Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 38

Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 38
*38 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Afmælismót Bridsfélags Siglufjarðar 21.-23. ágúst Skráning stendur nú sem hæst í 60 ára afmælismótið og ljóst að skortur verður á almennu gisti- rými og því kemur til kasta móta- nefndar að aðstoða við útvegun á gistirými svo dvölin á Sigluflrði megi verða sem ánægjulegust og eftirminnilegust. Það eru því til- mæli mótanefndar að þeir sem tryggja vilja sér gistingu hafí sem fyrst samband við einhvern úr mótanefnd og skrái sig í mótið. Keppt er um veglega verðlauna- •^igripi frá KLM-verðlaunagripum á Siglufirði, auk þes sem keppt er um peningaverðlaun samtals að upphæð 580.000 kr. Mótið hefst fóstudaginn 21. ágúst kl. 16 og verða spilaðar tvær umferðir af Mitchell-tvímenningi á fóstudag. Barometer (tvímenning- ur) verður síðan spilaður á laugar- dag og sveitakeppni (Monrad) á sunnudag. Mótanefnd skipa eftirtaldir og taka þeir við skráningu: Sigurður Hafliðason, hs. 467- 1650, vs. 467-1305. Ólafur Jónsson, hs. 467-1901, vs. 467-2000. Bogi Sigurbjömsson hs. 467-1527, vs. 467-1527. Jón Sigurbjömsson, hs. "*467-1411, vs. 467-1350. TVfunið brúðargjafalistann Hönnun E. Sottsass Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is SKOÐUN MARKAÐSLOGMAL GILDII SJÁVARÚTVEGI - EINS OG ÖÐRUM AT VINNU GREINUM ÞÁ ÖLD sem nú er að líða má með nokkrum rétti auðkenna sem öldina þar sem stjóm- málamenn og flokkar gerðu misheppnaðar tilraunir til afskipta af stjórnun og rekstrt í atvinnulífi. Þessar til- raunir voru stærstaf í sniðum í sósíalískum ríkjum. I ríkjum sem kenndu sig við kapítal- íska rekstrarhætti skiptu stjórnmála- menn sér einnig tals- vert af atvinnulífi. Sós- Margrét S. íalisminn hefur nú Björnsdóttir beðið skipbrot og bein afskipti stjórnmálamanna í at- vinnulífi eru víðast á hröðu undan- haldi. Hér á landi eru núverandi ríkis- stjórnarflokkar þó enn þeirrar skoðunar að ríkisforsjá í atvinnu- lífi eigi rétt á sér í tilteknum at- vinnugreinum. Landbúnaður er skýrasta dæmið um þetta, en fisk- veiðar eru annað. Veiðigjald ákveðið með pólitísku skömmtunarkerfi Akvörðun um og álagning veiði- gjalds í sjávarútvegi er eitt mikil- vægasta úrlausnarefni í íslensku samfélagi. Pólitísk samstaða virð- ist vera að nást um einhverja gjaldtöku, enda erfitt fýrir and- stæðinga hennar að standast til lengdar kröfur þorra íslensks al- mennings að þessu leyti. Hér mun hins vegar augljóslega reyna á það hvort þeir stjórnmálamenn sem um málið fjalla hafi lært af áður- nefndum mistökum tuttugustu aldarinnar; skilið lögmál frjáls markaðar og hlutverk hans í at- vinnulífi. Fullt tilefni er því miður til að ætla að svo sé ekki og að sjálfstæðismenn og framsóknar- menn, með stuðningi a.m.k. hluta Alþýðubandalagsins, ætli að freista þess að viðhalda því póli- tíska skömmtunarkerfi sem nú tíðkast við úthlutun veiðiheimilda og leggja á pólitískt ákvarðað veiðigjald. Nú úthluta stjórnvöld veiðiheim- ildum út frá veiðireynslu skipa til- tekin ár. Stjórnvöld leggja síðan á hvert þorskígildiskíló rúma eina krónu, sem rennur til rannsókna og úreldingar í greininni. Þeir póli- tískt útvöldu fara síðan með veiði- heimildirnar að eigin vild, ýmist veiða sjálfir, leigja eða selja. Þetta kerfi þekkja allir. Afleiðing þess er stórfelldasta eignatilfærsla og auð- söfnun íslandssögunnar, auðsöfn- un á hendur fárra útvaldra í skjóli pólitísks skömmtunarkerfis. „Skaplegt" veiðigjald breytir engu Þau ummæli forsætisráðherra Davíðs Oddssonar að til greina komi að leggja á „skaplegt" veiði- gjald, gefa þvi miður tilefni til að óttast, að til standi að hækka áð- urnefnt veiðigjald eitt- hvað, en viðhalda að öðru leyti þessu póli- tíska skömmtunarkerfi. Þannig geti núverandi stjórnarflokkar „hreinsað