Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 29
að sjá drauminn rætast, að ein-
hverju leyti. Eg hlýt að búa yfir
sterkum innri vilja enda breytist líf
manns til muna frá fimm ára aldri
til sextán, að ekki sé talað um sterk
utanaðkomandi áhrif, þrýsting af
ýmsu tagi.“
Mikko viðurkennir að ekki hafi
allir tekið sig trúanlega þegar hann
sagðist fimm ára gamall ætla að
verða hljómsveitarstjóri að atvinnu.
Skyldi engan undra - drengurinn
stóð varla fram úr hnefa. Sennilega
hafa Tarzan-tilburðir blaðamanns
ekki heldur verið teknir alvarlega.
Það er önnur saga.
„í ellefu ár sveiflaði ég tónsprot-
anum í svefnherberginu mínu,
hvergi annars staðar, sem var að
vissu leyti erfitt þar sem ég hafði
ekki hugmynd um hvort ég fengi
nokkurn tíma tækifæri til að láta
ljós mitt skína. Ég fékk snemma á
tilfinninguna að ég hefði hæfileik-
ana til að takast þetta starf á hend-
ur en óttaðist að fá ekki tækifærið.
Það er lítils virði að vera svefnher-
bergishljómsveitarstjóri á heims-
mælikvarða!"
En þar kom að því - Mikko fékk
tækifærið. Það var ekki minni mað-
ur en Jorma Panula prófessor, svo-
nefndur meistari meistaranna í
Finnlandi og lærifaðir manna á
borð við Esa-Pekka Salonen,
Jukka-Pekka Saraste, Sakari
Oramo og Osmo Vánska, sem
greiddi götu hans. „Panula er að
nafninu til sestur í helgan stein en
heldur annað veifið meistaranám-
skeið við Síbelíusarakademíuna í
Helsinki, þar sem hann kenndi
lengst af, meðal annars fyrir unga
nemendur. Þetta var árið 1995 og
ég komst inn á námskeiðið þar sem
ég hafði stundað fiðlunám við aka-
demíuna um fjögurra ára skeið.“
Allir nemendurnir á námskeiðinu
fengu fimm mínútur til að munda
tónsprotann fyrir framan bekkinn
og æfingamar í svefnherberginu
hafa bersýnilega borgað sig því í
kjölfarið bauð Panula Mikko að ger-
ast einkanemandi sinn. Draumurinn
var að rætast.
í eitt ár var Mikko undir hand-
leiðslu meistarans, hafði hann út af
fýrir sig. Þá fékk pilturinn inn-
göngu í hljómsveitarstjóranám við
Síbelíusarakademíuna. Raunar
þurfti Panula að koma að því máli
þar sem Mikko hafði ekki náð til-
settum aldri. Sama ár hófst hljóm-
sveitarstjóraferill hans í Finnlandi
og frá og með síðasta ári hefur
Mikko Franck starfað á alþjóða-
vettvangi.
Eitt ár í akademíunni
Algengt er að menn ljúki prófi í
hljómsveitarstjórnun frá Síbelí-
usarakademíunni á fjórum árum -
ef þeir ljúka því á annað borð.
Mikko lét eitt ár duga. Er það ekki
óvenjulegt?
„Jú, það er óvenjulegt, í þeim
skilningi að flestir gefa sér lengri
tíma í námið en ég. Annars hef ég
ímugust á orðinu „venjulegur", það
sem er „venjulegt" fyrir einn getur
verið í hæsta máta „óvenjulegt“ fyr-
ir annan. Einstaklingar þroskast og
læra mishratt - mikill hraði virðist
einfaldlega henta mér. I þeim skiln-
ingi var þetta eina ár í akademíunni
því „venjulegt" í mínu tilfelli."
