Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 41
40 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 41
pN>r0MttM$íM§»
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÓVEÐURSSKÝ VIÐ
PERSAFLÓA
OVEÐURSSKÝIN hrannast nú upp á ný við Persafló-
ann vegna deilna Sameinuðu þjóðanna og íraks-
stjórnar vegna þeirrar ákvörðunar Saddams Husseins að
slíta allri samvinnu víð vopnaeftirlitsmenn SÞ. Þeir eru
allir farnir frá landinu og borgarar vestrænna ríkja hafa
verið hvattir til að yfirgefa Irak hið fyrsta, svo og Kúveit
og Israel. Meira að segja hluti starfsfólks sendiráða vest-
rænna ríkja í þessum löndum hefur verið fluttur á brott.
Þetta sýnir þá miklu spennu, sem komin er upp í Mið-
austurlöndum í kjölfar framferðis Saddams Husseins.
Ekki er lengra síðan en í febrúar, að Saddam Hussein
gerði samkomulag við Kofi Annan, framkvæmdastjóra
SÞ, um fyrirkomulag vopnaeftirlits samtakanna í landinu,
en nokkru áður hafði einræðisherrann gert starfsmönn-
um þess ókleift að starfa í landinu. Vestræn ríki undir
forustu Bandaríkjanna hótuðu þá hernaðaraðgerðum færi
Saddam ekki að samþykktum Oryggisráðs SÞ. Kofi Ann-
an tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir vopnuð átök
í það sinn. Sama staða er nú komin upp aftur. Þrátt fyrir
þær hörmungar, sem harðstjórinn hefur leitt yfir þjóð
sína, hefur hann ekki ljáð máls á áframhaldi vopnaeftir-
lits í landinu, en það hefur fyrst og fremst snúist um leit
að ummerkjum á framleiðslu Iraka á eiturefna- og sýkla-
vopnum.
Miklir liðsflutningar eru nú hafnir á ný til Persaflóa-
svæðisins af hálfu Bandaríkjamanna. Er jafnvel talið
styttra í loftárásir á Irak en flestir hefðu talið líklegt mið-
að við fyrri deilur SÞ og Saddams Husseins. Hann hefur
reynt svo á þolrif margra aðildarríkja SÞ með framferði
sínu, að kveikiþráðurinn er orðinn stuttur. Ohugsandi er
fyrir umheiminn, að slíkur maður, sem Saddam Hussein
er, hafi gereyðingarvopn undir höndum.
UMHYERFISVERÐLAUN
ÞAÐ ER MIKIÐ fagnaðarefni, að norrænu umhverfis-
verðlaunin, sem afhent voru í fyrradag, féllu til ís-
lenzks vísindamanns, dr. Ólafs Arnalds hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins, fyrir verkefni hans: Jarðvegs-
vernd. Verðlaunin eru verðskulduð viðurkenning á starfi
hans, rannsóknarhópsins sem með honum vann og ís-
lenzkra fræðimanna á þessu sviði. A það má minna, að
Landgræðsla ríkisins á að baki 90 ára starf og að Islend-
ingar búa yfir tækni, þekkingu og reynslu á sviði land-
rofs, sem fáar þjóðir hafa.
Næsta verkefni verðlaunahafans og samstarfsmanna
hans er ekki síður merkilegt: Nytjaland. „Hugmyndin er
að afla upplýsinga um bújarðir landsins, nytjalandið,"
segir verðlaunahafinn í viðtali við Morgunblaðið í gær,
„og styðja þá um leið við þá, sem vilja nýta landið á
ábyrgan hátt.“ Vel þarf að styðja verkefni af þessu tagi.
Mergurinn málsins er að rækta upp land okkar og nýta
gróðurlendið á ábyrgan hátt.
BARNVÆNT ÞJÓÐFÉLAG
MIKILL SKORTUR er á vist fyi'ir börn hjá dagmæðr-
um í vesturbæ Reykjavíkur og miðbænum, eins og
fram kom í frétt í blaðinu í gær. Ástæðan er sú, að sögn
Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Dagvistar barna, að
þensla á vinnumarkaði veldur því að fólk sækir síður í störf
af þessu tagi, starfandi dagmæðrum hefði því fækkað að
undanförnu. Sagði Bergur að vandræðaástand væri hjá
sumum foreldrum en Dagvist barna hefði engin úrræði fyrir
þá.
