Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 1
271. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Klerka- Pinochet-úrskurði fagnað en einnig varað við afleiðingunum stjórninni mótmælt DARIUSH Forouhar, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ir- an, og Parveneh, kona hans, voru borin til grafar í Teheran í gær en þau voru myrt á heimili sínu í höf- uðborginni sl. sunnudag. Voru mörg þúsund manns í útförinni, sem snerist upp í mótmæli gegn klerkastjórninni í landinu. Hrópaði fólkið slagorð eins og „niður með einræðið" og „fijáls hugsun lifí“. Breska stjórnin vill taka sér meiri frest Mannréttindasamtök og Alþjóða- samband frjálsra verkalýðsfélaga fögnuðu í gær niðurstöðu lávarð- anna en Juan Bordaberry, fyrrver- andi einræðisherra í Uruguay og vinur Pinochets, sagði, að hún væri „siðferðilegt stórslys", sem þýddi, að enginn gæti treyst því lengur, að farið væri að lögum. Varað við óvæntum uppákomum Evrópskir fjölmiðlar gerðu Pin- ochet-málinu mikil skil í gær og sumir sögðu, að úrskurðurinn þýddi, að fyrrverandi harðstjórum væri nú hvergi fritt. Aðrir bentu á, að með honum væri verið að opna fyrir uppákomur, sem stundum gætu orðið hinar vandræðalegustu. Nokkuð skipti í tvö horn með bresku blöðin. Studdu sum ákvörð- un lávarðanna en önnur Pinochet og sökuðu bresku stjórnina um tví- skinnung. í framhaldi af Pinochet-úrskurð- inum hefur Alþjóðasamband mann- réttindasamtaka lagt fram kæru í París á hendur Laurent Kabila, for- seta Kongó, en hann er sakaður um margvísleg mannréttindabrot í landi sínu. Er hann nú í París þar sem hann situr ráðstefnu fyrrum nýlendna Frakka í Afríku og hefur verið tekið með kostum og kynjum. Talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði hins vegar í gær, að Kabila nyti algerrar friðhelgi. Urskurður lávarðadeildarinnar tekur auk þess aðeins til fyrrverandi þjóðhöfð- ingja. ■ Þjóðarleiðtogi/26 London, Madrid. Reuters. BRESKA stjórnin hefur farið fram á að fá meiri tíma til að fjalla um beiðni Spánverja um að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, verði framseldur. Spænski dómarinn, sem fór fram á það, vinnur nú að formlegri ákæru á hendur honum. Urskurði bresku lávarðadeildarinnar um að Pinochet njóti ekki friðhelgi hefur verið fagnað víða en Chile-stjórn ætl- ar að berjast fyrir því, að honum verði sleppt. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, hafði vikufrest til að ákveða hvort framsalskrafan yrði tekin íyrir hjá dómstólum eða til 2. desember en hann hefur nú óskað eftir viku í viðbót. Sagði talsmaður hans í gær, að búast mætti við, að ráðherrann fengi mikinn fjölda er- inda vegna þessa máls og því þyrfti hann meiri tíma til að afgreiða þau. Undirbýr ákæru Reuters Spænski dómarinn Baltasar Garzon býst við að leggja fram formlega ákæru á hendur Pinochet fljótlega en í henni verður honum gefið að sök þjóðarmorð, pyntingar og hryðjuverk. Verði það hins vegar niðurstaðan hjá Straw að sleppa Pinochet, ætlar Garzon að fara fram á það við bresk stjórnvöld, að hann fái að yfirheyra hann áður en hann fer frá London. Talsmenn Pinochets segja, að hann hafi tekið niðurstöðu lávarða- deildarinnar með ró og hann muni berjast gegn framsali með öllum ráðum. Eduardo Frei, forseti Chile, sagði, að Ghilestjóm myndi láta einskis ófreistað til að fá Pinochet lausan og í íyrradag skipaði hann ut- anríkisráðherra landsins, Jose Migu- el Insulza, að fara til Evrópu til að tala máli hans. Ætlaði hann að ræða við bresk og spænsk stjórnvöld. Lesefni hættulegt heilsunni Moskvu. Tlie Daily Telegraph. RÚSSNESK dagblöð og bæk- ur eru skaðleg heilsunni ef marka má þarlenda embættis- menn og er þess því skammt að bíða að gefin verði út sér- stök heilbrigðisvottorð um að óhætt sé að lesa tiltekin blöð og bækur. Áður en slíkt vott- orð fæst verður hins vegar að kanna lesefnið gaumgæfilega enda segja starfsmenn heil- brigðisráðuneytisins að ýmsar hættur leynist á síðunum. Á meðal þess sem þeir telja varasamt er smátt letur og mjóir dálkar. Þá er of mikil litadýrð erfið augunum og lé- leg prentsvei'ta smitast á fing- ur lesenda, þaðan í matinn og jafnvel út í blóðrásina. „Les- endur stefna heilsu sinni í hættu í hvert einasta skipti sem þeir lesa bók, blað eða tímarit," segir Borís Bokichko, embættismaðurinn sem semur nýju reglumar. „Ef pappírinn er of þunnur, of gegnsær, sést letrið hinum megin á síðunni í gegn og það getur valdið höf- uðverk hjá lesendum.