Mikko tekur skýrt fram að þótt
hann hafi fengið prófskírteini sitt
tiltölulega ungur að árum sé hann
hvergi nærri hættur að læra - það
geri hann aldrei. „Ég læri hverja
einustu sekúndu sem ég er að
stjórna, á æfingum, á tónleikum. Ég
læri hverja einustu sekúndu sem ég
dreg andann. Ég læri á starfið, á líf-
ið. Þó ég sitji ekki lengur á skóla-
bekk þýðir það ekki að ég sé full-
numa - enginn er fullnuma! Ef
menn telja sig vera það, hafa þeir
einfaldlega rangt íyrir sér. Það er
upphafið að endinum. Það gera allir
mistök. Sjálfur geri ég fullt af mis-
tökum - en það er vegna þess að ég
er mannlegur en ekki vegna þess að
ég er 19 ára.“
Mikko kveðst auðvitað hafa getað
framlengt dvöl sína í Síbelíusaraka-
demíunni um þrjú ár. En til hvers?
„Ég hefði ekki verið neitt betur
undir starfið búinn að þeim tíma
loknum. Gallinn við skólastofur er
nefnilega sá að maður lærir ekkert
um hinn harða heim atvinnu-
mennskunnai’. Hefði ég beðið í þrjú
ár hefði ég því farið á mis við alla þá
reynslu sem ég hef öðlast á undan-
förnum tveimur árum.“
Allt snýst þetta um áskoranir og
Mikko er sannfærður um að hann
þrífist best á þeim - því stærri
áskoranir, þeim mun betra. „Flest-
um verkum sem ég stjóma á tón-
leikum er ég að stjóma í fyrsta sinn
- en einhvern tíma verður allt fyrst.
í mínum huga er það líka engin
trygging fyrir árangri að hafa
stjórnað verki fimmtíu sinnum áð-
ur. Ef maður er ekki gagnrýndur
fyrir sömu hlutina aftur, þá er
maður bara gagnrýndur fyrir ein-
hverja aðra.“
Hjá Mikko hafa hlutirnir gerst
hratt á stuttum ferli. Hann viður-
kennir það en sér engin vandamál
því samfara. „Ef mér fyndist líf
mitt vera að þróast með óæskileg-
um hætti myndi ég grípa í
taumana. Á því leikur ekki vafi. Ég
er hins vegar ákaflega ánægður,
gæti varla liðið betur. Það eru for-
réttindi að vera treyst fyrir þessu
starfi 19 ára að aldri, að hafa bæði
hæfileikana og tækifærið. Draum-
urinn hefur ræst!“
Það er ekki ofsögum sagt að
Mikko sé einn eftirsóttasti ungi
hljómsveitarstjóri heims um þessar
mundir. Hann hefur stjórnað öllum
helstu hljómsveitum í heimalandi
sínu, Konunglegu sænsku filharm-
óniuhljómsveitinni, Sinfóníuhljóm-
sveit Jerúsalem, hollensku út-
varpshljómsveitinni og mörgum
fleiri. Fyrr á þessu ári þreytti hann
frumraun sína í Bandaríkjunum. Af
næstu verkefnum hans má nefna
uppfærslu á Töfraflautu Mozarts
og Töfradrykk Donizettis í
Finnsku óperunni, Carmen eftir
Bizet í Konunglegu óperunni í
Stokkhólmi og La Traviata eftir
Verdi í Norsku óperunni. Þá mun
Mikko koma fram sem gestastjórn-
andi í Noregi, Svíþjóð, Belgíu,
Ástralíu og Japan næsta árið, eða
svo.
í mörg horn að líta
„Það er í mörg horn að líta og
fyrir vikið er ég sjaldan heima hjá
unnustu minni í Helsinki. En
þannig er þetta. Ég gæti aldrei
hugsað mér að vera njörvaður nið-
ur á einum stað. Það er svo fróð-
legt að kynnast nýjum stöðum,
nýju fólki og nýrri menningu, í
nánast hverri viku. Mér finnst ég
alltaf vera fróðari eftir dvöl á nýj-
um stað, ekki bara um þann stað og
menninguna þar, heldur líka um
menningu minnar eigin þjóðar, mig
sjálfan. Mikil vinna þýðir líka að
mér vegnar vel, ef mér gengi illa
fengi ég ekkert að gera. Eg er
meira að segja kominn í þá stöðu
að geta valið og hafnað - mér ber-
ast fleiri tilboð en ég get tekið.“
Mikko er eftirsóttur, um það er
ekki að villast. Samt hafa heyrst
raddir sem óttast að hann hafi stig-
ið of snemma á svið. Sjálfur
lærifaðir hans, Panula, hefur meira
að segja sínar efasemdir. I viðtali
við ritið Welcome to Finland 1998
skorar hann á menn að gjalda var-
hug við æskudýrkun. Hún stafi oft
aðeins af gróðahyggju. Tekur hann
Mikko sem nærtækt dæmi: „Þegar
umboðsmaður í Lundúnum gerði
hosur sínar grænar fyrir honum
virti hann orð mín að vettugi og
gekk honum á hönd. Ég óttast að
foreldrar hans hafi þar átt þátt í
máli. Nú þiggur hann svimháar
upphæðir fyrir að stjórna og litlar
hljómsveitir hafa ekki lengur efni á
honum. En hvar í ósköpunum á
hann að æfa sig?“
Mikko er kunnugur röddum af
þessu tagi og kveðst fólki þakklát-
ur fyrir að hafa áhyggjur af sér.
