Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 63 THYRIÍSEY MAGNÚSAR WARNER + Thyri Magnúsar Warner fæddist í Reykjavík 9. apríl 1942. Hún andaðist 6. júlí síðastliðinn á Calvay Hospital, Bronx, NY, Banda- ríkjunum. Foreldr- ar hennar voru Magnús Haralds- son, stórkaupmaður í Reykjavík, fæddur 9. júní 1915, dáinn 23. ágúst 1992, og fyrri kona hans Lilja Bjarnadóttir, fædd 26. júlí 1919. Foreldrar Magnúsar voru Haraldur Guð- mundsson frá Stóru Háeyri á Eyrarbakka og kona hans Þuríður Magnúsdóttir frá Árgilsstöðum í Rangárvalla- sýslu. Foreldrar Lilju voru Bjarni Pálsson, fæddur 21. júlí 1884 á Prestbakka á Síðu, dá- inn 22. apríl 1955 í Hveragerði, og kona hans Elín Sigurbergs- dóttir, fædd 28. júní 1896 á Fjósakoti í Meðal- landi, dáin 25. apríl 1986 í Hveragerði. Thyri giftist 20. febrúar 1981 eftir- lifandi eiginmanni sínum Scott F. Warner, f. 8. júní 1930, þau voru barnlaus. Thyri ólst upp í Hveragerði og Reykjavík til 19 ára aldurs, fór þá til Kaupmannahafnar, vann þar við versl- unarstörf í tvo ár, var við nám í Englandi í hálft ár, fór svo til New York og hef- ur verið búsett þar síðan. Þar vann hún við módel- og tísku- sýningastörf í fataiðnaðinum, m.a. hjá Oleg Cassini, einum frægasta tískuteiknara í NY sem hannaði t.d. öll föt fyrir Jacqueline Kennedy og Grace Kelly. títför hennar hefur farið fram í kyrrþey. í fáeinum orðum vil ég hér með minnast elskulegu systur minnar Thyri íseyjar Wamer. Já, elsku systir mín, margs er að minnast, allt frá barnæsku til fullorðinsára. Sérstaklega minnist ég kærleika móður okkar, ömmu og afa á æsku- heimili okkar í Hveragerði. Það er sárt til þess að hugsa hvað lengi þú varðst að berjast við þinn alvarlega sjúkdóm, en ég þakka guði fyrir þá náð að hafa getað komið til þín, haldið í hönd þína, hughreyst þig, og fann ég þá fyrir þínum ekta kær- leika og skilningi á kveðjustund. Margt er það, margt er það sem minningarnar vekur. Pær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Gott er að treysta, guð, á þig gleður það mannsins hjarta yfírgefðu aldrei mig englaljósið bjarta. Svefninn veldur sólarlag sendi yor drottinn friðinn og svo gefi annan dag eftir þennan liðinn. Vertu Guði falin, elsku systir mín góð. Þín systir, Díana. sem tengjast þér, elsku Thyri, Lilju móður þinni og Díönu systur þinni. Þetta eru minningar um fallegar og yndislegar, hjartahlýjar og góðar manneskjur, þessar frænkur mínar úr fóðurætt sem ég var svo hreykin af að eiga. Heimsókn ykkar mæðgn- ana og Flemmings til okkar á Þórs- höfn, þegar þið komuð alla þessa leið, Thyri frá Ameríku og Díana og Flemming frá Danmörku og við héldum upp á afmæli Lilju frænku saman. Þetta eru ljúfar og dýrmæt- ar minningar sem ég mun geyma. Eitt af mörgu sem við áttum sam- eiginlegt var hve við áttum erfitt með að kveðja, sem kemur senni- lega til af því hversu langt f burtu við bjuggum frá okkar nánasta skyldfólki og vissum að langt yrði í næstu samverustund. Eg kveð þig nú að sinni, eins og áður. Ég veit að nú ertu umvafin kær- leika og elsku Guðs. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur 0, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Kristín Alda Kjartansdóttir og ijölskylda. Ég gleymi seint hve góðar mót- tökur ég fékk hjá henni Thyri frænku minni þegar ég kom til New York um mitt sumar 1994. Þessi kona sem alltaf hafði verið frænka mín í útlöndum og ég sjaldan séð en heyrt margt gott um, tók hjartan- lega á móti mér og sá tími er ég I dvaldi hjá henni á aldrei eftir að líða mér úr minni. Ekki leið sá dagur án þess að við færum út að borða og í | skoðunarferðir, og alltaf var Thyri tilbúin að fræða mig og leiðbeina mér. Elsku Thyri frænka, ég á alltaf eftir að búa vel að þeim tíma er ég dvaldi hjá þér, þú varst mér ein- staklega góð og oft var hugur minn hjá þér í veikindum þínum. Ég kveð þessa elskulegu frænku mína með hjartans þökk fyrir mig. I Guð blessi minningu góðrar konu. Kristín Yr. Ég fylltist söknuði og tómleika þegar mér bárust þær fregnir að hún Thyri, frænka mín í Amen'ku, væri látin. Hún sem var mér alltaf svo nálæg í hug og hjarta, þrátt fyr- ir fjarlægð milli landa. Það er erfitt fyrir okkur að kveðja hana og gefa upp þær vonir og bænir sem við Íbárum í brjósti um betri heilsu fyrir kæra frænku og vinkonu. Síðast- liðna daga hafa minningarnar hrannast upp í huganum, minningar Hjartkær vinkona mín frá æsku og alla tíð, Þyrí, er látin. Hún var hvers manns