Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 24
varamannabekk
Það er mögnuð tilfinn-
ing að fylgjast með
knattspyrnuleik af
varamannabekknum
og þá ekki síður að
vera inni í búnings-
klefa rétt fyrir leik.
Þar ríkir sannkölluð
háspenna, eins og
Sveinn Guðjónsson
fékk að reyna þegar
honum bauðst að vera
á bekknum hjá KR í
leik gegn Fram hér á
dögunum.
ÞÚ VERÐUR bara heið-
ursgestur á bekknum í
næsta leik,“ sagði Atli,
jákvæður að vanda, þeg-
ar greinarhöfundur fór
að segja honum frá gömlum draumi,
sem snerist um það að fá sitja á
varamannabekknum hjá KR og
upplifa leikinn frá því sjónarhomi.
Fyrir venjulegt fólk hljómar þetta
sjálfsagt sem barnaleg della, og er
það auðvitað. Rótin liggur í bemsku
blaðamannsins, þegar hann hljóp
um græna grasbalana í Frostaskjóli
undir leiðsögn hins snjalla og geð-
þekka þjálfara, Guðbjöms Jónsson-
ar. Á þeim dögum fannst manni að
hið æðsta hnoss, sem nokkrum
manni gæti hlotnast í lífinu, væri að
fá að spila fyrir KR í meistaraflokki.
En einhverra hluta vegna átti það
ekki fyrir hinum unga sveini að
liggja og vildu sumir kenna um
skorti á knatttækni. Sjálfur vill um-
ræddur leikmaður meina að glæstur
knattspymumannsferill hafi farið
fyrir lítið þar sem hann var alltaf
sendur í sveit á sumrin. Hæfileik-
amir hafi vissulega verið fyrir hendi
...?
„En hvað um það. Þetta er nú lík-
lega það næsta sem ég kemst því að
fara sjálfur inná,“ hugsaði undirrit-
aður með sér þegar hann gekk
stoltur að varamannaskýlinu við
hlið Atla Eðvaldssonar þjálfara.
Hjartslátturinn var óvenju hraður
og í maganum var stór „hnútur“
með tilheyrandi kvíðasting. „Hafðu
engar áhyggjur af hnútnum. Þú átt
að vera með hnút,“ sagði Atli þegar
ég nefndi þetta við hann. „Maður er
alltaf með hnút í maganum á leik-
degi. Ef hnúturinn hverfur er það
merki þess að manni er orðið alveg
sama og þá á maður að hætta.“
Línurnar lagðar
Tveimur klukkustundum áður
hafði verið haldinn fundur með leik-
mönnum og aðstandendnum liðsins
á Hótel Borg. Þar voru línurnar
lagðar fyrir leikinn. Atli setti upp
töflu þar sem hann raðaði upp leik-
mönnum Fram, eins og hann taldi
líklegast að þeirra lið yrði skipað.
Síðan raðaði hann upp KR-liðinu og
gerði hverjum og einum leikmanni
grein fyrir hlutverki sínu í leiknum.
Því næst var farið yfir föstu
leikatriðin, svo sem hornspymur og
aukaspymur. í lokin flutti Atli
stutta hvatningarræðu sem ætluð
var til að blása baráttuanda í brjóst
ÞJÁLFARI í þungum þönkum.
Morgunblaðið/Halldór
” ÐUenffar^urafhniitn
>g)ur af hnutnum
“aganum á leikde^ er a,,tefmeð hni
LEIKURINN frá sjónarhóli varamannabekkjarins. En hvar er boltinn?
bera vatn í leikmenn. Þessari uppá-
komu lauk svo með því að allir
mynduðu hring á miðju gólfi,
(vatnsberinn fékk að vera með), og
spumingunni „hverjir væm bestir?“
varpað fram og henni svarað á við-
eigandi hátt, eins og í laginu hans
Péturs Hjaltested.
