Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Jack Kevorkian ákærður fyrir morð að yfírlögðu ráði
Ekki fleiri liknardráp
Waterford, Detroit. Reuters.
Dini vill ekki að
Ocalan fái hæli
Ankara. Reuters.
BANDARISKI meinafræðingurinn
Jack Kevorkian, sem er einn þekkt-
asti talsmaður líknardrápa í heimin-
um, var á miðvikudagskvöld handtek-
inn í Michigan í Bandaríkjunum og
ákærður fyrir morð. Var Kevorkian
sleppt lausum eftir að hafa komið fyr-
ir dómara en fékk þá fyrirskipun að
taka ekki þátt í frekari líknardrápum.
Hét Kevorkian því að fara að þessum
fyrinnælum.
Kom handtakan í kjölfar þess að
lögreglan hafði skoðað myndband
sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS
féllst á að afhenda, en á myndbands-
upptökunni sést Kevorkian sprauta
banvænum skammti af lyfí í dauð-
vona sjúkling. Dauðarefsing er ekki
til í refsilöggjöf Michigan-ríkis en
Kevorkian, sem er sjötugur, gæti
þurft að horfa fram á lífstíðarfangels-
isdóm, án þess að geta sótt um náðun.
CBS sýndi meginhluta upptökunn-
ar í þættinum „60 mínútur“ á sunnu-
dag og Kevorkian sést þar sprauta
banvænum skammti af lyfi í 52 ára
sjúkling, Thomas Youk, sem var
haldinn ólæknandi sjúkdómi, hliðar-
strengjahersli (ALS). Kevorkian
sagði að sjúklingurinn hefði verið svo
þróttlaus að hann hefði óttast að
hann myndi kafna í eigin munnvatni.
Youk kinkaði kolli þegar hann var
spurður hvort hann vildi binda enda á
líf sitt og sást skrifa undir yfirlýsingu
um að hann samþykkti banvæna
lyfjagjöf.
Kevorkian hefur lengi barist fyrir
því að líknardráp verði heimiluð með
lögum og eftir sjónvarpsþáttinn skor-
aði hann á lögregluna að handtaka
sig. Hann kvaðst annaðhvort vilja að
deilan um líknardrápin yrði leidd til
lykta fyi-ir dómstólunum eða að lög-
reglan léti hann í friði.
MESUT Yilmaz, sem gegnir emb-
ætti forsætisráðherra á Tyrklandi
til bráðabii'gða eftir að ríkisstjórn
hans féll í fyi'radag, sagðist í gær
sjá merki þess að afstaða Itala,
sem hafa neitað að framselja Kúr-
daleiðtogann Abdullah Öcalan til
Tyrklands, væri að mýkjast og
einnig að Þjóðverjar virtust ætla
að sýna meiri sveigjanleika.
Hafði Lamberto Dini, utanríkis-
ráðherra Italíu, fyrr um daginn
sagt að hann teldi að ekki ætti að
veita Öcalan hæli sem pólitískur
flóttamaður á Italíu og að Þjóðverj-
ar ættu að fara fram á framsal
hans, því þar í landi hefur verið
gefin út handtökuskipun á Öcalan -
eða stefna ella í voða alþjóðlegri
baráttu gegn hryðjuverkum. Þjóð-
verjar óttast hins vegar að með því
að fá Öcalan til Þýskalands væru
þeir að bjóða heim hættu á átökum
milli Tyrkja og Kúrda búsettra í
Þýskalandi. Sagði Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, í
gær að hann myndi gera grein fyr-
ir afstöðu Þýskalands í viðræðum
sem hann á í dag, föstudag, við
Massimo D’Alema, forsætisráð-
herra Italíu.
Það olli miklu uppnámi á Italíu
þegar Ramon Mantovani, meðlimui'
í nýja Kommúnistaflokknum, sagði
frá því á miðvikudag að hann hefði
fylgt Öcalan frá Moskvu til Rómar,
þar sem Öcalan var síðan handtek-
inn. Flokkur Mántovanis á aðild að
ítölsku ríkisstjórninni en hann
kveðst ekki hafa sagt stjórninni frá
komu Öcalans. ítalska stjórnai'and-
staðan lýsti hins vegar hneykslan
sinni í gær og sagði Silvio
Berlusconi, leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, að ríkisstjómin yrði að segja
af sér ef það kæmi í ljós að meðlimir
hennar hefðu haft frumkvæði að
komu Kúrdaleiðtogans til Ítalíu.
