Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVE MB E R 1998 13 FRETTIR Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn stofnaður á laugardaginn Verður kosið um menn eins og eðlilegt er FRJÁLSLYNDI lýðræðisflokkur- inn verður stofnaður á laugai’dag- inn kemur og verður stofnfundur- inn haldinn í Félagsheimili Sel- tjarnamess og hefst klukkan hálf- tíu um morguninn. Valdimar Jó- hannesson, sem situr í stjórn Sam- taka um þjóðareign, sagði að þeir myndu halda sínu striki og ekki láta það trufla sig að Sverrir Her- mannsson hefði stofnað Frjáls- lynda flokkinn í gær. Valdimar sagði að þeir væru mjög undrandi á framkomu Sverris Hermannssonar. Hegðun hans væri furðuleg og það væri brandari út af fyrir sig að þeir væru fjórir sem stofnað hefðu frjálslyndan flokk. „Þeir þola ekki að það séu lýðræðisleg vinnubrögð höfð í flokknum. Þess vegna sprakk þetta. Við ætlum hins vegar að stofna lýðræðislegan flokk og við ætlum að leggja áherslu á það með því að kalla hann Frjálslynda lýð- ræðisflokkinn," sagði Valdimar. Hann bætti við að sú staðreynd að þeir hefðu bara verið fjórir sem stofnað hefðu þennan flokk sýndi kannski best í hvaða farvegi þetta mál hefði verið hjá Sverri. „Hann hefur bara sáralítið fylgi og þess vegna treysti hann sér ekki í að láta lýðræðið stjórna hver væri þarna í forystusveit,“ sagði Valdi- mar. Enginn sjálfskipaður foringi Hann sagðist hvetja alla til að mæta á laugardaginn. „Þar munum við fagna öllum sem koma og þar verður kosinn formaður, varafor- maður og stjórn af því fólki sem þar mætir. Það er enginn ákveðinn sjálfskipaður foringi og það er eng- inn sjálfskipaður í stjórn þess flokks heldur verður þar kosið um menn eins og eðlilegt er. Við mun- um að sjálfsögðu setja þetta mál- efni fremst að þjóðin nái aftur taki á sinni eign sem eru fískimiðin. Síðan enim við búin að vinna mjög ítarlega stefnuskrá sem við leggj- um fyrir þennan fund og munum skipa niður í nefndir til þess að ræða einstök stefnumál. Það verð- ur síðan stofnfundarins að ákveða í höfuðdráttum hvernig stefnuskrá flokksins verður,“ sagði Valdimar ennfremur. Hann sagðist hvetja alla þá til að koma á fundinn sem vildu ekki sætta sig við að fáeinir einstakling- ar eignist sameign þjóðarinnar. „Við megum ekki láta forréttinda- stéttir landsins hræða okkur frá því að hugsa um okkar eigin hags- muni,“ sagði Valdimar. Forrann- sóknir og eftirlit framvegis hérlendis STOFNUÐ hefur verið ný eining á göngudeild Landspítalans sem hefur það sérstaka hlutverk að annast for- rannsóknir og reglubundið eftirlit vegna líffæraígræðslna. Líffæra- flutningar fyrir Islendinga hafa um árabil farið fram erlendis og hafa sjúklingar í mörgum tilvikum orðið að fara utan til eftirlits sem framveg- is ætti að heyra til undantekninga. Ai-ni Kristinsson, yfírlæknir á hjartadeild Landspítalans, segir að þessi þjónusta sé annars vegar hugs- uð fyrir þá sjúklinga sem hafa undan- farin ár fengið ný líffæri, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð eða Englandi og þurfa áfram á eftirliti að halda. Hafa þeh- í mörgum tilvikum orðið að vitja lækna sinna á sjúki'ahús í viðkom- andi löndum sem Arni segir að kost- að geti kringum hálfa milljón króna auk kostnaðar sem sjúklingai- þurfa sjálfir að greiða t.d. vegna fylgdar- manns. Segh- hann að það ætti fram- vegis að heyra til undantekninga ef senda þarf sjúklinga utan, helst gæti það orðið ef fram