Það var í raun aðeins spurning um það hvenær þetta
gerðist en ekki hvort. Vistun hjá dagmæðrum er eina úr-
ræði foreldra ungbarna sem þurfa að hverfa aftur til starfa
eftir sex mánaða fæðingarorlof en dagheimili borgarinnar
taka börn yflrleitt ekki inn fyrr en þau hafa náð tveggja ára
aldri. Hér er augljóslega úrbóta þörf en lausnirnar geta ver-
ið af ýmsu tagi. Æskilegast er þó að gera foreldrum kleift að
vera með börnum sínum lengur en nú er. Það mætti annars
vegar gera með því að lengja fæðingarorlof foreldra og hins
vegar með sveigjanlegum vinnutíma. Þetta kallar á sveigj-
anleika af hálfu vinnuveitanda eða svigrúm í kjarasamning-
um.
íslendingar vilja gjarnan telja sig búa í barnvænu þjóðfé-
lagi. Brotalamir sem þessar eru ekki til merkis um það.
Alþjóðlegt innkaupa-
fyrirtæki nauðsyn
Morgunblaðið/Skapti
Engir hausar skornir lengur á Lade gaard
ODD Reitan, stofnandi og forstjóri
Reitangruppen, í höfuðstöðvum fyrirtækisins;
Lade býlinu í Þrándheimi. Myndin að baki
honum er eftir málarann Tidemann frá árinu
1846. Reitan segir um myndina: „Þetta atvik
gerðist árið 994. Hákon jarl, sem er sá fremri
á myndinni, var ákaflega mikill kvennamaður
og sendi skilaboð til bænda á svæðinu að þeir
yrðu að gjöra svo vel og senda dætur sínar til
hans á Lade gaard þegar hann færi fram á
það. Þar naut hann lífsins með þeim og sendi
að því loknu aftur til síns heima. Hann varð
afar óvinsæll meðal bænda vegna þessa og
þeir settu fé til höfuðs honum. Einn varð-
manna hans stóðst ekki þá freistingu og á
myndinni er hann í þenn mund að gera jarlinn
höfðinu styttri.“ Reitan bætti svo við með
bros á vör: „Nú eru breyttir tímar á Lade
gaard. Hér eru engir hausar skornir lengur,
nú erum við í því að skera niður matvæla-
kostnað heimilanna!"
Odd Reitan dvaldi
löngum í matvöruversl-
un föður síns í Pránd-
heimi sem barn og seg-
ist hafa ákveðið 14 ára
að aldri að koma á fót
keðju slíkra verslana.
Pessi 47 ára Norðmað-
ur er nú forstjóri
Reitangruppen sem
keypti á dögunum 20%
hlut í Baugi, eignar-
haldsfélagi Hagkaups,
Nýkaups og Bónuss.
Skapti Hallgrímsson
hitti Odd í Þrándheimi
og komst m.a. að því að
hann getur vel hugsað
sér að eignast stærri
hlut í fyrirtækinu.
HARALDUR konungur
hárfagri ríkti í Noregi
fyrir um 1100 árum. Að-
setur hans var í Þrænda-
lögum, nánar tiltekið á
Lade býlinu sem nú er innan bæjar-
marka Þrándheims. Olafur Ti'yggva-
son, konungur Noregs 995-1000 bjó
einnig á Lade gaard og í víkinni þar
fyrir neðan er talið að hann hafí smíð-
að hið fræga víkingaskip sitt, Orminn
langa. Ymsir jarlar og önnur stór-
menni hafa búið á þessum stað gegn-
um aldirnar en húsbóndi á Lade gaard
nú er Odd Reitan, kaupsýslumaður,
sem líklega má nefna kónginn á norska
matvörumarkaðnum en hann herjar á
flaggskipi sínu, REMA matvöraversl-
anakeðjunni, á hin ýmsu lönd álfunnar
um þessar mundh’. Fyiirtæki hans,
Reitangruppen, keypti býlið 1992 og
þar eru nú höfuðstöðvar þess. Býlið
hefur verið gert upp og er hið glæsi-
legasta.
REMA 1000 er ein stærsta keðja
matvöruverslana í Noregi. Hún hefur
stækkað ört síðustu ár og numið land
víða um Evrópu. I anddyri aðalbygg-
ingar Lade gaard er skilti með upplýs-
ingum þar að lútandi. Fjöldi RÉMA
verslana hefur verið sem hér segir: 277
í Noregi, 12 í Svíþjóð, 52 í Danmörku,
16 í Eistlandi, 57 í Póllandi, 19 í Tékk-
landi, 11 í Slóvakíu, 3 í Lettlandi, 6 í
Litháen og 11 í Ungverjalandi. VersL
anirnai' eru því alls 464 í 10 löndum. I
samtalinu við Reitan kemur reyndar
fram að hann hefur dregið sig út úr
rekstrinum í Svíþjóð og Tékklandi af
sérstökum ástæðum.
Odd Reitan er glaðvær maður.