hugljúfi. Jafnframt bar hún ávallt með sér sterkan höfðingsbrag, sem lýsti sér í stilli- legri og fágaðri framkomu og smekklegum klæðaburði. í skólan- um heima í Hveragerði kom snemma fram smekkvísi hennar og listrænir hæfileikar. Hún var flink að teikna og mála og dugleg í allri handavinnu. íslenzkt mál var henni einnig mjög hugleikið. Og væri eitt- hvað gert til hátíðabrigða í skólan- um eins og þegar leikritið Þymirós eftir H.C. Andersen var sett upp var hún fengin til að leika Þyrnirós. Minnist ég þess einnig sérstaklega Crfisdrykkjur teicflpi-inn Sími 555-4477 þegar hún á bókmenntakynningu skólans las úr verkum Þorsteins Erlingssonar ljóðið „Litla skáld á grænni grein“. Þar segir m.a.: Niðri um engjar upp um hlíð yrkja á hörpur skærar sumarljóðin létt og blíð lindir silfurtærar. Þær verð ég að faðma fyrst fyrir margt eitt gaman. Við höfum sungið, við höfum kysst við höfum dansað saman. Syngdu, vinur, syngdu skært, syngdu á þýða strengi svo mig dreymi, dreymi vært, dreymi rótt og lengi. Jafnhliða þeim félagsskap sem skólinn veitti var á þessum árum í Hveragerði starfandi skátafélag. Þar voru þær systur, Þyrí og Díana virkir þátttakendur, ljósálfar, eins og þeir nefndust. Þær léku á gítar og sungu af hjartans lyst. Þar var gott að alast upp við gróðurilm og þrastasöng í nánd við Hamarinn þar sem fólk sagði að álfar byggju. Eftir fermingu hélt Þyrí til Reykjavíkur og fór í framhalds- skóla. Saknaði ég þess að hin góða vinkona var horfin á braut því að á þeim árum þótti höfuðborgin vera lengra í burtu en þykir í dag. En oft heimsótti ég hana og áttum við margar góðar stundir saman og enn fleiri eftir að ég fluttist einnig til Reykjavíkur. Það átti þó ekki fyrir Þyrí að liggja að staðnæmast þar lengi því að um tvítugt hélt hún til Bandaríkjanna. Hún sem var bjart- sýn og dugleg og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, að halda til framandi lands þar sem hæfileikar hennar fengju notið sín. Varð ég þá í annað sinn viðskila við þessa góðu vinkonu mína. Vegna glæsileika síns valdist hún til starfa við tízku- sýningar hjá frægu tízkuhúsi í New York. Áður hafði fegurð hennar hér heima vakið athygli og hún verið beðin að taka þátt í keppni um titil- inn ungfrú ísland. En þó að hún byggi í fjarlægu landi hélt hún tryggð við gamla landið og kom eins oft til Islands og hún gat til að hitta fjölskyldu og vini. Nú er vinkona mín.vÞyrí, horfin á braut í síðasta sinn svo að ég mun ekki sjá hana framar. En myndin af góðri og fallegri vinkonu lifir áfram í huga mínum. Ég votta móður hennar og systur samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Þóra Magnúsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. '4? ^AR.s>. q* Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn + Eiginmaður minn, BJÖRN DAVÍÐSSON, Þverfelli, lést á heimili okkar fimmtudaginn 30. júlí. Herdís Guðmundsdóttir. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ LÁRA GÍSLADÓTTIR, Holtsgötu 14, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Brynjólfur Jóhannesson, Þórunn Þráinsdóttir, Emelía Jóhannesdóttir, Kjartan Jónsson, Sveinn Jóhannesson, Hlín Gunnarsdóttir. + Innilegt þakkiæti fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU OTTESEN, Ásvallagötu 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkrun- arheimilisins Grundar, fyrir einstaka umönnun. Erla Einarsdóttir, Sigríður Gróa Einarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Einar Björnsson, Karen Björnsdóttir, Sveinbjörn Þór Jónsson, Stefán Hjörleifsson, Jón Þórhallsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhannes Viðar Bjarnason, Kjersti Lea og langömmubörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GUÐJÓNSSONAR, Vesturholtum, Þykkvabæ. Guð blessi ykkur. Anna Markúsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Óskar Ólafsson, Guðjóna Ólafsdóttir, Ármann Ólafsson, Svanhildur Ólafsdóttir, Anna Ólöf Ólafsdóttir, Hulda Katrín Ólafsdóttir, Sigmar Karl Óskarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR STEINDÓRSDÓTTUR, Engimýri 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lyflækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun. Tryggvi Kristjánsson og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, FJÓLU LÚTHERSDÓTTUR frá Bláfeldi. Jóhannes Lúther Gíslason, Erla Hafdís Steingrímsdóttir, Sæmundur K.B. Gíslason, Erla Sigvaldadóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.