Morgunblaðið - 08.11.1998, Page 43

Morgunblaðið - 08.11.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 43^- MINNINGAR + Málfríður Guð- steinsdóttir var fædd í Reykjavík 12. júlí 1931. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- steinn Eyjólfsson, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans Guðrún Jóns- dóttir. Árið 1951 giftist Málfríður eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ólafi Diðrikssyni múr- arameistara, f. 23. apríl 1929, og eignuðust þau fiinm börn. Þau eru: Diðrik, f. 16. desember 1951, kvæntur Björk Kristjáns- Okkur langar til að minnast vin- konu okkar, Málfríðar Guðsteins- dóttur. Kynni okkar hófust haustið 1946 þegar við hófum nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Strax fyrsta veturinn var stofnað til vináttu sem ekki hefur borið skugga á í 52 ár, en síðan þá höfum við verið saman í saumaklúbbi. Æskuheimili Lillu, eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum, var á Laugavegi 34, hún var yngst í stór- dóttur, f. 9. nóvem- ber 1948; Helga, f. 13. janúar 1953, gift Jóni Friðriki Jóns- syni, f. 12. apríl 1953; Rúnar Steinn, f. 27. apríl 1956, kvæntur Steinunni Ástu Helgadóttur, f. 12. desember 1957; Sigurður, f. 26. ágúst 1957, kvænt- ur Ragnheiði K. Ni- elsen, f. 21. júlí 1959; og Ólafur, f. 16. febrúar 1963, kvæntur Kristínu Þorleifsdóttur, f. 9. október 1964. títför Málfríðar fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 5. nóvember. um systkinahópi og bjó við gott at- læti en barn að aldri varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína. Hún var góður félagi, hrein- skilin og skemmtileg. Okkur er það minnisstætt, að á æskuheimili hennar var plötuspilari sem var ekki mjög algengt á þeim árum og fannst okkur mikill fengur í því. Hún var íþróttakona góð og æfði bæði handbolta og sund á unglings- ánmum. Að loknu Kvennaskóla- prófi 1950 stundaði hún nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, hún hafði þá þegar kynnst Ólafi Diðrikssyni múrarameistara sem varð lífsföru- nautur hennar. Með dugnaði og samheldni byggðu þau sér fallegt og gott heimili í Langagerði 98 þar sem þau bjuggu lengst af, þau eign- uðust fimm mannvænleg börn, sem ólust upp við kærleika foreldranna. Lilla var listfeng og allt lék í hönd- um hennar og svo var hún snilling- ur við matargerð. Garðurinn við hús þeirra bar henni fagurt vitni, en þar ræktaði hún og hlúði að gróðri á þann veg að aðdáun vakti. Otal minningar eigum við um gleði- stundir á heimili þeirra enda voru þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Eftir að börnin stálpuðust fór hún út á vinnumarkaðinn og starfaði við saumaskap hjá TM-húsgögnum þar sem handbragð hennar hefur notið sín vel. Nú í sumar hætti hún störf- um og nýverið fluttu þau í þægilega íbúð sem hentaði þörfum þeirra vel og vonir stóðu til að geta notið ævi- kvöldsins saman en þá veiktist hún og lést eftir stutta en stranga sjúkrahúslegu 30. október. Við í saumaklúbbrium og makar okkar kveðjum góða vinkonu með miklum söknuði. Við þökkum ára- tuga vináttu og samfylgd og biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Óla, börnin og fjölskyldur þeirra á sorg- arstundu. Blessuð veri minning Málfríðar Guðsteinsdóttur. Saumaklúbburinn. MALFRIÐUR GUÐSTEINSDÓTTIR KRISTIN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR + Kristín Bjarney Ólafsdóttir fæddist á Dynjanda í Grunnavíkur- hreppi í Norður-ísa- ljarðarsýslu 21. febrúar 1922. Hún lést á Landspítalan- um 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. september. Elsku Stína frænka. Við höfum mikla löng- un til að skrifa um þig minningar- grein en gátum það ekki strax. Þú vildir ekki fara strax, þú áttir svo margt eftir að gera hér. Hvað þú barðist fyrir lífinu og varst svo ótrúlega dugleg og ekki hefði mann órað fyrir því að þú værir að fara ef við hefðum ekki vitað hvað hún varst mikið veik. Þú ert og verður alltaf hetja, hetja frá Dynjanda í Jökulfjörðum og Hornströndum. Á æskuslóðunum vildir þú svo sann- arlega