Brosmildur og gerir gjarnan að gamni
sínu. Er með mikið enni og mógult hár,
eins og segir í kvæðinu. Mikið hár og
mikið skegg. Nokkuð víkingalegur,
sem er vel við hæfi vegna dvalarinnar
á Lade gaard. Hann er fráskilinn, á tvo
uppkomna sonu sem báðir eru í námi
og koma til starfa í fyrirtæki hans að
því loknu. REMA verslanakeðjan hef-
ur átt mikilli velgengni að fagna heima
fyi'ir og víða annai's staðar, en hver er
ástæða þess að Odd snýr sér að Islandi
í viðskiptum sínum? Það er fyrsta
spurningin sem blaðamaður leggur
fyrir hann þegar sest er niður í höfuð-
stöðvunum:
„Segja má að aðdrag-
anda þess megi í raun
rekja allt til þess þegar ég
hitti Jóhannes [Jónsson,
kaupmann í Bónus] íyrir
nokkrum árum á Fomebu
flugvelli í Ósló. Hann hafði
séð í dagblöðum að REMA væri að
færa út kvíarnar og þess vegna vildi
hann hitta mig og heyra hvað væri um
að vera. Hann var byrjaður með Bónus
og hafði hrifist af REMA. Hvernig
verslanakeðjan er byggð upp - af sér-
leyfiskerfi okkar. Og í stuttu máli þá
líkaði okkur Jóhannesi strax vel hvor-
um við annan; komumst að því að við
erum ákaílega líkh'; sennilega álíka
geggjaðir!" segir Odd og hlær hátt.
„Eg sagði við Jóhannes síðar, efth'
að við höfðum verið í sambandi
nokki'um sinnum og ég komið í heim-
sókn til íslands, að ef hann hugsaði sér
einhvern tíma að leita sér að viðskipta-
félaga yrði hann að hi'ingja í mig(!); ég
kvaðst viss um að við gætum komið
einhverju góðu til leiðar í viðskiptum
vegna þess að við næðum óvenju vel
saman. Þegar ég heyrði svo að Jó-
hannes væri kominn í samstarf með
Hagkaupsmönnum hringdi ég í hann
og spurði hvers vegna í andsk... hann
hefði ekki hringt í mig!“ segir Odd og
hlær enn hærra en áður.
Hann segir að þegar leit hafi hafist
að hugsanlegum samstarfsaðila, þegar
hlutabréf sem Fjái-festingarbanki ís-
lands og Kaupþing keyptu í Baugi
voru aftm' til sölu, hefði verið eðlilegt
að Jóhannes hefði samband við sig.
„Þeir feðgar [Jóhannes og Jón Asgeir]
komu svo í heimsókn til að sjá og
heyra hvernig gengi hjá okkur og
hvernig við störfuðum nákvæmlega.
Við viljum færa út kvíamar, viljum
byggja upp alþjóðlegt net með sam-
starfsmönnum okkar, sérstaklega í
þeim tilgangi að styrkja okkur á inn-
kaupasviðinu með framtíðina í huga.
Og mér finnst að fyrst við enim að
koma REMA út um alla Evrópu, sé
heimskulegt að sleppa Islandi - jafnvel
þó það sé lítið. Og með þessum hætti
getum við náð fótfestu þar í samstarfí
við þetta sterka fyrirtæki og þennan
duglega mann, sem mér finnst hafa
gert sérstaklega góða hluti,“ segh' Odd
og á við Jóhannes í Bónus. „Ein
ástæða þess að ég hef áhuga á að taka
þátt í viðskiptum á íslandi er því sú að
með þeim hætti get ég fjölgað styrkum
stoðum undir innkaupafyi'irtækið sem
ég nefndi og tel nauðsynlegt að
stofna."
En skyldi Odd Reitan hafa sett sér
einhver sérstök markmið varðandi
reksturinn á Islandi?
„Nei, það er ekki takmark mitt að
breyta neinu strax vegna þess að fyrir-
tækið hefur verið mjög vel rekið og
þai’ unnið gott starf. Aðalmálið er að
við getum fullvissað okkur um að fyrir-
tækið styrkist enn frekar til lengri
tíma litið.“
Að öðru leyti segir hann aðal mark-
miðið í raun alltaf það sama; að hafa
vöruverð eins lágt og kostm' er og
hann segist í dag stefna að því að verð
matvæla verði enn lægra en það er nú
og það sé mögulegt. „Ég hygg þó að
það verði ekki alveg strax en ef við bú-
um okkur vel undir framtíðina - þar
sem mjög hart verður barist - er það
mögulegt, en til þess verðum við að
stofna mjög sterkt innkaupafyrirtæki.
Því það verður stríð í þessum viðskipt-
um í framtíðinni!" segh' Odd og brosh'.
