Morgunblaðið - 08.11.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 08.11.1998, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ www.mira.is Ármúla 7, sími 553 6540, Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 5546300. Navico Axis RT-1200 25W vatnsvarin VHF báta- og skipataistöd 55 sjórásir og 16 forritaniegar einkarásir Vatnsheldni samkvæmt IP66/IP67 www.lstel.ls ««9». WStK 37 M*« siíuttéilii ti(0® »«wiki«wiítk S.. S!8i8-2®!fiiÐ RKEPPNI <5g> TOYOTA jj?;:lu 't&Míig-i F eg u r ð - Freisi Sí í/'vli rj. i»*V Va ''V.þIV'/íV'. fliAVí-'í'íií'í' 1 Í'W- %?. 10\i/ iVi'.i-iíjtV.sÍSTiÍu- f0! :?■: f,l’ .íf, -/■//; 0T{ %•■■ m mA wA <»S Hry,f Þ** W"iV rfMr, iw-ii'rí jjrfR f. <»r'. tí /'ffn fiV'f ICELANDIC Models .7 Dagbók frá Damaskus Allra þjóða kvikindum ægir saman 1 skólanum og blandast ágætlega MÉR fínnst konur sýnilegri hér en víða í arabalönd- um. Þær eru meira utan veggja heimilisins. Þá meina ég ekki endilega að þær séu allar í háum trúnaðarstöðum, það veit ég ekki enn. En þær sjást oftar á veitingastöðum, stundum tvær þrjár saman og engir eiginmenn sjáanlegir svo langt sem augað eygir. Og piltar og stúlkur hér virðast umgangast af mesta frjáls- ræði þótt ég vænti að þar sé sið- semin í hávegum höfð. Nú er ég að upplagi forvitin um fólk og því er á við heilan sjón- varpsþátt um samskipti kynjanna að sjá ungan strák og stelpu sitja tvö og ein á veitingahúsi, vera að drekka djús eða jafnvel bjór og það er engin frænka nærstödd. Horfa á þau tala saman: um hvað eru þau að spjalla? Um væntan- legt brúðkaup. Hvað þau vilja hafa í íbúðinni sinni, hvað þau vilja eignast mörg böm. I gær var ég svo sallaheppin að sitja nærri einu svona ungu pari þegar ég var eins og guðsengill að fá mér kapútsínó og þau voru bæði að drekka bjór, sem er rétt að taka fram að er ekki sterkur, í mesta lagi 3,5%. „Ég veit ekki hvort þú elskar mig,“ sagði hún og horfði á allt nema hann. „Þú hringdir ekki í gær. Ætlarðu þá að verða svona þegar við erum gift? Ferðu bara út með strákunum að drekka bjór eða arak og reykja vatnspípu eða spila bagammon og ég sit heima alein?“ Hún hafði hækkað röddina og kærastinn hennar vildi alls ekki að Konur eru sýnilegri í Damaskus og sjást óhikað á veitingastöð- um og án siðgæðis- varða skrafa ung- menni hvert við annað. Og áhyggjur þeirra eru ósköp ámóta og við þekkjum: hver elskar hvern nógu mikið? skrifar Jóhanna Kristjóns- dóttir eftir að hafa gert smáúttekt á mannlífinu. nærstaddir heyrðu hvað hann segði. Svo ég náði ekki svari hans. En hún hækkaði sig enn og sagð- ist ekki sætta sig við svoleiðis líf. „Það er gamaldags," hreytti hún út úr sér og fékk sér aðra sígar- ettu. Ég er ekki með á tæru hvernig þetta endaði en undir lokin hefur hann sjálfsagt sannfært hana um hvílíkur fyrirmyndar eiginmaður hann kæmi til með að verða og hún ætti því að vera glöð og góð. Svo leiddust þau í burtu og ég varð mikið fegin að vandamálin með ástina og allt það virtist leyst í bili a.m.k. I bekknum mínum ægir saman fólki af ýmsu þjóðerni, þar eru Ar- menar, Rússar allmargir, tveir Kínverjar, ein pólsk-rússnesk ný- gift Sýrlendingi, Frakkar, Banda- ríkjamenn, Hollendingar og Italir og nokkrir bandarískir Sýrlend- ingar sem hafa ekki lært móður- málið til hlítar og vilja gera á því bragarbót. Einn tyrkneskur íranskur Kúrdi og ekki sá glað- lyndasti sem ég hef hitt, segist aldrei hafa lært neitt í arabísku og fer þó einna léttast með það af okkur öllum að skrifa. A hinn bóg- inn getur hann varla stunið upp orði ef doktor Hazem vill fá hann til að segja sér frá starfsemi sagn- orða. Um daginn var próf í staf- setningu og vildi svo til að ég sat við hliðina á honum og naut góðs af færni hans. Dr. Hazem sagði ekki orð og sá þó að við vorum beinlínis að svindla. Yfirleitt er þetta kátt og hresst fólk. Við spjöllum saman utan skólatíma og menn bera saman bækur sínar og allir eru reiðubúnir að hjálpa öllum. í kvöld ætlum við flest á tónleika í AI Azem-höllinni. Við vitum ekki hverjir troða þar upp en síðan gæti verið útlit íyrir arkadrykkju fram eftir nóttu þar sem frí er í skólanum á morgun. Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR í NÓVEMBER Sala hafin á desembersýningan 3. - 4. - 5. - 10. - 11. - 12. DESEMBER um ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.