Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 52
-52 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÁSA HAFLIÐADÓTTIR, Rauðholti, sem lést sunnudaginn 8. nóvember, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja heiðra minningu hennar, láti sjúkrahúsið á Egilsstöðum njóta þess. Sævar Sigbjarnarson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Magnús Björn Ásgrímsson, Hafliði Sævarsson, Guðný Gréta Eyþórsdóttir, Helga Sævarsdóttir, Ásgeir Sveinsson, Sigbjörn Óli Sævarsson, Sindri Baldur Sævarsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUNNAR PÁLSSON, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði fimmtudaginn 12. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Pálsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn og faðir, DAVID LEE BULLMAN lögreglumaður, til heimilis á 4882 SE 40th Ter., Ocala, Flórída, 34480 U.S.A., lést af slysförum miðvikudaginn 11. nóvember síðastliðinn. Kristjana Þorsteinsdóttir Bullman, Alexander Örn Arnarson. + Elskuleg móðir okkar, SVANHILDUR AÐALSTEINSSON, Grimsby, Englandi, lést þriðjudaginn 10. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Laurie Little, Sigríður Pálsdóttir Brown, Aðalsteinn Pálsson. + Hjartkær eiginmaður minn, PÁLLRAGNARSSON, Rauða húsinu, lést miðvikudaginn 11. nóvemberá Borgar- spítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysa- varnafélag íslands. Hanne Vestgard Ragnarsson. Nancy Magnúsdóttir, Helga Engilbertsdóttir, Valtýr Einarsson, Magnús Lárusson, Sigríður Rúnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ENGILBERTS ÞORBJÖRNSSONAR frá Stapa, Vestmannaeyjum, Klébergi 9, Þorlákshöfn. KAREN ANDRÉSSON + Karen Andrés- son, fædd Sören- sen, húsmóðir, Vest- urgötu 12, Reykja- vík, fæddist í Arós- um í Danmörku hinn 18. júní 1902, yngst Qögurra systkina. Hún andaðist á Landakotsspítalan- um 7. nóvember. Karen var dóttir hjónanna Sörens Jo- hannesar Mariusar Sörensen, f. í Arós- um 26.9. 1870, d. 1941, og Camillu Marie Vater, f. í Viborg 17.6. 1870, d. 1944. Karen lifði lengst af sínum þremur systkinum, en þau voru Karl Johann Kristian Sörensen, f. í Árósum 18.3. 1897, d. 1949; Astrid Cristensen, f. í Árósum 24.6. 1898, d. 1983; og Axel Vater Sörensen, líka frá Árósum, f. 9.9.1899, d. 1988. Hinn 22. desember 1934 giftist Karen Bjarna Andréssyni, skip- stjóra og útgerðarmanni, f. 4.5. 1897, d. 1.2.1996. Þau Bjarni og Karen eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Alda, f. 16.12. 1937, gift Kára Ævari Jóhannessyni, fv. sérfr. lijá FAO, núverandi starfsm. ÞSSÍ, f. 3.5. 1937, og eiga þau tvo syni, Bjama Breið- fjörð, starfsm. Atlanta-flugfé- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Svem'r Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ lagsins, f. 28.3. 1967, og Jóhann Ön- fjörð, stöðvarslj. Atlanta í Manchest- er í Bretlandi, f. 28.9. 1972. 2) Hulda Astrid, f. 7.11. 1943, d. 9.12. 1995, eftir- lifandi eiginmaður er Kristján Óskars- son, útvarpsvirkja- meistari, og börn þeirra hjóna eru: Bjarni Ingi, bifvéla- virki, starfandi í Noregi, f. 14.10. 1965, og Örn Óskar, kerfisfræðingur, starfandi í Bandaríkjunum, f. 16.12. 