málið frá“ fyrir næstu kosningar og sagt óánægðum kjósendum og forystu- mönnum nýrrar sam- fylkingar jafnaðar- manna að réttlætinu sé fullnægt. Svo er að sjálfsögðu ekki og eftir mun standa sem fyrr að fáir útvaldir fá auðlindina af- henta gegn pólitískt ákvörðuðu gjaldi, þótt veiðigjaldið verði eitt- hvað hærra en áður. Handhafar veiðiheimildanna munu sem fyrr selja og leigja veiðiheimildir fyrir óheyrilega háar upphæðir. Meginröksemd talsmanna pólitískra úthlutana á veiðiheimildum Meginröksemd þeirra, sem vilja úthluta verðmætustu auðlind þjóð- arinnar með þessum hætti, er eftir- farandi: Þeir sem stunduðu veiðar á til- teknum fiskistofnum á tilteknum tíma, fjárfestu í búnaði og rekstri, þeir tóku áhættu og öfluðu tiltek- innar þekkingar á veiðum og fiski- miðum. Vegna þessa ber þeim hin- um sömu einkaréttur til veiða, helst ókeypis, en fallast megi á „skaplegt" veiðigjald. Þeim beri allar úthlutaðar veiðiheimildir til- tekinna fiskistofna, en öðrum landsmönnum engar. Vilji hinir síðamefndu stunda út- gerð geta þeir keypt veiðiheimildir á markaðsverði af þeim fyrr- nefndu. Röksemdir fyrir kvótakerfi í sjávarútvegi em aðrar og réttmæt- ar og fjalla ég ekki um þær hér. Vil þó segja að kvótakerfi í sjávarút- vegi stuðlar að hagkvæmni í veið- um og þjónar því hagsmunum allra. Hins vegar er kvótakerfíð sem slíkt óháð því hvemig ákveðið er hver má veiða hvað. Stjómmála- menn og aðrir talsmenn hagsmuna núverandi kvótaeigenda reyna þó gjaman í áróðri fyrir núverandi kerfi að mgla almenning, með því að tala eins og þetta tvennt sé óijúfanlega tengt. Nýleg skoðana- könnun Gallup sýndi hins vegar að fólk hefur sem betur fer áttað sig á því að þetta er óháð hvort öðra. Pólitískt skömmtunarkerfi „verslunarheimilda"? %uéy^(V\\ - Gœðavara Gjafavara-matar- og kaftistell Allir veröílokkar. 9\vúeny&\oV Heimsírægir hönnuðir rn.a. Gianni Versate. M v\yvv.. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Til að sýna hversu fráleit og úr- elt núgildandi úthlutunaraðferð veiðiheimilda er, skulum við hugsa /okkur að sams konar kerfi yrði komið á í öðram atvinnugreinum. Og við skulum nota röksemdir hinna pólitísku skömmtunarsinna. Tökum matvöruverslun sem dæmi. Viðskipti á íslenskum matvöra- markaði era að veralegu leyti tak- mörkuð auðsuppspretta, sem versl- unareigendur takast á um í frjálsri samkeppni. Upp gæti komið sú staða að verslunareigendur gættu ekki hófs í fjárfestingum; kaupmáttur neyt- enda hefði dregist saman og við blasti hran í matvöraverslun. Rík- isforsjársinnuð stjómvöld gætu þá gripið til aðferða og röksemda skömmtunarsinna og sett lög um verslunarstjómun í anda núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfis. Aðferðin væri eftirfarandi: Á til- teknu árabili stunduðu tilteknir matvörukaupmenn verslun og skiptist markaðurinn á milli þeÚTa eftir aðstöðu þeirra og frammi- stöðu („verslunarreynsla“ varð til). Þeir fjárfestu allir í tilteknum bún- aði og vöralageram, tóku áhættu, öfluðu sér þekkingar og þróuðu matvörumarkaðinn. Með nýjum „verslunarstjómun- arlögum" gætu stjórnvöld ákveðið að þessir tilteknu kaupmenn einir fengju úthlutað „verslunarheimild- um“. Aðrir sem hygðu á verslunar- rekstur gætu keypt eðá leigt „verslunarheimildir“ af hinum fyrrnefndu. Hægt væri að hugsa sér „skaplegt“ verslunargjald sem t.d. stæði undir rannsóknum í greininni og úreldingu óhagkvæms verslunarhúsnæðis. Hagsmunasamtök í verslun réðu sér sína Ki-istjána Ragnarssyni og Bjarna Hafþóra Helgasyni, sem héldu tilfinningaþrungnar ræður yfir landsmönnum um fórnir, frum- kvæði og framtak framherjanna. Heimdellingar skrifuðu blaða- greinar um að hinir upphaflegu kaupmenn hefðu þróað matvöru- Með því að yfírfæra hið pólitíska úthlutunarkerfi veiði- heimilda yfir á aðra atvinnugrein, segir Margrét S. Björnsddttir, sést hins vegar hversu