Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI / Fjölmenni á fundi IMARKS um þróun í smásöluverslun Islendingar versla á við 470 þúsund Breta 5í i verslunargreinum janúartil ágúst 1997 og 1998 (í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) ian ,áQ jan.-ág. Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1997 1998 breytin og tóbaks, smásala áfengis 6.281,8 7.072,1 +12,6% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 20.658,0 20.247,2 -2,0% Byggingavöruverslun 8.239,1 9.734,2 +18,1% Sala á bílum og bílavörum 16.077,6 20.553,2 +27,8% Önnur heildverslun 65.398,5 79.630,4 +21,8% Heildverslun samtals: 116.654,9 137.237,0 + 17,6% Fiskverslun 527,3 696,2 +32,0% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 21.641,1 23.425,6 +8,2% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 5.068,7 4.859,0 -4,1% Blómaverslun 1.046,7 1.185,4 +13,3% Sala vefnaðar- og fatavöru 3.990,1 4.396,5 +10,2% Skófatnaður 487,7 498,8 +2,3% Bækur og ritföng 2.402,0 2.675,2 +11,4% Lyf og hjúkrunarvara 3.100,7 3.536,8 + 14,1% Búsáhöld, heimilis- tæki, húsgögn 7.240,0 8.963,6 +23,8% | Úr, skartgripir, Ijós- f myndavörur, sjóntæki 788,7 919,6 +16,6% 1 Snyrti- og hreinlætisvörur 732,2 642,8 -12,2% 1 Önnur sérverslun, s.s. sportvörur, S leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 2.495,3 2.848,3 +14,1% | Blönduð verslun 21.760,4 20.860,0 -4,1% 1 Smásöluverslun samtals: 71.280,8 75.507,7 +5,9% | VERSLUN SAMTALS: 187,935,7 212.744,7 + 13,2% | MIKILL áhugi er á stöðu og þróun smásöluverslunar ef eitthvað er að marka góða _ mætingu á hádegis- verðarfund ÍMARKS, Félags ís- lensks markaðsfólks, í Ársal á Hótel Sögu í gær. I kynningunni varpaði fundar- stjóri, Ólafur Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Vöku-Helgafells, þeirri spurningu fram m.a. hvort kæmi til með að vega þyngra við þær miklu breytingar sem verið hafa á smásölumarkaðnum undan- farið, hagur neytenda eða hluthafa í fyiártækjunum. Auk þess minntist hann á breytt landslag í innkaupum með brotthvarfi kaupmannsins á horninu svokallaðs, sem er að víkja fyrir verslanakeðjum. Til að svara þessum spurningum og fleirum voru mættir tveir fram- sögumenn, þeir Jón Björnsson framkvæmdastjóri Hagkaups og Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna. Verslun íslendinga nær 20% erlendis Jón Bjömsson sagði í framsögu- erindi sínu að áætluð ársvelta í smá- söluverslun á Islandi væri 80 millj- arðar króna og þar af væri hlutdeild matvöru 65%. Hann sagði að á ís- landi væri neysla mikil og þau 270 þúsund sem byggðu landið væru, samkvæmt könnun, á við 450 þús- und breska neytendur. Hann sagði að þróunin væri sú að verslun væri að þjappast saman og færðist á höfuðborgarsvæðið. Einnig kom fram í máli hans að verðlag væri nú sambærilegt hér á landi og í Skandinavíu og í mörgum tilfellum betra. íslendingar versla fyrir um 6-8 milljarða króna erlend- is sem Jón sagði að svaraði til ná- lægt 20% af allri smásöluverslun þjóðarinnar. Hann kom inn á aukningu svo- kallaðra „Franehise" verslana- og veitingahúsakeðja en gott dæmi um eina slíka er MaeDonalds veitinga- húsakeðjan. Hann sagði að slíkar keðjur væru að skjóta hér rótum og sagði til samanburðar að í Englandi ICELAND Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Islenskra