Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 53
I
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 58 *'
MYNDBÖND
Máttur miðlanna
Afþreyingarvopn
(Weapons of Mass Distraction)
Satfra
★ ★‘/2
Framleiðsla: Larry Gelbart og Sean
Ryerson. Leikstjórn: Stephen Suijik.
Handrit: Larry Gelbart. Kvikmynda-
taka: Alar Kivilo. Tónlist: Don Davis.
Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Ben
Kingsley, Mimi Rogers, Jeffrey Tam-
bor, Illeana Douglas, Chris Mulkey
og Jerry Pasco. Bandarísk. Sam-
myndbönd, júlí 1998. Leyfð öllum
aldurshópum.
LIONEL Powers (Byrne) og
Julian Messenger (Kingsley)
stjórna hvor sínu fjölmiðlastórveld-
inu. Þeir eru
sammála um að
íþróttir séu leið-
in að fjöldanum
og lenda í átök-
um þegar þeir
vilja báðir eign-
ast sama ruðn-
Báðir
VVT.APONS OI-MASS
DISTRflCTIOn
ingsliðið.
eru mennirnir
voldugir og vanir
að fá það sem þeir vilja, auk þess
sem þeim er persónulega heldur illa
hvorum við annan. Smám saman
vinda átökin milli þeirra upp á sig
og fyrr en varir eru þeir komnir í
stríð, með fjölmiðlana að vopni. Inn
í söguna fléttast svo frásagnir af
ýmsu fólki sem verður fyrir barðinu
á stríði þessara voldugu manna.
„Afþreyingarvopn" er háðsádeila
sem beinist gegn fjölmiðlaheimin-
um í Bandaríkjunum. Margt af því
sem myndin hefur fram að færa fer
því fyrir ofan garð og neðan hér
uppi á íslandi, þvi enn erum við
ekki alveg fallin inn í afþreyingar-
vél bandariskrar menningar. En þó
erum við komin nógu nærri, því
þessi saga af stríðandi afþreyingar:
jöfrum hljómar kunnuglega. I
myndinni sést hvernig hægt er að
beita sjónvarpi og dagblöðum í per-
sónulegum tilgangi en viðhalda
jafnframt yfirbragði hlutleysis.
Gagnrýni á þróun fjölmiðla hefur
komið úr ólíkum áttum og margar
útgáfur fá hér birtingarmynd. Yms-
ar tegundir sjónvarpsþátta og mis-
munandi prentmiðla eru tekin fyrir
sérstaklega og stólpagrín gert að
öllu saman. Þetta er mynd sem
varpar fram alvarlegum spurning-
um og getur eflaust vakið fólk til
umhugsunar.
Eitt vil ég þó taka fram og finna
myndinni til foráttu. Þýðingin var
svo herfileg að ómögulegt hefði
verið að skilja hana með því einu að
lesa textann. Titillin var þýddur
sem „Vopn gereyðingar" og var það
fyrsta alvarlega villan af ákaflega
mörgum í þýðingunni. Þótt Islend-
ingar séu upp til hópa nokkuð sleip-
ir í ensku, m.a. vegna samruna við
bandaríska afþreyingarmenningu,
þykir enn ástæða til að texta kvik-
myndir. Það er leitt að ekki skuli
vera metnaður til að skila þessari
vinnu sómasamlega, því allt of mik-
ið er um herfilega þýddar myndir.
Guðmundur Ásgeirsson
Nýr klapp-
stýrubún-
ingur?
ÞAÐ væsti ekki um leikaranp
Robert Vaughn sem leikur aðal-
hlutverkið í myndinni „BASEket-
ball“ þegar hann stillti sér upp
með fyrirsætum frá Frederick’s-
undirfatafyrirtækinu.
í myndinni, sem er af léttara
taginu, koma fram klappstýrur
sem klæðast Frederick’s-undir-
fötum í stað hefðbundins klapp-
stýrubúnings.
Myndin var frumsýnd í Banda-
rikjunum um síðustu helgi.
Sigrún Eva og
Stefán Jökulsson
halda uppi fjörinu
með léttri sveiflu
á Mímisbar.
-þín saga!
leik
UP
tiinn ápleqi stópdansleikup
MILLJÓMAMÆRIMGAriMA
ásamf Bjarna Arasyni
', Páli Ósl<ari, P
agnan Ujarnasqm og Uogomi
IFont
FORSALA AÐGONGUMIÐA
fimmtudag og föstudag í Hljóðfæraverslun-
inni Samspili, Laugavegi 168, sími 562 2710
Laugardag frá 13:00-19:00
í Broadway, sími 533-1100
SPARIKLÆÐNAÐUR
MIÐAVERÐ KR. 1.500
HÚSIÐ OPNAÐ KL. 22:00
sa^SPIL
!
V)S / VOOA