Morgunblaðið - 01.08.1998, Side 29

Morgunblaðið - 01.08.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 29 NEYTENDUR Mikil sala á íslensku grænmeti Bændur anna vart eftirspurn eftir íslenskri papriku ÍSLENSK paprikukíló hefur verið selt á 450-670 krónur undanfarið og hef- ur verðið haldist nokkuð stöðugt í sumar. Engar meiriháttar verðlækkanir hafa orðið á henni þar sem garðyrkjubændur hafa vart náð að anna eftir- spum sökum vinsælda þessarar grænmetisteg- undar. Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garðyrkju- manna segir að engin of- framleiðsla hafi myndast í sumar þó framleiðslan hafi síður en svo dregist sam- an. „Neyslan á papriku hefur einfaldlega aukist mikið en það hefur líka gengið seint að fá paprik- una rauða og gula þrátt fyrir alla sólina í sumar.“ Kolbeinn segir að sala á grænmeti almennt sé mjög mikil í sumar. „Góða veðr- ið hefur eflaust átt sinn þátt í að ýta undir neyslu grænmetis," segir hann. BÆNDUR eru ánægðir með sölu græn- metis í sumar og ekki er langt í að upp- skeran á íslensku káli fari að ná hámarki. Agúrkur á lágmarksverði Fyrr í þessari viku kostaði agúrkukílóið 75 krónur í Bónus. Kolbeinn segir að það sé lægra verð en sést hafi lengi á mark- aðnum. „Þessi verðlækk- un mun á hinn bóginn standa stutt.“ Hann segir að íslenskt kál sé að streyma inn núna og með auknu framboði ætti það að lækka í verði. Hann bendir á að spergilkál verði vinsælla með hverju árinu sem líður og í ár sé sömu sögu að segja. - En hvemig lítur kartöfluupp- skeran út? „Mjög vel hérna sunnanlands en veðrið þarf að taka stakkaskiptum fyrir norðan ef uppskeran á að vera góð þar.“ MIKIL aukning hefur orðið á neyslu ís- lenskrar papriku í sumar. HELLUR wflUÁtinfftbts "0 7} © Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Keflavíkur Lyng, Hafnarfirði Innrömunn og hannyrðir, Mjódd Toppmyndir, Breiðholti Blómabúð Michelsen, Hólagarði Tónborg, Kópavogi — Söluturninn, Engjahjalla Duggan, Þorlákshöfn Hlíðarendi, Hvolsvelli Shell, Hveragerði þá myndi hann Sæðanna vesna láta framkalla sínar myndir hjá MYNDSÝN mynda fílma , j ý ' ■íJMNLa SV6,mynda Kodak GOLD Ws ir með! Samdægurs á höfuðborgarsvæðinu Mytidsýh eikfön í ótrúlegu úrvali Utsalan hefsl briðjudaginn 4. ágúsl kl. 8.00 oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg - sími 552 1212 Ath. vörur frá Steinari Waage skóverslun Opið til 18.30 á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.