sjávaraf- urða hf. í Bandaríkjunum, hefur und- irritað samning vegna sölu gömlu fískréttaverksmiðju fyrirtækisins í Camp Hill í Pennsylvaníu. Áætlað er að með sölunni lækki skuldir fyrir- tækisins um ailt að 250 milljónir króna. Iceland Seafood hefur um hríð unnið að því að selja gömlu fiskrétta- verksmiðjuna í Camp Hiil í Pennsyl- vaníu en í lok síðasta árs tók fyrir- tækið nýja verksmiðju í notkun í Newpprt News í Virginíu. í tilkynn- ingu IS til Verðbréfaþings segir að rétt þyki að upplýsa um undirritun samningsins en endanleg staðfesting á sölu verksmiðjunnar muni þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Engar upplýsingar eru geínar um væntanlegan kaupanda. Á kynningarfundi, sem Viðskipta- stofa Landsbankans, umsjónaraðili hlutafjárútboðs IS, hélt með fjárfest- um í gær, kom fram að stefnt er að því að IS skili hagnaði á næsta ári. Fyrirtækið var rekið með 137 millj- óna króna tapi á fyrri hluta yfír- standandi árs og sýnt þykir að ekki hafí tekist að snúa taprekstrinum við á seinni hlutanum. Stefnt að 8-10% arðsemi Hermann Hansson, stjórnarfor- maður ÍS, sagði að meginástæða tapsins væri sú að rekstur dótturfé- lagsins Iceland Seafood Corporation hefði þetta fyrirkomulag skilað miklum árangi-i. Verða heildsalar óþarfír? Um innkaup Hagkaups sagði Jón að Hagkaup væri aðili að innkaupa- og dreifingarfyrirtækinu Aðföngum með alla dagvöra en útvegaði sjálft alla sérvöru og flytti þar af 75% hennar inn sjálft. Fyrirspurn kom úr sal þegar þetta bar á góma þar sem spurt var hvort heildsalar yrðu brátt óþarfír. Jón svaraði því til að hann sagðist ekki líta svo á, heldur taldi hann frekar að heildsalar yrðu markaðs- afl á bakvið vöruna sem þeir flyttu inn og sagði að þar lægi hugsanlega framtíð heildsalans. Jón sagði að erlent fyrirtæki hefði að beiðni Hagkaups kannað hvað skipti neytandann mestu máli í vali sínu á verslunum. Hann sagði að í þeirri könnun hefði verð lent í fyrsta sæti og staðsetning í öðru. Um framtíðina, í ljósi væntan- legrar 40.000 fermetra aukningar á verslunarrými fyrir sérvöru í Smár- anum, sagði Jón að það vekti ýmsar spumingar og ljóst væri að þessi viðbót þyrfti að velta um 7 milljörð- um til að bera sig. Spurningin væri hvar ætti að taka þá veltu, hvort markaðurinn stækkaði sem þessu næmi, eða um 25%, eða hvort veltan yrði tekin af keppinautum. Jón kom einnig inn á verslun á Netinu og sagði að það væri fátt eins lítið í dag sem vekti jafn miklar væntingar og Netverslunin. Búist er við hraðri aukningu þar á kom- andi áram. „Netið er skemmtilegt tilraunaverkefni og það kemur að því að það verður stórt. Það er mik- ilvægt að vera með frá byrjun til að við getum strax losnað við alla „barnasjúkdómana“ sem fylgja upp- byggingunni," sagði Jón um Netverslun Hagkaups. Jón var spurður að því hvort með breyttri eignaraðild að fyrirtækinu yrði ákallið um arðsemi ekki meira og kæmi þá niður á neytendum. Jón svaraði því til að arðsemiskrafa hefði alltaf verið hjá fyrirtækinu, hefði gengið illa á árinu en rekstur annarra fyrirtækja samstæðunnar hefði gengið samkvæmt áætlunum. „Ég vil að arðsemi fyrirtækisins verði ekki undir 8-10% og í því skyni er stefnt að þvi að fyrirtækið breyt- ist úr því að vera söluarmur fram- leiðenda í markaðsdrifíð