Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
t
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Viljayfirlýsin^ um sölu á öllum hlutabréfum í Vífilfelli til CCNB undirrituð
Eignast framleiðslu-
rétt og verksmiðju
EIGENDUR Vífflfells ehf. hafa
undirritað viljayfirlýsingu um sölu á
öllum hlutabréfum í félaginu tU
Coca-Cola Nordic Beverages A/S
(CCNB)í Danmörku. Með væntan-
legum kaupum mun CCNB eignast
alla framleiðslustarfsemi Vífilfells
og þar með talda verksmiðju þess í
Reykjavík. Að sögn Þorsteins M.
Jónssonar, framkvæmdastjóra Víf-
ilfells, er kaupverðið ekki gefið upp.
Samkvæmt lista Frjálsrar verslun-
ar yfir 100 stærstu fyrirtækin var
velta Vífilfells á síðasta ári 2.314
milljónir ki-óna.
Samkomulagið um söluna er háð
frekari frágangi og samþykki við-
komandi aðila á endanlegum kaup-
samningi svo og áskilinni meðhöndl-
un hans innan Coca-Cola kerfisins
að því er fram kom á blaðamanna-
fundi í gær. Báðir aðilar vonast til
þess að endanlega verði gengið frá
kaupunum í byrjun árs 1999.
A/S, sem var stofnað 1. október
1997, er í eigu Coca-Cola Company
í Bandaríkjunum, sem á 49%, og
Carlsberg A/S í Danmörku, sem á
51%. CCNB á nú Coca-Cola verk-
smiðjur í Danmörku, Svíþjóð, Nor-
egi og Finnlandi. Svend I. Peter-
sen, forstjóri CCNB, segist vera
mjög ánægður með að fá Vífilfell
inn í fyrirtækið. Það njóti mikillar
virðingar innan Coca-Cola keðjunn-
ar fyrir góðan árangur í markaðs-
og sölustarfi. Segir hann að góðan
árangur Coca-Cola á íslandi megi
síðast en ekki síst þakka frábæru
starfi Péturs Björnssonar og fjöl-
skyldu hans. Eins hafi Þorsteinn og
starfsfólk hans staðið sig frábær-
lega. Því sé CCNB ánægt með að
Pétur hafi samþykkt að sitja áfram
í stjórn félagsins og Þorsteinn að
stýra startlnu á Islandi.
Aðspurður sagði hann á blaða-
mannafundinum að ekkert væri
hæft í því að Vífilfelli hafi verið
stillt upp við vegg og eigendur þess
þvingaðir til þess að selja. „Vífilfell
hefur haft framleiðsluréttinn í 56
ár. Hann hefur alltaf verið endur-
nýjaður án nokkurra vífilengja og
það hefði verið gert áfram.“
„Skrýtin tilfinning"
„Góður samningur náðist“
Pétur Björnsson áfram í
stjórn Vífilfells
Pétur Björnsson, sem ásamt fjöl-
skyldu sinni á meirihlutann í Víffl-
felli, mun áfram eiga sæti í stjórn
Vífilfells eftir fyrirhuguð eigenda-
skipti. Þorsteinn M. Jónsson, sem
hefur verið framkvæmdastjóri Víf-
ilfells frá ársbyrjun 1996, mun
halda áfram að stýra Coca-Cola
starfseminni á Islandi.
Coca-Cola Nordic Beverages
Að sögn Þorsteins er það stefna
Coca-Cola fyrirtækisins að eiga þau
fyrirtæki sem hafa séð um átöppun
fyrir það og er það helsta ástæðan
fyrir því að allt hlutafé í Vífilfelli
var selt. „Þetta hefur komið til tals
í nokkur ár en það varð af því núna
þar sem góður samningur náðist og
var því ákveðið að láta slag standa
á þessum tímapunkti," segir Þor-
steinn en viðræður við CCNB hafi
staðið yfir með hléum síðan í febrú-
Pétur Björnsson segir að undan-
farin sex ár hafi Vífilfell verið að
undirbúa sig undir sameiningu
meðal framleiðsluaðila Coca-Cola í
Evrópu en það hafi verið stefna
Coca-Cola fyrirtækisins allt frá ár-
inu 1986 að svæðisskipta fram-
leiðslufyi’irtækjum Coca-Cola í
heiminum. Pétur segir að það sé
dálítið skrítin tilfinning að eiga fyr-
irtækið ekki lengur en þetta sé þró-
unin í heiminum. „Eg sit áfram í
stjórn félagsins og fylgist með
rekstrinum. Eg hef nú gert lítið
annað undanfarin ár en að fylgjast
með og ég sé ekki að það breytist
neitt. Þetta er breyting sem maður
verður að gera upp við sig,“ segir
Pétur.
Vífilfell hefur verið með samning
við Coca-Cola fyrirtækið í Banda-
ríkjunum um einkarétt á fram-
leiðslu á afurðum þess á Islandi frá
árinu 1941. Pétur Björnsson tók við
stjórn fyrirtækisins af foður sínum,
Birni Ólafssyni, á árinu 1973.
Morgunblaðið/Kristinn
SVEND I. Petersen, forstjóri Coca-Cola Nordic Beverages, Pétur
Björnsson, stjórnarformaður Vífilfells, og Þorsteinn M. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Vífilfells, kynntu sölu á öllu hlutafé í Vífilfelli til Coca-
Cola Nordic Beverages í gær.
J