1969. Líf Karenar Andrésson á yngri áram mótaðist að hluta af því ástandi sem síðari heims- styijöldin skapaði, því faðir hennar var gerður að yfirmanni hersveita á Jótlandi þannig að öll ijölskyldan flutti til Skern á Vestur-Jótlandi þar sem Karen fermdist og eignaðist marga vini, sem hún hélt sambandi við allt sitt líf. Karen kom til íslands með tveimur vinkonum sínum árið 1932, og hófst þá nýr kafli á lífsferli hennar. Utför Karenar Andrésson fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Góð kona er gengin. Elskuleg tengdamóðir mín, Karen Andrésson, hefur kvatt þennan heim á sínu 97. aldursári og ég efast ekki um að jafn trúuð og Mrkjurækin sem hún var muni hún fínna sér góðan stað á sínu æðra tilverustigi. Eins og að ofan er greint kom Karen til ís- lands árið 1932, en eftir tímabundin störf hér og tiltölulega stutta ferð til Danmerkur snýr hún aftur til ís- lands og giftist Bjama Andréssyni skipstjóra og útgerðarmanni (d. 1. febrúar 1996) þann 22. desember 1934. Á þessu tímabili og næstu árin var Bjami mikill sjósóknari og feng- sæll skipstjóri og því takmarkaður tími til að sinna heimili og bömum. Það var því að verulegu leyti hlut- verk Karenar að sjá um heimilið og sjá um uppeldi dætranna tveggja. Allt þetta fórst henni vel úr hendi. Fundum okkar Karenar bar fyrst saman fyrir 42 ámm er kynni tókust með mér og dóttur hennar Öldu og fann ég fljótt að þama var mann- glögg og viðmótsþýð kona sem mældi mig út. Mér létti þegar ég var öraggur með að hafa staðist fyrsta prófíð. Upp írá þessu döfnuðu okkar kynni eins og best varð á kosið og urðum við bestu vinir enda hefur aldrei kastast í kekki milli okkar öll þessi ár. Það verða eflaust aðrir sem munu rifja upp nánar hennar lífsferil og mun ég ekki tíunda meira um það hér. Sá sem þessar línur ritar hefur verið við nám og störf erlendis í sam- tals 32 ár svo samskiptin við tengda- mömmu vora aðallega þegar komið var heim í jóla- eða sumarfrí. Þá var það ávallt óblandin ánægja að koma á heimili þeirra hjóna á Vesturgötu 12 , fínna hlýja viðmótið og njóta frá- bærrar gestrisni og góðra fjöl- skyldufunda sem vora einkennandi fyrir lífið á Vesturgötunni, að ekki sé minnst á öll góðu og spennandi ferðalögin sem farið var í. Þakka þér elsku Karen mín fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Karenar Andrésson. Kári Ævar Jóhannesson. Þá er elsku amma farin og óneit- anlega er þær ýmsar hugsanirnar og minningamar sem flögra um huga minn við fráfall hennar. Amma var mér sérstökum böndum bundin sem erfitt er að lýsa. Við deildum mörgum stundunum enda tóku hún og afí mjög virkan þátt í uppeldi mínu. Minningin um hana og afa er óijúfanleg Vesturgötu 12 þar sem ég hef búið bróðurpartinn af ævinni, fyrst með mömmu, pabba og Jóa bróður þegar að hann birtist og svo síðar þegar ég leigði hjá þeim eftir að ég lauk stúdentsprófí frá V.I. Hjá ömmu lærði ég marga góða siði en þá hafði hún haft með sér í farteski sínu þegar hún kom hingað til lands 1932 frá Danmörku. Amma rak heimilið áfram af herkænsku sinni en hana erfði hún frá föður sínum Sörensen liðsforingja. Hún var þó alltaf ljúf og góð og í huga mínum ekki til skemmtilegri amma. Amma var alla tíð mikið samkvæm- isljón, hrókur alls fagnaðar og þekkt fyrir gestrisni ásamt snilldar- gáfu í eldhúsinu að dönskum sið. Enn þann dag í dag hefur mér ekki tekist að ná fram því undrabragði sem hún framkallaði við sósugerð og veit ég að sömu sögu er að segja af mömmu sem einnig hefur reynt en án árangurs. Islenska landafræðikunnáttu mína á ég ömmu og afa að þakka eftir þær ótalmörgu jeppaferðir sem ÉACunS skom v/ F-ossvogsUiVkjwgaKð ' Símii 554 0500 ' famar vora þegar ég var krakki. Og fáir era þeir staðirnir á landinu sem ég hef ekki komið á. Ólíkt sumu fólki sem sest í helgan stein var sem afi og amma hefðu endurfæðst um sjö- tugt. Afi tók sér fyrir hendur skart- gripagerð sem löngu er orðin þekkt og amma heklaði, gerði smeltismuni, leðurvörar og margt fleira en of langt væri að telja upp alla þá marg- brotnu tómstundaiðju sem átti sér stað á Vesturgötunni . Þegar ég kom síðast til Islands sl. sumar fór ég að vanda á Landakot að heim- sækja ömmu. Henni hafði þá hrakað og kveðjustundin var sár því að bæði granaði okkur hvernig færi. Hún var þó þrjósk allt til hinsta dags og erfitt var fyrir mig og mömmu að horfa upp á það í síðustu viku að veikindin höfðu náð yfir- höndinni. Ég hugga mig við það að nú er hún komin til afa og Huldu frænku en í dag verður hún lögð til hinstu hvílu þeim við hlið. Bless elsku amma mín, þinn dóttursonur, Bjarni Breiðljörð Kárason. Það er laugardagurinn 7. nóvem- ber og klukkan er hálfátta að ís- lenskum tíma jafnt sem breskum þegar tilkynning berst mér til Eng- lands um fráfall ömmu Karenar. Þar með höfðu veikindin orðið henni yfirsterkari. Tilfinningar eru blendnar því amma hafði þjáðst sína hinstu daga og Ijóst var að hún næði ekki bata aftur. Söknuður, sorg og léttir en á sama tíma gælir hugur- inn við það að nú sé hún komin aftur við hlið afa. Amma var dönsk en bjó á Islandi í rúm sextíu ár. Á þeim tíma er ekki hægt að segja að hún hafi náð tökum á íslenskunni full- komlega, heldur talaði hún bland af íslensku og dönsku sem mörgum þótti helst til erfitt að skilja sem ekki vora sleipir í dönsku. Minning- amar era margar um ömmu því með henni, ásamt afa eyddi ég mörgum af mínum uppeldisárum jafnt uppi á fjöllum sem og á Vest- urgötu 12. Verslunarferðir í mat- vöraverslanir á yngri árum era meðal þeirra minninga sem mér verður hugsað til þegar „lille Jue“ varð stundum að túlka fyrir ömmu þegar hún rann út í dönskuna blandna sínum eigin dönsk-íslensku orðum. Ég er viss um að þegar við fjölskyldan og frændurnir eigum eftir að setjast niður í framtíðinni að þá verður orðaforði elsku ömmu rifjaður upp og hafður í hávegum til minningar um góða ömmu. Guð blessi þig,_amma mín. Jóhann Onljörð Kárason. Nú er hún Karen mín farin frá okkur eftir erfiða sjúkdómslegu, þar sýndi hún sinn mikla kjark og þrautseigju eins og þegar hún tókst á við lífið. Hún sýndi okkur gott for- dæmi með lífi sínu, með skörangs- skap og oft miklum húmor, hún var mjög lagin við að láta fólki líða vel í návist sinni og koma af stað sam- ræðum þar sem hún naut sín til fullnustu. Hún var mjög góð tengdamóðir og vildi alltaf vera með í því sem var að gerast á hverjum tíma, hún bar mikla umhyggju fyrir okkur öllum og taldi ekld eftir sér fyrirhöfn ef eitthvað stóð til. Hún var potturinn og pannan í öllum fagnaði og lagði oft mikið á sig í því sambandi, minnisstæð eru öll jóla- boðin og fjölskylduboðin sem hún hélt, en þar lagði hún granninn að samheldinni fjölskyldu og gaf okkur sem eftir lifum gott fordæmi með lífí sínu. Að leiðarlokum bið ég góð- an guð að blessa þig og geyma, elsku Karen mín. Kristján Óskarsson, Bjarni I. Kristjánsson, Örn Ó. Kristjánsson. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN „„ Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími; 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.