sölufyrir- tæki. Það eykur vonir um arðsemi." Heildarnafnvirði hlutafjár í útboð- inu er 200 milljónir króna. Hermann sagði að með útboðinu og ýmsum öðrum aðgerðum ættu nettóskuldir IS að lækka verulega á næstunni. Nú þegar hefði fyrirtækið selt hluta- bréf í hlutabréfasjóðnum íshafi og Vinnslustöðinni fyrir samtals 650 milljónir, áformað væri að hlutafjár- útboðið skilaði 350 milljónum og um 250 milljónir króna fengjust fyrir gömlu fískréttaverksmiðjuna í Camp Hill. Hermann sagði að þessir fjár- munir, samtals um 1.250 milljónir króna, yrðu notaðir til að bæta eigin- hverjir sem eigendur þess væru, og hann sagðist telja að á endanum skipti það ekki máli hverjir væru eigendur verslananna, arðsemis- krafan væri alltaf jafn sterk. Hámarka stærð verslana Sigurður Jónsson formaður Kaupmannasamtakanna sagði að með aukinni samkeppni á markaðn- um í dag væri það þannig í Þýska- landi að verslanir þyrftu að laga innréttingar og búnað í verslunum sínum á 6-8 ára fresti en á 10 ára fresti áður fyrr. Hann sagði að hátt í 30 milljarðar evra færa í slíkt hjá þýskum verslunum á ári hverju. Hann minntist á fleiri dæmi úr fjárstöðuna og lækka ætti nettóskuldir fyrirtækisins um 40% eða um 1.200 milljónir króna, í um tvo milljarða. Vonbrigði í Virginíu Hermann sagði að rekstur verk- smiðju Iceland Seafood í Virginíu hefði ekki gengið sem skyldi á árinu. Salan hefði að vísu verið í samræmi við áætlanir en vandamál hefðu hrjáð reksturinn og haft veruleg áhrif á af- komuna og það væru vissulega von- brigði. Hann sagði að tölvu- og dreifi- kerfi hefðu bragðist við flutninginn frá Camp HiII til Newport News og framleiðslukostnaður aukist veralega af þeim sökum. Einnig hefðu kostn- aðaráætlanir um þjálfun starfsfólks ekki staðist. Þá hefðu gífurlegar hækkanir orðið á hráefni til verk- smiðjunnar og í ljós hefði komið að erfiðara væri að velta þessum hækk- unum út í verðlagið en t.d. í Evrópu. verslanaumhverfi útlanda og sagði að í Sviþjóð og Danmörku hefðu verið sett lög sem kveða á um há- marksstærð stórmarkaða sem tryggja eiga dreifða verslun. Hann nefndi einnig til dæmis um tengingu breyttra neysluvenja og smásölu að í dag væru 50% af fæðu Bandaríkjamanna keypt tilbúin og sagði að framsýnir menn þarlendir hefðu spáð því að árið 2005 myndi bandarísk húsmóðir ekki kunna að búa til mat úr hráefni! Hann sagði í beinu framhaldi að þannig myndu svokallaðar þægindabúðir, sem hefðu langan afgreiðslutíma og byðu upp á úrval af tilbúnum mat, verða í sífellt meiri samkeppni við veitingahús. Framlegð í rekstrinum yrði því mun minni en áætlað var á þessu ári. Víðtæk endurskipulagning stendur nú yfir á öllum rekstri Iceland Seafood af þessum sökum, að sögn Hermanns, í því skyni að auka fram- legðina. Sagði hann að ná yrði fram bættri hráefnisnýtingu, birgðastýr- ingu, auknum afköstum og lægri kostnaði. Þá yrðu markaðssetning, sölumál og viðskiptahópur fyrirtæk- isins endurskoðuð frá grunni. Einnig væra fjármálin til endurskoðunar, t.d. bankasambönd og skammtíma- fjármögnun. Sagði hann að forráða- menn fyrirtækisins væru bjartsýnir á að þessar aðgerðir myndu fljótlega skila svo miklum ávinningi að hagn- aður yrði af rekstri félagsins á næsta ári. Þá er unnið að þvi að bæta upplýs- ingamál Iceland Seafood en