koma höfnunarein- kenni sem meðhöndla yrði af viðkom- andi sérfræðingum í líffæraflutning- um. Hins vegar er um að ræða rann- sóknir og undirbúning sjúklinga sem bíða eftir líffæraígræðslu. Arni segir það aðeins hafa komið upp á nokk- urra ára fresti að undanförnu að Is- lendingai’ þurfi á hjarta, lungum eða lifur að halda en oftar sé um nýrna- flutninga að ræða. Nú verði hægt að annast forrannsóknir á þeim sjúk- lingum sem koma til greina sem líf- færaþegar sem stytt getur dvalar- tímann ytra þegai’ líffæraskipti nálg- ast. Samband milli landa með fjarlækningum Hefur verið komið upp fjarlækn- ingakerfi milli Landspítala og Ríkis- spítalans í Kaupmannahöfn til að sér- fræðingar hérlendis geti ráðfært sig við starfsbræður sína ytra vegna mats á sjúklingum og rannsóknum á þeim vegna líffæraflutnings. Árni Kristinsson segir að búið sé að greina sjúklingum, sem farið hafa til útlanda í reglulegt eftirlit, frá þessari nýju tilhögun svo og læknun- um ytra sem annast hafa þessa sjúk- linga. Telur Árni að þessu mikið hag- ræði og sparnað og segh’ gæði þjón- ustunnar hin sömu. UMDÆMISSTJÓRI Kiwanisumdæmisins fsland-Færeyjar, Georg Þór Kristjánsson, afhendir hér Pétri Haukssyni, formanni Geðhjálpar, táknræna ávísun að upphæð 15.512.695 kr. Geðhjálp afhentar 15,5 milljónir króna PÉTUR Hauksson, formaður Geðhjálpar, tók í gær við 15,5 milljónum króna frá Kiwanis- hreyfingunni á íslandi. Var það afraksturinn af sölu K-lykilsins um land allt, sem Kiwanismenn ásaint fjölskyldum og aðstoðar- mönnum stóðu fyrir dagana 8. til 10. október. Söfnunarféð rennur til endur- bóta á húsi Geðhjálpar við Tún- götu 7 í Reykjavík sem samtök- in fengu afhent til eignar í byrj- un síðasta mánaðar. Er nú unn- ið að gagngerum endurbótum á húsinu áður en starfsemi þar getur hafíst. Vonast forráða- menn Geðhjálpar til að það geti orðið fyrir jól. Kiwanishreyfingin hefur í rneira en tvo áratugi staðið þriðja hvert ár fyrir sölu á K- lyklinuin undir kjörorðunum: Gleymum ekki geðsjúkum. Hef- ur ágóðinn runnið til margs konar geðheilbrigðismála og liefur verið reiknað út að á nú- virði hafi alls verið aflað 150 milljóna króna með þessum hætti. Morgunblaðið/Golli SAMRÁÐSHÓPUR með fulltrúum iðnaðarráðuneytis, menntamála- ráðuneytis og Neytendasamtakanna kynnti námsefnið í neytenda- fræðslu á fréttamannafundi í gær. Frá vinstri: Finnur Ingólfsson iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, Raggý Guðjónsdóttir fulltrúi Neytenda- samtakanna og Guðni Olgeirsson fulltrúi menntamálaráðuneytis. Námsefni í neyt- endafræðslu komið út VERKEFNAMÖPPU með marg- víslegum verkefnum í neytenda- fræðslu fyrir nemendur á mið- og unglingastigi er nú dreift í alla grunnskóla landsins 1 þeim tilgangi að auka þekkingu nemenda á mál- efnum neytenda. Verkefnamöppunni er skipt í þrjá hluta, sem í eru markmið neytenda- fræðslu, verkefni í neytendafræðslu og stærðfræði í neytendafræðslu. Markmið neytendafræðslunnar eru á sex sviðum, þ.e. fjármál einstak- linga, réttindi og skyldur neytenda, áhrif auglýsinga, neysla og um- hverfi, matvæli og matreiðsla og ör- yggismál. I öðrum hluta eru verk- efni, sem samin vora á námskeiði sem Kennaraháskóli íslands hélt vorið 1996 með styrk frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, til að stuðla að neytendafræðslu á grunn- og fram- haldsskólastigi. Þriðji hlutinn bygg- ist á verkefnum, sem eiga að efla skilning á fjámálum