„Yfirleitt snýst þessi gagnrýni um
aldur minn, frægðarfýsn og að ég
sé leiksoppur umboðsmanna minna
í Lundúnum. í fyrsta lagi fer ekk-
ert á milli mála í samstarfi mínu
við umboðsmenn mína að það er ég
sem ræð ferðinni. Þeir vinna fyrir
mig, ekki ég fyrir þá. Ég vel og
hafna tilboðum, ekki þeir, til þess
hafa þeir enga heimild og engan
áhuga, ef því er að skipta.“
I annan stað kveðst Mikko þess
fullviss að aldur sinn skipti engu
máli. „Ég gæti litið á þessa gagn-
rýni sem móðgun en geri það ekki.
Hljómsveitarstjóri er ráðinn til að
stjórna tónlistarflutningi og taka
ábyrgð á starfi hljómsveitar það og
það skiptið. Það gildir einu hvort
hann er nítján ára eða níræður,
hann verður að sinna skyldum sín-
um. Hvernig honum tekst upp velt-
ur á hæfni hans, gæðum hljóm-
sveitarinnar og samvinnu þessara
aðila. Aldur kemur málinu ekkert
við!“
í þriðja lagi bendir Mikko á, að
hann hafi alla tíð reynt sitt ýtrasta
til að halda sér frá sviðsljósinu.
Hann veiti til að mynda aldrei við-
töl í heimalandi sínu og sárasjaldan
á öðrum stöðum. „Þegar ég veiti
viðtöl, eins og þetta, geri ég það í
virðingarskyni við hljómsveitir, til
að vekja athygli á tónleikum, ekki
til að vekja athygli á mér. Ég geri
mér fyllilega grein fyrir því að ég
er í aðstöðu til að verða „stjarna",
eins og það er kallað, en hef bara
ekki áhuga á því. Tónlistin er mín-
ar ær og kýr!“
I fyrrnefndu viðtali segir Jorma
Panula að Mikko eigi á hættu að
brenna út, þar sem hann ráðist svo
snemma til atlögu við helstu verk
tónbókmenntanna. Hvað hefur
hann um það að segja?
„Auðvitað eiga allir á hættu að
brenna út á einhverju stigi ferils-
ins, sama hvaða starf þeir stunda.
Það er mér Ijóst. Einmitt þess
vegna legg ég áherslu á að ofbóka
mig ekki, gæta þess að taka mér
alltaf gott frí inn á milli. í lok þessa
árs mun ég til dæmis taka mér al-
gjört frí í rúman mánuð, þótt verk-
efni hafi staðið til boða. Ég kann
nefnilega að meta þörfina fyrir
hvíld, þannig og aðeins þannig, get
ég haldið mér í toppformi. Þar fyr-
ir utan liggur mér ekkert á - tím-
inn er nægur!“
Afslöppun og flug
I ljósi þessa kemur ekki á óvart
að eftirlætis tómstundaiðja Mikkos
sé að slappa af. „Þegar ég er ekki í
vinnunni nýt ég þess að draga and-
ann, það dugar mér, þó það hljómi
kannski undarlega."
Mikko kveðst einnig vera félags-
lyndur og metur stundirnar sem
hann á með fjölskyldu sinni og vin-
um í Finnlandi mikils. Þá hefur
hann gaman af að hitta nýtt fólk og
kanna nýjar lendur - líta í kringum
sig, upplifa.
Mikko hefur líka hafið flugnám.
