Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 16

Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Tölvu- smiðjan færir út kvíarnar Egilsstaðir - Tölvusmiðjan á Eg- ilsstöðum og í Neskaupstað hef- ur gengið til samstarfs við EG skrifstofubúnað í Reykjavík um sölu á skrifstofuhúsgögnum fyrir vinnustaði, stofnanir, sjúkrahús og skóla. Flest húsgögnin eru innflutt frá Skandinavíu. Fyrirtækið hef- ur því útvíkkað starfsemi sína þannig að nú bjóða þeir allt til skrifstofunnar á sama stað. Tölvusmiðjan rekur einnig sölu- deild og þjónustudeild. Sölu- deildin selur tölvur og rekstrar- vörur. Fyrirtækið flytur sjálft inn tölvuhluti bæði frá Banda- ríkjunum og Hollandi. Tölvurnar eru síðan settar saman hjá Tölvusmiðjunni og seldar undir vörumerkinu Pixel. Þjónustu- deildin þjónustar netkerfí fyr- irtækja á öllu Austurlandi. Að auki selur Tölvusmiðjan IBM, Trust og Tulip tölvur frá Ný- herja. Tölvusmiðjan rekur sölu- og þjónustudeildir á Egilsstöðum og í Neskaupstað og eru starfsmenn fyrirtækis- ins 9 talsins. Prestafélag Hólastiftis hins forna 100 ára Sauðárkróki - Við hátíðlega guðs- þjónustu í Sauðárkrókskirkju sl. sunnudag var þess minnst að 6. júní sl. voru 100 ár frá því að norð- lenskir prestar stofnuðu með sér félagsskap, Prestafélag Hólastiftis hins forna. A tímamótunum sl. sumar var haldinn fundur í stjórn félagsins þar sem afmælisins var minnst og þá ákveðið að í tilefni tímamótanna mundu prestar hittast við hátíðar- guðsþjónustu á Sauðárkróki, en þar var félagið stofnað, síðar á ár- inu. Viðstaddur guðsþjónustuna á Sauðárkróki var hátt á annan tug presta víðs vegar að af Norður- landi en við athöfnina predikaði sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup og sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup ásamt sr. Guðbjörgu Jóhannsdóttur, sóknarpresti á Sauðárkróki, þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju söng. I predikun sinni rakti sr. Sig- urður Guðmundsson aðdraganda þess er norðlenskir prestar, að frumkvæði sr. Hjörleifs Einars- sonar, prests á Undirfelli í Húna- vatnssýslu, leituðu sameiginlegs starfsvettvangs, en sú einangrun sem prestar bjuggu við var aðal- hvatinn að stofnun félagsins en einnig var markmið að þeir mættu ná sem bestum árangri í boðun fagnaðarerindisins og efla og glæða trúarlíf í söfnuðum stiftis- ins, svo sem fram kemur í lögum félagsins. Að aflokinni guðsþjónustu var hátíðarkvöldverður í Hótel Varma- hlíð þar sem sr. Agúst Sigurðsson flutti stórfróðlegt erindi um sögu Hólastiftis auk annarra atriða sem flutt voru. Núverandi formaður Prestafé- lags hins forna Hólastiftis er sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknar- prestur í Glerársókn á Akureyri. Morgunblaðið/Björn Björnsson Morgunblaðið/Theodór HJÓNIN Annabella Albertsdóttir og Sigurgeir Erlendsson, eigendur Geirabakarís, fyrir framan brauðgerð KB ásamt starfsfólki Geirabak- arís og ættingjum. Frá vinstri Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Er- lendsson, Viðar Héðinsson, Sigurþór Kristjánsson, Sigríður Guð- mundsdóttir og Albert Þorkelsson. Geirabak- arí kaupir brauð- gerð KB Borgarnesi - Fyrirtækið Geira- bakari í Borgarnesi hefur fest kaup á brauðgerð Kaupfélags Borgfirðinga KB. Um er að ræða þriggja hæða hús við Egilsgötu ásamt öllum vélum og tækjum. Geirabakarí mun taka við rekstrinum 1. desem- ber nk. Að sögn Sigurgeirs Erlends- sonar, eiganda Geirabakarís, og Guðsteins Einarssonar kaupfé- lagssljóra varð að samkomulagi að Geirabakarí keypti brauð- gerð KB og sameinaði það sín- um rekstri. Tilgangurinn væri fyrst og fremst einföldun og hagræðing í rekstri beggja