Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 5 3-
GUÐJÓN ÞÓR
ÓLAFSSON
+ Guðjón Þór
Ólafsson vél-
virkjameistari
fæddist í Reykjavík
2. júlí 1937. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsi Akraness að-
faranótt 4. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ólafur E.
Bjarnleifsson, f.
28.5. 1898, d. 28.12.
1946, og Brandís
Árnadóttir, f. 4.8.
1900, d. 14.7. 1973.
Systkini Guðjóns
Þórs eru Kristín Ásta, húsmóð-
ir, f. 15.9. 1922; Sigurður Er-
lends, járnsmiður, f. 22.11.
1923, d. 2.3. 1998; Þórhallur
Björgvin, læknir, f. 13.11. 1926;
Jón, rafvirki, f. 14.2. 1929, d.
17.5. 1997; Leifur, málara-
meistari, f. 29.1. 1931; Oddur,
verkamaður, f. 29.8. 1932; Sig-
urbjörn Hlöðver, stýrimaður og
skipsljóri, f. 26.3. 1934; Ingi-
björg Snjólaug Dunn, húsmóð-
ir, f. 11.5. 1936; Arndís Dunn,
húsmóðir, f. 16.8.
1939. Eftirlifandi
maki Guðjóns Þórs
er Jóna Kristín Ólafs-
dóttir frá Efra-
Skarði, f. 22.4. 1935.
Hún er dóttir hjón-
anna Ólafs Magnús-
sonar og Hjörtínu
Guðrúnar Jónsdótt-
ur. Börn Guðjóns
Þórs og Jónu Kristín-
ar eru: 1) Ólafur
Rúnar, vélvirkja-
meistari á Akranesi,
f. 13.2. 1955, kvænt-
ur Hafnhildi Geirs-
dóttur og eiga þau þrjú böm. 2)
Valur Þór, sjómaður í Keflavík,
f. 11.2. 1958, kvæntur Huldu
Björgu Birgisdóttur og eiga þau
fjögur börn og eitt barnabarn. 3)
Bryndís Ólöf, fiskvinnslukona á
Akranesi, f. 16.8. 1959, gift Júl-
íusi Ingólfssyni og eiga þau þrjú
börn. 4) Smári Viðar, véltækni-
fræðingur á Akranesi, f. 17.9.
1960, kvæntur Guðlaugu M.
Sverrisdóttur og eiga þau þrjú
börn. 5) Garðar Heimir, kynning-
arfulltrúi í Kópavogi, f. 18.4.
1963, kvæntur Kristínu L. Hall-
björnsdóttur og eiga þau eina
dóttur. 6) Hugrún Olga, skrif-
stofumaður á Akranesi, f. 31.7.
1964, býr með Haraldi Helga-
syni og eiga þau þrjú börn. 7)
Kristín Mjöll, leiðbeinandi á
Akranesi, f. 20.1. 1973, og á
hún einn son.
Guðjón Þór ólst upp frá
þriggja ára aldri að Sleitustöð-
um í Skagafirði hjá hjónunum
Sigurði Þorvaldssyni og Guð-
rúnu Sigurðardóttur og börn-
um þeirra. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Héraðsskólanum
í Reykholti 1954, stundaði nám
við Iðnskólann á Akranesi,
lærði vélvirkjun hjá Þorgeiri og
Ellert hf. á Akranesi 1954-1958
og lauk sveinsprófi í vélvirkjun
1958. Hann starfaði síðan við
iðn sína á Akranesi, síðast hjá
vélsmiðju Ólafs sonar síns. Guð-
jón Þór starfaði hjá Slökkviliði
Akraness um árabil, spilaði í
Lúðrasveit Akraness, starfaði í
Sveinafélagi málmiðnaðar-
manna á Akranesi og var meðal
stofnenda þess og tók virkan
þátt í störfum Alþýðubanda-
lagsins.
Utför Guðjóns Þórs verður
gerð frá Akraneskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
Það var þriðjudaginn 3. nóvem-
ber sem mamma hringdi í mig og
sagði að nú væri haldið að stundin
færi að renna upp. Afi myndi lík-
lega kveðja innan sólarhrings. Það
fór um mig skrýtin tilfinning. Ég
vissi að tíminn hans afa hjá okkur
væri farinn að styttast en ég vildi
samt ekki trúa því að hægt væri að
segja svo nákvæmlega til um það
hvenær hann legði augun aftur
hinsta sinni. Ég ákvað því með
sjálfri mér að ég færi uppá Skaga á
fimmtudeginum að kveðja hann.