“ Umhyggja eða skriffinnska? Útgefendur hafa mótmælt fyrirhugaðri reglugerð og segja hana tilraun stjórnvalda til að draga úr prentfrelsi en því standi ógn af efnahags- kreppunni og kröfum komm- únista um hert eftirlit með fjöl- miðlum. Líklegri skýring á reglugerðinni er þó sú að hún sé hugarsmíð embættismanns sem reynir með öllum skrifræðisráðum að bæta laun- in sín. A _ > Avarp Blairs á írska þinginu mark um bætt samskipti Ira og Breta Bjartsýnn á að hindr- anir verði yfirstignar Dublin. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að þótt erfið- ar hindranir væm um þessar mund- ir í vegi varanlegs friðar á N-írlandi væri hann sannfærður um að hægt yrði að yfirstíga þær. Sagði Blair í ávarpi sem hann flutti á írska þing- inu í Dublin að hann hefði ávallt haft bjartsýni að leiðarljósi og að hann væri bjartsýnn í dag. „Við skulum ekki gera lítið úr þeim ár- angri, sem við höfum nú þegar náð, og við hljótum að vera sammála um að við séum komin of langt til að fara að kasta honum frá okkur.“ Blair er fyrstur breskra forsætis- ráðherra til að ávarpa írska þingið og þykir það til marks um breytta tíma í samskiptum Irlands og Bret- lands. Kvaðst Blair telja að Irar og Bretar hefðu í gegnum aldimai- valdið hvorir öðrum allt of miklum sársauka og sagðist vona að þjóð- irnar gætu nú sagt skilið við blóð- uga fortíðina, kominn væri tími til að fyrirgefa. Ummæli Berties Ahems, forsæt- isráðherra Irlands, í The Times í gær þykja hníga í sömu átt en þar segist Áhem alls ekki fráhverfur því að ræða inngöngu Irlands í breska samveldið, sem Irland yfir- gaf 1949 þegar lýst var yfir írsku lýðveldi. Segir Ahern í viðtalinu að fyrir einungis fimm árum hefði ver- ið óhugsandi að bréskur forsætis- ráðherra ávarpaði írska þingið. Minnist hann þess að í tíð Margaret Thateher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, hafi oft munað minnstu að fundum breskra og írskra ráðamanna lyki með handa- lögmálum. Árangri spáð innan tveggja vikna Blair reyndi í heimsókn sinni til N-írlands og írlands í gær og fyrradag að höggva á þann hnút sem kominn er á friðarumleitanir á N-írlandi. Vilja sambandssinnar ekki setja á stofn ríkisstjórn með aðild Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins, IRA, fyrr en IRA hefur afvopnun. IRA-menn hafa hins vegar sagt að slíkt komi ekki til greina. Margir óttast að þessi pattstaða geti einungis endað með ósköpum. Lét Mitchel McLaughlin, formaður Sinn Féin, hafa eftir sér í gær að ef málum yi'ði ekki þokað áfram á næstu vikum væri friðarferlið allt í voða, þolinmæði manna myndi á endanum bresta. The Irish Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum í gær að innan tveggja vikna megi vænta samkomulags _ um fyrirkomulag samstarfsráðs Irlands og N-írlands og hversu margir ráðherrar munu sitja í ríkisstjórn N-írlands. Reuters Reiðir stríðsfangar JAPANSKUR dómstóll hafnaði í gær algerlega kröfu 20.000 manna, fyrrverandi fanga Japana í síðara stríði, um bæt- ur og um afsökun á illri með- ferð. Fulltrúar fanganna, sem eru hér á leið í réttarsalinn áð- ur en dómurinn var kveðinn upp, reiddust úrskurðinum ákaflega og mótmæltu honum harðlega við þinghúsið í Tókýó. Sögðu þeir, að í Japan fyrir- fyndist ekkert réttlæti. Virðast Japanir eiga erfitt með að gangast við framferði sínu í stríðinu og gerði það m.a. fund þeirra Jiang Zemins, forseta Kína, og Keizo Obuchi, forsæt- isráðherra Japans, árangurs- minni en ella. ■ Harma hernám/24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.