Hann er bersýnilega keppnismaður og
hlakkar til baráttunnar sem fi-amund-
an er. ,Aðalatriðið fyi'ir okkur er að
slíkt iyrirtæki geti orðið hluti af Evi'-
ópudraumi mínum, og ég held að Jó-
hannes geri sér gi-ein fyrir því að það
er nauðsynlegt að vera með alþjóðleg
sambönd, sérstaklega varðandi inn-
kaup. Að mínu mati er mögulegt að
REMA og samstarfsfyrirtæki okkar
komi á fót alþjóðlegu innkaupaíyrh'-
tæki, sem yrði staðsett einhvers staðar
á meginlandinu, til dæmis í Berlín.
Slíkt er ekki auðvelt í dag vegna þess
hve reglur eru mismunandi eftir lönd-
um. Ekki er hægt að flytja hvaða vöru
sem er hvert sem er og ég verð að
segja að ástandið er ekki rökrétt. Nú
er til dæmis hægt að kaupa norskrar
vörur ódýrari í Danmörku en hér
heima í Noregi! Ég hygg hins vegar að
eftir fáein ár, jafnvel 2001 þegar aust-
ur-evrópsk lönd verða hugsanlega
komin í Evrópusambandið, verði ein-
hverju samræmi komið á og að allar
verslanakeðjur í Evrópu sitji við sama
borð. Slíku er ekki að heilsa í dag.“
Annað atriði sem hann nefnir sem
ástæðu fyrir því að hann ákvað að
kaupa hlut í Baugi, er að hann segist
sannfærður um að verkefnið sé
skemmtilegt. „Það er gaman
að starfa með fólki sem
manni líkar vel við - það
skipti ekki minnstu máli
þegar ég ákvað að taka þátt í
þessum viðskiptum á Is-
landi."
Odd Reitan er ekki tilbúinn að upp-
lýsa hve mikið hann greiddi fyrh' 20%
eignarhlut í Baugi. „Vegna þess að við
komum okkur saman um að segja ekki
neitt um það strax. Við þurfum að
ræða vel um framtíðina, hvernig við
viljum skipuleggja starfsemi félagsins.
Því er betra að bíða með þær upplýs-
ingar þar til við vitum nákvæmlega
hvernig við sjáum framtíðina fyrh'
okkur. En ég get þó sagt að þessi 20%
kostuðu mikla peninga! Þegar i Ijós
kemur hvernig við hugsum okkur
ft'amtíðina og þegar samningar þar um
verða í höfn veit ég hvað við þurfum að
setja mikla peninga í fyrirtækið.“
Reitangruppen er nú næst stærsti
hluthafi í Baugi en Gaumur er stærstur
með 25% eignarhlut. Það félag er í eigu
feðganna Jóhannesar og Jóns Asgeirs
og fjölskyldna þein'a. Fjárfestingarfé-
lag í Lúxemborg á 20% hlut í Baugi og
líkm' eru á að þau hlutabréf verði boðin
til sölu áður en langt um líður. Odd seg-
ir vel koma til greina að hann reyni að
eignast stæm hlut í félaginu. „Já, það
er möguleiki,“ segir hann þegar bi'éfin í
Lúxemborg ber á góma og kveðst
munu fylgjast með framvindu mála þar
á bæ.
Þó svo norskar matvörur séu ódýrari
í Danmörku en Noregi, eins og hann
nefndi áðan, er honum hins vegar ekki
kleift að kaupa þær í Evrópusam-
bandslandinu Danmörku og flytja aftur
til Noregs í því skyni að selja. „Það er
grannt fylgst með því að við stundum
ekki slíka iðju og keðjur í fleiri löndum
standa frammi fyi-ir þessu vandamáli.“
Stóru keðjurnar séu hins vegar það
sterkar að þær flytji eigin vörur milli
landa í stórum stíl, þar sem það sé
leyfilegt. Nefnii' Aldi í Þýskalandi, sem
flytji eigin vörur innan Evrópusam-
bandsins, t.d. til Danmerkur. ,Astæða
þess að við erum samkeppnishæfn'
núna í sumum löndum Austur-Evi'ópu,
til dæmis Póllandi, er sú að stóru þýsku
keðjurnar geta ekki fai-ið með vörur
sínar yfír landamærin og verða þai' af
leiðandi að kaupa vörur ft-amleiddar í
Póllandi á sama verði og við. Það gæti
hins vegar orðið vandamál í framtíðinni
þegar þeir stóru geta flutt eigin vörur
hvert sem er; þeir era mörgum sinnum
stæn'i en við og eru því gífurlega sterk-
ir fjárhagslega. Ég get nefnt sem dæmi
að Marks og Spencer í Englandi hagn-
aðist í fyn-a um 12 milljarða norski'a
ki'óna [um 113 milljarðar íslenski'a
ki'óna] - sem er nánast það það sama
og veltan var hjá okkur! Til að geta átt
einhverja möguleika á að keppa við
þessai' risakeðjur í fi'amtíðinni verðum
við því, REMA, Baugur og litlar keðjur
í fleh'i löndum, að byggja brýr okkar á
milli; koma á fót einhvers konar sam-
starfshópi - innkaupafyrh'tæki fyrir
allar keðjurnai'. Gerist það ekki gleypa
þeir okkur, þessir stóru. Ég er hins
vegar sannfærður um að „kóngarnir" á
þessu sviði í hverju landi fyrir sig geta
fai'ið að vinna saman og þeir verða að
gera það. Það er ekki mikið vit í fyrir-
komulagi á innkaupum í dag en það
verður breytt eftir tvö til þrjú ár. Ég
tel því mikilvægt fyrir okkur að búa
okkur vel undh' breytingarnar, að við
leggjum ti'austan grunn að einhverju
stóru.“
Verður hinn venjulegi Islendingur
vai' við einhverjar breytingar í verslun-
um Baugs efth' að Reitangruppen
kaupir sig inn í fyrirtækið?