Ég var of sein. Elskulegur afi minn
Gonni kvaddi aðfaranótt miðviku-
dagsins 4. nóvember. Þá hafði hann
barist eins og hetja við banvænan
sjúkdóm í rúmt eitt og hálft ár.
Sem barn dvaldi ég mikið hjá
ömmu Jónu og afa Gonna. Við
Stína náðum ótrúlega vel saman
þótt þrjú ár væru á milli okkar. Ur
barnæsku minni með ömmu og afa
eru mér sérstaklega minnistæðar
ferðimar að Sleitó þar sem afi var
alin upp. Þangað þótti mér gaman
að koma.
Afi minn Gonni var einstakur
maður. Hann var rólegur og hafði
sig yfirleitt lítið í frammi. Hann
hafði mikið jafnaðargeð og á miOi
hans og ömmu virtist ríkja mikil
ást og mikið traust. Það sá maður
vel undir það síðasta.
Afi var sérstaklega laginn. Hann
var lærður vélsmiður og til gamans
má geta að mér var eitt sinn sagt af
utanaðkomandi manni að hann
væri sá besti vélsmiður sem Akur-
nesingar ættu og einnig þótt víða
annað væri leitað. Mér finnst yndis-
legt að geta prýtt heimili mitt með
hlutum sem afi Gonni hefur smíðað.
Um þá hluti þykir mér vænst.
Þann 7. janúar 1997 gerðum við
Þórður unnusti minn afa Gonna að
langafa, tæplega sextugan mann-
inn. Núna þegar dóttir okkar Emil-
ía Björg er tæplega tveggja ára
gömul og farin að tala heilmikið
minnist hún mjög oft á afa Gonna.
Afi Gonni er lasinn segir hún og í
hverjum matmálstíma er borðaður
biti fyrir hann. Núna þegar afi
Gonni hefur kvatt okkur þá segir
hún að hann sé lúllandi hjá guði.
Amma mín Jóna hefur staðið í
ströngu undanfarna mánuði og hef-
ur hún staðið sig eins og hetja í
gegnum veikindi afa. Hún annaðist
hann eins og best varð á kosið og
gerði allt sem í hennar valdi stóð til
að honum liði sem best. Megi al-
góður guð styrkja okkar elskulegu
ömmu Jónu í hennar miklu sorg.
Blessuð sé minning afa Gonna.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Þín,
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elín Dröfn.
Það er ekki nóg fyrir stjómmála-
flokka að hafa stjórnmálamenn til
að ná árangri. Þeir þurfta líka sína
vélvirkja sem gæta þess að tann-
hjól flokksins geti snúist. Vinur
okkar Guðjón Þ. Ólafsson sem nú
er kvaddur var slíkur vélvirki fé-
lagshyggjunnar fyrir Alþýðu-
bandalagið á Akranesi. Hann fóm-
aði óteljandi stundum í pólitíska
vinnu sem ekki bar mikið á, eink-
um í kringum félagsheimili sósí-
alista, Rein. Hann og hún Jóna
hans, sem um langt árabil sá um
rekstur Reinar, skiluðu pólitísku
starfi vinstra fólks á Akranesi
ótrúlegu dagsverki. Án þeirra hefði
oft ekki verið fundarfært í Rein og
þeir sem hugðu á frama ekki getað
haldið fínu ræðurnar sínar.
Gonni, en það var Guðjón jafnan
kallaður, var þrælpólitískur og tók
virkan þátt í pólitískri umræðu þar
sem hann var jafnan tillögugóður
félagi. Hann var í framlínu Alþýðu-
bandalagsins í bæjarmálum og
starfaði í nefndum á vegum bæjar-
ins. Hann var einnig virkur í staifi
flokksins að landsmálum. Langt
leiddur í veikindum var hann full-
trúi á landsfundi Alþýðubandalags-
ins þar sem sameiginlegt framboð
vinstri manna var ákveðið. Hann
var sameiningarsinni og lét þess
getið á fundi um sameiningarmálin
á síðustu vordögum að menn yrðu
að láta á það reyna hvort vinstri
menn gætu sameinast. Vonandi
ber fólk gæfu til að láta þann
draum hans rætast.