fyr- irtækjanna því reksturiim hefði verið erfiður og ekki grundvöll- ur fyrir tveimur brauðgerðum í Borgarnesi. Mun KB framvegis svo til eingöngu versla með brauð og brauðvörur frá Geira- bakaríi. Aðspurður sagði Sigurgeir Erlendsson að hann myndi fyrst um sinn halda rekstrinum óbreyttum við Egilsgötuna en hann gerði ráð fyrir breyting- um eftir áramótin. Hús brauðgerðar KB við Egilsgötu var reist um árið 1950 og er það um 500 fermetr- ar að samanlögðu flatarmáli. A efstu hæðinni er og hefur verið íbúð en brauðgerðin hefur ver- ið til húsa á miðhæðinni. Þar var Albert Þorkelsson bakara- meistari deildarstjóri brauð- gerðar KB í 23 ár frá árinu 1965. Á jarðhæðinni var um tíma bakarísverslun og kjötbúð KB og síðan var þar til húsa fiskbúð til margra ára. Morgunblaðið/Anna Ingólfs EINAR Gylfason, framkvæmdastjóri EG skrifstofubúnaðar, Smári Sigurjónsson starfsmaður og Jón Fjölnir Albertsson, framkvæmdastjóri Tölvusmiðjunnar. Viðurkenning fyrir merki ferðaþjónust- unnar á Vesturlandi IJRSLIT í samkeppni um merki fyrir ferðaþjónustu á Vestur- landi voru tilkynnt í Hótel Reyk- holti síðastliðinn mánudag. Höf- undur verðlaunahugmyndarinn- ar, Bjarni Helgason, tók við við- urkenningu fyrir besta merkið. Forsaga þessarar samkeppni var að síðastliðið vor var lokið við stefnumótun í „Ferðaþjón- ustu á Vesturlandi 1998-2005“, segir í fréttatilkynningu frá Ferðamálasamtökum Vestur- lands. í henni er einn liðurinn af markaðs- og kynningaráætlun fyrir Vesturland sá að hafa sam- keppni fyrir merki og slagorð ferðaþjónustunnar á Vestur- landi. Merki og slagorð myndi nýtast öllum ferðaþjónustuaðil- um á Vesturlandi í kynningar- og markaðsstarfí sem samnefn- ari greinarinnar á svæðinu. At- vinnuráðgjöf Vesturlands og Ferðamálasamtök Vesturlands stóðu fyrir samkeppni. Dómnefnd bárust tillögur um 41 slagorð og 31 hugmynd að merki frá 23 aðilum. I nefndinni voru Guðrún Jónsdóttir, formað- ur Ferðamálasamtaka Vestur- lands, Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans á Bifröst, og Magnús H. Ólafsson, arkitekt á Akranesi. Einkenni svæðisins komi fram Ein helsta forsenda aðstand- enda samkeppninnar var að ein- kenni Vesturlands þurftu að koma skýrt fram í tillögunum. Dómnefndin hafði þessa for- sendu að leiðarljósi í starfi sínu. Svo og að meta hugmyndir að merki þannig að endanleg út- færsla þess geti hentað til kynn- ingarstarfs á vegum Ferðamála- samtaka Vesturlands. Fjölbreytni hugmynda að merki var mikil. Hugmyndin að baki flestum þeirra var óljós og kom ekki nægjanlega skýrt fram til þess að hægt væri að meta hvort endanleg útfærsla þeirra skilaði góðri niðurstöðu. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að tillaga Bjarna Helgasonar frá Reykjavík, nema í grafískri hönnun við MHI, væri góð hugmynd og gæti við nánari útfærslu vel hentað sem merki Ferðamálasamtaka Vesturlands. Hugmyndinni að merkinu var skilað á svart/hvítu formi en hugmynd að litum var lýst ágæt- lega. Einkenni merkisins eru Snæfellsjökull, gróður/dýralíf og bók tengt saman á mjúkan og skemmtilegan hátt, að því er fram kemur í umsögn dóm- nefndar. Höfundur merkisins lýsir ágætlega hugmyndinni að baki verðlaunamerkinu. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra slagorða sem bárust væru það afgerandi að þau hentuðu til notkunar fyrir Ferðamálasam- tök Vesturlands. gardeur - b u x u r femi GARÐURfNN -klæðirþigvcl Morgunblaðið/Valgerður Gunnarsdóttir BJARNI Helgason tekur við viðurkenningu úr hendi Sigríðar H. Theodórsdóttur atvinnufulltrúa. Fréttagetraun á Netinu S' mbl.is ALLTA/= eiTTHVAÐ aíýtt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.