„Nei, vegna þess að þær hafa gengið
vel. Bónus er til dæmis rekið eftir
sömu hugmynd og REMA. Við gætum
svo sem breytt Bónus í REMA ef við
vildum en það þjónar engum tilgangi
vegna þess að Bónus er mjög sterkt og
þekkt fyrirtæki á Islandi og það verður
áfram rekið með óbreyttum hætti."
Odd Reitan sér hins vegar fram á
afturhvarf til fortíðar í rekstri REMA
1000 verslananna á næstu árum. „I
sumum búðanna er í dag meira vöruúr-
val en nauðsyn krefur. Bónus hefur
haldið í þær hugmyndir sem hafðar
voru til grandvallai' þegai' fyrirtækið
vai' stofnað en verslanir okkar hafa
breyst nokkuð í áranna rás. Vöruúrval-
ið er meira en var og kostnaðurinn hef-
ur því aukist en við erum aftm' á leið til
baka á byrjunaireit; við viljum hverfa
aftur til þess eins og REMA vai' í upp-
hafi og ég hygg að eftir tvö ár verði
búðh' okkar orðnar líkai'i Bónus en í
dag. Að þjónustan verði ekki alveg jafn
mikil og nú, vöruúrvalið verði minna en
verðið enn lægi'a. I upphafi var REMA
nákvæmlega eins og Bónus er í dag og
við viljum hverfa aftur til þess.“
REMA, verslanakeðja Reitan-
gr-uppen, og RIMI eru tvær stærstu
keðjur matvöruverslana með þessu
sniði í Noregi að sögn Odds Reitan.
Hann er ánægður með samanburð
þeirra tveggja, sem hann segir fyrir-
tæki sínu í hag. „RIMI er með tvöfalt
fleh’i búðir en við en veltan er tvöfalt
mem hjá okkur í hveiri verslun.“ Hann
segh' baráttuna við RIMI líkjast stríði
en segist mjög ánægður vegna þess að
rannsóknir fyi'irtækis síns sýni að
verðmunur milli fyrirtækjanna tveggja
sé að aukast; „þeir eru með of litlar
verslanh' og það er ekki nægilega ár-
angursríkt. Verðmunurinn er meiri nú
en nokki'u sinni fyrr.“
Frá því REMA vai' hleypt af stokk-
unum á sínum tíma hefur verslanakeðj-
an ætíð skipt við sömu heildsalana;
þrjú fjölskyldufyrirtæki, sem síðustu
ár sinntu því eingöngu að selja REMA.
„Nú höfum við nýlega keypt þessi inn-
kaupafyrh'tæki. Komumst að sam-
komulagi við eigendur þeirra í fyn’a að
óhjákvæmilegt væri að þau sameinuð-
ust REMA og fjölskyldurnai' sem ráku
fyrirtækin þrjú eiga nú um 10% hlut í
REMA í Noregi. Kostnaðurinn hefur
lækkað mikið fyrir vikið og nú er öllu
stjórnað frá einum stað - fyrirkomu-
lagið það sama og hjá Jóhannesi í Bón-
us.“
Hefur þú leitt hugann eitthvað að því
að flytja hugsanlega einhverjar ís-
lenskar vörur út?
„Við höfum ekki rætt um það en ég
vona að þegar við verðum búnir að
koma á fót þessu alþjóðlega innkaupa-
fyrirtæki, fyi'h' öll þau lönd þar sem við
verðum starfandi, verði mögulegt að fá
framleiðendur í hverju landi fyrir sig
til samstarfs. Við gætum hugsanlega
byggt upp sanieiginlegt merki; lítið
fyi'h'tæki á íslandi gæti framleitt
ákveðna vöru, annað fyrirtæki í Noregi
aðra vöru, fyrirtæki í Póllandi eitthvað
enn annað og svo framvegis. Vörurnar
yrðu svo til sölu í verslunum okkar og
samstai'fsaðilanna í öllum löndunum.
