Morgunblaðið - 08.11.1998, Page 30
30 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
reikninga eða hjálpa til á annan
hátt,“ segja þau.
Björn, eiginmaður Amdísar,
byrjar að vinna hjá fyrirtækinu árið
1961, fyrst við lagerstörf og út-
keyrslu en síðai’ við sölumennsku
og innkaup. „Þá fyrst fékk móðir
okkar aðstoð við þessa þætti,“ segir
Ágúst. „Síðar kemur föðursystir
okkar Hanna Armann til starfa í
íyrirtækinu. Nú var hún móður
okkar til aðstoðar við sölu álnavör-
unnai’. Síðar tók hún við innkaupun-
unum af henni en Hanna starfaði
við fyrirtækið til ársins 1994.“
Félag íslenskra stórkaupmanna
beitti sér fyrir því um 1970 að reisa
sérhæfða heildsölubyggingu við
Sundahöfn. „Ljóst var að ef fyrir-
tækið átti að geta vaxið og dafnað
þá þurfti að stækka húsnæði þess.
Það var því ákveðið að taka þátt í
þessari uppbyggingu. Árið 1973
flutti fyrirtækið inn í 600 fermetra
húsnæði í Sundaborginni og þótti
okkur það mikið gímald en fyrir-
tækið hélt áfram að stækka og nú
erum við í húsnæði sem er vel á
þriðja þúsund fermetrar."
Árið 1971 taka þau systkini til
starfa hjá fyrirtækinu. Arndís byrj-
aði í sölumennsku við hlið móður
sinnar og Hönnu frænku. „Þetta ár
fórum við Bjöm í fyrsta skipti á
vömsýningu í Bellacenter í Kaup-
mannahöfn," segir Ai-ndís. „Náðum
við mjög hagstæðum samningum
við ýmis fyrirtæki sem þar sýndu og
seldu tískufatnað fyi-ir herra, döm-
ur og böm. Við þessa samninga
jókst mjög framboð okkar á fatn-
aði.“
Ágúst kom í byi’jun árs 1971 frá
London og tók til starfa hjá fyrir-
tækinu við bókhald og fljótlega tók
hann við fjármálunum og stjórnun.
„Heilsu fdður okkar var farið að
hraka og þegar við flytjum inn í
Sundahöfn er faðir okkar að mestu
kominn út úr rekstrinum og móðir
okkar hættir fljótlega eftir það,“
segir Ágúst.
Innkaupaferðir
til Hong Kong
„Við byrjum að fara í innkaupa-
ferðir til Hong Kong árið 1976.
Björn sá um þau innkaup og var
hann líklega einn af þeim fyrstu hér
á landi til að versla þar. Við höfðum
keypt fatnaðinn inn frá Evrópu en
erlendu fyrirtækin vom í auknum
mæli farin að láta framleiða fatnað-
inn í Hong Kong. Með því að versla
beint við framleiðendurna gátum
við fengið fatnaðinn á mun hag-
stæðara verði en áður.
Og þrem árum síðar byrjar kona
mín, Ánna María Kristjánsdóttir, að
vinna hjá fyrirtækinu en hún er
hjúkmnarfræðingur að mennt.
Fljótlega tók hún við heimilisdeild-
inni ásamt Hönnu.“
Eftir að Heildverslun Ágústs Ár-
mann flytur inn í Sundaborg hefst
samstarf heildsalanna í húsinu með
því að stofnað var fyrirtæki sem
kallaðist Frum. Fyrirtækið keypti
stóra tölvu og sá um alla tölvu-
vinnslu fyi’ir heildverslanirnar svo
og banka- og tollamál, einnig var
útkeyrsla sameiginleg. „Þannig
gátum við sparað mikinn kostnað,"
segir Ágúst. „Þróunin hefur þó
leitt til þess að þessi starfsemi er
komin inn í fyrirtækin aftur nema
hvað við erum í samstarfi við
Heildverslun Jóhanns Ólafssonar
um tölvumál en nýlega skrifuðum
við undir samning um tölvukaup
fyi’ir fyrirtækin.