Þrautin þyngri að mynda nýja
stjórn í Tyrklandi
Suleiman Demirel, forseti Tyrk-
lands, átti í gær í viðræðum við
leiðtoga helstu flokka á tyrkneska
þinginu í því augnamiði að skipa
nýjan forsætisráðherra eftir að
ríkisstjórn Mesuts Yilmaz féll á
miðvikudag. Gæti orðið þrautin
þyngri að finna stjórnmálaleiðtoga
sem getur fylkt hinum mörgu öfl-
um á þingi á bak við sig í sam-
steypustjórn en í gærkvöldi hitti
Demirel Tansu Ciller, leiðtoga
Sannleiksstígsins, og Bulent
Ecevit, leiðtoga Lýðræðislega
vinstriflokksins, sem gegnt hefur
embætti aðstoðarforsætisráðherra
undir Yilmaz.
Persónuleg óvild og öfund milli
leiðtoga flokkanna í Tyrklandi þyk-
ir gera verk Demirels afar erfitt.
Takist ekki stjórnarmyndun innan
45 daga getur hann leyst upp þing
og skipað sína eigin stjórn sem sitja
myndi uns kosningar, sem ráðgerð-
ar eru í apríl á næsta ári, hafa farið
fram. Ljóst er hins vegar að verði
skipaður nýr forsætisráðherra á
næstu dögum mun sá hinn sami
erfa deiluna við Itali um Öcalan.
Japanir þrjóskast við að biðjast afsökunar vegna heimsstyrjaldarinnar síðari
Tókýó v Reuters.
Japan harmar
hernám Kína
Mannskætt
lestarslys
AÐ MINNSTA kosti hundrað og
átta fórust og um hundrað og
fimmtíu særðust illa þegar tvær
farþegalestir skullu saman seint
á miðvikudagskvöld í Punjab-
héraði á Indlandi. Var haft eftir
Nitish Kumar, ráðherra lesta-
samgangna í Indlandsstjórn, að
tengi milli tveggja vagna í lest
Frontier Golden Mail hefði brost-
ið með þeim afleiðingum að hún
fór út af spori sínu yfir á annað
spor. Kom þar að lest Sealdah
Express með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Aðstæður á slysstað þóttu
hræðilegar og tók langan tima að
draga látna og særða úr lesta-
brakinu. Munu Iangflestir farþeg-
anna hafa verið sofandi þegar
áreksturinn átti sér stað, að sögn
þeirra sem lifðu slysið af. Söfnuð-
ust um þúsund manns saman á
slysstaðnum til að fylgjast með
björgunaraðgerðum, margir
þeirra ættingjar fórnarlambanna.
ÞRJOSKA Japana við að verða við
kröfum um afsökunarbeiðni við
gjörðum japanska hersins í heims-
styrjöldinni síðari, var greinilegri
en nokkru sinni í gær. Þá sendu
japönsk og kínversk stjórnvöld frá
sér yfirlýsingu þar sem Japanir
„harma“ þá þjáningu sem japanski
herinn hafi valdið er hann hersat
Kína um miðja öldina. Náðist sam-
komulag um þetta orðalag eftir
langan átakafund fulltrúa þjóðanna
þar sem Kínverjar fengu ekki fram-
gengt kröfu sinni um að Japanir
bæðust afsökunar á framferði her-
manna sinna. Skömmu áður hafði
héraðsdómur í Tókýó fellt þann úr-
skurð að vestrænum stríðsfóngum
Japan í stríðinu bæru ekki bætur.
Krafan um afsökunarbeiðni er í
brennidepli vegna opinberrar heim-
sóknar Jiang Zemin, forseta Kína,
sem nú stendur yfir í Japan. Það
vakti athygli í gær að hvorki Jiang
né Keizo Obuchi, forsætisráðherra
Japans, undirritaði yfirlýsinguna
þar sem Japanir lýsa því yfir að þeir
„beri sársaukafulla ábyrgð á því að
hafa kallað miklar þjáningar og
eyðileggingu yfir kínversku þjóðina
með því að ráðast inn í Kína á einu
tímabili í sögunni og lýsa Japanir
yfir djúpum harmi vegna þessa“.
Japanir auka lánveitingar
Yfirlýsing þessi var birt sex
stundum síðar en áætlað var vegna
deilna Kínverja og Japana um orða-
lagið. Þá deildu þjóðimar einnig um
hvernig afsökunin yrði sett fram,
Japanir höfðu boðist til þess að
biðja forseta Kína afsökunar munn-
lega en Kínverjar kröfðust þess að
það yrði gert formlega.
Japanskir stjómmálaskýrendur
segja málið til marks um veika
stöðu Obuchis. Hann sé reiðubúinn
að leggja fram afsökunarbeiðni en
hafi látið undan þrýstingi embættis-
manna sem þrjóskist við.
I síðasta mánuði báðu Japanir
Kóreubúa afsökunar á framferði
sínu í heimsstyrjöldinni síðari.