En daglegt líf Gonna var auðvit-
að ekki bara pólitík. Hann var afar
flinkur vélvirki og skilaði góðu og
miklu lífsverki á því sviði, hvort
sem það var sem starfsmaður,
meðeigandi eða sjálfstætt starfandi
iðnaðarmaður. Smíðisgripir hans
ýmsir svo sem myndarlegir járn:
kertastjakar þykja gersemar. I
einkalífi var hann gæfumaður.
Hann krækti sér ungur í mikla
öndvegiskonu, hana Jónu. í hugum
okkar flestra vora þau Jóna-
ogGonni i einu orði, aldrei fjarri
hvort öðra, alltaf til staðar til að
veita styrk. Samhent hjón er senni-
lega orðalag sem maður gæti notað
um þau heiðurshjón. Börnin urðu
mörg og mennileg og myndarlegur
hópur barnabama er einnig kom-
inn á vettvang.
Nú er þessi góði félagi og vél-
virki félagshyggju falhnn fyrir ald-
ur fram. Við þökkum fyrir öll góðu
árin, fyrir lifandi pólitíska umræðu,
þai- sem stundum gneistaði úr aug-
um þess mikla skapmanns sem
Gonni var. Við þökkum fyrir marg-
ar ánægjulegar spjallstundir yfir
kaffibolla niðri í Rein og fyrir nota-
lega samferð jafnt í sumarferðum
Alþýðubandalagsins sem í Kefla-
víkurgöngum.
Henni Jónu vinkonu okkar og
fjölskyldu þeirra sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Það
er sjálfsagt eifiður vetur framund-
an, en í vor sprettur nýr gróður í
garðinum við Jörundarholt og í
brekkunni hjá Efra-Skarði í Svína-
dal.
Ingunn og Engilbert.
Það er erfitt að kveðja vin sinn
og félaga langt fyrir aldur fram.
Guðjóni Þ. Ólafssyni og konu hans
Jónu Kr. Ólafsdóttur kynntist ég
fljótlega eftir að ég kom hingað til
Ákraness og þau kynni hafa varað
alla tíð síðan. Guðjón var einlægur
félagshyggjumaður og tilbúinn að
leggja mikið af mörkum vegna
hugsjóna sinna. Það gerði hann
m.a. með því að taka virkan þátt í
því félagsmálastarfi sem fram hef-
ur farið á vegum Alþýðubandalags-
ins hér á Akranesi. I þessu starfi
sem hefur verið ómissandi þáttur í
okkar tilvera hafa leiðimar legið
saman í fjölda ára.
í því stússi öllu höfum við hinir
félagamir sannanlega fengið að
njóta starfskrafta þeirra hjóna
Jónu og Guðjóns sem báru í mörg
ái’ hitann og þungann af því að sjá
um félagsheimilið okkar Rein. En
þama í Rein höfum við nánast átt
okkar annað heimili og samastað til
að ræða hugsjónir okkar og áhuga-
mál. Þar höfum við starfað saman
og einnig notið margskonai’ menn-
ingarstarfsemi og skemmtunar.
Allir sem til þekkja vita að Guð-
jón var völundarsmiður með óvana-
lega færni og þekkingu á sínu
starfssviði. Það þekki ég vel af eig-
in raun því að þau era ófá úrlausn-
arefnin sem ég hef leitað til hans
með í gegn um árin og alltaf leysti
hann þau á bestan máta og oft kom
hann mér á óvart með snjöllum
hugmyndum. Hann var þeim
óvenjulegu hæfileikum gæddur að
geta leyst hin fjölbreytilegustu
verkefni á einfaldan og einkar
smekklegan hátt. Guðjón hafði
mikinn áhuga á stjórnmálum og
þegar við hittumst töluðum við æv-
inlega um það sem efst var á baugi
í bæjar- eða landsmálunum. Hann
tók ætíð afstöðu til mála og sagði
hana umbúðalaust og oft af tilfinn-
ingu, þar var engin hálfvelgja á
ferðinni.
Á þessari stundu er þakklæti
fyrir löng og góð kynni efst í hug-
anum. Við hjónin sendum Jónu og
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jóhann Ársælsson,
Guðbjörg Róbertsdóttir.
Kæri vinur.
í dag þegar við kveðjum þig
alltof fljótt er okkur efst í huga
þakklæti fyrir hjálpsemi, vináttu
og tryggð liðinna ára. Allar góðu
samverastundimar með þér og
Jónu bæði austur í bústað, í „Lund-
inum“ ykkar græna upp við
Skarðsheiði, þar sem þið sköpuðuð
ykkur eigin Paradís svo ekki sé
minnst á allar samverastundirnar í
Rein þar sem allt vitnar um hag-
leik handa þinna.
