Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn HS með áform um nýj a virkjun á Reykjanesi STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja sam- þykkti í síðustu viku að fela forstjóra að undirbúa frekari raforkuvinnslu á vegum fyrirtækisins. Júlíus Jónsson forstjóri segir mestar líkur á að næsta virkjun verði reist á Reykja- nesi í nágrenni við saltverksmiðjuna. Framkvæmdir standa nú yfir við 30 MW jarðgufuvirkjun í Svartsengi, sem verður tilbúin haustið 1999. Júlíus sagði ólíklegt að virkjað yrði meira í Svartsengi, a.m.k. ekki fyrr en Ijóst væri hvað áhrif ný virkj- un hefði á svæðið. Næsta virkjun yrði að öllum líkindum á Reykjanesi þar sem saltverksmiðjan er. Morgunblaðið/Hanna Sveinsdóttir Zoega Gerði nágranna við- vart eftir lestur Fréttavefjar í Noregi HANNA Sveinsdóttir Zoéga er búsett við Bankastrætið en varð þó ekki vör við það þegar stórbruninn kom upp skammt frá henni í Lækj- argötu á aðfararnótt fimmtudags, enda í fastasvefni. Fréttir af brunanum birtust á fréttavef Morgunblaðsins klukkan 6:08 um morguninn. Sonur Hönnu, sem staddur var í Noregi, mörg hundruð kílómetrum frá brunan- um, var þá farin að gá að fréttum frá Islandi, enda klukkan að ganga níu hjá honum. Þegar hann sá hvað var á seyði í Lækjargötunni hringdi hann í móður sína til að spyrja hvort enn væri mikill eldur væri enn laus. Hún brást forviða við, gekk út á svalir og sá þá sjón sem hún festi síðan á filmu, en hafði ekki haft hugmynd um áður. Fyrsti sérbyggði bíósalur landsins HUSIÐ sem kviknaði í tilheyrir Austurstræti, nánar tiltekið 22b, þótt það standi við Lækjargötu. Um er að ræða tvær byggingar. Eldra húsið var byggt árið 1919 og er fyrsta hús á Islandi sem byggt var sérstaklega undir sýn- ingar á kvikmyndum, en þar var Nýja bíó til húsa í áratugi. Húsið var teiknað af Finni Thorlacius úrsmíðameistara og þykir eitt af merkustu húsum sem hann teiknaði. Húsið var fljótlega eitt af helstu tónleika- húsum bæjarins og hafði Hljóm- sveit Reylgavíkur aðsetur í hús- inu, en hún var stofnuð 1922 og er undanfari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. í kjallara hússins var veitingastaðurinn Rósenberg. Árið 1945 var byggt nýtt fímm hæða hús á lóðinni og sneri það út að Lækjargötu. Með nýbygg- ingunni var kvikmyndasalurinn lengdur og skrifstofuhúsnæði var á þremur efstu hæðunum. Bfósýningum var hætt í Nýja bíói fyrir meira en áratug og var bíósalnum breytt í veitingahús. Þar hafa verið rekin dans- og veitingastaður undir ýmsum nöfnum, lengst undir nafninu Tunglið. Lítil starfsemi hefur verið í húsinu síðustu mánuðina. Á neðstu hæð er sjoppa og veit- ingastaðurinn Haeven í Tungl- inu, sem hefur verið opinn um helgar. I undirbúningi var að opna veitingastað í þeim hluta hússins sem snýr út að Lækjar- götu. Eigendur rekstrarins höfðu hins vegar ekki fengið leyfí til rekstrar m.a. vegna þess að eld- vörnum í húsinu var ábótavant. Eldsvoðinn í Nýja Bíói Bensínbrúsar tengj- ast brunanum ekki urstöður vettvangsrannsóknar lægju ekki enn fyrir og framhald rannsóknaiinnar byði þeirrar nið- Urstöðu. Fyrr væri t.d. ekki hægt að staðhæfa að um íkveikju væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa þó allmargir aðilar verið yfirheyrðir vegna brunans, þar á meðal hefur reksti-araðili tengdur húsinu verið látinn gera lögreglu grein fyrir ferðum sínum á þeim tíma sem eldurinn kom upp. NÚ ÞYKIR ljóst að bensínbrús- arnir sem fundust við Vegamóta- stíg í íyrradag tengist á engan hátt eldsvoðanum í húsi Nýja Bíós. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur fólk gefið sig fram við lögreglu og staðfest að brúsarnir hafi verið á þessum stað fyrir brunann. Sigurbjöm Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Reykjavík, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að nið- „Virkjun á Reykjanesi hefði einnig rannsóknargildi. Þarna hefur verið lítil túrbína og saltverksmiðjan hefur nýtt borholur meðan hún var í rekstri, en það þarf að láta reyna meira á svæðið og sjá hvernig það bregst við. Við erum því að huga að virkjun á þessu svæði í þessum tvenna tilgangi, að kanna svæðið og framleiða rafmagn. Það er einnig skynsamlegt að láta virkjunina borga rannsóknirnar. Ein af rök- semdum okkar fyrir því að virkja í Svartsengi er að með því erum við að skapa þekkingu og reynslu á nýtingu jarðhita í landinu,“ sagði Júlíus. Samningur gerður um borun Hitaveitan var búin að gera samn- ing um borun á Reykjanesi síðar á þessu ári, en borun hefur verið frestað vegna þess að Landsvirkjun þurfti á bornum að halda til að afla meiri orku við Kröflu. Júlíus sagði að ekkert væri farið að ræða um hvað virkjun á Reykja- nesi yrði stór. Hann benti á að hita- veitan hefði lagt rafstreng á þetta svæði sem flytti 15 MW. Það kynni því að vera hagkvæmt að fara út í slíka virkjun til að byrja með. Það ætti eftir að skoða þetta frá öllum hliðum. Framkvæmdir standa núna yfir við byggingu 30 MW gufuaflsvirkjun í Svartsengi á vegum Hitaveitu Suð- urnesja. Verið er að bora holur, smíða túrbínur, byggja undirstöður undir þær og ljúka við gerð grunns undir stöðvarhús. Áætluð verklok er í september 1999 eða um svipað leyti og Sultartangavirkjun verður tekin í notkun. Hitaveitan og Landsvirkjun eiga nú í viðræðum um gerð orku- sölusamnings. Taflending- ar ginntir til Islands SAUTJÁN Taílendingar, sextán karlmenn og ein kona, yfirgáfu Is- land í gær eftir að hafa dvalið hér frá síðustu mánaðamótum. Að sögn Jó- hanns Jóhannssonar hjá útlendinga- eftirlitinu voru þeir ekki reknir úr landi heldur aðstoðaðir við að kom- ast heim eftir að hafa verið lokkaðir til landsins með gylliboðum um vinnu. Jóhann segir hópinn, sem í voru alls tuttugu Taílendingar á aldrinum 25-40 ára, hafa komið liingað til lands sem ferðamenn. Útlendinga- eftirlitinu hafi svo borist ábendingar fyrir nokkrum dögum um að hópur Taflendinga byggi við þröngan kost á tjaldsvæði í Laugardalnum. Þegar málið var athugað hafi komið í ljós að fólkinu hafði, þegar það keypti ferðina, verið lofað vinnu og að það gæti verið hér í lengri tíma. „Þegar útlendingaeftirlitið hafði gert fólkinu grein fyrir að þetta væri ekki leiðin til að setjast að á Islandi - og fólkið sem ætlaði að hjálpa því hefði ekkert í höndunum nema svik - þáði það aðstoð við að komast heim,“ segir Jóhann. Þremur úr hópnum var hins vegar haldið eftir vegna þess að talið er að þeir hafi átt þátt í skipulagningu ferðarinnar. Jóhann segir þá eiga brottvísun úr landi yfir höfði sér, og endurkomubann til Islands og Norð- urlanda geti fylgt brottvísun. Starfsemi glæpasamtaka? Að sögn Jóhanns er verið að kanna hugsanlegan þátt Islendinga í þessari fór, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, Ijóst væri hins vegar að skipulögð glæpasam- tök væru farin að stunda svona starf- semi víða um heim. „Við lítum á þessa einstaklinga sem þolendur og álítum að þetta fólk hafi komið hingað í góðri trú. Flestir í hópnum áttu fjölskyldur heima og höfðu lagt út umtalsverða peninga í flugfargjald.