Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 49 VALDEMAR K. Jónsson raeð 20 punda hæng úr Stallmýrarfljóti í Ytri-Rangá. Silungsveiði SOgð 1 MJÖG lífleg veiði er nú víða á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu. Par er einkum sil- ungsveiðin sem er nú í blóma, sjóbii-tingur er byrjaður að ganga af krafti og í Tungufljóti við Geysi eru menn óðum að uppgötva nýtt og skemmtilegt svæði með vænum staðbundn- um urriða. Alls hafa rúmlega 200 laxar veiðst í Ölfusá við Sel- foss sem er allgott, en laxveiði hefur dalað að undanfórnu og þar geta menn nú keypt lax- veiðileyfi á þusundkall. Að sögn Ágústar Morthens í Veiðisporti á Selfossi hefur sil- ungasvæðið í Tungufljóti komið skemmtilega upp að undan- fömu. Veitt er frá fossinum Faxa, sem er mjög neðarlega í fljótinu og upp undir Geysi og taldi Ágúst það vera 4-5 kíló- metra langt svæði. Veitt er með tíu stöngum, en framan af sumri var svæðið lítið nýtt. „Það er að breytast núna og fyrir stuttu var hérna í búðinni hjá mér maður sem hafði fengið þrettán fiska, frá 1,5 og upp í 5 punda. Annar var með sex fiska, 1,5 til 2,5 punda og fleiri hafa verið með góða veiði. Mest hefur veiðst á spón og maðk, en ég veit af mönnum sem hafa fengið veiði á flugu, þannig að hún gef- ur líka,“ sagði Ágúst. Voli vaknar Sjóbirtingur er nú farinn að ganga af krafti í Vola. „Þetta er gott núna, á mánudaginn var t.d. veiðimaður á miðsvæðinu sem fékk tuttugu sjóbirtinga, 1,5 til 5 punda fiska og einn 5 punda lax að auki. Þetta var mest veitt á maðk. Veiðimaður í ósnum um líkt leyti setti í marga en náði aðeins þremur, en þeir voru allir vænir, allt að 5 pund. Á efsta svæðinu var og mikið af fiski, en einhverra hluta vegna tók hann afar illa þar,“ sagði Ágúst. blóma GUÐBRANDUR Einarsson með 20 punda hænginn sinn úr Stallmýrarfljóti- í Ytri-Rangá. Af öðrum svæðum er það að segja, að lítil veiði hefur verið á Snæfoksstöðum, fvrir viku voru aðeins átta laxar komnir á land, en á hinn bóginn hafa menn séð talsvert mikið af laxi þar síðustu daga. Eins og að ofan var getið, hafa veiðst rétt yfir 200 laxar í Ölfusá við Selfoss og er almenn ánægja með það eystra. Mjög góð sjóbirtingsveiði hefur verið samhliða að undanfórnu og hafa menn verið að fá upp i 8-10 fiska. Menn hafa einnig fengið fín skot frá Hrauni og Eyrar- bakka. Rólegt hefur verið á Tanna- staðatanga og frá Laugarbökk- um, sem eru fyrstu veiðisvæði Ölfusár neðan Sogs. Slangur af laxi hefur þó veiðst á tanganum og nokkrir laxar á Laugarbökk- um. Á báðum stöðum reytist sjóbirtingur á land, en er það eina sem veiðist suma daga. Hópþjálfun Gigtarfélagsins HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags ís- lands byrjar aftur eftir sumarfrí þann 14. september og eru allir vel- komnir að vera með. Reynslan sýnir að hreyfing og rétt þjálfun er gigt- arfólki, og í raun öllum, afar mikil- væg, segir í fréttatilkynningu. I boði eru mismunandi hópar. Má þar nefna létta leikfimi, og vatnsleik- fimi. Auk þess er boðið í fyrsta skipti upp á jóganámskeið, sem aðallega eru ætluð einstaklingum með gigt. Markmiðið er að bjóða upp á leik- fimi fyrir alla, líka þá sem lítið geta og vilja fara rólega af stað. Þjálfun- in fer fram á mismunandi tímum dags og ættu allir að geta fundið tíma sem hentar. Þjálfunin fer fram í húsi GI, Ár- múla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfs- bjargarlaug í Hátúni. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu GÍ. Þjónustu- vefur fatl- aðra á Netinu SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesi opnaði form- lega þjónustuvef á veraldarvefnum miðvikudaginn 26. ágúst s.l. Vefn- um er ætlað að koma til móts við þarfir fatlaðra sem og aðstand- enda þeirra sem hafa aðgang að Netinu og miðla nauðsynlegum upplýsingum um starfsemi skrif- stofunnar og málefni fatlaðra al- mennt. Einnig er um að ræða upp- lýsingagrunn fyrir aðrar stofnanir, fyrirtæki og almenning, segir í fréttatilkynningu. Meðal efnis á vefnum eru um- sóknareyðublöð um ýmsa þjónustu sem Svæðisskrifstofa veitir. Þeir sem vilja sækja um störf hjá Svæðisskrifstofu geta lagt inn at- vinnuumsókn á Netinu. Frá vefn- um er hægt að senda tölvubréf til Svæðisskrifstofu og koma á fram- færi ábendingum. Einnig er á vefnum yfirlit yfir þær starfsstöðv- ar sem eru reknar á vegum Svæð- isskrifstofu. Á vefnum er jafnframt að finna ítarlegar upplýsingar um starf- semi Svæðisskrifstofu og upplýs- ingar um lög og reglugerðir sem Svæðisskrifstofa starfar sam- kvæmt. Enn fremur hefur verið sett upp síðusafn um málefni fatl- aðra, bæði innlent og erlent, svo og tengingar m.a. við opinberar stofnanir og sveitarfélög. Slóð vefsins er http:// www.smfr.is Almennt netfang: smfr@smfr.is í TILEFNI síðasta sýningardags Árbæjarsafns á þessu sumri verður mikið um að vera á sunnudag. Síðasti sýning- ardagur Ar- bæjarsafns SÍÐASTI sýningai-dagur Árbæjar- safns á þessu sumri verður nú á sunnudag. Af því tilefni verður mik- ið um að vera á safninu. Haust- markaður verður haldinn þar sem seldar verða kartöflur og grænmeti úr matjurtagörðum safnsins. Létt- sveit Harmóníkufélags Reykjavíkur spilar fyrir dansi á Torginu frá kl. 14. Auk þess verður hefðbundin dag- skrá, handverkfólk verður við störf í ýmsum húsum og Dillonshús býður upp á Ijúffengar veitingar. Leik- fangasýningin er opin og við Korn- húsið eru leikföng fyrir börnin. Að- gangur er ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri, ellilífeyrisþega og ör- yrkja. Almennur aðgangseyrir er kr. 300. Frá A-Ö ■ HLJÓMSVEITIN Reggae on Ice leikur í Sjallanum Akureyri laugar- dagskvöld. ■ INGÓLFSCAFÉ Föstudags- kvöld spilar hljómsveitin Síðan Skein Sól með Helga Björns fremstan í flokki. Laugardagskvöld DJ Gummi Gonzales þeytir skífurn- ar föstudags- og laugardagskvöld. ■ KRIN GLUKRÁIN í aðalsal fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveitin í hvítum sokkum. Hljómsveitina skipa þeir Guðmund- ur Rúnar og Hlöðver Guðmunds- son. I Leikstofunni föstudags- og laugardagskvöld leikur Rúnar Guð- mundsson. ■ LÓNAKOT, SKAGAFIRÐI Dú- ettinn Cantabile, Gunnar Tryggva- son, hljómborðsleikari og Herdís Ármannsdóttir söngkona, heldur dansleik í Tjaldi galdramannsins laugardagskvöld. urvivor Verðkr. 5.990. Big Student Pack Verðkr. 5.990,- Verðkr. 4.990. Super Break Verðkr. 3.500. VERSLANIR Fosshálsi 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.