Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 14
14 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
1
úuuúViúuVúlVuvVuui. vuv\\V\\
Morgunblaðið/Kristján
YNGSTU börnin eru mun duglegri að nota reiðhjólahjálma en þau
eldri en nauðsynlegt er að verja höfuðið með því að nota hjálm.
Könnun á notkun reiðhjólahjálma
Yngstu börnin
nota hjálmana
í KÖNNUN sem gerð var á notkun
reiðhjólahjálma í bæjarfélögum á
Norðurlandi, kom fram að hjálma-
notkun meðal yngstu þátttakend-
anna er mjög góð og nær undantekn-
ingarlaust nota þau hjálm. Má það
m.a. þakka ýmsum félögum, eins og
Kiwanisklúbbum sem gefa 6-7 ára
börnum hjálma ár hvert.
Sigurbjöm Gunnarsson, umferð-
aröryggisfulltrúi Norðurlands ásamt
vinnuskólum nokkurra bæjarfélaga
stóð fyrir könnuninni í sumar og var
hún framkvæmd á Akureyri, Dalvík,
Húsavík, Ólafsfirði, Sauðárkróki og
Siglufirði.
I könnuninni kemur einnig fram
að meira beri á hjálmaleysi þegar of-
AKSJÓN
Laugardagur 8. ágúst
21.00 ^Sumarlandið Þáttur
fyrir ferðafólk á Akureyri og
Ákureyringa í ferðahug.
Sunnudagur 9. ágúst
21.00 Þ-Sumarlandið Þáttur
fyrir ferðafólk á Akureyri og
Ákureyringa í ferðahug.
Mánudagur 10. ágúst
21.00 Þ-Sumarlandið Þátt-
ur fyrir ferðafólk á Akureyri og
Akureyringa í ferðahug.
TIL SÖLU
11 tonna plastbátur
smíðaður 1987. Báturinn
selst án veiðiheimilda en
með veiðileyfi.
Báturinn er í mjög góðu
ástandi.
Upplýsingar í símum
462 6493 og 852 8293.
ar er farið í aldursstiganum og al-
gengt að 30-40% 6-13 ára barna noti
ekki hjálm og eru flest þeirra á aldr-
inum 11-13 ára. Sé farið enn ofar í
aldursstiganum sést að þeir sem vit-
ið eiga að hafa fyrir þeim yngri eru
þó sýnu verstir, að sögn Sigurbjöms.
Aðeins um 6-25% þeirra nota hjálm.
Gctum gert betur
Þó svo hjálmanotkun hafi aukist
frá því sem áður var sýnir þessi
könnun að við getum enn gert betur.
Að sögn Sigurbjöms em það ekki
einungis yngstu notendur reiðhjóla
sem eiga að nota hjálma heldur
einnig þeir sem komnir em á aldur.
Slys, hvort heldur sem em umferð-
arslys eða óhöpp, gera ekki greinar-
mun á aldri notandans.
Aron á
sundæfingu
HUNDURINN Aron lék á als
oddi er hann fékk létta sundæf-
ingu í fjörunni við Strandgötu á
Akureyn í gær. Þau Eva og
Veigar Árni skemmtu sér einnig
vel og hentu spýtnabút í sjóinn
aftur og aftur sem Aron taldi
ekki eftir sér að sækja, um leið
og hann æfði sitt hundasund af
krafti.
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í
bílnum og orð hennar
hugföst þegar þið akið.
Fæst í Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík, Hljómveri og
Shellstöðinni v/Hörgárbraut,
Akureyri, Litla húsinu,
Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri
TIL SÖLU
eignarhlutur í iðnfyrirtæki
Til sölu er eftirfarandi úr þrotabúi
Guðmundar Gíslasonar, kt. 260653-2109:
Eignarhlutur að nafnverði kr. 300.000 í einkahlutafélaginu
Plastviðgerðum ehf, kt. 631296-2709, Kaldbaksgötu 4, Akureyri.
Um er að ræða 60% eignarhluta í félaginu, en það rekur sérhæft verkstæði,
sem annast viðgerðir á plasthlutum einkum í bila.
Tilboð sendist undirrituðum, sem jafnframt veitir upplýsingar, fyrir 15. ágúst
1998. Áskilinn er réttur til að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum.
Akureyri, 6. ágúst 1998.