Vonandi verður þetta mögulegt.“
Velta Reitangi-uppen í fyrra var 13
milljarðar norskra króna sem fyrr seg-
ir en takmarkið í ár eru 15 milljarðar,
að sögn Odds, og segir hann allt benda
til þess að það náist. Hann segir við-
ræður standa yfír við fjölda aðila um að
koma á fót fleiri REMA verslunum víða
um Evrópu. Sérstakt REMA fyrirtæki
er í hverju landi og eignai'hluti REMA í
Noregi er mismunandi milli landa. „í
Póllandi áttum við lengi vel 50% en nú
nánast allt því við höfum keypt flesta af
samstarfsaðilum okkai' út. I Tékklandi
áttum við um 50%, nánast 100% í Nor-
egi svo dæmi séu tekin. Það er ekki
mjög mikilvægt að eiga endilega sem
mest í fyrirtækjunum heldur að dreifa
REMA verslununum sem víðast. Að
skapa eitthvað nýtt í hverju landi. Ég
vona að við getum einhvern tíma opnað
slíka verslun á Islandi. I sumum lönd-
um eigum við þessa stundina í viðræð-
um við hugsanlega samstai’fsmenn; fólk
sem á ámóta verslanir og til gi-eina
kemur að þeh’ kaupi sérleyfi og breyti
sumum verslunum - reki þær undir
nafni REMA - en öðrum ekki. Þessi
sömu fyrirtæki kæmu einnig inn í
margumræddan innkaupahóp okkar.“
Odd Reitan rekur ekki eina einustu
verslun sjálfur heldur er reksturinn í
öllum tilfellum á höndum sérleyfishafa.
„Við eigum annaðhvort húsnæðið eða
leigjum það. Sumt er í eigu okkar eigin
fasteignafyrh'tækis, Reitan Invest, en
mikið einnig í eigu samstarfsaðila okk-
ar í fasteignaheiminum. Sérleyfiskei'fi
okkar vh'kai' þannig að við leigjum út
húsnæði með útbúnaði, hillum, frystum
og þess háttar, til sérleyfishafans, sem
sér alfarið um reksturinn. Hann á vör-
urnar, greiðir starfsfólki laun og mér
ákveðið gjald; fyi'ir sérleyfið, fyi'h' leigu
á húsnæðinu, fyrir markaðsstai'f okkai’,
alla þjónustu og dreifingu vörunnar.
Aður en við sameinuðumst heildsölun-
um dreifðum við bara þjónustu en nú
dreifum við líka vörunum.“
En hvern skyldi Odd Reitan telja
galdurinn við velgengni REMA versl-
ananna?
„Ég held að þetta sérleyfisfyrir-
komulag sé mjög mikilvægur þáttur í
því hve reksturinn hefur gengið vel. Ég
hef trú á því að þegar fólk er að gera
eitthvað fyrir sjálft sig geri það hlutina
betur. Þetta er lykillinn og þegai' slíkt
fer sainan við einfalda hugmynd á bak
við verslunina og að starfsfólk bjóði
upp á persónulega þjónustu getur úL
koman ekki annað en orðið góð. Hver
verslunarmaður rekur í raun eigin
verslun; með þeim hætti þénar hver og
einn eins og hann á skilið; sumir sér-
leyfishafai'nh' þéna mikla peninga, sum-
h- minna en þetta er eina fyrirkomulag-
ið sem tryggir að allir þéna það sem
þeir eiga skilið. Hafi einhver lítið upp úr
krafsinu á hann það skilið!“
Odd Reitan er 47 ára sem fyrr segir.
Hann giftist tvítugur en hann og eigin-
konan skildu fyrir fjórum árum. Hann á
tvo syni. „Þeir eru báðir í námi. Sá eldri
er að læra markaðsfræði en sá yngri
hagfræði. Ég hygg þeir verði báðir við
störf héi' í fyi'irtækinu með mér eftir
nám. Báðh’ era mjög spennth' fyrir við-
skiptum og að mörgu leyti erum við all-
h' mjög líkh’ náungar. Ég er mjög hrif-
inn af músík, lék meðal annars í rokk-
hljómsveit þegai’ ég var ungur, og þeh’
hafa báðh' fetað í þau fótspor og hafa
því sömu áhugamál og ég.“
Reitan segist hafa ákveðið þegai' 14
ái-a að aldri að hann skyldi byggja upp
keðju matvöruverslana síðai' meir.
„Faðh' minn rak eina slíka verslun og
því má segja að ég hafi fæðst inn í þá
starfsemi og hjá honum vann ég í
æsku.“ Verslun fóðurins hét Reitan
Mat, og þaðan er nafn verslanakeðju
Odds í dag komið; hann tók einfaldlega
tvo fyrstu stafinu úr hvoru orði og þar
með vai' nafnið á keðju hans komið.