Á undanförnum árum höfum við
verið að bæta við okkur vöruflokk-
um eins og íþróttavörum en við er-
um umboðsaðilar fyrir Puma,
Champion og Converse. Þá höfum
við verið að stækka herradeildina
hjá okkur en nú flytjum við inn al-
klæðnað fyrir herra meðal annars
frá 4 You, Gabba og Steven svo eitt-
hvað sé nefnt. Við höfum bætt við
okkur ýmsum nýjum kvenfata-
merkjum eins og Vila, Clah’e og
Fransa. Einnig höfum við aukið við
barnafatalínuna en við erum með
allan klæðnað á nýfædd börn og
upp í unglingaaldur fyrir utan skó.
Fatnaður frá Lego, Joha og Claire
Kids er nú vinsælastur.
Fyrir tólf árum byrjuðu þau að
vera með vörusýningar fyrir við-
skiptavini sína. „Við köllum þetta
mini-messu,“ segja þau. „Við fáum
Morgunblaðið/Ásdís
SYSTKININ ásamt mökum, en þau stýra fyrirtækinu, f.v. Björn K. Gunnarsson, Arndís Ármann, Anna María Kristjánsdóttir og Ágúst Ármann.
SANNKALLAÐ FJÖL-
SKYLDUFYRIRTÆKI
Eftir Hildi Einarsdóttur
AGÚST Ármann heildversl-
un var stofnuð árið 1946
og er því með elstu heild-
verslununum á landinu
sem enn eru starfandi. Faðir systk-
inanna Ágústs og Amdísar, Magnús
Ármann og kona hans Margrét
stofnsettu heildverslunina ásamt
föðurbróður Magnúsar, Ágústi Ár-
manni sem þá hafði verslunarleyfi.
Á þessum árum keyptu menn sér
svokallað borgarabréf sem veitti
þeim heimild til verslunarreksturs.
Ágúst hafði keypt slíkt bréf árið
1919 þá tuttugu og fimm ára gamall.
Að sögn þeirra systkina Ágústs
og Arndísar sem nú eru í forsvari
fyrir heildversluninni ásamt mökum
hófst reksturinn á innflutningi á
kvenfatnaði frá Ameríku, kápum,
kjólum og ýmsu fíneríi sem selt var
í kvenfataverslunum í Reykjavík.
Síðar fóru þau að flytja inn vefnað-
arvöru einkum frá Suður-Evrópu.
Einnig fluttu þau inn bátavélar og
ýmsar aðrar vörur sem þau fengu
leyfi fyrir. Á þessum árum var afar
erfitt að fá innflutningsleyfi og seld-
ist nánast allt sem flutt var inn.
Magnús þekkti vel til innflutnings-
verslunar því hann hafði starfaði í
mörg ár hjá heildversluninni Nath-
an og Olsen þar sem hann sá um
innflutninginn.
Á þessum upphafsárum var heild-
verslun Ágústs Ármann til húsa í
tveim litlum risherbergjum á
Klapparstíg 38. í risinu bjuggu
einnig þau Magnús og Margi’ét
ásamt bömum sínum þeim Ágústi
og Amdísi. Húsið átti Ágúst, fóður-
bróðir Magnúsar, ásamt systur
sinni, Katrínu Maríu, en þau bjuggu
á miðhæðinni.
Árið 1949 féll Ágúst frá og ári síð-
ar kom Andrés Bjamason, sem þá
var símritari, til starfa hjá fyrirtæk-
inu í hlutastarf. Sá hann um erlend-
ar bréfaskriftir. Málin þróast þannig
að Andrés verður síðar meðeigandi í
fyrirtækinu og starfar þar í fullu
starfi til ársins 1985. Verkaskiptingu
eigendanna var þannig háttað að
Magnús sá um fjármál og verðút-
reikninga. Andrés hafði erlendar
jafnvel fram undir morgun. Það var
ekki í ófá skiptin sem móðir okkar
svaf ekki neitt alla nóttin heldur brá
sér í bað í morgunsárið og var tilbú-
in að taka á móti viðskiptavinunum
þegar skrifstofan var opnuð klukk-
an níu.