Arnar Sigfússon hdl.
Skipagötu 16, Akureyri, simi 462 5919, fax 461 1444
Engar beinar flugferðir frá Akureyri í haust
Gífurlegiir áhugi
á borgarferðum
EKKI verður boðið upp á borgar-
ferðir til Evrópu í beinu flugi frá
Akureyri á hausti komanda, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins. Ferðaskrifstofumar Örval-Út-
sýn og Samvinnuferðir-Landsýn
hafa boðið upp á slíkar ferðir í beinu
flugi frá Akureyri undanfarin ár.
Ásdís Árnadóttir hjá Samvinnu-
ferðum-Landsýn á Akureyri sagði að
eins og málin stæðu í dag yrði ekki
boðið upp á beint flug frá Akureyri á
þessu hausti frekar en í fyrra haust.
Ástæðan væri fyrst og fremst sú að
ekki væri hægt að fá flugvélar til
verkefnisins. Áður hafði ferðaskrif-
stofan boðið upp á beint flug frá
Akureyri til Dublinar.
Aldrei meiri eftirspurn
„Hins vegar hefur aldrei, í þau
rúm 20 ár sem ég hef starfað hér,
verið meiri eftirspum eftir haust>
ferðum í beinu flugi frá Akureyri og
einmitt nú. Fólk á Akureyri og ná-
grannasveitarfélögunum hefur mikið
spurt eftir slíkum ferðum, eða 500-
600 manns,“ sagði Ásdís.
Anna Guðmundsdóttir hjá Úrval-
Útsýn á Akureyri sagði að ferða-
skrifstofan hefði boðið upp á borgar-
ferðir í beinu flugi til Edinborgar,
Glasgow og Newcastle á undanfóm-
um árum og þegar mest var hefðu
verið farnar sex ferðir frá Akureyri
sama haustið.
„Þátttaka í þessar ferðir hefur
verið góð en vandamálið er hversu
erfítt er að fá flugvélar í þessi verk-
efni. Við bjóðum upp á borgarferðir í
áætlunarflugi frá Keflavík og ekki er
hægt að raska því flugi með milli-
lendingu á Akureyri. Þær leiguvélar
sem hægt er að fá era mjög stórar
og óhagstæðar og auk þess er mjög
dýrt að millilenda á Akureyri.“
Ásdís sagði að hjá Samvinnuferð-
um-Landsýn yrði reynt að koma til
móts við það fólk sem hefði áhuga á
borgarferðum til Dublinar í haust á
annan hátt. „Við eram að reyna að
semja við flugfélögin sem fljúga til
Akureyrar um ódýrt fargjald til
Reykjavíkur og ódýra gistingu þar.
Einnig eru uppi hugmyndir um að
bjóða upp á rútuferðir héðan, sem
færa þá að nóttu til beint til Kefla-
víkur.“
Mikil aukning
milli ára
Anna sagði að Akureyringar og
nærsveitamenn hafi verið duglegir
að ferðast á árinu og aukningin í sölu
ferða verið töluverð milli ára. „Það
er mikið af tilboðum í gangi og
einnig virðist vera meira um peninga
í umferð. Haust- og vetrarbækling-
urinn verður kynntur nú um helgina
og þá byrjar fjörið aftur,“ sagði
Anna, sem reiknar með að Kanarí-
eyjar, skíðaferðir og borgarferðir
verði vinsælastar.
Ásdís hafði sömu sögu að segja og
sagði að mjög mikið hafi verið að
gera á skrifstofunni og þá sérstak-
lega síðustu 2-3 vikur. „Það hefur
verið mikið að gera í sölu sólarlanda-
ferða og fólk er að fara með nánast
engum fyrirvara. Tíðafarið hefur
haft sitt að segja og með þessum
mikla áhuga á haustferðunum er fólk
að leita leiða til að bæta sér upp
sumarið.“
Morgunblaðið/Kristján
Uppsagnir hjá Snæfelli í Hrísey
Tónleikar
í Akur-
eyrarkirkju
KAMMERSVEIT Kaupmanna-
hafnar heldur tónleika í Akureyrar-
kirkju á morgun, sunnudaginn 9.
ágúst, kl. 17. Á efnisskránni eru
verk eftir tónskáld frá barokktím-
anum.
