Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 76
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
Tfipl hewlett
mL/ÍM PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKIAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ríkisreikningur
kominn út
Erlendar
skuldir
lækkuðu um
6,5 milljarða
ERLENDAR skuldir ríkissjóðs
lækkuðu á síðasta ári um 6,5 millj-
arða. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs
lækkaði milli ára um 14,8 milljarða
og lækkuðu heildarskuldir ríkisins
um 2,8 milljarða.
Lánsfjárþörf ríkissjóðs var nei-
kvæð um 0,5% af vergri Iandsfram-
leiðslu, en í því felst svigrúm fyrir
ríkið til að greiða niður skuldir. Rík-
issjóður hefur ekki skilað lánsfjáraf-
gangi um mjög langt árabil. Þetta
kemur fram í ríkisreikningi fyrir ár-
ið 1997, sem kom út í gær.
Rfldssjóður rekinn með
tekjuafgangi í fyrsta
sinn í 13 ár
Ríkissjóður var rekinn með 0,7
milijarða afgangi á síðasta ári, sam-
anborið við 8,7 milljarða halla á síð-
asta ári. Afkomubatinn er því 9,4
milljarðar. Þetta er í fyrsta skipti
síðan árið 1984 sem ríkissjóður er
rekinn með afgangi. Tekjur ríkis-
sjóðs jukust milli ára um 5,5%, en
útgjöld lækkuðu um 1,7%. Megin-
skýringin á lækkun útgjalda er
færsla á rekstri gnmnskólans til
sveitarfélaganna. Á síðasta ári
hækkuðu útgjöld til sjúkrahúsa og
sjúkrastofnana aftur á móti um 2,2
milljarða.
Risnukostnaður rfkisins lækkaði
milli ára um 18,1 milljón og ferða-
kostnaður lækkaði um 73 milljónir.
Samtals nam ferða- og risnukostn-
aður ríkissjóðs 1,9 milljörðum á síð-
asta ári.
■ Afkoman batnaði/39
Tjörn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
Fólk er varað við
að busla berfætt
SUNDMANNAKLÁÐI hefur í
fyrsta sinn verið greindur hér á
landi og hefur verið sett upp við-
vörunarskilti við tjörnina í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum
vegna þessa. Kláðann orsaka litl-
ar lirfur sem koma úr sniglum í
vatninu en lifa annars í fuglum.
Jens Magnússon læknir á
Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi
fékk til sín á einum degi í fyrra
þijú börn sem öll höfðu sams kon-
ar útbrot og höfðu öll verið að
vaða í Ijöminni í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum skömmu áður.
Málið barst til Karls Skírnissonar
dýrafræðings á Tilraunastöðinni
á Keldum sem eftir rannsókn á
vatnabobbum úr tjörninni hefur
komist að því að um er að ræða
svokallaðan sundmannakláða.
Kláðanum valda sundlirfur
Schistosoma-fuglablóðagða sem
lifa í blóðrás fugla. Þegar
sundlirfuraar taka upp á því að
bora sig inn í gegnum húð manna,
tekur ónæmiskerfí mannsins til
starfa og kláðabóla myndast í
kringum staðinn þar sem sundlirf-
an freistaði inngöngu.
■ Mjög óþægilegur/6
Morgunblaðið/Arnaldur
KALLA þurfti út mikið lið til að hreinsa upp olíu sem lak úr tanki.
Sæbrautinni lokað
vegna olíuleka
WíSKRÁ
OLIA lak úr olíutanki á bensín-
stöð Shell á horai Sæbrautar og
Langholtsvegar í gærkvöldi og
þurfti að loka Sæbraut meðan
olían var hreinsuð upp auk þess
sem Langholtsvegi var lokað rétt
fyrir ofan gatnamótin.
Að sögn Jóns Viðars Matthías-
sonar varaslökkviliðsstjóra til-
kynnti vegfarandi um lekann til
Slökkviliðs Reykjavíkur rúmlega
átta í gærkvöldi. Vegna rigningar
dreifðist olían mikið og skapaði
slæm bremsuskilyrði þannig að lá
við árekstrum áður en svæðinu var
lokað. Auk slökkviliðsins unnu bfl-
ar frá Shell og Hreinsitækni við að
hreinsa olíuna upp og fenghm var
búnaður frá Reykjavíkurhöfn til að
háþrýstiþvo svæðið, sem að sögn
Jóns Viðars hreinsar malbikið bet-
ur og dýpra en annar búnaður.
Jón Viðar segir að rétt áður en
slökkviliði hafí verið gert viðvart
hafi verið fyllt á oli'utankinn og
líklega hafi verið fyllt of mikið á
hann en olían hafi Iekið úr yfir-
fallsröri á tanknum.
--------------------
Morgunblaðið/Ami Sæberg
ÞORBJÖRG Kristjánsdóttir, líffræðingur í Fjölskyldugarðinum, setur upp aðvöranarskilti við vaðtjörnina.
Stóraukin sala
* Ríki ESB hafa náð samkomulagi um samningsumboð vegna Schengen-viðræðna
Núverandi samstarf
að mestu óbreytt
verði
SAMKOMULAG hefur náðst milli
Frakklands og annarra aðildarríkja
Evrópusambandsins um umboð til
.ar viðræðna við Island og Noreg um
aðlögun ríkjanna að breyttu
Schengen-vegabréfasamstarfi. Nið-
urstaðan felur í grófum dráttum í
sér að stefnt er að því að viðhalda
að mestu leyti því samstarfi við Is-
land og Noreg, sem kveðið er á um
í núgildandi samstarfssamningum
frá 1996. Þróist vegabréfasamstarf-
ið hins vegar áfram verði að taka
sérstaka ákvörðun um aðild ríkj-
anna tveggja að nýjum þáttum
þess.
