Morgunblaðið - 08.11.1998, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Brandara-
karlar í
geimnum
MANNKYNIÐ heldur áfram að
sigrast á sjálfu sér og metin eru
slegin eitt af öðru. Júrí Gagarín var
fyrstur út í geiminn. Neil Armstrong
var fyrstur til tunglsins. Nú síðast
voru geimfararnir í Discovery fyrstir
til að koma fram í spjallþætti Jay
Leno.
Geimhetjan John Glenn, sem er 77
ára, reyndi að vera skemmtilegur og
sagði brandara um bindi svífandi um
geiminn en hafði engan veginn við
_1Í yfirmanni geimskutlunnar, Curt
Brown, sem er 35 árum yngri og fór
á kostum.
I eitt skiptið var hann spurður af
Leno: „Lætur Glenn öldungadeOdar-
þingmaður stöðugt dæluna ganga
um hversu erfitt þetta hafi verið í
gamla daga, hversu þröngt, hversu
lítið, hversu heppnir þið ungu menn-
irnir eruð?“
„Reyndar ekki,“ svaraði Brown.
„Hann er ekki alltaf að því - aðeins
þegar hann er vakandi."
Veldu það sem er gott
Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum
[ sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá, færðu hvergi betra
yfirlit yfir dagskrá útvarps og sjónvarps og getur vaiið
það sem þér finnst gott. f blaðinu eru einnig fréttir,
myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og
fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni er dreift með
Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og á helstu
bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Hafðu Dagskrána alltaf við hendina.
Kemur út á miðvikudapinni
fntfJtmMðMfe | 4F
í allri sinni mynd!
ERLENDAR
Árni Johnsen
skrifar um nýjan geisla-
disk vísnasöngvarans
James Durst
Söngsmiður
sendir söng
heim til Islands
Á NÝJUM diski bandaríska þjóð-
laga- og vísnasöngvarans og söngs-
miðsins James Durst syngur hann
lög frá ýmsum löndum á tungum
viðkomandi landa og þar á meðal
er eitt lag íslenskt. James Durst
var hér á landi í tónleikaferð fyrir
27 árum og þá kenndi undirritaður
James sönginn Sofðu unga ástin
mín. Á hinum nýja diski James
Durst syngur hann á máli Víetnam,
ensku, dönsku, íslensku, söngva frá
Chile, Kína, Tyrklandi, Þýskalandi,
Indónesíu, Israel og Grikklandi, en
öll lögin frá þessum löndum eru
sungin á málum landanna.
Síðan 1965 hefur James Durst
haldið tónleika í 38 löndum, en
hann hefur sungið á alls 16 tungu-
málum. James hefur lagt kapp á
að syngja fyrir bæði börn og full-
orðna. Hinn nýi diskur James
Durst heitir My Country is the
World. Á diskinum eru mörg fal-
leg lög í vönduðum flutningi, en
auk þess að syngja leikur James
sjálfur á gítar. Meðal laga á disk-
inum er fallegt bandarískt lag eft-
ir Pete Seeger, angurvært lag frá
Víetnam, dönsk hefðbundin ball-
aða í þjóðlagastíl, Sofðu unga ást-
in mín sem er mjög vel flutt hjá
James á íslensku, rólegur Chile-
slagari, kínverskt lag með ljóð-
rænni melódíu og fjarrænum blæ
sem fylgir gjarnan þarlendri tón-
list, en í stuttu máli sagt er kín-
verski söngurinn fallegur ástar-
söngur. Þá er tyrkneskt lag, brúð-
kaupssöngur á hebresku, þýskt
þjóðlag, grískur ástarsöngur sem
jafnframt er sunginn á ensku, en
reyndar syngur James oft hluta
laganna á ensku og í diskumslag-
inu eru viðkomandi textar á upp-
runalegum tungumálum auk
ensku. Hver veit hvað það er sem
við köllum ást? heitir gríski ástar-
söngurinn. Einnig er barnagæla
frá Indónesíu, trúarlegur söngur
um borgarhliðin tólf, friðarsöngur
og söngur James sem heitir Ég er
mín eigin litla þjóð.
James Durst hefur í hyggju að
koma til Islands á næstunni og
halda tónleika, en sem fyrr segir
var hann hér á landi síðast 1971.
James syngur Sofðu unga ástin
mín bæði á íslensku og ensku,
gamla þýðingu á fyrsta erindinu
en eigin þýðingu á tveimur síðari
erindunum:
Sleep, my darling baby, sleep.
Rain is gently falling.
Mother will your treasures keep.
Hidden where the shadows creep.
Hush thee, my baby, night for rest is
calling.
Secrets hide ‘neath darkness wings.
Hewy is my dreaming
Oft I’ve seen black desert sand as brings
Death to the meadow and, green
growing things
Silent, the deadly glacial beckons
screaming.
Slumber now and waken late
Quiet, peaceful sleeping
Life, her son-ow soon vill relate
As sure as day will meet its fate
Often one loves, only missing, losing
and weeping.
Ford fýsilegastur
TIMARITIÐ People
hefur tilnefnt Harrison
Ford kynþokkafyllsta
mann ársins 1998.
Leikarinn, sem er 56
ára gamall, skýtur þar
með yngri mönnum ref
fyrir rass, en í sam-
keppni við hann voru
menn eins og Brad
Pitt, George Clooney, Harrison
Denzel Washington og p0rd
John F. Kennedy jr.
Aðeins einn annar miðaldra
maður komst á listann, en það
er að
honum
er gamla James Bond-
stjarnan, Sean Conn-
ery, sem þykir alltaf
jafn sætur þótt hárin
gráni. Harrison Ford
sagði í viðtali um til-
nefninguna að hann
geti nú ekki séð að
persónur þær sem
hann hafi túlkað á
hvíta tjaldinu séu eitt-
hvað sérstaklega kyn-
þokkafullar. En Ijóst
ekki eru allir sammála
í því máli.