Flutt verður verkið Pottaseiður
eftir Mist Þorkelsdóttur sem hún
samdi 1997 fyrir Kammersveitina
að beiðni Steens Lindholms sembal-
leikara. Verkið er nú frumflutt á Is-
landi.
Kammersveitin var stofnuð fyrir
25 árum og hefur haldið tónleika
víða um heim. Kammersveitin hefur
tvisvar áður haldið tónleika á Is-
landi. Á Akureyri er sveitin á veg-
um Norrænu upplýsingaskrifstof-
unnar á Akureyri.
--------------
Messur
Flestum boðin
endurráðning
NÆR öllu starfsfólki Snæfells hf. í
Hrísey, sem sagt var upp störfum
fyrr í sumar, hefur verið boðin end-
urráðning hjá fyrirtækinu að sögn
Magnúsar Gauta Gautasonar fram-
kvæmdastjóra. Alls var 44 starfs-
mönnum sagt upp og 41 boðin end-
urráðning.
Vegna aukinna umsvifa í físk-
vinnslu félagsins í Hrísey er stefnt
að því að gera breytingar á vinnu-
fyrirkomulagi þar og því þótti óhjá-
kvæmilegt að segja starfsfólki upp
störfum. „Við höfum gert því
starfsfólki sem boðin hefur verið
endurráðning ákveðið tilboð um
vinnufyrirkomulag og samning þar
að lútandi. Við bíðum hins vegar
eftir viðbrögðum frá starfsfólkinu
og Verkalýðsfélaginu Einingu,“
sagði Magnús Gauti.
Unnið á tveimur vöktum
í fyrirliggjandi breytingum á
vinnufyrirkomulagi er gert ráð fyr-
ir tveimur vöktum, annars vegar
frá kl. 7-15 og hins vegar frá kl.
15-19. í Hrísey er m.a. rekin pökk-
unarstöð á vegum Snæfells, þar
sem fiski er pakkað í neytendaum-
búðir fyrir erlendar verslunarkeðj-
ur. Verkefni við pökkun hafa aukist
mjög í sumar og hefur fyrirtækið
vart annað eftirspum.
Ekki náðist í Björn Snæbjöms-
son, formann Verkalýðsfélagsins
Einingar.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón-
usta í Akureyrarkirkju sunnudag-
inn 9. ágúst kl. 21. Ferðafólk sér-
staklega velkomið. Séra Birgir
Snæbjörnsson messar.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs-
þjónusta verður í kirkjunni sunnu-
daginn 9. ágúst kl. 21. Séra Hannes
Örn Blandon þjónar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Laug-
ardagur 8. ágúst, bænastund kl. 20-
21. Sunnudagur 9. ágúst, „Sunnu-
dagaskóli fjölskyldunnar" kl. 11.30.
Bibh'ukennsla fyrir alla aldurshópa.
Ester Jakobsen og Vörður Trausta-
son prédika. Léttur hádegisverður
á vægu verði kl. 12.30. Sunnudags-
kvöld kl. 20, samkoma, mikill og
léttur söngur. Jesús gefur líf, líf í
fullri gnægð. Ester og Vörður
predika. Barnapössun fyrir börn
yngri en 6 ára. Allir velkomnir.
Kaffisala á Hólavatni
KAFFISALA verður í sumarbúðum
KFUM og K á Hólavatni á morgun,
sunnudaginn 9. ágúst, og hefst kl.
14.30 og stendur til kl. 18.
í sumar hafa tveir hópar drengja,
tveir hópar stúlkna og einn hópur
unglinga dvalið á Hólavatni undir
stjórn sr. Hildar Sigurðardóttur, sr.
Jóns Ármanns og Salóme Garðars-
dóttur.
Venja er að starfinu ljúki með
kaffisölu, sem er mikilvægur þátt-
ur þess. Kaffisalan er liður í fjár-
öflun sumarbúðanna og gefur hún
einnig velunnurum starfsins og
öðrum tækifæri til að koma að
Hólavatni, skoða sumarbúðirnar
sem eru í fallegu umhverfi, hittast
og talast við.
Kaffisalan hefur oft verið mjög vel
sótt og greinilegt að margir líta á
það sem fastan þátt að aka Eyja-
fjörðinn á sunnudagseftirmiðdegi í
ágúst og fá sér kaffi á Hólavatni.