Álnavaran var aðalsöluvaran
Árið 1960 voru innflutningshöftin
afnumin og stór hluti af þeim vörum
sem foreldrar okkar höfðu verið að
versla með fóru á frílista. Á þessu
sama ári kaupa foreldrar okkar sér
íbúð og var þá hægt að flytja skrif-
stofurnar upp í ris en jarðhæðin var
tekin undir lager. Á þessu tímabili
var álnavaran aðalsöluvara fyrir-
tækisins. Keypt var inn í 50 og 100
metra ströngum. Kaupmennirnir
sem þau skiptu við keyptu ekki
nema 5-10 metra hver úr strangan-
um. Þurfti því að handmæla efnið
og vefja því upp á nýjan stranga.
Breyttist eldhúsborðið hjá okkur
því í mælingaborð á kvöldin og féll
þetta starf oft í okkar hlut,“ segja
þau systkini. „Á þessum árum byrja
þau að flytja inn bamafatnað og
Tauscher-sokkabuxur sem voni
nýjung sem náði strax gífurlegum
vinsældum.“
Það verður aftur breyting á hús-
næðisskipan tveim árum síðar þeg-
ar systir Magnúsar sem hafði búið
á miðhæðinni á Klapparstígnum
flyst bui-tu. Var þá ákveðið að taka
allt fjölskylduhúsið eins og þau
'kalla húsið á Klapparstígnum undir
verslunameksturinn. Á þessum ár-
um fara þau að flytja inn ýmiss
konar heimilisvöru, eins og dúka,
handklæði og púða. Þau breikka
hjá sér kvenfatalínuna auk þess
sem þau flytja inn ýmsa fylgihluti
eins og hanska og slæður. Þau
hefja innflutning á undirfatnaði
meðal annars frá hinu þekkta fyrir-
tæki Triumph. Einnig byrja þau að
kaupa inn herrafatnað, eins og
skyrtur og sokka. Ágúst og Arndís
sem þá voru unglingar hjálpuðu til í
fyrirtækinu. „Um leið og við kom-
um heim úr skólanum vorum við
látin sendast, fara með vörur eða
vmsmpn/fflviNNuuF
Á SUNNUDEGI
► Ágúst Már Ármann er fæddur 1948 í Reykjavík. Hann lauk
prófi úr Verslunarskóla íslands árið 1969. Ágúst var við nám
og störf í London árið 1970 en þar starfaði liann hjá fram-
leiðslufyrirtækinu Silhouette. Ágúst er kvæntur Önnu Maríu
Kristjánsdóttur sem sér um heimilisvörudeild Ágústs Ármann
ehf. og eiga þau tvö börn.
► Arndís Ármann er fædd 1943 í Reykjavík. Hún er gagnfræð-
ingur frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar árið 1960. Arndís vann
í Verslunarbanka Islands á árunum 1961-1965. Maki Arndísar
er Björn K. Gunnarsson, sölustjóri hjá Ágústi Ármann ehf. Þau
eiga þrjú börn.
FJÖLSKYLDUHÚSIÐ á Klapparstíg, teikning eftir Sigfus Halldórsson.
bréfaski-iftir með höndum og Mar-
grét sá um innkaup og sölu á vörun-
um. Á þessum árum átti Magnús við
veikindi að stríða en sinnti samt sínu
starfi. „Það hvíldi því mikið á móður
okkar,“ segir Ágúst. „Hún var í
rauninni einn aðal drifki-afturinn í
fyrirtækinu þótt hún hefði aldrei
komið nálægt viðskiptum fyrr en
hún fór að starfa í heildversluninni.
Móðir okkar var afar nákvæm, hjá
henni stóð allt eins og stafur á bók.“
Nokkrum árum síðar var ákveðið
að færa heildverslunina á jarðhæð
hússins á Klapparstíg en það hús-
næði hafði verið leigt út. Til glöggv-
unar lesendum má geta þess að
veitingastaðurinn Pasta Basta er nú
þar til húsa. Á jarðhæðinni var út-
búin aðstaða fyrir skrifstofu og
söludeild. „Þó leið ekki á löngu þar
til húsnæðið var orðið svo þröngt að
ekki var hægt að taka upp vörur
nema á kvöldin og var þá unnið