vera, elsku frænka. I Furu- fjörðinn fórst þú gangandi yfir Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir; í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur vh’kum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útninninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skorarheiði, en á Dynjanda bjugguð þið Bubbi ykkur skjól sem var ykkar Paradís. Að- eins einu sinni tókst okkur, fjölskyldunum í Tungu, að heimsækja ykkur í fellihýsið á Dynjanda. Þvílík gleði að sjá ykkur taka á móti okkur, þið bein- línis ljómuðuð af ánægju yfir því að loksins værum við komin á hestunum að Dynjanda. Það er svo dýrmætt fyrir okkur sem eftir erum að hafa átt perlu eins og þig, Stína frænka. Við mótumst af þeim sem í kringum okkur eru og þú ert ein af þeim sem hefur geislað hlýju og kærleika sem aldrei verður frá okkur tekin, enda fædd inn í yndislega kærleiks- og faðmlagaætt. Ég vildi að allir væru eins heppnir og við. Við hugsum lengra aftur þar sem þú í ljósmóðurstörfum þínum fórst langar leiðir í snjó og brjáluðum veðrum til að hjálpa konu við barns- I Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri r.atiiim.iaiiaiii Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 burð. Þú sagðir okkur að stundum hefðir þú farið viku til hálfum mán- uði áður til að hjálpa til og sárast hefði verið að horfa upp á þegar lítið sem ekkert var til á barnið, stund- um bara ein flík. Oft voru ljósmóðurstörfin þér ör- ugglega erfið en gáfu þér ómælda gleði, því almættið vakti yfir þér og öllum þínum störfum. í farveru þinni, þegar þú sinntir konum og börnum, hugsaði Bubbi um börnin ykkar og heimilið ásamt sinni góðu systur,.Ónnu Bjarnadótt- ur o.fl. og þeim fórst það vel úr hendi eins og annað. Þakka þér fyr- ir, elsku frænka, að taka á móti bömunum okkar því þú hafðir svo góðar og hlýjar hendur og huga sem hjálpuðu til við að lina þraut- irnar. Elsku Bubbi, Svavar, Lóló, Kiddý og fjölskyldur. Við vottum ykkm- innilega samúð við missi eiginkonu, mömmu og ömmu. Umhyggjan og góðsemi hennar lifir í ykkur öllum og við vitum að við hittum hana síð- ar. Guð veri með ykkur. Linda og Guðni, Tungu. Ólöf Samúelsdóttir. SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík ♦ Símí 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - eiariig um helgar. Skreytiugar fyrir öll tilefni. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHé Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími; 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri t Þökkum öllum þeim, sem sýnt hafa okkur ómetanlega samúð og vináttu við andlát og útför dóttur minnar, eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Akrakoti, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem önnuðust hana. Anna Pálmey Hjartardóttir, Erlendur Sveinsson, Þorgerður Erlendsdóttir, Kristján Skúli Sigurgeirsson, Júlíana B. Erlendsdóttir, Guðbjörn Bjömsson, Sveinn Erlendsson, Soffía Sæmundsdóttir, Hugborg Erlendsdóttir, Einar Sigurjónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát elskulegs bróður okkar, BENEDIKTS SKÚLASONAR, Kaupmannahöfn, síðast til heimilis í Stillholti 8, Akranesi. Bergljót Skúladóttir, Einar Skúlason, Laufey Skúladóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Sigríður Skúladóttir, Skúli Ragnar Skúlason. r + Hjartanlega þökkum við þeim, er sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SÓLEYJAR SVEINSDÓTTUR frá Deplum í Fljótum, Gránufélagsgötu 22, Akureyri. Guðrún Tómasdóttir, Sigurður Þórðarson, Sigursveinn Tómasson, Anna Jónsdóttir, Sigríður Tómasdóttir, Anna Tómasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS J. SIGURÐSSONAR frá Búlandi, Vestmannaeyjum, Hrafnistu, Hafnarfirði. Björg S. Óskarsdóttir, Peter Kvaran, Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir, Magnús Matthiasson, Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hlýhug vegna andláts, JÓHANNESARJÓHANNESSONAR listmálara, Háteigsvegi 42, Reykjavík. Fjölskylda hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.