaðið - 09.07.1998, Side 68
 Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF m HEWLETT PACKARD fltargmifybifrifr <0> S3.Lausnir Nýherja iyrir Lotus Notes Premlum Partner www.nyherii.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sophia hittir dætur sínar SOPHIA Hansen og dætur hennar, Dagbjört og Rúna, hittust í einrúmi í fjóra og hálfan tíma í gær í tyrk- nesku fjallaþorpi og að sögn Sigurð- ar Péturs Harðarsonar, stuðnings- manns Sophiu, var stefnt að því að þær myndu hitt- ast aftur í dag klukkan hálfníu að tyrkneskum tíma og vera saman allan dag- inn. Samkvæmt úr- skurði Hæsta- réttar í Ankara frá því í fyrra á Sophia umgengnis- rétt við dætur sínar í júlí og ágúst á hverju ári, en í fyrra var umgengnis- réttur hennar brotinn. Sophia kom í gærmorgun til þorpsins Divrig þar sem Halim A1 hefur dvalist að undanfórnu, og í fylgd með henni voru lögfræðingur hennar, Hasip Kaplan, og jafnframt lögfræðingur Halims. Þær mæðgur fóru saman frá verustað Halims AI á herragarð bæjarstjórans í Divrig þar sem þær dvöldu undir hervemd. Bæði grétu og hlógu Sigurður Pétur segir að vel hafi farið á með þeim, þær hafi bæði grátið og hlegið saman. Hann segir að þær Dagbjört og Rúna skilji enn- þá íslensku. „Sophia var til dæmis að segja þeim frá því að hún hefði komið með ýmislegt handa þeim, hangikjöt og flatkökur til dæmis. Þá sagði Dag- björt allt í einu á tyrknesku: „Komstu með ost.“ Þá sagði Sophia á íslensku: „Já, ég kom með ost.“ Dagbjört svaraði á íslensku: „Já, það er gott, mig langaði svo í ost.““ Sigurður Pétur þakkar íslenskum stjórnvöldum og Stefáni Hauki Jó- hannessyni, skrifstofustjóra í utan- ríkisráðuneytinu, að tekist hafi að koma á fundi Sophiu og dætra hennar, og segir að hann hafi unnið frábært starf. Færeyskur fískibátur strandaði f Skerjafírði Jötunn dró bátinn á flot FÆREYSKUR 138 tonna fískibát- ur með átta manna áhöfn, Jens Kristian Svabo, strandaði á Löngu- skeijum i Skerjafirði á áttunda tímanum í gærkvöldi en losnaði tæpum þremur tímum síðar með aðstoð hafnsögubátsins Jötuns. Samkvæmt upplýsingum frá Þór Magnússyni, deildarstjóra hjá björgunardeild Slysavarnafélags- ins, urðu litlar skemmdir á bátn- um og áhöfn hans var aldrei talin í hættu. Báturinn hefur verið að lúðu- veiðum með línu vestur af Islandi að undanförnu. Skipverjar ætluðu að landa í Hafnarfírði í gær en urðu frá að hverfa þar sem ekki var aðstaða til að taka við aflan- um og bryggjupláss takmarkað. Var báturinn því á leið til Reykja- víkur þar sem honum hafði verið útveguð löndun í dag. Áhöfn óttaðist að Ieki hefði kom- ið að bátnum við strandið, en tveir kafarar sem köíúðu niður að hon- um f gærkvöldi komust að þeirri niðurstöðu að skemmdir væru litl- ar. Rétt eftir klukkan tíu tókst að koma bátnum á flot og sigldi hann sfðan fyrir eigin vélarafli til Reykjavíkur í fylgd Jötuns. Morgunblaðið / Golli 13 ferðamanna leitað á Vatnajökli Þoka, snjókoma og slæmt færi á jöklinum BJÖRGUNARSVEITIR frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum hófu upp úr klukkan hálftíu í gærkvöldi leit að tólf norskum ferðamönnum og ís- lenskum leiðsögumanni þeirra, sem tilkynnt hafði verið um klukkan 20 að væru týndir á Vatnajökli. Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komust björg- unarsveitir til samferðamanna fólks- ins, sem höfðu haldið kyrru fyrir í snjóbfl, en þrettánmenningarnir voru enn ófundnir um eittleytið. Fólkið lagði af stað á vélsleðum frá Kverkfjöllum um kl. 18 í gær og var ferðinni heitið á Skálafellsjökul. Snjóbfll var með í fór og barst hjálp- arbeiðni frá honum er Ijóst var að vélsleðafólkið hafði orðið viðskila við bflinn en þá var hann enn nálægt Kverkfjöllum. Sautján manns voru í snjóbflnum og tveir vélsleðar fylgdu honum enn, en fólkið sem varð við- skila við bflinn var á tíu sleðum. Skyggni á jöklinum var mjög slæmt, þoka og snjókoma og færi erfitt. Fólkið var vel búið og fararstjór- inn með fjarskiptatæki en öll fjar- skipti voru dottin út á jöklinum þeg- ar Morgunblaðið talaði við Lands- stjórn björgunarsveitanna í kringum miðnætti í nótt. Flugvél Landhelgis- gæslunnar fór af stað frá Reykjavík til að reyna að koma á fjarskipta- sambandi á ný en átti erfitt með að athafna sig vegna ókyrrðar. Eftir að jeppi björgunarmanna frá Höfn var kominn að snjóbflnum komst fjarskiptasamband á skamma stund. Vonaðist fólkið í snjóbílnum til þess að þrettánmenningarnir hefðu snúið við til skála Jöklarann- sóknafélagsins í Kverkfjöllum og voru björgunarmenn á leið þangað upp úr klukkan eitt I nótt. Jöklar hf., dótturfyrirtæki SH, kaupa 8,15% í SÍF Liður í arðbærum inn- lendum fjárfestingum JÖKLAR hf„ dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, hafa keypt 8,15% af heildar útistandandi hlutafé Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda. Nafnverð hlutarins er 64,6 milljónir króna og miðað við gengi síðustu daga sem hefur verið í kringum 5 er kaupverðið liðlega 320 milljónir ki-óna. Gengi bréfanna var 5,41 í gær. Jöklar hf. eru þar með einn af stærstu hluthöfum í SÍF. Eftir að Jöklar hf. seldu skip sitt fyrir hálfu öðru ári hefur það verið tilgangur félagsins að fjárfesta í innlendum fyrirtækjum sem tengj- ast sjávarútvegi og sjá um eign sem SH átti í innlendum hlutafélögum. „Þessi kaup eru liður í þessum fjár- festingum, SÍF er vaxandi fyrii-tæki með góða fjárhagsstöðu og arðbær- an rekstur," sagði Bjami Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs SH, en hann er einnig fram- kvæmdastjóri Jökla hf. Aðrar afurðir og aðrir markaðir „Okkur er uppálagt að haga fjár- festingum fyrh- Jökla þannig að keyptir séu hlutfr í fyrirtækjum sem eru skyld SH, þ.e. framleiðslufyrir- tæki sem styðja við útflutning okkar eða öðrum fyrirtækjum sem tengjast starfsemi Sölumiðstöðvarinnar. Sölu- miðstöðin eða erlend dótturfyrirtæki hennar sjá hins vegar um fjárfesting- ar í erlendum fyrirtækjum." Bjarni segir ekki óeðlilegt að fjárfesta í fyrirtæki í sömu atvinnu- grein og SH en kosturinn sé sá að SIF sé með aðrar afurðir sem selj- ist að nokkru leyti á öðrum mörkuð- um en afurðir SH. „Sveiflan er ekki alltaf sú sama í saltfískinum og frystum afurðum þannig að minnki tekjur af frystum afurðum vonumst við til að hafa hagnað af eign okkar í SIF,“ segir Bjarni ennfremur. Hann segir Jökla hf. ekki eiga svo mikla eign nema í Útgerðarfélagi Akureyringa, aðrir hlutir sem Jökl- ar eiga séu mun minni. Bjarni sagði ekki afráðið hvort aðrar breytingar á eignasamsetningu Jökla fylgdu í kjölfar kaupanna í SIF. Jöklum var boðinn umræddur hlutur til kaups af Kaupþingi. Þýskri skútu bjarg- að til hafnar í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. HEIMAEY VE kom til hafnar í Eyjum síðdegis í gær með þýska skútu í togi. Fjögurra manna áhöfn er á skútunni. Hafði hún Ient í vandræðum austur af Eyj- um á þriðjudag. Sigurður Georgsson, skipstjóri á Heimaey, sagði í samtali við Morgunblaðið að skútan hefði verið í Skaftárdýpi er skipið kom að henni um klukkan þrjú í fyi’r- inótt. Að hans sögn missti skútan skrúfuna um hádegi á þriðjudag og einnig fór eitthvað úr mastr- inu og seglbúnaður varð óvirkur. Sigurður sagði að leiðindaveður hefði verið, vestan 5 til 7 vindstig og talsverð hreyfing og skipverjar hefðu því ekki haft nein tök á að bjarga sér sjálfir til lands. Heima- ey tók hana því í tog og tók ferðin til Eyja þrettán tíma. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÁHÖFNIN á skútunni við komuna til Eyja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.