Morgunblaðið - 08.11.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.11.1998, Qupperneq 64
-í MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYK.IAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK HÚSIÐ skíðlogaði þegar slökkvilið kom á vettvang rétt eftir kl. 8 í gærmorgun. * Bátasmiðjan Osey í Hafnarfírði eyðilagðist í stórbruna Tjónið er talið verða yfír 100 milljónir króna „PAÐ var sárt að horfa upp á fyrirtækið brenna til kaldra kola,“ segir Daníel Sigurðsson, emn eigenda vélaverkstæðisins og heildsölunnar Os- eyjar hf. í Hafnarfírði sem gereyðilagðist í mikl- um eldsvoða í gærmorgun. Daníel, sem hefur verið að byggja fyrirtækið upp á síðustu ellefu árum, segir að tjónið sé líklega vel yfír eitt hundrað milljónir kr. Fyrirtækið vinnur að ný- smíði á fjórum bátum og skemmdist einn þeirra mikið í eldsvoðanum. Slökkvistarfí var lokið um kl. 11 og hófst þá björgun verðmæta úr húsinu. Vaktmaður hjá Securitas gerði lögreglu í Hafnarfirði viðvart um brunann laust fyrir kl. 8 á laugardagsmorgun. Þegar Slökkviliðið í Hafnar- íírði kom að skíðlogaði í öllu húsinu, sem er um 2.000 fermetra skemma. Fengin var aðstoð frá Slökkviliðinu í Reykjavík þannig að á staðnum voru fjórir slökkvibílar auk þriggja tankbíla frá Holræsagerðinni og alls börðust 36 menn við eld- hafíð. Lögreglan lokaði Hvaleyrarbraut fyrir um- ferð þar sem gaskútar voru í byggingunni og höfðu að minnsta kosti fjórir þeirra sprungið áð- ur en slökkvilið kom á staðinn. „Það er skelfileg sjón að sjá þetta brenna svona. Þarna er allt ónýtt. Inni í húsinu er 50 tonna stálbátur sem við vorum að smíða og áttum að afhenda í desember. Það er ekki víst að mikið tjón hafi orðið á honum en þó er ljóst að lúkarinn er ónýtur. I húsinu voru önnur verkefni í gangi og auk þess urmull af tækjum og tólum. Tjónið er vel yfir 100 milljónir kr.,“ sagði Daníel. Mikil verðmæti í húsinu Húsið, sem stendur við Hvaleyrarbraut 32 og 34, er gamalt, en búið var að gera viðamiklar endurbætur á því á síðustu árum. Daníel sagði að mikil verðmæti væru fólgin í húsinu og þeim tækjum sem í því voru. Slökkvilið réðst strax til atlögu við eldinn í sunnanverðu húsinu þar sem hann var mestur. Þar voru flestir gaskútanna og náðist að kæla þá niður þannig að fleiri sprengingar urðu ekki. Þorsteinn Hálfdánarson, staðgengill slökkviliðs- stjóra í Hafnarfirði, sagði að nóg vatn hefði verið á staðnum en vont veður hefði sett strik í reikn- inginn. Við sunnan- og vestanvert húsið voru þrír 30 tonna bátar sem verið var að smíða. Slökkvi- liði tókst að verja þá gegn ágangi eldsins. Tvo bátanna var verið að smíða fyrir Feng í Ólafsvík, þriðji báturinn átti að fara til Rifs og sá fjórði til Grundarfjarðar. Daníel kvaðst vonast til þess að unnt verði að byggja fyrirtækið upp á nýtt. 30 starfsmenn eru hjá Osey og þar að auki var fyrirtækið verktaki í ýmsum verkefnum. Alls höfðu að öllu jöfnu 45 manns vinnu hjá fyrirtækinu. „Við ætlum að hefj- ast handa strax eftir helgi og ég geri ekki ráð fyr- ir því að neinn missi vinnuna. Við þurfum að koma okkur upp aðstöðu til þess að geta haldið áfram með þessi stóru verkefni okkar,“ sagði Daníel. Hann segir að engar tryggingar bæti alfarið tjón af þessu tagi. „Ég heid að tryggingar hafi samt verið í ágætu lagi,“ sagði Daníel. Heimssýningin í Hannover árið 2000 Kostnaðurinn gæti numið 200 milljónum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist vonast eftir að kostnaður Islands af þátttöku í heimssýningunni í Hannover árið 2000 verði ekki meiri en 200-250 (,-rnilljönir króna. Á næstunni verður settur á stofn samráðshópur sem verður falið að undirbúa þátttöku íslands. Gert er ráð fyrir að 40 milljónir gesta komi á heimssýninguna í Hannover, en um 8 milljónir komu á heimssýninguna í Lissabon, sem lauk fyrr á þessu ári. Halldór sagði , fiestar þátttökuþjóðirnar gerðu ráð fyrir að kostnaður við þátttök- una í Hannover yrði 2,5-8 sinnum meiri en kostnaður af þátttökunni við sýninguna í Lissabon. Kostnað- ur Islands væri óviss þar sem ákvarðanir hefðu ekki verið teknar um hvernig Island stæði að málum, en stefnt væri að því að kostnaður- inn yrði ekki meiri en 200-250 millj- ónir. Gert væri ráð fyrir að íslensk fyrirtæki tækju þátt í sýningunni í Hannover. Halldór sagði að í samráðsnefnd, sem skipuð yrði á næstunni, yrðu fulltrúar ráðuneyta, atvinnulífs, Rannsóknarráðs og Útflutnings- ráðs. Halldór sagði að Þýskaland væri afar mikilvægt viðskiptaland fyrir ísland og mikilvægt að efla enn frekar tengsl landanna. Þema sýn- ingarinnar væri maðurinn, náttúr- an og tækni. Þarna gæfist tæki- færi til að kynna stefnu íslands í nýtingu náttúruauðlinda, bæði að því er varðar sjávarfang og endur- nýjanlegar orkulindir, auk ferða- mála og sölu á afurðum okkar. Einnig gæfist tækifæri til að koma á framfæri tækniþekkingu Islend- inga. Morgunblaðið/Júlíus Leyniskjöl í ævisögu Steingríms FULLTRÚAR Bandai-íkja- stjórnar á íslandi lögðu allt kapp á að milda afstöðu Framsóknar- flokksins til Bandaríkjanna vor- ið 1956 eftir að Alþingi hafði samþykkt ályktun um brottfór vai-narliðsins. Beittu þeir meðal annars hálfopinbenim sjóðum Þjóðaröryggisráðsins sem ætl- aðir voru til baráttu gegn kommúnisma í heiminum til að styrkja skoðunarferð Steingríms Hermannssonai-, sem þá var ungur verkfræðingur og sonur formanns Framsóknarflokksins, um Bandaríkin þar sem hann hugðist kynna sér rafvæðingu dreifbýlisins. Þetta kemui- fram í leyniskjölum af bandaríska þjóð- skjalasafninu sem gerð eru opin- ber í væntanlegri ævisögu Stein- gríms, og kaflabrot birtast úr í B-blaði sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins. Leynd aflétt af leyniskjölum í bókinni kemur jafnframt fram að í kjölfar stjórnarmynd- unar Hermanns Jónassonar með þátttöku Alþýðubandalags- ins síðar um sumarið 1956 var styrkurinn dreginn til baka. Valur Ingimundarson sagn- fræðingur fékk leynd aflétt af áðurnefndum leyniskjölum og lét Degi B. Eggertssyni höfundi ævisögunnar þau í té. Fleiri skjöl á þjóðskjalasafni Banda- ríkjanna lúta að Steingrími og bregða þau birtu á það ná- kvæma eftirlit sem haft var með einstaklingum og athafna- mönnum á Islandi í algleymi kalda stríðsins og vitnar Dagur til þeirra í bókinni. ■ Beint/Bl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.