Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 27 Klofningur innan þýzku stjórnarinnar um innflytjendamál Græningjar gagnrýna Schröder og Schily HÖRÐ deila er komin upp milli þýzku stjórnarflokkanna, jafnað- armanna og Græningja, sem snýst um innflytjendamál. Græningjar beindu í gær spjót- um sínum að Gerhard Schröder kanzlara fyrir ummæli sem höfð voru eftir honum í vikublaðinu Die Woche á miðvikudag. Þar sagði hann að Þýzkaland þyldi ekki frek- ari straum innflytjenda og stóð fast að baki innanríkisráðherran- um Otto Schily, sem kom deilunni af stað með svipuðum ummælum í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum. Schröder sagði Schily aðeins hafa fært staðreyndir í orð. Frammámenn í Græningja- flokknum og fulltrúar hagsmuna- samtaka útlendingahópa í Þýzka- landi gagnrýndu bæði Schröder og Schily; ummæli þeirra væru ekki til annars fallin en að ýta undir út- lendingaandúð. „Hver sem segir að mörkin hafi verið sprengd er aðeins að ýta undir ótta og gerir sig, óviljandi, að lykilvitni útlend- ingaandúðar framtíðarinnar,“ sagði græninginn Rupert von Plottnitz, sem er dómsmálaráð- herra sambandslandsins Hessen, í viðtali við dagblaðið Bild. Innflytjendaland eða ekki? Kerstin Múller, sem á sæti í flokksstjórn Græningja, sagði í gær að það lægi í augum uppi að Þýzkaland væri innflytjendaland í raun. „Sem þjóð í Evr- ópu miðri getum við ekki einfaldlega lokað okkur af,“ sagði hún. Sehily ítrekaði hins vegar fyrri ummæli sín í sjónvarpsviðtali; að sínu mati væri það ekki á Þýzkaland leggjandi að taka við fleiri innflytjendum. í fyrra hefðu 750.000 manns komið inn í landið, það er mun fleiri en hið dæmigerða innflytj endaland Bandaríkin hefði tekið á móti. Þess vegna verði að setja innflytjendakvótann í ár á núll. Þessu svaraði græning- inn Marieluise Beck, sem er opin- ber talsmaður ríkisstjórnarinnar í útlendinga- og innflytjendamálum, með því að segja að Þýzkaland þurfi á innflytjendum að halda. Þess vegna hafi flokkur hennar lagt til að ákveðinn yrði árlegur innflytjendakvóti upp á 440.000 manns. Að sögn Der Spiegel, sem gerði deiluna að forsíðuefni nýjasta heft- is tímaritsins, eru Græningjar harðir á því að gefa sig hvergi varðandi stefnuna í útlendinga- og innflytjendamálum, þar sem þeir hefðu þurft að gefa eftir á svo mörgum öðrum sviðum við gerð stjómarsáttmálans. Kjarnastuðn- ingsmenn græningja væri að finna í röðum meðlima mannréttindasamtaka og slíkra, sem sæu hlutverk sitt í að tala máli minnihlutahópa, og ekki þykir koma til greina að valda þess- um stuðningsmönnum vonbrigðum. En þótt Schily, sem á áttunda áratugnum varð þekktur sem lög- verjandi hryðjuverka- manna RAF og tók þátt í stofnun Græn- ingjaflokksins á sín- um tíma, segðist standa við orð sín, minnti hann gagnrýnendur sína á að það væri á hans verksviði að framfylgja loforði stjórnarflokk- anna um að veita milljónum út- lendinga, sem búa í Þýzkalandi, ríkisborgararétt. Hægrimenn ánægðir Talsmenn hægrimanna, þar á meðal Gúnther Beckstein, innan- ríkisráðherra Bæjarlands, fögnuðu ummælum Schilys. Beckstein hef- ur að undanförnu verið sérstakur skotspónn gagnrýni úr röðum Græningja og hagsmunasamtaka útlendinga í Þýzkalandi vegna brottvísunar síbrotaunglings, sem á tyrkneska foreldra en er uppal- inn í Múnchen. Hann var fluttur nauðugur til Istanbúl um þarsíð- ustu helgi. Otto Schily Lá látinn heima hjá sér í fimm ár WOLFGANG Dircks, sem bjó í einsherbergis leiguíbúð í fjölbýl- ishúsinu að DieselstraBe 56 í Hamborg, lá andaður á sófanum heima hjá sér í fimm ár, unz hann fannst þar nú á dögunum, án þess að nokkur saknaði hans. Direks, sem var fráskilinn og atvinnulaus málmsmiður á fimm- tugsaldri, dó sennilega hinn 5. desember 1993. Sjónvarpsvísir, sem lá á borði við hlið líksins, var opinn á þessari dagsetningu. A borðinu stóð einnig opin bjórdós. Allan þennan tíma saknaði hans greinilega enginn, ekki