Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 44

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ N IM ATVINNA f BOÐI! Nóatún hf. rekur fjölmargar verslanir á höfuðborgarsvæðinu leitar að samvisku- sömum einstaklingum til starfa við sölu- og af- greiðslustörf. LEITAÐ ER AÐ : Einstaklingum á aldrinum 18-55 ára sem áhuga hafa á því að vinna við sölu- og afgreiðslustörf og önnur tilfallandi störf. ítrekað er að fólk milli 30-50 ára eru auðfúsugestir í hóp góðra sam- starfsmanna sem fyrir eru hjá Nóatúni. í BOÐI ER : Fjölbreytt og krefjandi framtíðarstörf hjá rót- grónu og framsæknu nútímafyrirtæki þar sem boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, ýmsir mögu- leikar á mismunandi vinnutímafyrirkomulagi t.d. allan daginn, hluta úr degi og/eða vaktavinnu. Þá eru í boði ágæt laun fyrir þá sem tilbúnir eru til að ná árangri í störfum sínum. MARKMIÐ : Nóatúsbúðanna er að kappkosta það að setja viðskiptavininn í öndvegi með því að bjóða/veita og gefa honum góða þjónustu, bjóða honum aðeins gæða vörur til sölu og það á ásættanlegu verði. Þess vegna verða allir starfsmenn þess að ástunda öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt því að sína í verki með hegðun sinni og viðmóti viljann til þess að ná þessum áformum fyrirtækisins. Allar nánari upplýsingar um störf þessi veiti ég á skrifstofu minni á venjulegum skrifstofutíma, þar fást einnig sérstök umsóknareyðubiöð sem væntanlegir umsækjendur þurfa að fylla út. Mynd af umsækjanda þarf helst að fylgja viðkomandi atvinnuumsókn sem óskast skilað á skrifstofu mína sem fyrst. TcÁtwi Lwi. ATVINNUMIÐLUN - STARFSMANNASTJÓRNUN LAUGAVEGI 59. - KJÖRGARÐI. - 3. HÆÐ - 101 REYKJAVÍK SÍMI 562-4550 - FAX 562-4551 - NETFANG teitur@itn.is -- Hjúkrunarfræðingar Aðstoðardeildarstjóri óskast til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Sjúkraliðar Okkar bráðvantar sjúkraiiða nú þegar á dag- og kvöldvaktir. Aðstoðarfólk vantar í aðhlynningu. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og starfs- mannastjóri í síma 552 6222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Þorbjörn hf., Bolungarvík Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar á rækjutogara, sem gerð- ur er út frá Bolungarvík. Upplýsingar í síma 456 7500 (Agnar) > og 892 8913 (Ómar). MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Fjarmalastjori Minnt er á að umsóknarfrestur um stöðu fjár- málastjóra við Menntaskólann við Sund rennur út 7. ágúst nk. Vísað ertil auglýsingar í blaðinu 19. júlí sl. Fjármálastjóri annast bókhald, launaskráningu og aðra fjármálaumsýslu. Hann ber m.a. ábyrgð á innheimtu, kostnaðareftirliti og gerð fjárhagsáætlana. Háskólamenntun er æskileg. Reynsla á sviði bókhalds, fjármála og tölvuvinnslu er nauðsyn- leg. Viðkomandi þarf að gera hafið störf sem allra fyrst. Launakjör skv. kjarasamningum starfsmanna ríkisins. í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störf- um. Afrit prófskírteina fylgi. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 49, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur G. Guðmunds- son rektor í síma 567 2740. Skilaboð er hægt að lesa inn á símsvara í síma 553 7300. Sögukennsla Á haustönn 1998 er laus kennsla í sögu, 18 kennslustundir á viku. Starfskjör eru skv. kjarasamningum ríkisins við stéttarfélög kennara. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst nk. í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störf- um. Afrit prófskírteina fylgi. Ekki þarf að nota sérstök eyðublöð. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 49, 104 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita rektorog konrektor í síma 553 7300. REYKJANESBÆR SÍMI 42 1 6700 Skólaskrifstofa Grunnskólakennarar Reykjanesbær óskar eftir áhugasömum og hugmyndaríkum kennur- um til starfa á næsta skólaári. I bænum er vel búið að skólum og starfsfólki og rekin öflug endur- menntunarstefna og skólaþjónusta. I gildi er sérstakt samkomulag bæjarstjórnar við grunnskólakennara um laun umfram almenna kjarasamninga kennara. Grunnskólakennurum er raðað tveimur launaflokkum ofar en samn- ingur KÍ kveður á um og einnig er samkomulag um þátttöku kennara í foreldrasamstarfi skólanna, sem samsvarar einni klukkustund á viku yfir skólaárið. Fyrir það er greitt sérstaklega tvisvar á ári. Holtaskóli 7.-10. bekkur Kennara vantar í stærðfræði og raungreinar og dönskukennslu. Skólastjóri Sigurður E. Þorkelsson, sími 421 1135 eða 421 5597 Myllubakkaskóli Bekkjarkennsla í 1. og 2. bekk. Skólastjóri Vilhjálmur Ketilsson, sími 421 1450 eða 421 1884. Njarðvíkurskóli 1.-10. bekkur Hannyrðirog heimilisfræði. Skólastjóri Gylfi Guðmundsson, sími 421 4399 eða 421 4380. Upplýsingar veita skólastjórarnir. Umskóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Allar umsóknir berist Skólaskrifstofa Reykja- nesbæjar Hafnargötu 57, 230 Keflavík, Reykja- nesbæ. Fasteignasala í Reykjavík óskar eftir vönum starfsmanni við símavörslu, móttöku viðskiptavina og í önnur almenn skrif- stofustörf. Skilyrði er að viðkomandi sé ekki yngri en 30 ára, hafi gott vald á stafsetningu og reyki ekki. Upplýsingar eru veittar í síma 861 1123. Sjónvarpsþáttur með nýjum áherslum Sjónvarpið auglýsir eftir kraftmiklu fólki á aldrinum 18—26 ára til þess að vinna að magasínþætti með nýjum áherslum veturinn 1998—'99. Þeir, sem ráðnir verða, munu þurfa að geta tekið viðtöl, stjórnað tökuvél og gengið frá efni til útsendingar. Hæfileikar og kraftur eiga að geta fleytt fólki langt, þar sem gert er ráð fyrir námskeiði í undirstöðuatriðum við dagskrárgerð fyrir sjón- varp áður en starfið hefst. Menntun og einhver reynsla er þó að sjálfsögðu kostur. Hlutastörf koma til greina. Umsóknir, með upplýsingum um áhugamál, reynslu og menntun, ásamt mynd, sendist Innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins, Lauga- vegi 176, 105 Reykjavík, fyrir 13. ágúst næst- komandi, merktar: „Nýjar áherslur". Sendiráð Bandaríkjanna — Heimilishjálp — Sendiherra Bandaríkjanna óskar eftir að ráða heimilishjálp. Vinnutími er 30 stundir á viku. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í nóvem- ber 1998. Starfið er aðallega fólgið í: — Öllum almennum þrifum á heimilinu. — Þvottum. — Framreiðslustörfum í veislum. Umsóknareyðublöð má sækja í móttöku sendi- ráðsins, Laufásvegi 21, milli kl. 8 og 17. Umsóknir skulu vera á ensku og skilist til sendi- ráðsins fyrir kl. 16 föstudaginn 14. ágúst nk. Kennarar Kennara vantar í eftirtalin störf við Fjölbrautaskólann í Breiðholti næsta skólaár: Heil staða í eðlisfræði. Heil staða í forritun. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 557 5600 á skrifstofutíma. Skólameistari. Það rignir ekki tvö sumur í röð! Kennara vantartil starfa við Egilsstaðaskóla. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, kennsla á unglingastigi og raungreinar. í Egilsstaðaskóla stunda um 280 nemendur nám undir leiðsögn 30 starfsmanna. I skólan- um ríkir góður starfsandi og metnaður. Húsnæði til staðar á góðum kjörum. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 471 1632 og aðstoðarskólastjóri í síma 471 1326. Grunnskólinn Hellu Grunnskólinn á Hellu er 150 nemenda skóli í friðsælu bæjarfélagi í 90 km fjarlægð frá Reykjavík. Við skólann er nú lausar ca. 2 kennarastöður. Meðal kennslugreina: Danska — eðlisfræði — smíði — myndmennt og tölvukennsla. Nánari upplýsingar veita: Sigurgeir Guð- mundsson, skólastjóri, vs. 487 5441 og 854 8422, hs. 487 5943, og Helga Garðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vs. 487 5442, hs. 487 5027.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.