Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 49

Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 49 VALDEMAR K. Jónsson raeð 20 punda hæng úr Stallmýrarfljóti í Ytri-Rangá. Silungsveiði SOgð 1 MJÖG lífleg veiði er nú víða á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu. Par er einkum sil- ungsveiðin sem er nú í blóma, sjóbii-tingur er byrjaður að ganga af krafti og í Tungufljóti við Geysi eru menn óðum að uppgötva nýtt og skemmtilegt svæði með vænum staðbundn- um urriða. Alls hafa rúmlega 200 laxar veiðst í Ölfusá við Sel- foss sem er allgott, en laxveiði hefur dalað að undanfórnu og þar geta menn nú keypt lax- veiðileyfi á þusundkall. Að sögn Ágústar Morthens í Veiðisporti á Selfossi hefur sil- ungasvæðið í Tungufljóti komið skemmtilega upp að undan- fömu. Veitt er frá fossinum Faxa, sem er mjög neðarlega í fljótinu og upp undir Geysi og taldi Ágúst það vera 4-5 kíló- metra langt svæði. Veitt er með tíu stöngum, en framan af sumri var svæðið lítið nýtt. „Það er að breytast núna og fyrir stuttu var hérna í búðinni hjá mér maður sem hafði fengið þrettán fiska, frá 1,5 og upp í 5 punda. Annar var með sex fiska, 1,5 til 2,5 punda og fleiri hafa verið með góða veiði. Mest hefur veiðst á spón og maðk, en ég veit af mönnum sem hafa fengið veiði á flugu, þannig að hún gef- ur líka,“ sagði Ágúst. Voli vaknar Sjóbirtingur er nú farinn að ganga af krafti í Vola. „Þetta er gott núna, á mánudaginn var t.d. veiðimaður á miðsvæðinu sem fékk tuttugu sjóbirtinga, 1,5 til 5 punda fiska og einn 5 punda lax að auki. Þetta var mest veitt á maðk. Veiðimaður í ósnum um líkt leyti setti í marga en náði aðeins þremur, en þeir voru allir vænir, allt að 5 pund. Á efsta svæðinu var og mikið af fiski, en einhverra hluta vegna tók hann afar illa þar,“ sagði Ágúst. blóma GUÐBRANDUR Einarsson með 20 punda hænginn sinn úr Stallmýrarfljóti- í Ytri-Rangá. Af öðrum svæðum er það að segja, að lítil veiði hefur verið á Snæfoksstöðum, fvrir viku voru aðeins átta laxar komnir á land, en á hinn bóginn hafa menn séð talsvert mikið af laxi þar síðustu daga. Eins og að ofan var getið, hafa veiðst rétt yfir 200 laxar í Ölfusá við Selfoss og er almenn ánægja með það eystra. Mjög góð sjóbirtingsveiði hefur verið samhliða að undanfórnu og hafa menn verið að fá upp i 8-10 fiska. Menn hafa einnig fengið fín skot frá Hrauni og Eyrar- bakka. Rólegt hefur verið á Tanna- staðatanga og frá Laugarbökk- um, sem eru fyrstu veiðisvæði Ölfusár neðan Sogs. Slangur af laxi hefur þó veiðst á tanganum og nokkrir laxar á Laugarbökk- um. Á báðum stöðum reytist sjóbirtingur á land, en er það eina sem veiðist suma daga. Hópþjálfun Gigtarfélagsins HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags ís- lands byrjar aftur eftir sumarfrí þann 14. september og eru allir vel- komnir að vera með. Reynslan sýnir að hreyfing og rétt þjálfun er gigt- arfólki, og í raun öllum, afar mikil- væg, segir í fréttatilkynningu. I boði eru mismunandi hópar. Má þar nefna létta leikfimi, og vatnsleik- fimi. Auk þess er boðið í fyrsta skipti upp á jóganámskeið, sem aðallega eru ætluð einstaklingum með gigt. Markmiðið er að bjóða upp á leik- fimi fyrir alla, líka þá sem lítið geta og vilja fara rólega af stað. Þjálfun- in fer fram á mismunandi tímum dags og ættu allir að geta fundið tíma sem hentar. Þjálfunin fer fram í húsi GI, Ár- múla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfs- bjargarlaug í Hátúni. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu GÍ. Þjónustu- vefur fatl- aðra á Netinu SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesi opnaði form- lega þjónustuvef á veraldarvefnum miðvikudaginn 26. ágúst s.l. Vefn- um er ætlað að koma til móts við þarfir fatlaðra sem og aðstand- enda þeirra sem hafa aðgang að Netinu og miðla nauðsynlegum upplýsingum um starfsemi skrif- stofunnar og málefni fatlaðra al- mennt. Einnig er um að ræða upp- lýsingagrunn fyrir aðrar stofnanir, fyrirtæki og almenning, segir í fréttatilkynningu. Meðal efnis á vefnum eru um- sóknareyðublöð um ýmsa þjónustu sem Svæðisskrifstofa veitir. Þeir sem vilja sækja um störf hjá Svæðisskrifstofu geta lagt inn at- vinnuumsókn á Netinu. Frá vefn- um er hægt að senda tölvubréf til Svæðisskrifstofu og koma á fram- færi ábendingum. Einnig er á vefnum yfirlit yfir þær starfsstöðv- ar sem eru reknar á vegum Svæð- isskrifstofu. Á vefnum er jafnframt að finna ítarlegar upplýsingar um starf- semi Svæðisskrifstofu og upplýs- ingar um lög og reglugerðir sem Svæðisskrifstofa starfar sam- kvæmt. Enn fremur hefur verið sett upp síðusafn um málefni fatl- aðra, bæði innlent og erlent, svo og tengingar m.a. við opinberar stofnanir og sveitarfélög. Slóð vefsins er http:// www.smfr.is Almennt netfang: smfr@smfr.is í TILEFNI síðasta sýningardags Árbæjarsafns á þessu sumri verður mikið um að vera á sunnudag. Síðasti sýning- ardagur Ar- bæjarsafns SÍÐASTI sýningai-dagur Árbæjar- safns á þessu sumri verður nú á sunnudag. Af því tilefni verður mik- ið um að vera á safninu. Haust- markaður verður haldinn þar sem seldar verða kartöflur og grænmeti úr matjurtagörðum safnsins. Létt- sveit Harmóníkufélags Reykjavíkur spilar fyrir dansi á Torginu frá kl. 14. Auk þess verður hefðbundin dag- skrá, handverkfólk verður við störf í ýmsum húsum og Dillonshús býður upp á Ijúffengar veitingar. Leik- fangasýningin er opin og við Korn- húsið eru leikföng fyrir börnin. Að- gangur er ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri, ellilífeyrisþega og ör- yrkja. Almennur aðgangseyrir er kr. 300. Frá A-Ö ■ HLJÓMSVEITIN Reggae on Ice leikur í Sjallanum Akureyri laugar- dagskvöld. ■ INGÓLFSCAFÉ Föstudags- kvöld spilar hljómsveitin Síðan Skein Sól með Helga Björns fremstan í flokki. Laugardagskvöld DJ Gummi Gonzales þeytir skífurn- ar föstudags- og laugardagskvöld. ■ KRIN GLUKRÁIN í aðalsal fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveitin í hvítum sokkum. Hljómsveitina skipa þeir Guðmund- ur Rúnar og Hlöðver Guðmunds- son. I Leikstofunni föstudags- og laugardagskvöld leikur Rúnar Guð- mundsson. ■ LÓNAKOT, SKAGAFIRÐI Dú- ettinn Cantabile, Gunnar Tryggva- son, hljómborðsleikari og Herdís Ármannsdóttir söngkona, heldur dansleik í Tjaldi galdramannsins laugardagskvöld. urvivor Verðkr. 5.990. Big Student Pack Verðkr. 5.990,- Verðkr. 4.990. Super Break Verðkr. 3.500. VERSLANIR Fosshálsi 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.