Samkomulag náðist í Brussel
Samkomulag um samningsum-
boðið náðist á fundi nefndar fasta-
fulltrúa aðildarríkja ESB í Brussel,
COREPER. Það hefur ekki hlotið
formlegt samþykki aðildarríkjanna,
þar sem engir ráðheiTaráðsfundir
eru haldnir í sumarleyfi stofnana
ESB. Samningsumboðið fer því til
jg» skriflegrar samþykktar hjá ríkis-
stjórnum aðildarríkjanna.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru íslenzk og norsk
stjórnvöld sæmilega sátt við samn-
ingsumboðið. Það er mun ná-
kvæmara og þrengra en upphaflega
var áformað og gefur því samninga-
mönnum ESB minna svigrúm.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
segja þetta bæði kost og galla. Til
dæmis sé nú kveðið skýrar á um að
nýir samningar skuli byggjast á
samstarfssamningunum frá 1996,
en Island og Noregur vilja breyta
sem fæstu frá þeim samningum.
Aftur á móti sé nú þegar byrjuð sú
viðleitni að skilgreina nákvæmlega
að hvaða þáttum samstarfsins Is-
land og Noregur geti átt aðild og
hverjum ekki.
Samstarfsráð og „hattaskipti“
Búizt er við að í þeim þáttum
vegabréfasamstarfsins, sem Island
og Noregur munu eiga aðild að,
verði aðgangur ríkjanna að
ákvarðanatöku svipaður og sam-
kvæmt núverandi samstarfssamn-
ingi. Þau muni m.ö.o. eiga seturétt
á fundum allra nefnda og ráða, þar
á meðal á fundum ráðherraráðs
ESB þegar það fjallar um málefni
vegabréfasamstarfsins. Ráðherrar
Islands og Noregs munu þó form-
lega ekki sitja á sjálfum ráðherra-
ráðsfundinum, heldur munu ráð-
herrar ESB „skipta um hatta“
þegar Island og Noregur taka sæti
á fundum og fundirnir breytast í
fundi samstarfsráðs um Schengen-
málefni.
Ekki er frá því gengið hvort ís-
land og Noregur fá rétt til þátttöku
í fundum hinnar valdamiklu nefnd-
ar, COREPER. Fái ríkin tvö rétt
til að sitja fundina á meðan
Schengen-málefni eru rædd, þykir
a.m.k. fullvíst að þeir verði ekki
kallaðir COREPER-fundir, heldur
rætt um einhvers konar samstarfs-
ráð. Frakkland, og raunar fleiri ríki
ESB, leggja mikla áherzlu á að
skapa ekki varasamt fordæmi með
því að leyfa ríkjum utan Evrópu-
sambandsins að sitja fundi í svo
mikilvægum stofnunum sambands-
ins.
íslenzk og norsk stjórnvöld telja
að samningsumboðið geti orðið
grundvöllur viðunandi samninga
við ESB. Samningaviðræður munu
að öllum líkindum hefjast í septem-
ber og stefnt er að því að Ijúka
þeim á árinu. Nýr samstarfssamn-
ingur getur þó ekki hlotið formlegt
samþykki ríkja ESB fyrr en Amst-
erdam-sáttmálinn, sem kveður á
um innlimun Schengen-samnings-
ins í stofnsáttmála ESB, hefur
gengið í gildi.
Búist við að gildistaka verði
eftir aldamót
Vegna nauðsynlegrar undirbún-
ingsvinnu, t.d. uppsetningar tölvu-
kerfa, er ekki búizt við að samning-
urinn taki formlega gildi gagnvart
íslandi og Noregi fyrr en um eða
eftir aldamót. Þá verður aflagt
vegabréfaeftirlit á landamærum
með fólki, sem ferðast til eða frá
öðrum ríkjum Schengen-samstarfs-
ins en um leið hert eftirlit með
fólki, sem kemur frá ríkjum utan
Schengen-svæðisins.
á kjúkling’um
SALA á kjúklingabringum slær öll
sölumet í sumar, en sala á ferskum
kjúklingum hófst fyrir þremur ár-
um. Síðan þá hefur söluaukningin
verið stöðug, en verð á kjúklingi
hefur haldist óbreytt frá árinu 1989.
Bjarni Ásgeir Jónsson, eigandi
Reykjagarðs og formaður Félags
kjúklingabænda, segir að ferskur
kjúklingur komi sem hrein sölu-
aukning inn á markaðinn þar sem
enginn samdráttur hafi orðið í sölu
frysts kjúklings.
Bjarni segir að kjúklingabændur
séu nú að ná fram betri nýtingu á
útungun, framleiðslu og slátrun en
áður, sem auk þess hafi þau áhrif að
ekki hafi komið til verðhækkana.
Kjúklingabringur innihalda auk
þess einungis tæplega 1% af fitu.
Mest hefur söluaukningin orðið
400% á kjúklingum milli júlí í ár og
júlí í fyrra. Var það í Nóatúni.
■ Sala á/20
------+++-----
Hlekktist á í
lendingu við
Mývatn
LÍTILLI einkaflugvél hlekktist á í
lendingu á flugyellinum í Reykjahlíð
við Mývatn. I vélinni voru tveir
þýskir flugmenn, en þá sakaði ekki.
Atvikið átti sér stað í gærkvöld um
kl. 19.30. Að sögn lögreglu sprakk
eitt dekk vélarinnar og flugmenn-
irnir misstu hana út í kant. Engar
skemmdir urðu á vélinni.