Her- mann sagði að fjárfestingu í tölvu- kerfi hefðu illu heilli verið frestað Iceland Seafood selur fískréttaverksmiðjuna í Camp Hill Söluandvirðið notað til skuldalækkunar Nasco ehf. kaupir 60% í Bakka hf. Styrkir afurðasölu og hráefnis- öflun ÞORBJÖRN hf. hefur gengið frá samningi við Nasco ehf. í Reykjavík um 60% eignaraðild að Bakka hf., dótturfélagi Þor- bjarnar hf. og samstai-f um rekstur Bakka hf. í Bolungavík. Félaginu verður þar með lagt til nýtt hlutafé að nafnvirði 50.000.000 ki'. Jafnframt er samkomulag um, að Þorbjörn hf. taki á ný við öllum útgerðarþætti Bakka hf. ásamt öllum aflaheimildum. Samhliða yfirfærslu eigna frá Bakka til Þorbjörns er hlutafé í Bakka hf. fært niður til sam- ræmis og verður 83.000.000 kr. að nafnvirði, að lokinni hluta- fjáraukningu Nasco ehf. í fréttatilkynningu frá Þor- birni segh’ að með þessari að- gerð muni eiginfjár- og lausa- fjárstaða Bakka hf. styrkjast. Með samstarfí fyrirtækjanna um rekstur Bakka hf. munu möguleikar á hráefnisöflun fyrir rækjuvinnslu fyrirtækisins aukast verulega. Þetta samstarf mun því tryggja enn frekar rekstur rækjuverksmiðju Bakka hf.,“ segir í tilkynning- unni. Gunnar Tómasson stjórnai’- formaður Þorbjörns hf. segir að salan hafi verið gerð til þess að- allega að bæta við samstarfsað- ila til að efla fyrirtækið og rekst- urinn, aðallega rækjuvinnsluna og vonandi bolfiskvinnsluna síð- ar. „Það hefur verið skortur á rækju til vinnslu og með þessu teljum við að við séum búnir að tryggja hráefnisþátt fyrirtækis- ins,“ sagði Gunnar. Egill Guðni Jónsson fram- kvæmdastjóri Nasco, sem er inn- og útflutningsfyrirtæki með viðtæka reynslu í viðskiptum með sjávarafurðir, segir að kaupin hafi verið gerð til að styrkja afurðasölu fyrirtækisins. „Við eram að selja rækju ft’á rækjuverksmiðjum í Kanada og sú rækja er mun stærri en sú ís- lenska og með kaupunum á Bakka fáum við meiri breidd í okkar afurðir,“ sagði Egill í samtali við Morgunblaðið. þegar nýja verksmiðjan var tekin í notkun. Brýnt hefði verið að bæta úr þessu og hefði nú þegar verið fjárfest í nýju tölvukerfi. Síðast en ekki síst hefði nýr forstjóri, Benedikt Sveins- son, forstjóri IS, tekið við stjórninni vestra og þar væri nú unnið eftir nýju skipuriti. Gelmer í góðum málum Hermann sagðist hafa allt aðra og betri sögu að_ segja af Gelmer, dótt- urfyi-irtæki ÍS í Frakklandi. Tap hefði verið á rekstri þess fyrri hluta ársins en nú væri farið að ganga bet- ur og líklegt að ekki yrði tap á seinni árshelmingi. „Afkoman ætlar að verða betri en ráðgert var sam- kvæmt áætlunum og búast má við hagnaði af rekstrinum á næsta ári. Ólíkt Bandaríkjamarkaði hefur geng- ið vel að velta verðhækkunum á hrá- efni út í verðlagið. Við teljum mikla möguleika vera á að auka útflutning frá Gelmer til annarra landa og há- marka þannig framleiðslunýtingu verksmiðju fyrirtækisins. Áfram yrði unnið að því að styrkja alþjóðlegt sölukerfi IS, með það að markmiði að samstæðan gæti í fram- tíðinni verslað með fiskafurðir um allan heim. Það kemur þó til greina, að sögn Hermanns, að loka söluskrif- stofu félagsins í Japan en mjög hefur dregið úr umsvifum hennar eftir að samstarfsaðilar IS á Kamtsjatka- skaga í Rússlandi slitu samstarfi við félagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.