Benda stjórnmálaskýrendur á að
undirbúningur þess hafi farið svo
leynt að nær enginn hafi vitað af af-
sökuninni fyiT en hún hafi verið
borin fram. Hvað Kínverja varðaði
hafi verið vitað löngu fyrirfram að
rætt væri um afsökunarbeiðni og
því hafi tekist að koma í veg fyrir
hana.
Það gerir Kínverjum ennfremur
erfitt fyrir að þeir þiggja mikla íjár-
hagsaðstoð frá Japan, Japanir em
stærstu fjárfestarnir í Kína og hafa
stutt við umsókn Kínverja um aðild
að Heimsviðskiptastofnuninni. I
gær sömdu Jiang og Obuchi um að
Japanir myndu hækka lán til Kín-
verja upp í 390 milljarða jena, um
223 milljarða ísl. kr.
Hrækti á tröppur dómshúss
Hópur fyi'rverandi stríðsfanga
frá Bretlandi, Astralíu, Nýja-Sjá-
landi og Bandaríkjunum fór til Jap-
an til að leggja áherslu á kröfur sín-
ar og vera viðstaddir dómsúrskurð-
inn í máli sem þeir höfðuðu á hend-
ur japanska ríkinu. Bnigðust þeir
ókvæða við úrskurðinum og einn
þeirra hrækti á tröppur dómshúss-
ins.
Þá sagði annar fyirverandi
stríðsfangi að niðurstaðan væri til
skammar fyrir Japani samanborið
við þá niðurstöðu Breta að Augusto
Pinochet, fyrrverandi einræðis-
herra í Chile, myndi ekki njóta frið-
helgi í Bretlandi. Stríðsfangarnir
hafa þegar áfrýjað málinu.
Silguy segir Breta
munu
Lundúiium. Reuters.
YVES-Thibault de Silguy, sem fer
með peningamál í framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins (ESB),
sagðist í gær telja að Bretar myndu
fyrr en slðar ganga til liðs við Efna-
hags- og myntbandalag Evrópu
(EMU), vegna þess að brezka rfkis-
stjórnin gerði sér grein fyrir kostn-
aðinum sem því fylgdi að gera það
ekki.
„Þegar Bretai' ákveða að ganga í
bandalagið, sem ég trúi að þeir geri,
munu fyrirtæki geta keppt á jafn-
réttisgrundvelli við fyrirtæki á
svæðinu sem notar hinn sameigin-
lega gjaldmiðil," sagði de Silguy er
hann ávarpaði franska verzlunar-
ráðið í Lundúnum. Hann tók fram
ganga 1
að helmingur allra utanríkisvið-
skipta Breta væru við myntbanda-
lagssvæðið. Ellefu af fimmtán aðild-
arríkjum ESB munu taka upp hinn
sameiginlega Evi'ópugjaldmiðil um
áramótin.
Tony Blair forsætisráðherra ít-
rekaði fyrr í vikunni að sú stefna
sem stjórn hans hefði markað varð-
andi hugsanlega aðild Bretlands að
EMU
EMU væri óbreytt; af inngöngu
landsins yrði eingöngu ef efnahags-
legar aðstæður þróuðust þannig að
hún yrði landinu ótvírætt til hags-
bóta.
Iðnjöfrar hvelja til inngöngu
Með ummælum sínum var Blair
að bregðast við áskorunum frá iðn-
jöfrum í landinu um að evran, hinn
sameiginlegi gjaldmiðill, verði tek-
inn upp í Bretlandi. A mánudaginn
birtist heilsíðuauglýsing í Financial
Times, sem eitthundrað þekktir fyr-
irtækjarekendur skrifuðu undir, en
í auglýsingunni voru útlistuð rök
fyrir því að Bretlandi væri hollt að
ganga í EMU.
Schröder í Brussel
Reuters
GERHARD Schröder,
kanzlari Þýzkalands,
og Jacques Santer,
forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusam-
bandsins (ESB), heils-
ast í Brussel, þangað
sem Schröder kom í
sína fyrstu opinberu
heimsókn í gær. Þjóð-
veijar taka við for-
mennsku í ráðherra-
ráði ESB um áramót-
in og því snerust við-
ræður þeirra Santers
aðallega um verk-
efnadagskrá sam-
bandsins fyrri hluta
næsta árs. Schröder
notaði þó tækifærið t.il að ítreka
óskir Þjóðveija um að við end-
urskoðun Ijárlaga sambandsins
verði greiðslur Þjóðveija til
sameiginlegra sjóða þess lækk-
aðar. Eins og er leggja Þjóðveij-
ar fjárlögum ESB langmest til,
eða allt að 70%.