Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 21
1
VIÐSKIPTI
Mun minni hagvexti spáð
í heiminum á næsta ári
London. Reuters.
HAGVÖXTUR í heiminum mun
minnka um helming, í 1,7% 1999 úr
3,5% á þessu ári, og svo getur farið
að samdráttur í heiminum verði
verulega meiri en í ársbyrjun sam-
kvæmt spám tveggja óháðra stofn-
ana í Bretlandi.
London Business School (LBS)
og Oxford Economic Forecasting
(OEF) segja að það sem muni aðal-
lega stuðla að niðursveiflu á næsta
ári verði minnkandi innanlandseft-
irspurn í Japan og Bandaríkjunum,
fremur en vandkvæði í viðskiptum
við þróunarríki.
Bandaríkin valda
mestum áhyggjum
„Innanlandseftirspurn í Banda-
ríkjunum veldur okkur mestum
áhyggjum,“ segir í skýrslunni."
„Hætta er á því að heimili og fyr-
irtæki verði ekki lengur fús að
standa undir eyðslu með lánum og
vilji reyndar endurgi-eiða lán - og
valda þar með hreinum bandarísk-
um samdrætti árið 1999, að því er
fram kemur í skýrslunni."
í skýrslunni segir að staðan í As-
íu virðist vera að komast í jafnvægi.
Astandið þar virðist vera að færast í
stöðugra horf um leið og gengi
gjaldmiðla virðist batna nokkuð,
iðnaðarframleiðsla að ná botni og
viðskiptastaða að styrkjast.
Það sem aðallega háir bata í Asíu
séu of háir raunvextir og stefnulöm-
un Japana.
An verulegrar fjárhagsörvunar
og atlögu gegn óinnheimtanlegum
skuldum kann verg landsfram-
leiðsla Japans (GDP) að minnka í
innan við 2% 1999 og það mun
skaða Asíu og ógna kínverskum yu-
an^ segir í skýrslunni.
I Evrópu er sagt að hagvöxtur
geti komizt í hættu ef nýr og sam-
eiginlegur gjaldmiðill ESB, evra,
eflist. Innanlandseftirspurn kunni
að verða of lítil til að bæta upp
minni útflutning.
Stofnanirnar segja að aukning
landsframleiðslu, GDP, í hinum 11
löndum evru-svæðisins muni
minnka í 2,5% 1999 úr 2,9% í ár og
geti minnkað meir, ef Bandaríkin
verði samdrætti að bráð.
Óbein áhrif frá ólgusvæðum
Vandamál í Rússlandi, Brasilíu
og á þróunarmörkuðum stofni
heimsviðskiptum í hættu, en líklega
muni bein áhrif á stærstu hagkerfi
Vesturlanda verða tiltölulega lítil
vegna tiltölulega lítils útflutnings
vestrænna ríkja á þessa markaði.
Það sem kemur Bandaríkjunum
og Evrópu mest í koll er ekki minni
verzlun, heldur neikvæð áhrif á
greiðslumátt og fjárfestingu, segir í
skýrslunni. Sem betur fer eru seðla-
bankar vel í stakk búnir að ráða við
slík vandamál, segir enn fremur.
Stofnanirnar segja að verndar-
stefna kunni að eflast, ef Bandarík-
in verði íyiir samdrætti og það geti
ógnað hagvexti þegar til lengri tíma
sé litið.
Tónlistarfyrirtæki ræða samvmnu
ondon. Reuters.
EMI Group Plc hefur staðfest að
fyrirtækið hafi rætt við þýzka fjöl-
miðlarisann Bertelsmann AG um
hugsanlegt samstarf tónlistar-
deilda fyrirtækjanna, en segir að
hvorugur aðili hafi lagt fram til-
boð.
Að sögn talsmanns áttu fyrir-
tækin óformlegar viðræður í síð-
asta mánuði. Samkvæmt Sunday
Telegraph gætu viðræðurnar leitt
til sex milljarða punda samruna
hinna tveggja tónlistarfyrirtækja.
Fyrr á þessu ári sleit EMI við-
ræðum við Seagi-am Co Ltd, sem
síðan ákvað að kaupa PolyGram og
verður PolyGram stærsta tónlist-
arfyrii-tæki heims.
Spice Girls og Rolling Stones
EMI hefur meðal annars gert
samninga við Spice Girls, Rolling
Stones, Garth Brooks, Smashing
Pumpkins og Bítlana, en Bertels-
mann hefur Whitney Houston og
Puff Daddy á sínum snærum.
Bertelsmann á Artista hljóm-
plötuútgáfuna, en meðal vöru-
merkja EMI er Virgin.
Verð bréfa EMI hækkaði um
rúmlega 18% 13. nóvember þegar
Los Angeles Times henndi að
News Corp fyrirtæki Ruperts
Murdochs hefði hug á að eignast
hlut í fyrirtækinu. Seinna var sú
frétt borin til baka.
hartgri pi r
SILFURBUÐIN
Kringlunni • S: 568 9066
- aðeins betri -
TS-400 handsími/bílasími
120 klst. NiMH rafhlaða
Hraöhlcðslutæki 230 VAC
Bilfesting m/12V hraðhleðslu
Handfrjáls búnaður/hendur á
lurftnetskapall með hraðtengi
Islensk handbók
90ft
Euro/Vi.sa raðgreiðslur
www.istcl.is
ÍKI
Síóumúla 37-108 Reykjavik
S. 588-2800 - Fax 568-7447
Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is
/KLLTA/= 6/7T//UÍ4£7 NÝTl