Við hjónin minnumst þess með
þakklæti hve gott var að leita til
þín ef vanda bar að höndum og
hvemig þú leystir hann á þinn
snilldarlega hátt.
Græðum saman mein og mein,
Metumst ei við grannann.
Fellum saman stein við stein,
Styðjum hverjir annan.
Plöntum, vökvum rein við rein,
Ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein og ein ?
Allir leggi saman.
(M.J.)
Elsku Jóna og aðrir ástvinir.
Við hjónin og fjölskyldan send-
um ykkur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minningin lifir um góðan dreng.
Hulda og Þórarinn.
Nú á þessum vetrardögum barst
sú fregn að Guðjón Ólafsson, góður
félagi og vinur, væri fallinn fyrii’
hendi óvægins sjúkdóms. Sú frétt
kom þó ekki með öllu á óvart, Guð-
jón hafði um nokkurt skeið átt í
glímu við það ofurefli, er að lokum
sigraði hann.
Mig minnir að fundum okkar
Guðjóns hafi fyrst borið saman í
Rein, félagsheimili sósíalista á
Akranesi í kringum 1970. Þessi
okkar fyrsti fundur var eflaust ekki
sögulegur að neinu leyti, en upp frá
því lágu okkar pólitísku vegir san*
an.
í hinu litla þjóðfélagi okkar er
hver einstaklingur mikilvægur og
getur með breytni sinni og skoð-
unum haft mikil áhrif á samferða-
menn sína. Guðjón var einn þeirra
manna sem ávallt höfðu sína skoð-
un á hreinu. Ef vafi var í huga
manns var ágætt að reifa málin
við hann. Hann kom beint að efn-
inu, talaði tæpitungulaust, studdi
skoðun sína augljósum rökum og
manni fannst þá allt liggja í aug-
um uppi. Hann þurfti ekki flóknS '
fræðikenningu til að átta sig. Hon-
um var réttlætiskenndin í blóð
borin, samhugur og samstaða
hans með vinnandi fólki var
þungamiðjan og rík óbeit á öllu
tildri og yfirdrepsskap einkenndu
skoðanir hans. Ég minnist þess að
stundum er við ræddum pólitík
tindruðu augu hans af baráttu-
vilja, viljanum til þess að brýna
fólk til að standa í fæturna, krefj-
ast réttar síns og sækja fram til
betra þóðfélags. Þannig var hann
og slíkum hugsjónamönnum og
baráttujöxlum er ungum mönnum
hollt að kynnast.
Guðjón og Jóna, kona hans, haf^.
verið okkar traustustu félagar í Al-
þýðubandalaginu á Akranesi. Eng-
ir tveir einstaklingar nú hin síðari
ár hafa sýnt félaginu meiri holl-
ustu. Mörg handtökin eiga þau í
húsinu okkai’, Rein. Fyrir það allt
ber að þakka. Hitt er þó öllu meira
virði að hafa notið þeirrar gæfu að
eiga þau að félögum.
Nú þegar Guðjón hefur axlað sín
skinn og er ekki lengur til staðar til
að leiðrétta pólitískan kompás
saknar maður sárlega vinar í stafL,
Hann hefur nú lagt niður sitt
merki, en við hin munum best
halda minningu hans á lofti með
því að berjast áfram fyrir betra og
réttlátara mannlífi eins og hann
dreymdi ávallt um.
Að lokum vil ég votta Jónu og
öllum öðram ástvinum Guðjóns
dýpstu samúð mína.
Blessuð sé minning Guðjóns
Olafssonar.
Sveinn Kristinsson.
+
Faðir minn og tengdafaðir,
HELGI H. ZOÉGA,
lést föstudaginn 30. október.
Útför hans hefur farið fram.
Þökkum samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð,
Droplaugarstöðum, fyrir frábæra umönnun.
Einar H. Zoega,
Lára Zoéga.
+ Bróðir okkar,
HELGIGUÐNASON
frá Þorkelsgerði,
í Selvogi,
verður jarðsunginn frá Strandakirkju í Selvogi á morgun, laugardaginn
14. nóvember kl. 14.00. Systkini.
+
Konan mín,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Kiðafelli,
Kjós,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. nóvember sl.
Hjalti Sigurbjörnsson
og fjölskylda.