Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 61 TIIiBOÐ | Réttum kjör öryrkja og aldraðra VIÐ TELJUM okkur búa í velferðarþjóðfé- lagi. Við teljum að á ís- landi ríki góðæri. Við stærum okkur af því að hér á landi séu tekjur á einstakling með því hæsta sem þekkist í veröldinni. Við erum ánægð með sjálf okkur, eða hvað? Þótt almennt efna- hagsástand í þjóðfélag- inu sé í þeim dúr sem að framan er lýst, þá er því miður margt hér í ólagi. Þar á ég fyrst og fremst við það, hvernig hér er komið fram við aldraða og öryrkja. Mér þykir sú framkoma okkur til skamm- ar. Því miður. Öryrkjar njóti góðærisins Fulltrúar öryrkja gengu á fund forsætisráðherra á dögunum og báðu hann að rétta þeirra hlut. Full ástæða er til nð taka undir óskir ör- yrkja og hvetja forsæt- isráðherra til dáða. Öryrkjar hafa setið eftir. „Góðærið" hefur ekki þvælst fyrir þeim. Á sama tíma og launa- vísitala hefui’ hækkað um tæpan þriðjung og lágmarkslaun um meira en helming, hefur ör- orkulífeyrir aðeins hækkað um 17,4%! Það er von að öryrkjar ótt- ist að efnahagur þeirra á nýri'i öld verði líkast því sem er í þriðja heiminum. Alþingismenn eiga að sjá sóma sinn í því að taka undir kröfur ör- yrkja og stuðla að því að stjórnvöld verði við kröfum þeirra um tilveru- rétt. Það verður að hækka frítekju- mark og setja síðan reglur um hækkun þess í samræmi við launa- þróun í landinu. Það verður líka að hætta að skerða tekjutryggingu ör- yrkja vegna tekna maka, sem er í tekjuháu velferðar- þjóðfélagi á að vera hægt, segir Jón Gunn- arsson, að bæta hlutskipti aldraðra og öryrkja. furðulegt ráðslag og auðvitað alveg út í hött, enda breyta tekjur maka engu um örorku hins. Það er sanngjörn krafa öryrkja að örorkubætur verði ekki lægri en 90 þúsund krónur á mánuði. Eg tel 90 þúsund reyndar síst of í lagt. Það verður að verða við þessum óskum. Aldraðir beittir órétti Aldraðii’ fá sviðaða meðferð hjá stjórnvöldum og öryrkjar. Þeir sæta víðtækri skerðingu bóta vegna reglna um tekjutengingu. Aldraðir verða einnig fyiTr óþolandi óréttlæti í skattheimtu vegna lífeyristekna, en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skatt- Jón Gunnarsson lagðar eins og atvinnutekjur, en ekki sem fjármagnstekjur, sem þær ei-u í raun réttri að mestu leyti. Ef ein- staklingur fær tekjur sínar af banka- vöxtum, greiðir hann 10% fjár- magnstekjuskatt, en séu tekjurnar komnar frá lífeyrssjóði, er skattur heimtur að fullu. Nú er það svo að meginþorri tekna lífeyrissjóðanna eru fjármagnstekj- ur. Því væri réttlátt að skattleggja greiðslur til aldraðra með sama hætti og gera þeim mögulegt að njóta ávaxtanna af erfiði sínu með sama hætti og aðrir landsmenn gera. Þeir aldraðir sem verða fyrir því að heilsan bilai- þurfa á þjónustu samfélagsins að halda. Því miður er það svo að skortur á hjúkrunarrým- um er viðvarandi og skapar það bæði erfiðleika og óöryggi, bæði hinna öldruðu og einnig ættingja þeirra. Það þarf að bæta þjónustu við aldraða að þessu leyti og brýna nauðsyn ber til að fjölga hjúkrunar- heimilum. Það mál þolir ekki bið. Við teljum okkm’ búa í þróuðu vel- ferðarþjóðfélagi. Það er oft haft til marks um þróunarstig þjóðfélaga, hvernig búið er að þeim sem minna mega sín. Við skulum vona að slíkur samanburður verði ekki gerður á næstunni. Við myndum ekki fá góða einkunn á því prófi. Höfundur er formaður Sjávarnytja og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Með Internet Phone getur þú hringt í gegnum internetið hvert sem er í heiminum og í hvern sem er. Sá sem er á hinum endanum þarf engan sérstakan aukabúnað, bara síma! irófaö Netsímann hjá AT keifunni og HafnarfSrdl Pakkinn saman- stendur af “intemet Phone" hugbunaði og símtóii sem tengt er við töivuna. Lág- marks tölvubúnaður er Pentium 75Mhz, 16Mb minni, hljóó- kort og internet- | aðgangur. Alvöru vél með öllu sem þú þarft til þess að hríngja heims- hornana á milli á netinu! 80 W hátalarar 56 bás mótald m/ faxi & simsvara II Internet Phone - hugbúnaður ii Internet simtól : 2 mánaða Internetáskrift ; Windows lyklaborð II Þriggja hnappa Logitech mús : Windows 98 uppsett og á CD Enterprize turn Intel Celeron 300 Mhz örgjörvi 15" skjár með aðgerðum á skjá 32 MB SDRAM innra minni 4,3 GB harður diskur 32 hraða geisladrif 4MB Grafixstar 560 PRO AGP skjákort „• i'i'.as'-is tS. Wióðknrt Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Simi 550-4020 Lítill en öfluguz Ericsson GH688 GSM FARSÍMI • 175 g með rafhlöðunni • Betrahljóðogmeiritalgæði • Númerabirting • Stórskjár • SMS skilaboða- sending og -móttaka SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 550 6690 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Símanum Internet, sími 800 7575 Akureyri, sími 460 6710 • Sauðárkróki, sími 455 1000 Afgreiðslustöðum íslandspósts um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.