Odd gat þess einmitt í viðtalinu að sl.
sumar hefði verið haldið upp á það með
pomp og prakt að 50 ár voru liðin frá
því að faðii' hans opnaði verslun sína.
Verslun föðurins var í Þrándheimi,
þar fæddist Odd og hefui' búið alla sína
ævi. Odd hóf rekstur eigin verslunar
1972. „Við pabbi vildum reka sína
verslunina hvor. Mín var í miðbænum
en hans í brekkunni í nokkun'i fjarlægð
þannig að við vorum ekki í neinni sam-
keppni. Eftii' eitt ár keypti ég eina
verslun til viðbótar, að öðru ári liðnu
bættist önnm' við og frá 1972 til 1978
keyptum við sex matvöruverslanir, all-
ar hér í Þrándheimi. Svo fór ég' að
hugsa stæn'a; vildi færa út kvíarnai',
vildi að reksturinn yi'ði mun umfangs-
meiri og yissi að ég gæti látið drauminn
rætast. Ég vildi verða bæði ríkur og
hamingjusamur í starfi! Ég fór því að
lesa méi’ til um sérleyfishafakerfið
[franchise] í bandarískum bókum og
fór margar ferðir til að kíkja á slíkan
rekstur. Ég gerði mér fljótlega grein
fyrir tvennu; að ég yrði að finna sér-
stakt fyrirkomulag sem gerði það að
verkum að samstarfsmenn mínir yrðu
bæði áhugasamir og ánægðir. Varð að
detta niður á góða hugmynd til að
byggja verslanirnai' á. Það var aðalat-
riðið; að um yrði að ræða góða hug-
mynd sem ekki hefði áður verið fyrh'
hendi í Þrándheimi. Ég las í bókum um
sérleyfisfyi-irkomulagið og varð sann-
færðui' um að það yrði mjög mikilvægt
ætlaði ég mér að koma upp fjölda versl-
ana, eins og ég var ákveðinn í. Og ég
fór í ferð til Þýskalands til að kynna
mér Aldi verslanimar og þá hugmynd
sem liggur að baki þeim og eftir henni
vildi ég líkja. Ég vai-ð þó að laga hug-
myndina að aðstæðum; íbúar eru til að
mynda fleiri í Munchen en hér í Þránd-
heimi þannig að ég gerði þetta með
mínum hætti - og það tókst.“
Odd fór ekki í háskóla til að læra við-
skiptafræðina, segir þess ekki hafa
þurft því hann hafi einfaldlega fæðst
með kunnáttuna í blóðinu. „Ég lærði
hins vegar um smásölu í háskóla í Osló,
í eitt og hálft ár. Ekki var boðið upp á
lengra nám þá en þessi skóli - sem var
mjög góður - er enn við lýði og býður
nú upp á þriggja ára nám.
Þarna lærðum við aðeins
um smásölu,“ segir Odd og
bei' hendur upp að höfði
sér; sýnir með látbragðsleik
að hann hafi aðeins séð í
eina átt eftir það nám, hafi verið eins
og hestur með hlífai' þannig að hann
gæti ekki litið til hliðar." Eins og áður
kom fram kveðst Odd hafa ákveðið 14
ára við hvað hann ætlaði að takast á í
lífinu og því hefði annað nám verið
óþai'ft. Smásala var það heillin! ,Aður
hafði ég reyndar hugleitt að verða lög-
fræðingur - ég held ég geti fullyrt að
það var þegar ég vai' þrettán ára - en
ári seinna hafði mér snúist hugur, og
ég er mjög ánægður með þá ákvörðun
mína.“
REMA verslanakeðjan hefur stækk-
að hratt og farið mjög víða á allra síð-
ustu áram. Vel hefur gengið í Póllandi
en fyrh' fáeinum dögum sleit Reitan
samstarfi við félaga sína í Tékklandi.
„Það hefur verið áhættusamt en mjög
skemmtilegt að starfa erlendis. Við
náðum ekki viðunandi árangi'i í Svíþjóð
og höfum því selt okkar hlut þar.
Rekstur REMA keðjunnar gekk
reyndar mjög vel í Tékklandi, veltan
vai' mikil, en við erum einfaldlega ekki
sammála samstarfsmönnum okkar um
hvernig best sé að fyrirtækið þróist og
því var þetta besta lausnin. Það var
ekkert að samstarfsmönnunum, en
þegar menn líta í mismunandi áttir
varðandi framtíðina er best að slíta
samstarfinu."
Odd segir REMA verslanimar ekki
hafa verið nægilega vel staðsettar í Sví-
þjóð. Samkeppni í rekstri hafi ekki ver-
ið erfið en í landinu séu tvö eða þrjú
mjög stór fyriræki sem haldi smásölu-
markaðnum í raun í heljargreipum.
