Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 8

Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KÆRU félagar, við skulum gefa aðalstjöruum Repúblikana gott klapp. ^ Morgunblaðið/Golli Skólinn skreyttur á Ari hafsins SJÖ ára krakkar í Austurbæjar- skóla hafa skreytt veggi á göngum skólans með myndum sem þau hafa teiknað og málað af nytjafisk- um við ísiand. Að sögn Maríu Pálmadóttur kennara eru mynd- irnar gerðar í tengslum við verk- efni sem börnin hafa unnið í nátt- úrufræði og samfélagsfræði í til- efni af Ári hafsins sem nú stendur yfir. Börnin hafa fengið ýmsa fiska, krabba og kuðunga ásamt fleiri sjávardýrum til að skoða í skólanum, en að sögn Maríu hafa foreldrar barnanna í sumum til- fellum sent skólanum forvitnilega fiska sem börnin hafa getað skoð- að. Siðaþing félagsráðgjafa Séríslenskar siðareglur fé- lagsráðgjafa Nanna K. Sigurðardóttir STÉTTARFÉLAG íslenskra íélags- ráðgjafa (SIF) heldur upp á Evrópudag félagsráðgjafa með sér- stöku Siðaþingi á Hótel Loftleiðum í dag. A Siða- þinginu verður meginá- hersla lögð á kynningu og umfjöllun um nýjar séríslenskar siðareglur fyrir félagsráðgjafa. Árs- hátíð félagsráðgjafa fer fram eftir þingið í kvöld. Nanna K. Sigurðar- dóttir, forrnaður siða- nefndar SIF, segir að Evrópudagurinn hafi reyndar verið í gær. „Við ákváðum að halda upp á daginn í dag eða daginn eftir Evrópudaginn. Að- alviðburðurinn felst í því að haldið verður svokallað Siða- þing og felst meginþungi þings- ins í kynningu og umfjöllun um nýjar og séríslenskar siðareglur félagsráðgjafa. A Siðaþinginu verður fjallað um siðfræði og fé- lagsráðgjöf, siðfræðikennslu í námi félagsráðgjafa og leitað eft- ir sjónarhorni starfandi félags- ráðgjafa og nema á nýju siða- reglurnar. Eftir framsögur verð- ur málefnið reifað í málstofum,“ segir Nanna og tekur fram að siðanefndin líti svo á að megin- hlutverk nefndarinnar sé að hvetja til umræðna um siðfræði- leg efni. Ekki að setja sig í dóm- arasæti eins og oft felist í starfi hefðbundinna siðanefnda. - Hafa félagsráðgjafar saknað þess að hafa ekki íslenskar siða- reglur? „Félagsráðgjöfum er nauðsyn- legt að hafa siðareglur að styðj- ast við enda koma ósjaldan upp siðferðileg álitaefni í tengslum við starfið. Islenskir félagsráð- gjafar hafa hingað til stuðst við alþjóðlegar siðareglur. Sérís- lenskra siðareglna eða leiðarljóss til að vinna eftir hefur vissulega verið saknað. Siðfræðiumræðan hefur heldur ekki verið nægilega lifandi í okkar röðum undanfarin ár.“ - Hvað tók langan tíma að móta siðareglurnar? „Siðanefndin var með siðaregl- urnar í vinnslu í um fimm ár. Safnað var efni úr mörgum átt- um, frá ólíkum löndum og siða- reglur margra sambærilegra starfsgreina skoðaðar. Á loka- sprettinum fengum við svo Vii- hjálm Árnason, heimspeking, til liðs við okkur til að reka smiðs- höggið á reglurnar." - Hver er megin- munurinn á íslensku og alþjóðlegu siða- reglunum? „I íslensku siða- reglunum er kveðið mun fastar að orði en í alþjóðlegu siðareglunum. í for- mála er byrjað á því að skil- greina samfélagslegan tilgang félagsráðgjafastarfsins. Grunn- hugsunin er virðing fyrir mann- gOdi og sérstöðu hvers einstak- lings og trú á getu einstaklings- ins til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Á félagsráðgjöfum hvíla skyld- ur og ábyrgð í tengslum við trún- að. Til marks um það er hægt að nefna að í löggildingu starfsheit- isins gilda sömu ákvæði fyrir fé- lagsráðgjafa og lækna. Fast er kveðið á um sjálfsá- kvörðunarrétt einstaklingins í ► Nanna K. Sigurðardóttir er fædd 6. apríl árið 1947 í Reykjavík. Nanna lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1967 og kenn- araprófi frá Kennaraskóla ís- Iands árið 1968. Hún lauk prófi í félagsráðgjöf frá Den Sociale Hojskole í Oðinsvéum árið 1978 og framhaldsnámi í klínískri fé- lagsráðgjöf, meistaraprófi (MSW), frá Smith College School for Social Work í Massachusetts í Bandaríkjun- um. Nanna er formaður siða- nefndar SIF og hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustu, við hjóna- og fjölskyldumeðferð auk kennslu og ýmissa sér- fræðistarfa. Maki Nönnu er Smári S. Sig- urðsson. Þau eiga tvo upp- komna syni og tvö barnabörn. reglunum. Stundum kemur fyrir að fólk leitar ekki til okkar af fúsum og frjálsum vilja. Þá þarf að gæta sérstaklega að öllu sem lýtur að trúnaði og réttindum skjólstæðingsins. Við vekjum sérstaka athygli á því að félagsráðgjafi má undir engum ki-ingumstæðum misnota þekkingu sína eða störf til að undiroka eða kúga skjólstæðing- inn. Félagsráðgjafanum er skylt að upplýsa skjólstæðinginn um rétt hans og aðstoða hann við að gæta réttar síns ef hann er ekki fær um að gæta réttar síns sjálf- ur.“ - Hvers vegna er siðfræðin fé- lagsráðgjöfum svona mikilvæg? „Félagsráðgjafinn er sjálfur aðalvinnu- tæki sjálfs sín. Hann hefur lítinn annan tækjabúnað með í för og þarf því að vera af- ar meðvitaður um störf sín og fram- komu. Við erum alltaf að vinna með fólki sem er í viðkvæmri stöðu, á við erfiðleika að etja eða er á krossgötum í lífínu. Þar þarf mikla varkárni og í raun og veru næmi til að nálgast þetta á fag- legan, mannlegan og siðferðilega réttan hátt.“ - Er Siðaþingið aðeins ætlað félagsráðgjöfum ? „Siðaþingið er fyrir félagsráð- gjafa og félagsráðgjafarnema. Við viljum beina athyglinni svo- lítið inn á við núna. Skerpa á vit- und félagsráðgjafa um siðfræði og hversu miklu máli siðfræðin skiptir í okkar starfi." Félagsráðgjaf inn er aðal- vinnutæki sjálfs sín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.