Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÓÐUR TIL
ÓPERUNNAR
Sinfóníuhljómsveit Islands og Kór
■7-----------------
Islensku óperunnar gangast fyrir tónleik-
um í Háskólabíói í kvöld kl. 20. A efnis-
Traustsins verður
Ekki eins og Garðar hafi þurft
að berjast fyrir því, kórinn hefur
margoft komið fram með Sinfóní-
unni á undanfomum hálfum öðrum
áratug, og ætti því að þekkja vel til
í Háskólabíói. „Sinfóníuhljómsveit-
in hefur margoft fengið kórinn til
liðs við sig í stærri verkefnum
enda hefur hann reynst traustsins
verður. Þarf svo sem engan að
undra því margt af fremsta söng-
fólki okkar í dag hefur haft viðdvöl
í Kór Islensku óperunnar.“
Meðal gesta á tónleikunum
verða tveir einsöngvarar - Olöf
Kolbrán Harðardóttir sópransöng-
kona og ítalski tenórsöngvarinn
Renato Fransesconi.
Ólöfu Kolbránu þarf vart að
kynna fyrir íslenskum óperuunn-
endum. Hún hefur um árabil verið
ein ástsælasta söngkona þjóðar-
innar. „Ólöf hefur verið okkar að-
alsöngkona í Islensku óperunni
nánast frá upphafi og einn helsti
drifkrafturinn í starfsemi hennar.
Við erum ótrálega heppin að hún
skyldi gera Islensku óperuna að
sínum starfsvettvangi, því hún gat
sem best farið utan - til þess
gáfust mörg tækifæri. Sem betur
fer hefur okkur haldist á henni.“
Renato Fransesconi er þraut-
reyndur tenórsöngvari. Garðar
kveðst raunar sjaldan hafa séð
aðra eins afrekaskrá. Hann hefur
sungið með söngvurum á borð við
Margaret Price, Katiu Ricciai-elli
og Grace Bumbry og starfað með
hljómsveitarstjórum eins og
Metha, Abbado, Levine og Maazel.
Þá hefur Francesconi hlotið fjölda
Flutt verður tónlist úr mörgum
óperum: Tannhauser og Hollend-
ingnum fljúgandi eftir Wagner, La
Traviata, Ótelló og Aida eftir
Verdi, Evgení Onegin eftir Tsja-
jkovskíj, Prins Igor eftir Borodin,
Cavalleria Rusticana eftir
Mascagni, Tosca eftir Puccini,
Carmina Burana eftir Orff og
Galdra-Lofti og Þrymskviðu eftir
Jón Ásgeirsson.
Eftirlætisverk
Garðar segir þetta allt eftirlæt-
isverk kórsins. „Þetta eru verk
sem við höfum flutt mörg hver í Is-
lensku óperunni og viljum gjarnan
flytja. Við höfum reyndar hvorki
flutt Wagner-óperumar né Prins
Igor áður og ekki heldur
Þrymskviðu Jóns. Úr því verður
vonandi bætt!“
Garðar segir sérstaklega
ánægjulegt að geta flutt efni úr
óperum Jóns Asgeirssonar, ekki
síst þar sem tónskáldið hélt upp á
sjötugsafmæli sitt á dögunum.
„Svo eru þetta bara svo góðar óp-
erur hjá Jóni - óperur sem eiga
eftir að lifa góðu lífi um ókomna
tíð.“
Undirbúningur kórsins fyrii’
tónleikana hófst þegar í haust en
hann æfir jafnan tvisvar í viku.
Nýverið fór hann svo í æfingabúðir
í Reykholti yfir eina helgi, þar sem
menn unnu að hætti berserkja.
„Það var vel tekið á í Reykholti og
eftir þá dvöl stóðu, leyfi ég mér að
segja, allir klárir á sínu. Kórinn er
alveg ótrálega viljugur. I þessari
viku hefur svo endahnúturinn ver-
ið hnýttur á æfingum með hljóm-
sveitinni."
Morgunblaðið/Ásdís
GARÐAR Cortes stjórnar áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í fyrsta sinn í kvöld.
SÖNGVARARNIR Renato Fransesconi og Ólöf Kolbrún Harðardóttir
verða gestir á tónleikunum í Háskólabíói.
viðurkenninga um dagana.
Karlakórinn Fóstbræður verður
einnig í gestahlutverki á tónleikun-
um, bregða þeir félagar sér meðal
annars í gem presta í Aida eftir
Verdi. „Ætli þetta sé ekki einn
voldugasti prestakór sem um get-
ur - yfir sjötíu manns!“
Garðar ranghvolfir augunum
þegar hann er spurður hvort það
hafi ekki verið þrautin þyngri að
setja saman efnisskrá. „Imyndaðu
þér,“ segir hann eftir stund. „Af
nógu er að taka. Auðvitað komst
ekki allt fyrir sem við hefðum vilj-
að flytja og stundum var rekið upp
vein þegar efni var hent út. En
svona er þetta þegar fasta efnis-
skráin er orðin svona viðamikil."
LANDK) OG ORKAN
á Egilsstöðum
Sýndar eru myndir Ragnars Axelssonar Ijósmyndara Morgunblaðsins af svæðum sem gætu
farið undir virkjanir, samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið. Einnig eru sýndar saman-
burðarmyndir þar sem fyrirhuguð uppistöðulón og mannvirki hafa verið teiknuð inná.
Sýningin stendur til mánaðamóta og eru myndirnar til sölu.
/§> mbl.is
-ALLTAT eiTTHVAO NÝTT
skrá er innlend og erlend óperutónlist en
gestir verða Karlakórinn Fóstbræður og
------------------7---------------------
einsöngvararnir Olöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Renato Fransesconi. Tónsprot-
inn verður í höndum Garðars Cortes.
Orri Páll Ormarsson ræddi við Garðar
en tónleikarnir hafa sérstaka þýðingu fyr-
ir hann þar sem hann lætur senn af
starfi óperustjóra.
UTI í hinum stóra heimi
heyra þeir til viðburða,
óperutónleikar sinfóníu-
hljómsveita. Engu er til
sparað, hátíð ríkir, bæði í hljóð-
rænum og sjónrænum skilningi.
Óperuhefðin er að vísu styttri hér
á landi en víðast hvar annars stað-
ar, í það minnsta í Evrópu, en það
breytir því ekki að þegar Sinfóníu-
hljómsveit Islands og Kór Is-
lensku óperunnar sameina krafta
sína, með liðsstyrk góðra gesta,
sperra tónlistarunnendur eyrun.
Vísast verður setinn Svarfaðardal-
ur í Háskólabíói í kvöld.
Múgur og margmenni kemur að
tónleikunum, um það bil tvö hund-
ruð manns, en maðurinn á bak við
þá er Garðar Cortes, sem sveiflar
nú tónsprotanum í fyrsta sinn á
áskriftartónleikum Sinfóníunnar.
Áður hefur hann stjórnað hljóm-
sveitinni við ýmis tækifæri.
„Þegar ég var beðinn um að
stjóma þessum tónleikum og velja
efnisski’á fannst mér eðlilegast að
taka verkefni sem tengjast óper-
unni,“ segir Garðar sem um árabil
hefur verið óperustjóri Islensku
óperannar. Hann lætur reyndar
senn af því starfi, eins og fram
kemur annars staðar í blaðinu.
„Auðvitað fannst mér líka við hæfi
að hafa kórinn, sem ég stofnaði
fyrir bi-áðum aldarfjórðungi og
hefur fylgt. mér óslitið síðan, Kór
íslensku óperannar, með mér.“