Morgunblaðið - 08.11.1998, Page 26
26 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
stofnfundur Samtaka Samtök í feröaþjónustu til þess að efla veg og vanda atvinnugreinarinnar í heild
Morgunblaðið/RAX
EITT fyrsta verk Samtaka ferðaþjónustunnar verður að marka afstöðu atvinnugrelnarinnar til umhverfismála. Myndin er tekln í Námaskarði.
Sterkur málsvari með sam-
ræmdar markaðsaðgerðir
Morgunblaöið/Ásdis
„ÞÖRFIN á heildarsamtökum í feröaþjónustu var orðin knýjandi," segja viðmælendur Morgunblaðsins úr hópi þelrra sem
unnið hafa að undirbúningi stofnunar Samtaka ferðaþjónustunnar. Frá vinstrf eru: Helgi Jóhannsson, Garðar Vilhjálms-
son, formaður Sambands bílalelga, Þorleifur Þór Jónsson, Ómar Benediktsson, Ema Hauksdóttir, Elnar Bollason,
Stelnn Logi Bjömsson og Steinn Lárusson frá Flugleiðum sem hefur einnig unnið að undirbúnlngnum ásamt Garðari.
feróaþjónustunnar
veröur haldinn
næstkomandi mió-
vikudag, en samtök-
unum er ætiaó aó
veróa sameiginlegur
vettvangur íslenskra
fyrirtækja sem stunda
rekstur á sviói
feróaþjónustu. Hanna
Katrín Friðriksen hitti
aó máli nokkra þeirra
aóila sem setið hafa
í undirbúningsnefnd
og komst aó því aó
stofnunin mun
marka tímamót í
þróun íslenskrar
feröaþjónustu sem
atvinnugreinar.
ILÖGUM Samtaka ferðaþjón-
ustunnar segir m.a. um tilgang
þeirra að samtökin skuli vera í
forsvari fyrir atvinnugreinina í
öllum þeim málum, þar sem fé-
lagsmenn hafi sameiginlegra hags-
muna að gæta og vinna að því að
ferðaþjónustan verði skilgreind sem
atvinnugrein. Ennfremur skuli sam-
tökin beita sér fyrir samræmdri og
aukinni markaðssetningu á ferða-
þjónustu, stuðla að skynsamlegri
nýtingu náttúru landsins, vinna að
aukinni menntun og þjálfun stjórn-
enda og starfsfólks og vinna að upp-
byggingu og vexti í ferðaþjónustu
með faglegum vinnubrögðum þar
sem áhersla er lögð á gæða- og um-
hverfismál.
Meðal þeirra sem unnið hafa að
undirbúningi stofnunar Samtaka
ferðaþjónustunnar eru Ema Hauks-
dóttir, framkvæmdastjóri Sambands
veitinga- og gististaða, Steinn Logi
Bjömsson, framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs Flugleiða, Ómar Benedikts-
son, framkvæmdastjóri Islandsflugs,
Þorleifur Þór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hópferðamiðstöðvar-
innar, Einar Bollason, framkvæmda-
stjóri íshesta og Helgi Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar í forföllum Gunnars
Rafns Birgissonar. Þau settust niður
með blaðamanni Morgunblaðsins til
þess að ræða vítt og breitt aðdrag-
andann að stofnun samtakanna,
helstu markmið og þau verkefni sem
brýnast er að samtökin takist á við.
„Hvatann má rekja til vinnu sem
samgönguráðuneytið setti í gang
með aðilum úr ferðaþjónustu um
stefnumótun í hinum ýmsu mála-
flokkum greinarinnar,“ segir Steinn
Logi. „Þessi vinna hófst árið 1995 og
niðurstöðunum var skilað í fyrra. Við
Ómar og Gunnar Rafn vorum í
markaðsnefnd sem var falið að koma
með tillögur um hlutverk opinberra
aðila og einkaaðila í sambandi við
markaðssetningu og markaðsstefnu
innan ferðaþjónustunnar. Þegar þær
tillögur voru komnar má segja að
framhaldið hafi strandað á þeirri
staðreynd að einkageirinn er svo
óskipulagður að ekki var hægt að
koma á viðræðum við ríkisvaldið með
einhverjar skuldbindingar í huga.
Það var alls óljóst við hvem ráðu-
neytið átti að semja.“
„En auðvitað nær sagan miklu
lengra aftur. Það hefur verið vaðið
yfir ferðaþjónustuna og hagsmuni
hennar sem atvinnugreinar vegna
þess að við höfum ekki verið skipu-
lögð og ekki átt okkur forsvarsmenn.
Ekki hefur verið tekið tillit til þarfa
ferðaþjónustunnar og óska sem
einnar stærstu atvinnugreinar lands-
ins og við höfum ekki fengið að koma
að stórum ákvörðunum stjómvalda
varðandi virkjunarmál, umhverfis-
mál, skattamál og fleira,“ segir
Steinn Logi. „Það má segja að grein-
in í heild hafi þannig verið gjörsam-
lega áhrifalaus varðandi stefnumörk-
um, fjárveitingar, lagasetningar og
ýmis hagsmunamál.“
Það kom svo í ljós þegar farið var
að ræða um skipulagt samstarf í
markaðsmálum að áhugi var fyrir
stofnun atvinnurekendasamtaka inn-
an ferðaþjónustunnar þar sem mark-
aðsmálin yrðu í sérsamtökum við
hliðina. „Til stendur að samtökin
stofni þannig markaðsráð og fái ríkið,
Reykjavíkurborg og önnur sveitarfé-
lög og ýmsa fleiri aðila sem skilgreina
sig ekki endilega í ferðaþjónustu, að
því borði, eins og oh'ufyrirtækin, Is-
landspóst og minjagripasala svo
dæmi séu tekin,“ segir Steinn Logi.