Eins og grenjandi Ijón
KR-ingamir mættu líka eins og
grenjandi ljón í leikinn og áttu tvö
góð skot að marki Framara áður en
dæmd var vítaspyma á Fram á 10.
mínútu leiksins. Séð frá varamanna-
bekknum virtist þetta hárréttur
dómur, en orkaði tvímælis í sjón-
varpinu. En það er nú bara eins og
gengur og Gummi Ben tók spyrn-
una og klikkaði ekki frekar en fyrri
daginn. Tveimur mínútum síðar átti
hinn komungi leikmaður Indriði
Sigurðsson góða fyrirgjöf frá vinstri
og baráttujaxlinn sívinnandi, Þor-
steinn Jónsson, kom svífandi á lá-
réttu flugi inn í markteig og skallaði
glæsilega í netið. Tvö núll fyrir KR
og aðeins tólf mínútur liðnar af
leiknum. Hamagangurinn í bún-
ingsklefanum hafði greinilega náð
tilgangi sínum og á bekknum vora
menn strax farnir að anda léttar.
Síðan slökuðu „okkar menn“ dá-
lítið á og kvíðastingurinn fór aftur
að láta á sér kræla eftir því sem
Framarar komust meira inn í leik-
inn. í hálfleik leit þetta þó þokka-
lega út og greinarhöfundur dundaði
sér við að láta vatn renna á brúsana
á meðan Atli messaði yfir leikmönn-
um og brýndi fyrir þeim nauðsyn
þess að skora þriðja markið strax í
upphafi síðari hálfleiks til að gera út
um leikinn.
Ertu nú farinn
að bera vatn?
Nú var blásið til síðari hálfleiks
og leikmenn hlupu aftur inná, stað-
ráðnir í að halda fengnum hlut og
helst að gera enn betur. Nokkrir
gamlir jálkar úr „gullaldarliði“ KR
stóðu við grindverkið, þar sem
gengið er inn á völlinn, og gerðu að
gamni sínu, enda staðan vænleg fyr-
ir þeirra menn. „Hvað, ertu nú far-
inn að bera vatn?“ kallaði einhver
þeirra þegar „aðstoðarliðsstjórinn"
kjagaði hjá með vatnsbrúsakörfuna
í fanginu, og annar bætti við: ,Á
kannski að fara inná? Ertu í takka-
skóm?“ Það er alltaf sami
Ieikmanna. Þeir virtust þó furðu ró-
legir, en það var bara á yfirborðinu.
Undir niðri ólgaði blóðþorsti, sem
braust út í búningsklefanum
nokkram mínútum fyrir leik.
Eftir stutta upphitun úti á vellin-
um komu strákarnir inn í búnings-
klefann og þá fyrst byrjaði ballið.
Atli þjálfari og Guðmundur Hreið-
arsson aðstoðarþjálfari gengu um
klefann eins og grenjandi ljón,
slógu á axlir leikmanna og hrópuðu
slagorð afar grimmir á svip, og eitt
og eitt fúkyrði flaut með, svona til
að krydda ræðuna. Smám saman
fóra leikmenn að taka undir uns all-
ir voru farnir að öskra hver upp í
annan. Þetta var eins og á vitleys-
ingahæli, en aðferðin „svín-virkaði“.
Undirritaður stóð sjálfan sig að
því að sparka í hurðina á sturtuklef-
anum og blóðþrýstingurinn var
kominn yfir hættumörk, enda mað-
urinn kominn af léttasta skeiði og
hugsanlega orðinn dálítið veill fyrir
hjarta, eins og títt er um menn á
hans aldri. Honum leið eins og hann
væri sjálfur að fara inná, en hans
hlutverk var nú bara að vera Lúðvík
Jónssyni, liðsstjóra, til aðstoðar og
FYRSTA markinu fagnað.
24 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DRAUMURINN RÆTTIST
Vatnsberi á