ætt- ingjar, nágrannar, ekki einu sinni yfiivöldin. Aldrei íyrr, að því er Der Spiegel greinir frá, hefur það gerzt í Þýzkalandi að maður hafi legið svo lengi látinn heima hjá sér án þess að umheimurinn yrði þess var. Þykir Þjóðverjum harmsaga þessa manns vera dæmigerð fyrir þá nafnlausu firr- ingu og skort á persónulegum tengslum fólks sem einkennir líf- ið í stórborginni. Um sautján hundruð þúsund manns búa í Hamborg og helmingur allra íbúða borgarinnar hýsir einstak- linga. Eftir að Iík Dircks fannst undr- uðust menn að nági-annarnir skyldu ekki hafa orðið varir við rotnunarlykt. Að sögn lögregl- unnar skýrist þetta af því, að maðurinn dó um miðjan vetur, þegar kalt var í veðri, og mjög lít- ið var skrúfað upp í miðstöðinni. Þegar hlýnaði um vorið, mörgum mánuðum eftir andlátið, var líkið þegar orðið svo uppþornað, að rotnunin varð mjög hæg. Enginn hafði séð ástæðu tO að athuga hvað orðið hefði um herra Dircks. Hvorki fbúðareigandinn, sem í þessu tilviki var fyrirtækið HBH, né bankinn, síminn, raf- veitan né pósturinn höfðu ástæðu til þess. Öldruð móðir Dircks, Wilma, sá alltaf um að borga reikningana þótt hún hefði árum saman ekkert samband haft við son sinn. Drakk sig í hel Mæðginin höfðu ekki talast við frá því Wilma heimsótti Dircks á sjúkrahús árið 1992, þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð á mjöðm, en upp frá því þurfti hann að ganga við hækjur. Dircks hafði heiminn æ meir á hornum sér, hann dró sig í hlé í sinni litlu íbúð og drakk. Hann hafði verið alkóhólisti í fimmtán ár þegar hann dó, eða frá því slitnaði upp úr hjónabandi hans árið 1977. Meðal nágrannanna hafði breiðzt út sú saga, að Direks hefði flutt á hjúkrunarhæli, þar sem hann hefði það miklu betra. Það var fyrst þegar sambýlis- maður móður hans dó, að málið upplýstist. Af einfóldum eftir- launum hafði hún ekki lengur efni á að borga alla reikningana fyrir soninn. Þegar greiðslur hættu að berast fyrir leigunni lét fyrirtækið sem átti íbúðina brjót- ast inn í hana. Þá fann starfsmað- ur þess loks skorpnað líkið. Nauðugir í þjdnustu saudi-arab- ísks prins Kaíró. Reuters. ÁSAKANIR um illa meðferð saudi- arabísks prins á Egyptum í hans þjónustu stefna nú stjórnmálasam- skiptum Egyptalands og Saudi-Ara- bíu í hættu. Málið komst í hámæli í síðustu viku eftir að tveir egypskir þjónar voru lagðú- inn á sjúkrahús í Kaíró eftir að þeir höfðu slasast alvai-lega við flótta úr vist Turki bin Abdul Aziz, eins af sex albræðrum Fahds, konungs Saudi-Arabíu. Að sögn eg- ypsku lögreglunnar hafði Ahmed Noureddin og Ahmed Abdel-Satar verið haldið nauðugum í tvö ár í vist- arverum prinsins á 29. hæð Ramses Hilton hótelsins í Kamó. Þeim tókst loks að flýja með því að binda saman rúmföt og láta sig síga niður á 26. hæð hótelsins, en þeir slösuðust þeg- ar þeir stukku þaðan niður á 24. hæð. Tjáðu þeir lögreglunni að níu öðrum þjónum væri haldið föngnum af fílefldum lífvörðum prinsins. Prinsinn verði rekinn úr landi Nú hafa egypskir þingmenn kraf- ist svara við því hvernig prinsinn gat haldið Egyptunum nauðugum í þjón- ustu sinni, og ættingjar þeirra þjóna, sem enn eru í haldi prinsins, hafa lagt fram formlega beiðni til sak- sóknara um að þeir verði frelsaðir. Ennfremur hefur lögmaður í Kaíró krafist þess að dómstóll skipi fyrir um að prinsinn verði rekinn úr landi. Turki bin Abdul Aziz hefur búið í Egyptalandi um árabil, síðan hann komst upp á kant við konungsfjöl- skylduna í Saudi-Arabíu vegna kvon- fangs síns. Hann hafði fram að þeim tíma safnað auði sem aðstoðarvarn- armálaráðherra Saudi-Arabíu. Að sögn egypskra blaðamanna hafa stjórnvöld í Kaíró nokkrum sinnum þaggað niður kvartanir um hrotta- skap lífvarða prinsins. I* 1 | HAGKADP » . tttmrxrt LACERIWV 17 verslanir og þjónustuabilar bjó&a frábært vöruúrval til hátíbarundirbúnings og jólagjafa. Næg bílastæbi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.