Morgunblaðið - 07.08.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 07.08.1998, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI Góð afkoma hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar fyrstu sex mánuði ársins Hagnaðurinn nam 275 millj- ónum króna 11,7% hækkun hlutabréfa í gær Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. j Úr milliuppgjöri 30. júní 1998 njdim ímr Jan.-júní Jan.- ág. Rekstrarreikningur Miiijonir krona 1997 1997 Rekstrartekjur 2.266 2.929 Rekstrarqjöld 1.829 2.344 Hagnaður fyrir afskriftir 437 585 Afskriftir 124 149 Fjármagnsgjöld (tekjur) (17) 103 Hagnaður af reglulegri starfsemi 330 332 Skattar 55 95 Hagnaður tímabilsins 275 236 Efnahagsreikningur muámkróna 30/6 '98 31/12 '97 Breyting | Eignir: \ Fastafjármunir 3.304 3.155 +5% Veltuf jármunir 1.046 658 +59% Eignir samtals 4.350 3.813 +14% | Skuidir og eigið té: | Eigið fá 1.327 1.057 +26% Tekjuskattsskuldbinding 294 313 -6% Langtímaskuldir 1.567 1.647 -5% Skammtímaskuldir 1.162 796 +46% Skuldir og eigið fé samtals 4.350 3.813 +14% Kennitölur og sjóðstreymi Eiginfjárhlutfall 30,5% 27,7% :■ Veltufé frá rekstri Milljónir króna 380 561 Baiteðate HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. nam 275 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en allt árið í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 241 milljón króna. Hagnaðurinn reyndist mun meiri en almennt var búist við á hlutabréfamarkaði og í gær hækkaði gengi hlutabréfa fé- lagsins um 11,7%. Bætta afkomu má m.a. rekja til hagstæðrar geng- isþróunar og þess að afurðaverð er í hámarki. Hraðfrystihúsið birtir nú í fyrsta sinn sex mánaða uppgjör í samræmi við reglur Verðbréfaþings. Áður birti félagið 4 og 8 mánaða uppgjör og því liggur ekki fyrir samanburð- ur við sama tímabil í fyrra. Heildartekjur félagsins námu 2.266 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 2.929 milljónir fyrstu átta mánuði síðasta árs. Bókfært fé fyrirtækisins er nú 1.326 milljónir króna og hefur auk- ist um 25% frá áramótum. Eigið fé nemur nú 30,5% af heildareignum, samanborið við 27,7% um síðustu áramót. Fjármagnsgjöld lækka verulega á milli ára vegna gengis- þróunar og hagstæðari vaxtakjara að því er kemur fram í frétt frá fyr- irtækinu. Heildarfjárfestingar Hraðfrysti- hússins námu um 228 milljónum króna á tímabilinu. Lokið var við endursmíði Jóns Kjaitanssonar og nam kostnaður við hana um 162 milljónum á árinu en skipið hóf veiðar í byrjun júní. Þá verður rækjuverksmiðja félagsins flutt í nýtt húsnæði í lok ársins og eru framkvæmdir vegna þess hafnar. Áætlað er að kostnaður vegna þeirra nemi um 30 milljónum króna á tímabilinu. Gott útlit Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins, segir að rekstrarhorfur fyrir seinni hluta ársins séu nokkuð bjartar vegna fyrirhugaðrar aukningar á þorskkvóta og góðrar spár fiski- fræðinga um loðnuveiðar. „Útlitið er gott í helstu þáttum rekstrarins. Það lítur vel út með loðnuna og þorskinn. Afurðaverð er hátt, sér- staklega á lýsi og mjöli, og ekkert bendir til að það muni breytast á ár- inu. Gengisþróun hefur verið hag- stæð og vextir hafa lækkað. Við höf- um einnig nýtt góða afkomu undan- farin ár tii að fjárfesta og búa í hag- inn og það virðist vera að skila sér. Framkvæmdir við stækkun rækju- verksmiðjunnar standa yfir og henni verður líklega lokið fyrir ára- mót.“ Hlutabréfin hækka Hagnaður Hraðfrystihússins reyndist meiri en margir sérfræð- ingar á verðbréfamarkaði spáðu. í gær hækkuðu hlutabréf fyrirtækis- ins í verði um 11,7% og var loka- gengi þeirra 11,50. Fjárvangur gerði ráð fyrir 275-325 milljóna króna hagnaði Hraðfrystihússins. Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, segir að litið hafi verið til þess að afurðaverð væri í há- marki og gengisþróun hafi verið hagstæð. Menn hafi reiknað með að það myndi skila sér vel inn í upp- gjörið eins og komið hafi á daginn. „Greinilegt er að uppgjör Hrað- frystihússins og Loðnuvinnslunnar, sem kom fyrir nokkrum dögum, hefur aukið vonir manna um góða útkomu annarra sjávarútvegsfyrir- tækja. Umhverfi fyrirtækja í grein- inni er gott og ef til vill betra en menn gerðu almennt ráð fyrir. Markaðurinn virðist álíta að þetta sé einungis forsmekkurinn og það hefur örvað viðskiptin og leitt til hækkunar á verði félaga í greininni. Það má því búast við fjörugum hlutabréfamarkaði á næstu vikum,“ segir Albert. Metdagur í hlutabréfum Bjartsýni á afkomu sjávarútvegs- fyrirtækja VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi námu alls 190 milljónum króna í gær og er dagurinn því mesti viðskiptadagur hlutabréfa það sem af er árinu. Mestu viðskipti með einstök bréf voru með hluta- bréf Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., alls 49 milljónir og hækkaði verð þeirra um 11,7%. Viðskipti á Verð- bréfaþingi námu alls 495 milljónum í gær. Svo virðist sem afkomutölur Hraðfrystihússins, sem birtar voru í gær, hafi haft hvetjandi áhrif á verslun með bréf í sambærilegum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þannig námu viðskipti með hlutabréf í Síld- arvinnslunni 23 milljónum og hækk- aði verð bréfanna um 9,2% og með bréf SR-mjöls 16 milljónir og hækk- aði verð þeirra bréfa um 6%. Úr- valsvísitala aðallista VÞÍ hækkaði um 1,86% og vísitala sjávarútvegs um 2,70%. Sérfræðingar á hlutabréfamark- aði telja að þennan kipp rnegi rekja til aukinnar bjartsýni á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja eftir að milliuppgjör Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. og Loðnuvinnslunnar hf. voru birt en þau sýndu mun betri afkomu en almennt var búist við. Bent er á að stór hluti viðskipta gærdagsins hafi verið í svipuðum fyrirtækjum. Þá kunni það einnig að hafa áhrif að vegna svartsýni á gengi erlendra hlutabréfa hafi ein- hverjir fjárfestar dregið sig í hlé á þeim vettvangi og beini nú sjónum sínum að íslenska hlutabréfamark- aðnum á nýjan leik. Þannig munu vera dæmi um að fjárfestar hafi selt erlend hlutabréf og keypt íslensk í staðinn. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna um hlutabréfakaupin í Arthur Treacher’s Tvímælolaust hagkvæm fjárfesting Nýtt hugbúnaðarkerfi Baugs og Strengs Heildarlausn fyrir allan reksturinn Morgunblaðið/Jim Smart TRYGGVI Jónsson aðstoðarforstjori Baugs hf. og Jdn Heiðar Pálsson sölustjóri Strengs hf. fyrir framan eina af sjö verslunum Nýkaups sem eru að taka í notkun nýtt hugbúnaðarkerfi. ÍSLENSKU lífeyrissjóðimir þrír sem eru á meðal hluthafa í banda- rísku skyndibitakeðjunni Arthur Treacher’s hafa ekki tapað þar fjár- munum þrátt fyrir talsvert fall hlutabréfa í félaginu á þessu ári en eins og Morgunblaðið greindi frá í gær þá nemur neikvæð ávöxtun fyr- irtækisins 56% frá áramótum. Ekki náðist samband við for- svarsmenn Lífeyrissjóðs Austur- lands um málið í gær en vitað er að lífeyrissjóðir Vestmannaeyinga og Hlífar keyptu stærstan hluta bréfa sinna í maí 1996 á genginu 64 eent en gengi bréfanna var nálægt 1,50 dollurum í gær. Mun breytast til hins betra Torfi Sigtrýggsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyinga, sem á 8,2% í fyrir- tækinu, telur engan vafa leika á að sjóðurinn hafi gert góð kaup með fjárfestingu í hlutabréfum Arthur Treacher’s: „Hafa verður í huga að lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og þó að gengið sé að sveiflast á ein- staka fjárfestingum, eins og átt hef- ur sér stað með hlutabréfin í Arthur Treacher’s, þá er ekki endilega ástæða til að hafa áhyggjur af því þegar litið er á heildarmyndina til lengri tíma. Við höfum gætt þess vandlega að dreifa fjárfestingum sjóðsins og þó að gengi einstakra hlutabréfa hreyfist niðurávið um eitthvert skeið, þá eru aðrar fjár- festingar að skila okkur tekjum á sama tíma.