„Engin erlend smásölukeðja er í Sví-
þjóð og Svíai' vilja enga slíka. En ég
held þó að við eigum eftir að fara þang-
að aftur en þá með öðrum hætti en nú
var og við höfum lært mikið á þessari
tilraun." Hann segir ekki jafn mikla
samkeppni á sænska markaðnum og
þeim danska, en REMA hefur einmitt
gengið mjög vel í Danmörku. „REMA
er að verða þekkt nafn á danska mark-
aðnum. Ég held að ísland og Danmörk
séu að mörgu leyti mjög lík og þess
vegna finnst mér ekki óraunhæft að
reikna jafnvel með því að ég leggi til að
Jóhannes og hans fólk komi inn í starf-
semi REMA í Danmörku. Eignist full-
trúa í stjórn fyrirtækisins þar. Að
möi'gu er að hyggja en mögulegt er að
eitthvað í þessa veru gerist, sem gæti
reynst mjög jákvætt fyi'ir báða aðila.“
Odd lék í hljómsveit á yngri árum,
eins og áður kom fram og fiktar enn við
að spila á hljóðfæri í góðra vina hópi.
Tónlistin er hans aðal áhugamál, fyrir
utan vinnuna, og hann segist gefa sér
tíma til að sinna henni. „Við komum
enn saman annað slagið, félagai-nir í
gömlu hljómsveitinni minni, og leikum
okkur saman. Einu sinni á ári komum
við svo saman hér á Lade gaai'd ásamt
fleiri hljómsveitum frá þessum tíma -
en sú samkoma fer fram innanhúss og
engum er hleypt inn! Hvorki fjölmiðlai'
né aðrii' fá að hlusta. Sumir þessara
stráka eru enn að spila, jafnvel orðnir
frægir tónlistarmenn og við viljum
bara njóta þess í friði að spila fyrir okk-
ur sjálfa.“ Odd segist lítillega hafa spil-
að á gítar en hljómborð og trommur
eru annai's aðalhljóðfæri hans.
Odd segist hlakka mikið til að starfa
með íslendingunum. „Þeir hafa gert
mjög góða hluti, og taka sjálfu- virkan
þátt í því sem um er að vera; fylgjast
grannt með rekstrinum sem er vita-
skuld mjög mikilvægt. Framundan eru
viðræður um það hvernig við viljum að
fyrirtækið þróist í framtíðinni og ég
hlakka til þess.“ En skyldi hann hafa
sérstakai’ hugmyndir um hvernig hann
sér framtíðina fyrh' sér varðandi rekst-
urinn á íslandi?
„Innkaupin era það sem skiptir
mestu máli eins og ég hef lagt áherslu
á. Ef til vill hefur Jóhannes áhuga á að
nýta sér sérleyfiskerfi okkar með ein-
hverjum hætti, en það era líka ákveðn-
h’ þættir í rekstri Bónuss sem við get-
um nýtt okkur og viljum læra um. Báð-
ir aðilar hafa því upp á margt að bjóða í
samstarfi og báðir koma til með að
hagnast verulega á því. í sameiningu sé
ég svo fyi'ir mér að við reynum fyrir
okkur í öðrum löndum.“
Reitan nefnh' að endingu, aðspurðui',
þau atriði sem hann telur sig geta nýtt
hvað best ofan af Islandi. „Bónus er
með mjög gott tölvukerfi í verslunum
sínum. Þeir voru sjálfii- með heildsöl-
una frá upphafi og hafa því byggt upp
tölvukerfi sem er sérstaklega ætlað fyr-
ir þennan rekstur, alla þætti hans. Bón-
usmenn era mjög þróaðir á þessu sviði,
miklu betri en við. Það vilj-
um við læra og ég held líka
að þeh’ séu að gera mjög
góða hluti varðandi lyfja-
verslanir sinar.“ Reitan
segir lyfjaverð vera mjög
hátt í Noregi, vegna einokunai', en á
næstunni verði henni aflétt og þvi sé
hann mjög spenntur fyrir því sem Bón-
us hefur gert á þessu sviði. „Ég vil
kynna mér vel þá starfsemi þeh'ra og
jafnvel opna lyfjaverslanh' hér þegar
fram líða stundh'." í stuttu máli segist
hann því spenntastur fyi'h' þrennu við
Bónus: tækninni, lyfjaverslunum fyi-h'-
tækisins „og því að samstarfið við Bón-
us verður til þess að við förum aftur til
fortíðar í rekstri verslana okkai'. Tök-
um aftui' upp þá stefnu sem lögð var til
grandvallar í upphafi. Ég kann best rið
það.“
REMA keðjan
á leið til
upprunans
Vill jafnvel
eignast meira
í Baugi