forneskjulegt, ranglátt og andmarkaðs- sinnað það er. markaðinn, þar með skapað „versl- unarauðlindina" og ættu því einir rétt á henni, lagaprófessorar skrif- uðu lærðar greinar um stjórnar- skrárvarin atvinnuréttindi, hag- fræðiprófessorar og stjórnmála- fræðiprófessorar lofuðu hag- kvæmni einkaeignarréttar á „verslunarheimildum" og for- dæmdu sósíalisma þess að gefa öll- um tækifæri til að keppa í verslun á sömu skilmálum. Aðferðin er ónothæf í atvinnurekstri Að vísu eru kvótar í „verslunar- stjórnun“ erfiðir viðfangs af nátt- úralegum ástæðum. Það má hins vegar rifja upp að danska einokun- arverslunin á íslandi byggðist á byggðakvótum, sem úthlutað var gegn gjaldi og minna má á að inn- flutningsverslun á íslandi var um miðja þessa öld stýrt með „inn- flutningskvótum“. Að sjálfsögðu er þessi „verslun- arstjórnun" út í hött út frá réttlæt- is- eða jafnræðissjónarmiðum, en ekki síður út frá lögmálum mark- aðar og frjálsrar samkeppni. Og þannig er einnig með pólitískt skömmtunarkerfí við úthlutun veiðiheimilda, hvort sem veiði- gjaldið er króna á kíló eða einhver önnur „skapleg" upphæð. Augljóst er af framansögðu að sú aðferð sem notuð er í dag við út- hlutun veiðiheimilda er ekki not- hæf sem almenn regla í atvinnu- rekstri. Frá pólitísku skömmtunarkerfi til markaðskerfís Þegar lög um fiskveiðistjórnun voru sett árið 1983 var verið að bregðast við ofveiði og stjórnleysi í fiskveiðum. Kvótakerfi var tekið upp, veiðiheimildum úthlutað og árið 1990 var almennt heimilað frjálst framsal þeirra. Líklega hef- ur það Alþingi, sem setti þessi lög, ekki órað fyrir hvaða afleiðingar þau hefðu þegar fram í sækti. En hver er hinn markaðsstýrði valkostur við pólitíska skömmtun veiðileyfa með „skaplegu" veiði- gjaldi eins og forsætisráðhen’a getur hugsað sér? Frá pólitísku skömmtunarkerfi í sjávarútvegi til markaðskerfis er aðeins ein leið og hún er sú að veiðiheimildir verði allar boðnar út á frjálsum markaði. Ávinningur af markaðskerfi Með því vinnst eftirfarandi: 1. Allir landsmenn sem stunda vilja fiskveiðar sitja við sama borð. Enginn fær forgjöf. 2. I þeirri samkeppni sem annarri lifa best reknu útgerðirnar af. Ein- ungis þannig er tryggð hámarks- hagkvæmni í sjávarútvegi, rétt eins og í öðram atvinnugreinum. 3. Þegar allar veiðiheimildir fara á markað mun verð þeirra að sjálf- sögðu lækka veralega frá því verði sem nú er. Verðið sem myndast á frjálsum markaði verður ekki hæira en það sem útgerðin getur borgað hverju sinni miðað við ann- an tilkostnað og markaðsverð fyrir aflann, m.ö.o. eftirspurn ræður verðinu. Nákvæmlega eins og nú hefur myndast verð á frjálsum markaði með hinar pólitískt úthlut- uðu veiðiheimildir. Áhyggjur manna af því að veiðigjald muni „sliga“ útgerðina era því óþarfar. Lögmál framboðs og eftirspurnar munu sjá um það á þessum mark- aði sem öðrum. Óþarft ætti að vera að taka fram, að sjálfsagt er að núverandi hand- hafar veiðiréttindanna fái einhvem aðlögunartíma að nýju fyrirkomu- lagi og jafnsjálfsagt er að ríkið lækki aðra skatta á móti tekjum af sölu veiðiheimilda. Markaðnum er treystandi Þeir sem verja núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi (a.m.k. úr Sjálfstæðisflokknum) halda því gjarnan fram að þeir séu í þessu máli talsmenn frjálsrar samkeppni og markaðslegra sjónarmiða. Hinir séu allt að því gamaldags sósíalist- ar. Með því að yfirfæra hið pólitíska úthlutunarkerfi veiðiheimilda yfir á aðra atvinnugrein sést hins vegar hversu fomeskjulegt, ranglátt og andmarkaðssinnað það er. „Jakka- fataklæddir" nefndannenn úr Al- þingi, stjómarráði og hagsmuna- samtökum eiga ekki að taka að sér hlutverk markaðarins við úthlutun og verðlagningu veiðiheimilda, hann er fullfær um það sjálfur, um það vitnar sagan. Höfundur er félagi í Alþýðuflokknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.