“ Torfi segist eiga von á að gengi hlutabréfa í Arthur Treacher’s eigi eftir að hækka verlulega á þessu ári enda sé um að ræða öflugt fyrirtæki í mikilli sókn. Forsvarsmenn Lífeyrissjóðsins Hlífar gengu einnig frá kaupum á stærstum hluta sinna bréfa í félag- inu um mitt ár 1996 á genginu 64 cent. Að sögn Valdimars Tómasson- ar, framkvæmdastjóra, hafði sjóð- urinn reyndar keypt eitthvað af bréfum ári áður þegar gengið var í kringum dollar. Hann telur fjárfest- inguna góða og þrátt fyrir þróun mála undanfarna mánuði þá hafi sjóðurinn ekki í hyggju að selja 5,7% eignarhlut sinn í félaginu. Snýst um sparifé almennings Sumir sérfræðingar á hlutabréfa- markaði sem Morgunblaðið ræddi við töldu umsvif lífeyrissjóðanna með hlutabréf í Arthur Treacher’s ekki geta talist eðlileg. Þeir voru sammála um að þrátt fyrir að enginn sjóðanna hefði beðið fjárhagslegt tjón af viðskiptunum, þá væru þeir þarna að sýsla í áhættufjárfestingu með sparifé al- mennings og slík vinnubrögð hlytu að vekja upp ákveðnar spumingar. Stefnt að markaðssetningu erlendis VERIÐ ER að taka í notkun nýtt hugbúnaðarkerfi í 7 verslunum Ný- kaups. Kerfið, sem hlotið hefur heit- ið NF-Store og er heildarlausn verslunarkerfa sem mun snerta all- ar hliðar á rekstri hins nýstofnaða félags Baugs hf., er samstarfsverk- efni Baugs hf. og hugbúnaðarfyrir- tækisins Strengs hf. Strengur hefur sérhæft sig í hug- búnaði fyrir verslanir undanfarin ár og hefur, í gegnum árin, veitt Hag- kaup og Bónus þjónustu á sviði hug- búnaðar. Búist er við að kerfið verði komið í allar verslanir og aðra starf- semi undir hatti Baugs á næstu mánuðum. Gott upplýsingakerfi mikilvægt Að sögn Jóns Heiðars Pálssonar sölustjóra hjá Streng hyggur Strengur, í framhaldi af þessu starfi, á markaðssetningu kerfisins erlendis í samstarfi við Baug. Þegar hafa erlendar verslunarkeðjur sýnt kerfinu áhuga að hans sögn. Tryggvi Jónsson aðstoðarfor- stjóri Baugs segir að grundvöllur þess að Baugur geti verið í farar- broddi á sínu sviði og boðið upp á gott vöruverð og þjónustu sé að fyr- irtækið sé með fyrsta flokks upplýs- ingakerfi. „Uppsetning NF-Store er fyrsta skrefið í að samhæfa allt upplýs- ingakerfi innan Baugs. Fyrirtækið rekur margar ólíkar einingar og það er grundvallaratriði að stjórn- endur viti hver staðan er á hverj- um tíma í öllum meginmálum sem snúa að rekstrinum," sagði Tryggvi. Margir möguleikar á sölu erlendis Um hugsanlega sölu kerfisins er- lendis segir Tryggvi að með henni opnist möguleiki á að nýta þá þró- unarvinnu sem farið hefur fram. Jón Heiðar er bjartsýnn á sölu kerfisins erlendis. „Það eru margir möguleikar á sölu, bæði í Noregi og Bretlandi og víðar. Við höfum fund- ið í gegnum viðræður við aðila er- lendis að það er gap á markaðnum og það er vöntun á svona heildar- lausnum." Kerfið snýr einnig að frekari þró- un vefbúða, sem þegar eru starf- ræktar hjá Hagkaupum, Nýkaupi og Bónus. „Þar sjáum við fyrir okkur að geta boðið neytendum enn aðgengi- legri og þægilegri þjónustu en verið hefur hingað til.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.