Aukin samkennd og
innbyróis virðing
„Það ber að líta á það að þessi
samtök eru ekki eingöngu stofnuð
sem málsvari okkar út á við, heldur
líka og ekki síður, til þess að koma á
aukinni samkennd innan greinarinn-
ar sjálfrar,“ segir Helgi Jóhannsson.
„Við eigum í samkeppni á heima-
markaði, en það eru þó miklu fleh’i
atriði sem sameina okkur en sundra.
I þeirri samkeppni sem íslensk ferða-
þjónusta á í við aðrar þjóðir skortir
aga og vandaðri vinnubrögð innan
greinarinnar. Það hefur ríkt ákveðin
tortryggni milli aðila innan okkar
eigin raða, en samtökin eiga eftir að
gagnast okkur sjálfum í því að auka
virðingu og skilning innbyrðis og þar
með að bæta vinnubrögð okkar sem
atvinnugreinar.“
Að sögn Þorleifs var það gjarnan
viðkvæðið þegar fyrirhuguð stofnun
var rædd á fundum á landsbyggðinni:
Af hverju er ekki löngu búið að stofna
þessi samtök? Þörfin hafi verið orðið
knýjandi. „Þetta hefur lengi staðið til,
en alltaf vantað herslumuninn," segir
Ómar. „Svo hefur líka þurft rétta
tímapunktinn til þess að shta tengslin
við ríkisvaldið og í framhaldi af fyiT-
nefndri stefnumótunarvinnu var hann
kominn. Það á að skipa nýtt Ferða-
málaráð um næstu áramót þannig að
það er góður tími núna tU þess að
taka á málunum,“ segir Ómar.
Hvaða áhrif mun stofnun þessara
nýju samtaka hafa á starfsemi
Ferðamálaráðs ?
„Eins og fram kemur í lögum sam-
takanna eru tvær stórar breytingar
fyrirhugaðar með stofnuninni. Ann-
ars vegar sú að við teljum að samtök-
in eigi að taka að sér að tala fyrir
hönd atvinnugreinarinnar og hins
vegar að við munum stefna að því að
markaðsverkefni Ferðamálaráðs fær-
ist yfir til markaðsráðsins sem mun
verða stofnað í samráði við hið opin-
bera. Ferðamálaráð mun þannig eiga
aðild að ráðinu,“ segir Steinn Logi.
Heilsteypt markaössetning
Er hugmyndin að markaðsráðið
taki að sér að gefa tóninn varðandi
ímynd lands og þjóðar erlendis?
„Okkar hugmyndir eru þær að
þetta markaðsráð vinni fyrst og
fremst að markaðssetningu erlendis
með því að móta og samræma þá
ímynd sem við viljum skapa okkur
þar,“ segir Ómar. „Eins og staðan
hefur verið hefur Ferðamálaráð ekki
haft bolmagn til þess að stjóma því
hver ímyndin á að vera og menn hafa
í raun hver í sínu homi getað gefið
misvísandi skilaboð þar að lútandi.
Við þurfum að hafa áhrif á að ferða-
þjónustan gefi heilsteypta mynd af
landi og þjóð og að þeir fjármunir
sem renna í markaðskynningu fari í
sama farveg þannig að þeir skili ein-
hverju til baka.“
„Okkur þykir líka tvímælalaust að
þetta markaðsráð þurfi að verða al-
gjörlega leiðandi í landkynningu á
Islandi,“ bætir Steinn Logi við.
„Þess vegna þarf að vinna að þessum
málum í samráði við yfirvöld og
Ferðamálaráð.“
Eru aðilar innan ferðaþjónustunn-
ar tilbúnir til þess að vinna saman að
þessum málum á þennan hátt?
„Hugmyndin er sú að menn geti
teldð þátt í mismunandi markaðs-
setningarverkefnum. Hver og einn
mun ekki setja fjármagn í einhver
óskilgreind verkefni, heldur getur
valið um farveg. Ef viðkomandi vill
leggja áherslu á sérstakt land eða
markhóp, getur hann gert það.
Markaðsráð mun gefa út verkefna-
skrá yfir auglýsingar, sýningar og
önnur verkefni, sem menn geta
skoðað áður en þeir ákveða hvar þeir
taka þátt í markaðssetningu," segir
Ómar. „En þó mun hluti fjármagns-
ins þurfa að fara í sameiginlegan
sjóð,“ bætir Þorleifur Þór við. „Það
verða allir að halda í regnhlífina."
„Við höfum fundið fyrir því að lítil
fyrirtæki úti á landi kvarta undan því
að vita ekki hvað þessi stóru fyrir-
tæki ætla að gera eftir eitt til tvö ár.
Þau vilja fylgja þeim í sinni markaðs-
setningu og það er eitt af því sem
vinnst með svona markaðsráði, það
er að menn fá samræmda áætlun
fram í tímann,“ bætir Erna við.
Sterkur þrýstihópur
Þið talið um að það hafí verið vað-
ið yfir ferðaþjónustuna sem atvinnu-
grein og ekki tekið tillit til óska
hennar og þarfa í ákveðnum stórum
máiaflokkum. Hvernig ætla samtök
ferðaþjónustunnar að taka á málefn-
um eins og skipulagi miðhálendisins