„Ég get vel ímyndað mér að flugið
eigi eftir að verða snar liður í
afslöppun minni í framtíðinni. Það
er varla hægt að hugsa sér betri
aðferð til að dreifa huganum frá
hljómsveitarstjórnuninni. Það stoð-
ar lítt að hugsa um sinfóníur, þegar
maður svífur um loftin blá.“
En hlustar hljómsveitarstjórinn
aldrei á tónlist í frístundum sínum?
„Jú, mikil ósköp. Ég er í raun
alæta á tónlist en hlusta mest á
dægurtónlist, popp, danstónlist. Þá
sjaldan ég dreg fiðluna fram fer ég
á veitingahús til að spila djass eða
danstónlist.“
Aldrei klassík?
„Nei, ekki í frístundum. Klassík-
in á hug minn allan þegar ég er í
vinnunni, þar fyrir utan vil ég gera
eitthvað annað. Þekkirðu einhvern
lækni sem er alltaf að skoða sjúk-
linga í frístundum?"
Tónleikarnir í kvöld leggjast vel
í Mikko. Hann ber Sinfóníuhljóm-
sveit íslands vel söguna, hún hafi á
að skipa færu og harðduglegu fólki.
Það kann hann að meta. Þá hafi
samstarfið verið með miklum
ágætum. „Það er gott að vinna með
SI og þó ég viðurkenni fúslega að
æfingar veiti mér yfirleitt meiri
ánægju en tónleikar eru forsend-
urnar fyrir góðum tónleikum svo
sannarlega fyrir hendi.“
Lloyd
Webber og
Judith Ing-
ólfsson
TONLEIKARNIR í kvöld eru í
Gulu röðinni en einkenni henn-
ar eru voldug hljómsveitarverk.
Alls verða sex tónleikar í röð-
inni í vetur.
5. nóvember stjórnar Rico
Saccani, aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar Islands,
tónleikum með sellókonsert
Edwards Elgars og verkinu
Plánetumar eftir Gustav Holst.
Einleikari verður Julian Lloyd
Webber en auk hans kemur
kórinn Vox Feminae fram á
tónleikunum.
Einar Jóhannesson klar-
ínettuleikari og Unnur Svein-
bjarnardóttir
víóluleikari
verða einleik-
arar í
Konsert fyrir
klarínettu og
víólu á tón-
leikum 3. des-
ember. Auk-
inheldur eru
á efnisskrá
Þriðja sinfón-
ía Roberts Schumanns og verk
Atla Heimis Sveinssonar,
Flower Shower. Hljómsveitar-
stjóri verður Stephen Mosko.
Gestir Sinfóníunnai- á tónleik-
um í Hallgrímskirkju 4. febrúar
verða Mótettukór Hallgríms-
kirkju undir stjóm Harðar
Áskelssonar og Bjöm Steinar
Sólbergsson orgelleikari. Flutt
verða Requiem og Orgelkonsert
eftir Jón Leifs og Sinfónía nr. 6
eftir Anton Brackner. Hljóm-
sveitarstjóri verður En Shao.
4. mars mun Edda Erlends-
dóttir flytja Píanókonsert nr. 27
eftir Mozart ásamt hljómsveit-
inni en auk þess verða 31. sinfón-
ía sama tónskálds og Þriðja sin-
fónía Felix Mendelssohns leikn-
ar. Tónsprotinn verður í höndum
Ricos Saecanis.
Lokatónleikar Gulu raðarinn-
ar verða haldnir 15. apríl og mun
Petri Sakari, fyrrverandi aðal-
hljómsyeitarstjóri SI, stjóma
þeim. Á efnisskrá era Sinfónía
nr. 10 eftir Dmitrij Sjostakovitsj,
svíta úr óperanni Vikivaka eftir
Atla Heimi Sveinsson, þar sem
Signý Sæmundsdóttir syngur
einsöng, og Fiðlukonsert nr. 1
eftir Sergei Prokofieff en þar
mun Judith Ingólfsson koma í
fyrsta sinn fram með Sinfóní-
unni. Hún vann, sem kunnugt er,
til fyrstu verðlauna í Alþjóðlegu
fiðlukeppninni í Indianapolis á
dögunum.
Judith
Ingólfsson