Morgunblaðið - 13.11.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 13.11.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/Omar Ingerslev SAMAN mynda þau ALBA: Agneta Christensen, Helen Davis og Poul Hoxbro. Dýrlingatón- list í Hall- grímskirkju Miðaldatónlistarhópurinn ALBA, ásamt félögum úr Vox Feminae, heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Tónleik- arnir eru á vegum Norðurljósa, tón- listarhátíðar Musica Antiqua. Flutt verður tónlist eftir þýsku abbadísina Hildegard von Bingen, sem uppi var á árunum 1098-1179 og á hún því 900 ára fæðingaraf- mæli í ár. Tónlistarhópurinn ALBA, sem er einn örfárra á Norðurlöndum sem sérhæfa sig í flutningi miðaldatón- listar, skipa þau Agnethe Christen- sen altsöngkona, Helen Davies sem leikur á miðaldahörpur og Poul Hoxbro sem leikur á pípur, saltara og trumbur. A miðöldum höfðu texti og tónlist sömu merkingu fyrir áheyrendum. Áskell Másson hlýtur norræn- an styrk NOMUS, Norræna tónlistar- nefndin, veitir styrki til tónlist- arverkefna samtals að upphæð kr. 344 þús. sænskar krónur til norrænna tónlistarverkefna. Meðal þeirra sem hljóta styrk er Áskell Másson fyrir tón- verkið FIN, 25 þús. kr. sænsk- ar. Par sem tungumál söngvaranna er ekki lengur í daglegri notkun reynir ALBA að endurskapa þessa vídd með því að tengja tónlistina goð- sögnum sem undirstrika innihald söngvanna. Þannig verða tónleik- arnir næstum að leikhúsi, þar sem ALBA býr til miðaldaandrúmsloft með tónlistinni sjálfri, án þess að nota leikbúninga eða mikinn fjölda hljóðfæra. ALBA hefur einnig kosið að gera gi-einarmun á trúartónlist og ver- aldlegri tónlist í þeirri trú að dýpsta reynslan fáist ef tónlistin samsvarar umhverfl sínu. Hildegard von Bingen Hin heilaga Hildegard, eins og hún var oft kölluð, var einn litrík- asti persónuleiki miðalda, spámað- ur, sjáandi, heimspekingur, læknir, rithöfundur, ljóðskáld og tónskáld. Hún hafði mikil áhrif á samtíð sína í trúarlegum og heimspekilegum efnum og páfar, þjóðhöfðingjar og lærdómsmenn sóttust eftir ráðum hennar. Eftir hana liggja mörg trú- arleg tónverk sem þykja afar merkileg hvað form og uppbygg- ingu varðar. í efnisskrá stendur m.a.: „Þessi tónlist var ekki samin fyrst og fremst með mannlega áheyrendur í huga - ekki til tónlist- arflutnings, eins og við hugsum um hann nú á dögum - heldur til iðk- unar. Hún var ætluð þeim sem sungu, og tilgangur hennar var að koma þeim í snertingu við guðdóm- inn.“ FOSTUDAGUR 13. NOVEMBER 1998 risi * °/„ U líllajnáarht^ Einniq (ra Ravensburger... FJölskylduspií * púsluspil • Þroskaspil Mólað eftir númerum Slmmtikfw ófýwmeram Clio heillaralla. Hann ertraustur, Ijúfurog lipur, með línurnar í lagi. Clio hefur alla kosti smábíls, en þægindi og öryggi stærri bíla. Helstu öryggisþættir: - ABS bremsukerfi - Loftpúðar - Fjarstýrð hljómtæki úr stýri og margt fleira RENAULT Bónvópqet Ármúli 13 Sími, söludeild 575 1220 Skiptiboró 575 1200 Verðfrá 1.188.000 kr. Prófkjör Sjátfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember _ Tryggju otefictti * Tryggjum varaþingmanni Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi öruggt sæti. á þing! Veljum Stefán Þ. Tómasson í 3. til 4. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.