barna og ung- linga, fjármálum fjölskyldunnar, eigin lífsstíl, fjárhagslegum áhætt- um, sem leynast í samskiptum fólks og mikilvægum þáttum sem tengj- ast rekstri heimilis. Einnig eru verkefni, sem hafa það að markmiði að gera nemendur meðvitaða um stöðu ÆÍna sem neytendur á jörð- inni, lífsskilyrði, mannfjölda og auð- lindir og fleira. Hverjum skóla fyrir sig er í sjálfsvald sett á hvaða hátt hann notar verkefnin með nemendum, en nemendur fá tóma möppu með geisladisk, sem nota á einkum til að mæta mismunandi notkun fyrir þann breiða aldurshóp sem um ræð- ir. Hugmyndin er sú að nemendur prenti út þau verkefni sem hæfa þeirra stigi og setji í möppurnar sínar. Námsefnið er gefið út af við- skipta- og iðnaðarráðuneytinu, en Samband íslenskra viðskiptabanka styrkti útgáfuna. Fjármálaráðherra vill að sjúklingar greiði meira fyrir þjónustu Sjúkrastofnanir fái greitt eftir afköstum GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra sagði á aðalfundi hjúkrunar- forstjóra á sjúkrahúsunum í gær, að til gi-eina kæmi að gera þjón- ustusamninga við sjúkrastofnanir sem byggðust á fastri grannfjár- hæð og greiðslum til viðbótar sem byggðust á afköstum. Hann sagði að í framtíðinni yrði ekki komist hjá því að treysta meira á að fjár- magna heilbrigðisþjónustuna með beinum greiðslum frá neytendum. Geir sagði að í framtíðinni yrði óhjákvæmilegt að treysta á fleiri en eina leið til fjármögnunar heil- brigðiskerfisins. I því sambandi væri eðlilegt að gera ráð fyrir greiðslum frá neytendum, trygg- ingafélögum þeirra og skatttekj- um frá hinu opinbera. „Hjá því verður ekki komist að treysta í meira mæli á beina fjár- mögnun frá neytendum heilbrigð- isþjónustunnar og einungis að hluta á fjármögnun í formi skatt- heimtu. Fjölmörg rök má færa fyrir þessari skoðun. Álitaefnið snýst þvi ekki um hvort þessi kostnaðarskipting á að vera til staðar í heilbrigðiskerfinu, heldur hvernig henni verður best komið fyrir og hversu langt við eigum að ganga í fjármögnun þjónustunnar með skattheimtu." Hlutur ríkisvaldsins hár hér á landi Geir sagði að þótt mikið hefði verið rætt um þjónustugjöld í heil- brigðiskerfinu undanfarin ár væri hlutur einkaaðila í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar mun lægri hér á landi en í öðram ríkj- um. Hlutur hins opinbera í fram- lögum til heilbrigðisþjónustunnar væri óvíða hærri en á Islandi. Geir sagði að fjármálaráðuneyt- ið hefði þegar kynnt hugmyndir um einkafjármögnun fram- kvæmda sem hingað til hefðu ver- ið í eigu og á vegum ríkisins. Hér kæmu heilbi’igðisstofnanir vel til greina, svo sem heilsugæslustöðv- ar og hjúkranarheimili. „Ég sé fyrir mér að í framhaldi af þeirri vinnu sem nú er unnin við gerð þjónustusamninga við sjúkrastofnanir opnist möguleikar á að skipta fjárveitingum í fasta grunnfjármögnun og greiðslur sem byggjast á afköstum. For- senda fyrir slíkum breytingum er að verð á þjónustunni sé þekkt. Sambland slíkrar fjármögnunar er talin hagkvæm og leiða til aukins sveigjanleika. Þegar eru gerðar tilraunir með slíkt í Noregi sem vert er að fylgjast með. Þá er áhugavert að færa starfsemi sem er í samkeppni við einkarekstur frá sjúki-ahúsunum í sérstök fyrir- tæki sem verði rekin á sömu for- sendum og einkafyrirtæki. Slíkar lausnir hvetja til að þjónusta verði í auknum mæli keypt af aðilum ut- an opinbera geirans,“ sagði fjár- málaráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.