“ Morgunblaðið/Golli LJÓSASTAURAR þurfa að fá andlitslyftingu reglulega eins og önnur mannvirki borgarinn- ar og þeir Ari Oddsson og Arn- ar Víðisson fóru vel méð pensl- ana þegar þeir máluðu þennan ljósastaur í miðbæ Reykjavikur nýlega. Tvær vélar Búrfells- virkjunar óvirkar Ijónið nemur 10 milljónum TVÆR af sex vélum Búrfellsvirkjun- ar eru óvirkar vegna bilunar sem varð í rafbúnaði í fyrradag þegar sprenging varð í spólu í spenni. Von- ast er eftir að önnur véUn komist í gang í dag og hin eftir viku. Tjónið af völdum sprengingarinnar er metið á allt að 10 milljónir króna, en Lands- virkjun er tryggð erlendis fyrh’ svona tjóni. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, varð sprenging í rafbúnaði. Búnað- urinn er í rammgerðum skápum, en Þorsteinn sagði að sprengingin hefði verið það öflug að skápurinn hefði látið undan og þess vegna hefði ná- lægur búnaður einnig skemmst. Stöðvarhúsið fylltist af reyk og þurfti að rýma það. Einn starfsmað- ur var fiuttur til skoðunar á sjúkra- hús vegna þess að óttast var að hann hefði fengið reykeitrun. Ekkert straumleysi varð í raf- orkukerfinu þrátt fyrir bilunina. Þorsteinn sagði að orsök bilunarinn- ar mætti rekja til bilunar í einangrun á spólunni sem sprakk. Hann sagði erfitt að meta tjónið á þessu stigi, en talið væri að það gæti numið allt að 10 milljónum króna. Sj ó vá-Almennar auka hlut sinn í Islandsbanka SJÓVÁ-Almennar keyptu í gær hlut í íslandsbanka hf. að nafnvirði 39.250.000 krónur og juku þar með hlut sinn í íslandsbanka úr 4,2% 1 5,2%. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að mönnum hafi litist vel á þróun mála í Islandsbanka undanfai-in misseri og því talið kaupin álitleg. „Við höfúm aukið hlut okkar úr 2,2% í upphafi árs í 5,2% nú og það segir fyrst og fremst að við höfúm mikla trú á íramtíð Is- landsbanka,“ segir hann. Einar segir Sjóvá-Almennar hafa greitt markaðsgengi fyrir bréfin, sem þýðir að kaupverðið nam rétt undir 150 milljónum króna, sé miðað við lokagengi í fyrradag. Sex tundurdufla- slæðarar NATO í heimsókn FASTAFLOTI Atlantshafsbanda- lagsins á Ermasundi er væntanlegur í heimsókn til íslands í boði utanríkis; ráðherra 3.-10 ágúst næstkomandi. I flotanum eru sex tundurduflaslæðar- ar frá Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Þýskalandi og munu þeir meðal starfa með Landhelgisgæsl- unni og æfa tundurduflavamir við strendur landsins meðan á heimsókn- inni stendur. Um borð í skipunum eru 204 sjóliðar og 50 sjóliðsforingjar. Skipin verða opin almenningi til skoðunar 8. og 9. ágúst í klukkutíma hvorn dag. Sveitarstjóri Dalabyggðar Á FUNDI hreppsnefndar Dala- byggðai- 30. júlí sl. var Stefán Jóns- son, viðskiptafræðingur, ráðinn sveifc- arstjóri Dalabyggðr og mun hann taka til starfa í byrjun september. Þangað til gegnir starfi sveitar- stjóra Haraldur L. Hai-aldsson, hag- fræðingur, frá ráðgjafaifyrirtækinu Nýsi ehf. 18 umsóknir bárust um starf sveitarstjóra í Dalabyggð. Að undanförnu hefur Stefán verið starfandi stjórnarformaður Skelfisks hf. á Flateyri, auk ráðgjafarstarfa í sjávarútvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.